Laufey Þóra Einarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Laufey Þóra Einarsdóttir frá Breiðabliki, verslunarmaður, bankastarfsmaður fæddist 22. júlí 1939 í Steinum við Urðaveg 8 og lést 19. júlí 1994.
Foreldrar hennar voru Einar Sölvi Illugason vélvirkjameistari, f. 1. apríl 1911 á Brekku, d. 28. ágúst 1972, og kona hans Steinunn Rósa Ísleifsdóttir frá Nýjahúsi, húsfreyja, f. þar 7. júní 1912, d. 13. júlí 1994 á Sólvangi í Hafnarfirði.

Börn Rósu og Einars:
1. Marlaug Einarsdóttir húsfreyja, verslunarkona, kaupmaður, frumkvöðull, síðast í Hafnarfirði, f. 18. júlí 1933 á Reynifelli, d. 17. desember 2006.
2. Ragna Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja, síðast í Hafnarfirði, f. 1. febrúar 1935, á Heimagötu 30 við skírn, d. 19. september 1992.
3. Haraldur Grétar Einarsson, f. 21. ágúst 1937 á Hjalteyri, d. 6. desember 1937.
4. Laufey Þóra Einarsdóttir bankaritari í Hafnarfirði, f. 22. júlí 1939 á Urðavegi 8, Steinum, d. 19. júlí 1994.
5. Baldvin Einarsson véltæknifræðingur í Danmörku, f. 27. maí 1941 á Urðavegi 8, Steinum, látinn.
6. Fjóla Einarsdóttir húsfreyja á Álftanesi, f. 2. mars 1946 á Breiðabliki, d. 20. janúar 1993.
7. Einar Vignir Einarsson verkamaður, síðast í Eyjum, f. 17. nóvember 1949 á Breiðabliki, d. 7. nóvember 1966 af slysförum.

Laufey var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var við nám á Englandi.
Laufey vann í snyrtivöruverslun, en síðustu þrjátíu ár starfaði hún í Landsbanka Íslands.
Laufey eignaðist barn með Rafni Hafsteini Skúlasyni 1970.
Hún lést 1994.

Barnsfaðir Laufeyjar var Rafn Hafsteinn Skúlason lögfræðingur, löggiltur fasteigna- og verðbréfasali, f. 30. nóvember 1947, d. 21. september 2008.
Barn þeirra:
1. Hlynur Rafnsson, f. 4. nóvember 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.