„Marlaug Einarsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 23: Lína 23:
I. Maður Marlaugar, (24. júlí 1954), var [[Þór Ástþórsson]] frá [[Sóli|Sóla]], rafvirkjameistari, f. 3. mars 1932, d. 8. júní 2002.<br>
I. Maður Marlaugar, (24. júlí 1954), var [[Þór Ástþórsson]] frá [[Sóli|Sóla]], rafvirkjameistari, f. 3. mars 1932, d. 8. júní 2002.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Sigríður Þórsdóttir]], f. 25. janúar 1955. Maður hennar Björgvin J. Jóhannsson.<br>
1. [[Sigríður Þórsdóttir]], f. 25. janúar 1955. Fyrrum maður hennar Geir Bragason. Maður hennar Björgvin J. Jóhannsson.<br>
2. Rósa Guðný Þórsdóttir, f. 30. september 1958. Barnsfaðir hennar Jón Ólafsson. Sambúðarmaður Örn Viðar Erlendsson.<br>
2. Rósa Guðný Þórsdóttir, f. 30. september 1958. Barnsfaðir hennar Jón Ólafsson. Sambúðarmaður Örn Viðar Erlendsson.<br>
3. Vignir Þórsson, f. 20. maí 1967, d. 10. júlí 2002.<br>
3. Vignir Þórsson, f. 20. maí 1967, d. 10. júlí 2002.<br>

Núverandi breyting frá og með 14. júní 2024 kl. 11:15

Marlaug Einarsdóttir.

Marlaug Einarsdóttir frá Breiðabliki, húsfreyja, saumakona, kaupmaður, frumkvöðull fæddist 18. júlí 1933 á Reynifelli og lést 17. desember 2006.
Foreldrar hennar voru Einar Sölvi Illugason vélvirkjameistari, f. 1. apríl 1911 á Brekku, d. 28. ágúst 1972, og kona hans Steinunn Rósa Ísleifsdóttir frá Nýjahúsi, húsfreyja, f. þar 7. júní 1912, d. 13. júlí 1994 á Sólvangi í Hafnarfirði.

Börn Rósu og Einars:
1. Marlaug Einarsdóttir húsfreyja, verslunarkona, kaupmaður, frumkvöðull, síðast í Hafnarfirði, f. 18. júlí 1933 á Reynifelli, d. 17. desember 2006.
2. Ragna Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 1. febrúar 1935, á Heimagötu 30 við skírn, d. 19. september 1992.
3. Haraldur Grétar Einarsson, f. 21. ágúst 1937 á Hjalteyri, d. 6. desember 1937.
4. Laufey Þóra Einarsdóttir bankaritari í Hafnarfirði, f. 22. júlí 1939 á Urðavegi 8, Steinum, d. 19. júlí 1994.
5. Baldvin Einarsson véltæknifræðingur í Danmörku, f. 27. maí 1941 á Urðavegi 8, Steinum, d. 26. september 2015.
6. Fjóla Einarsdóttir húsfreyja á Álftanesi, f. 2. mars 1946 á Breiðabliki, d. 20. janúar 1993.
7. Einar Vignir Einarsson verkamaður, síðast í Eyjum, f. 17. nóvember 1949 á Breiðabliki, d. 7. nóvember 1966 af slysförum.

Marlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1950.
Hún vann verslunarstörf, rak um skeið eigin kvenfataverslun í Reykjavík, seldi þar m.a. fatnað, sem hún hannaði og saumaði sjálf.
Á unglingsárum söng hún í stelputríóinu Eyjadætrum í Vestmannaeyjum, auk þess sem hún söng með hljómsveitum á skemmtunum. Síðustu árin var hún meðlimur í kvennakórnum Senjorítunum.
Þau Þór eignuðust fatlað barn og Marlaug var frumkvöðull um stofnun Foreldrasamtaka barna með sérþarfir, og var lengi í forsvari fyrir þau. Hún var formaður samtakanna um skeið. Í formannstíð Mallýjar var ráðist í það stórvirki að reisa sumarhús í Hvalfirði. Foreldrafélög spruttu upp um allt land á áttunda áratugnum og sameinuðust í heildarsamtökum árið 1976, Landssamtökunum Þroskahjálp.
Þau Þór giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Gimli við Kirkjuveg 17 og við Brimhólabraut, fluttu til Reykjavíkur 1958 og í Hafnarfjörð 1969.
Þór lést 2002 og Marlaug 2006.

I. Maður Marlaugar, (24. júlí 1954), var Þór Ástþórsson frá Sóla, rafvirkjameistari, f. 3. mars 1932, d. 8. júní 2002.
Börn þeirra:
1. Sigríður Þórsdóttir, f. 25. janúar 1955. Fyrrum maður hennar Geir Bragason. Maður hennar Björgvin J. Jóhannsson.
2. Rósa Guðný Þórsdóttir, f. 30. september 1958. Barnsfaðir hennar Jón Ólafsson. Sambúðarmaður Örn Viðar Erlendsson.
3. Vignir Þórsson, f. 20. maí 1967, d. 10. júlí 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.