Ólöf Björnsdóttir (Kirkjubóli)
Ólöf Sigríður Björnsdóttir frá Kirlkjubóli á Kirkjubæ, húsfreyja í Reykjavík fæddist 31. desember 1910 og lést 30. maí 1994 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Björn Friðrik Guðjónsson frá Kirkjubóli, trésmíðameistari, f. 16. mars 1888, d. 27. janúar 1949, og kona hans Sigríður Jónasdóttir frá Deild á Álftanesi, húsfreyja, f. 4. september 1880, d. 24. janúar 1948.
Börn Björns Guðjónssonar og Sigríðar:
1. Ólöf Sigríður, fædd 31. desember 1910, dáin 30. maí 1994. Fyrrum maður hennar Óskar Sólbergsson. Maður hennar Hjálmar Filipp Hafliðason.
2. Guðfinna Súsanna Björnsdóttir, fædd 3. febrúar 1912, dáin 30. maí 1995. Maður hennar Oddur Sigurðsson forstjóri.
3. Þyrí, fædd 29. september 1915, dáin 3. febrúar 1954. Hún var kona Jóns Á. Árnasonar kaupmanns Sigfússonar og konu hans Ólafíu Sigríðar Árnadóttur.
Börn Sigríðar með fyrri manni sínum Sveini Ásmundssyni Hall:
4. Logi Eldon Sveinsson, f. 28. september 1907, d. 10. maí 1986.
5. Anna Lovísa Hall Sveinsdóttir, f. 3. maí 1905, d. fyrir 1995.
6. Ásmundur Sveinsson, f. 19. apríl 1906 í Reykjavík, d. 19. apríl 1906 í Reykjavík.
Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, á Kirkjubóli og á Heimagötu 30.
Þau Óskar giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Hjálmar giftu sig, eignuðust eitt barn.
Ólöf lést 1994.
I. Maður Ólafar, (skildu), var Óskar Sólbergsson feldskeri, f. 13. júlí 1909, d. 8. janúar 1985. Foreldrar hans voru Sólberg Guðjónsson, f. 5. janúar 1882, d. 2. apríl 1926, og kona hans Þorsteinína Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 31. maí 1880, d. 23. desember 1966.
Barn þeirra:
1. Birna Sólberg Óskarsdóttir húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 28. mars 1933, d. 31. október 2016. Maður hennar Alfred Edwin Boudreau.
II. Maður Ólafar var Hjálmar Filipp Hafliðason bifreiðasmiður, framkvæmdastjóri, f. 31. ágúst 1919, d. 26. október 1998. Foreldrar hans voru Hafliði Hjálmarsson bóndi í Hattardal og Hlíð í Súðavíkurhreppi, N.-Ís., f. 11. júní 1887, d. 17. september 1960, og Sigurlaug Hannesdóttir bústýra, f. 7. desember 1886, d. 9. október 1960.
Barn þeirra:
2. Sigríður Hjálmarsdóttir kennari, f. 5. janúar 1950. Maður hennar Friðrik Stefánsson viðskiptafræðingur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 15. júní 1994. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.