„Einar Sigurðsson (Þinghól)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (Viglundur færði Einar Sigurðsson (vélstjóri) á Einar Sigurðsson (Þinghól)) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 11. júní 2024 kl. 21:07
Einar Sigurðsson frá Þinghóli í Hvolhreppi, sjómaður, vélstjóri fæddist þar 24. mars 1918 og lést 8. febrúar 1980.
Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson bóndi, f. 24. nóvember 1884, d. 5. júlí 1938, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1884, d. 21. október 1965.
Börn Jóhönnu og Sigurðar í Eyjum:
1. Sigríður Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. maí 1909, d. 28. júní 1979.
2. Einar Sigurðsson vélstjóri, f. 24. mars 1918, d. 8. febrúar 1980.
Einar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn á vélstjóranámskeiði í Eyjum.
Einar fluttist til Eyja 19 ára, vann í slippnum í eitt ár, síðan var hann sjómaður með Binna í Gröf, mági sínum, síðar véstjóri hjá honum, lengst á Gullborg VE, en um skeið var hann vélstjóri á Jóni Valgeiri í Reykjavík. Hann sneri til Eyja og var með Binna. Samtals var hann með honum í 27 ár.
Við Gosið 1973 fluttu þau Rannveig til Reykjavíkur, bjuggu við Hverfisgötu. Þar vann Einar hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar.
Þau Rannveig giftu sig 1943, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4, á Ingólfshvoli við Landagötu 3A við Gos 1973.
Einar lést 1980 og Rannveig 1994.
I. Kona Einars, (9. desember 1943 á Ísafirði), var Rannveig Konráðsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, verslunarmaður, f. 29. janúar 1923, d. 3. janúar 1994.
1. Arnar Einarsson sjómaður, vélstjóri, f. 2. ágúst 1945 á Ísafirði, d. 5. október 2006. Fyrrum kona hans Þorbjörg Guðný Einarsdóttir. Fyrrum kona hans Jakobína Sigurbjörnsdóttir. Kona hans Wanthana Srihiran.
2. Þorbjörg Einarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík. f. 7. janúar 1947 á Ísafirði. Maður hennar Jón Ólafsson endurskoðandi.
3. Konráð Einarsson verkamaður í Eyjum, f. 4. desember 1948 í Reykjavík. Kona hans Unnur Katrín Þórarinsdóttir bankastarfsmaður.
4. Sigurjón Einarsson skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 4. desember 1948 í Reykjavík. Kona hans Anna Gunnhildur Sverrisdóttir framkvæmdastjóri.
5. Jóhann Einarsson rafeindavirki í Danmörku, f. 6. desember 1961 í Eyjum. Kona hans Ása Þorkelsdóttir, látin. Sambúðarkona hans Birna Guðmundsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.