Edda G. Ólafsdóttir
Edda Guðríður Ólafsdóttir frá Kirkjubæjarbraut 3, húsfreyja, skrifstofustjóri fæddist þar 14. mars 1954.
Foreldrar hennar voru Ólafur Sigurðsson frá Skuld, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. október 1915, d. 16. mars 1969, og kona hans Ásta Soffía Kristjánsdóttir Bjartmars frá Stykkishólmi, húsfreyja, starfsmaður á matstofu, starfsmaður í prentsmiðju, f. 4. júlí 1917, d. 10. desember 2010.
Börn Ástu og Ólafs:
1. Ingibjörg Ó. Bjartmars húsfreyja, f. 22. október 1940. Maður hennar Sigurður Þór Ögmundsson.
2. Kristján Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri, umboðsmaður, löggiltur bílasali, f. 22. ágúst 1945 á Heimagötu 22. Kona hans Magnúsína Ágústsdóttir.
3. Edda Guðríður Ólafsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 14. mars 1954 að Kirkjubæjarbraut 3. Maður hennar Ágúst V. Einarsson.
Edda var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var nýlega fimmtán ára.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1970.
Edda vann við fiskiðnað, síðan við afgreiðslu í versluninni Kletti um skeið, vann síðan hjá Rafveitunni til Goss 1973 og í nokkra mánuði á landi fyrir hana 1973. Hún starfaði í Landsbankanum í Reykjavík uns hún flutti til Eyja í janúar 1974.
Edda vann hjá Samfrosti í Eyjum við bókhald til maí 1976. Þá vann hún við bókhald í 6 mánuði hjá Ágústi Karlssyni 1977.
Edda var skrifstofustjóri í Eyjum hjá bókhaldsstofu Árna R. Árnasonar frá Keflavík, og eftir að Hagskil og endurskoðun Björns E. Árnasonar sameinuðust bókhaldsstofu Árna, var hún þar skrifstofustjóri. Þessi fyrirtæki sameinuðust Deloiette og þar vann hún til 67 ára aldurs 2021.
Þau Ágúst giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn. Þau búa á Bröttugötu 19.
I. Maður Eddu, (29. desember 1973), er Ágúst Vernharður Einarsson sjómaður, smiður, f. 29. október 1951.
Börn þeirra:
1. Einar Ágústsson vélvirkja- og rafvirkjameistari, f. 16. júlí 1976. Kona hans Elva Tryggvadóttir.
2. Ástþór Ágústsson, BA-próf í leiklist, rafvirki, f. 26. maí 1979, ókvæntur.
3. Kristján Ágústsson starfsmaður Securitas, f. 1. mars 1991. Sambúðarkona hans Elísabet Eir Reynisdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.