„Kristján G. Ólafsson (framkvæmdastjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristján Gunnar Ólafsson''' frá Heimagötu 22, framkvæmdastjóri, bifvélavirki, löggiltur bílasali fæddist þar 22. ágúst 1945.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson frá Skuld, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. október 1915, d. 16. mars 1969, og kona hans Ásta Soffía Kristjánsdóttir Bjartmars frá Stykkishólmi, húsfreyja, starfsmaður á matstofu, starfsmaður í prentsmiðju, f....)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 4: Lína 4:
Börn Ástu og Ólafs:<br>
Börn Ástu og Ólafs:<br>
1. [[Ingibjörg Ó. Bjartmars]] húsfreyja,  f. 22. október 1940. Maður hennar [[Sigurður Þór Ögmundsson]].<br>
1. [[Ingibjörg Ó. Bjartmars]] húsfreyja,  f. 22. október 1940. Maður hennar [[Sigurður Þór Ögmundsson]].<br>
2. [[Kristján G. Ólafsson (framkvæmdastjóri)|Kristján Gunnar Ólafsson]] framkvæmdastjóri, umboðsmaður, löggiltur bílasali, f. 22. ágúst 1945 á Heimagötu 22. Kona hans [[Magnúsína Ágústsdóttir]].<br>  
2. [[Kristján G. Ólafsson (framkvæmdastjóri)|Kristján Gunnar Ólafsson]] framkvæmdastjóri, umboðsmaður, löggiltur bílasali, f. 22. ágúst 1945 á Heimagötu 22. Kona hans [[Magnúsína Ágústsdóttir (Helli)|Magnúsína Ágústsdóttir]].<br>  
3. [[Edda G. Ólafsdóttir|Edda Guðríður Ólafsdóttir]] húsfreyja, f. 14. mars 1954 að Kirkjubæjarbraut 3. Maður hennar [[Ágúst V. Einarsson]].<br>
3. [[Edda G. Ólafsdóttir|Edda Guðríður Ólafsdóttir]] húsfreyja, f. 14. mars 1954 að Kirkjubæjarbraut 3. Maður hennar [[Ágúst V. Einarsson]].<br>



Núverandi breyting frá og með 15. nóvember 2022 kl. 15:25

Kristján Gunnar Ólafsson frá Heimagötu 22, framkvæmdastjóri, bifvélavirki, löggiltur bílasali fæddist þar 22. ágúst 1945.
Foreldrar hans voru Ólafur Sigurðsson frá Skuld, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. október 1915, d. 16. mars 1969, og kona hans Ásta Soffía Kristjánsdóttir Bjartmars frá Stykkishólmi, húsfreyja, starfsmaður á matstofu, starfsmaður í prentsmiðju, f. 4. júlí 1917, d. 10. desember 2010.

Börn Ástu og Ólafs:
1. Ingibjörg Ó. Bjartmars húsfreyja, f. 22. október 1940. Maður hennar Sigurður Þór Ögmundsson.
2. Kristján Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri, umboðsmaður, löggiltur bílasali, f. 22. ágúst 1945 á Heimagötu 22. Kona hans Magnúsína Ágústsdóttir.
3. Edda Guðríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1954 að Kirkjubæjarbraut 3. Maður hennar Ágúst V. Einarsson.

Kristján var með foreldrum sínum í æsku, á Heimagötu 22 og á Kirkjubæjarbraut 3.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1962, lærði bifvélavirkjun hjá Hreggviði Jónssyni og í Iðnskólanum, varð sveinn 1967 og fékk meistararéttindi 1970. Þeir Bjarni Halldór Baldursson stofnuðu Bílaverkstæði Kristjáns og Bjarna og ráku til 1976, að undanteknu gostímabilinu 1973. Kristján varð framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Magna 1977 og eftir sameiningu við Völund 1980 var hann framkvæmdastjóri Skipalyftunnar til 1993. Hann var jafnframt umboðsmaður Heklu hf. og seldi nýja bíla. Þá var hann umboðsmaður dansks byggingafyrirtækis og seldi stálgrindahús til 1995. Síðan var hann viðgerðarmaður hjá Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar, FES til starfsloka 68 ára. Kristján var einnig framkvæmdastjóri Golfklúbbsins um skeið.

Þau Magnúsína giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 3, Búastaðabraut 7 við Gos 1973, síðar á Höfðavegi 33.

I. Kona Kristjáns, (31. desember 1964), er Magnúsína Ágústsdóttir frá Helli við Vestmannabraut 13b, húsfreyja, starfsmaður Rafveitunnar, síðar hjá Apótekinu, f. 19. mars 1946.
Börn þeirra:
1. Ágústa Kristjánsdóttir snyrtifræðingur í Reykjavík, f. 28. september 1964. Maður hennar Gylfi Þór Rútsson.
2. Ásta Kristjánsdóttir kennari í Garðabæ, f. 20. febrúar 1970. Maður hennar Gunnar Guðni Leifsson.
3. Helga Kristjánsdóttir kennari í Garðabæ, f. 8. ágúst 1973 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar Heimir Örn Hafsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.