„Ritverk Árna Árnasonar/Björn Guðjónsson (Kirkjubóli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Börn Björns Guðjónssonar og Sigríðar voru þessi:<br> | Börn Björns Guðjónssonar og Sigríðar voru þessi:<br> | ||
1. [[Ólöf Björnsdóttir (Kirkjubóli)|Ólöf Sigríður]], fædd 31. desember 1910, dáin 30. maí 1994.<br> | 1. [[Ólöf Björnsdóttir (Kirkjubóli)|Ólöf Sigríður]], fædd 31. desember 1910, dáin 30. maí 1994.<br> | ||
2. [[Guðfinna | 2. [[Guðfinna Björnsdóttir (Kirkjubóli)|Guðfinna Súsanna]], fædd 3. febrúar 1912, dáin 30. maí 1995. Maður hennar Oddur Sigurðsson forstjóri.<br> | ||
3. [[Þyrí Björnsdóttir (Kirkjubóli)|Þyrí]], fædd 29. september 1915, dáin 3. febrúar 1954. Hún var kona [[Jón Árni Árnason (Skálholti)|Jóns Á. Árnasonar]] | 3. [[Þyrí Björnsdóttir (Kirkjubóli)|Þyrí]], fædd 29. september 1915, dáin 3. febrúar 1954. Hún var kona [[Jón Árni Árnason (Skálholti)|Jóns Á. Árnasonar]] | ||
[[Árni Sigfússon (Skálholti)| kaupmanns Sigfússonar]] og konu hans [[Ólafía Árnadóttir (Skálholti)|Ólafíu Sigríðar Árnadóttur]].<br> | [[Árni Sigfússon (Skálholti)| kaupmanns Sigfússonar]] og konu hans [[Ólafía Árnadóttir (Skálholti)|Ólafíu Sigríðar Árnadóttur]].<br> | ||
Börn Sigríðar áður:<br> | Börn Sigríðar áður:<br> | ||
4. [[Logi Eldon Sveinsson]], f. 28. september 1907, d. 10. maí 1986.<br> | 4. [[Logi Eldon Sveinsson]], f. 28. september 1907, d. 10. maí 1986.<br> | ||
5. [[Anna Lovísa Hall Sveinsdóttir]], f. 3. maí 1905, d. | 5. [[Anna Lovísa Hall Sveinsdóttir]], bjó í Danmörku, f. 3. maí 1905, d. 4. júní 1984.<br> | ||
6. Ásmundur Sveinsson, f. 19. apríl 1906 í Reykjavík, d. 19. apríl 1906 í Reykjavík. | 6. Ásmundur Sveinsson, f. 19. apríl 1906 í Reykjavík, d. 19. apríl 1906 í Reykjavík. | ||
Núverandi breyting frá og með 14. október 2023 kl. 17:38
Kynning.
Björn Friðrik Guðjónsson trésmíðameistari á Kirkjubóli, fæddist 16. mars 1888 og lést í Reykjavík 27. janúar 1949.
Foreldrar hans voru Guðjón Björnsson bóndi á Kirkjubóli, f. 2. maí 1862, d. 4. maí 1940 og kona hans Ólöf Lárusdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1862 að Pétursey í Mýrdal, d. 16. nóvember 1944.
Kona Björns var Sigríður Jónasdóttir frá Deild á Álftanesi, f. 4. september 1880, d. í Reykjavík 24. janúar 1948.
Börn Björns Guðjónssonar og Sigríðar voru þessi:
1. Ólöf Sigríður, fædd 31. desember 1910, dáin 30. maí 1994.
2. Guðfinna Súsanna, fædd 3. febrúar 1912, dáin 30. maí 1995. Maður hennar Oddur Sigurðsson forstjóri.
3. Þyrí, fædd 29. september 1915, dáin 3. febrúar 1954. Hún var kona Jóns Á. Árnasonar
kaupmanns Sigfússonar og konu hans Ólafíu Sigríðar Árnadóttur.
Börn Sigríðar áður:
4. Logi Eldon Sveinsson, f. 28. september 1907, d. 10. maí 1986.
5. Anna Lovísa Hall Sveinsdóttir, bjó í Danmörku, f. 3. maí 1905, d. 4. júní 1984.
6. Ásmundur Sveinsson, f. 19. apríl 1906 í Reykjavík, d. 19. apríl 1906 í Reykjavík.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Björn Guðjónsson var rösklega meðalmaður á hæð, þrekinn og axlabreiður, sterkur vel og fylginn sér. Hann var ljós yfirlitum, mjög aðlaðandi í framkomu, en allseinn til kynningar. Snemma lærði hann til trésmíða og varð meistari í þeirri iðn. Þótti hann ágætur smiður og byggði hér mörg hús. Heldur þótti Björn vera dulur í skapi og alldaufur í fjölmenni, en innan síns hóps var hann ræðinn og skemmtilegur. Hann var vinur vina sinna og afhaldinn af þeim.
Snemma fór Björn að stunda fuglaveiðar, en náði þó aldrei sérstakri lipurð í þeirri grein. Helst var hann við veiðar í Brandinum og Suðurey, en var auk þess við bjargveiðar í öðrum Suðureyjunum, Súlnaskeri, Hellisey, Geldung o.fl., bæði sem göngumaður og bátsmaður. Hann hætti snemma bjargveiðum svo nokkru næmi, og mun atvinna hans hafa verið því valdandi. Hann þótti liðtækur maður á mörgum sviðum og mjög fylginn sér í öllum átökum og gerðum.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.