„Jón Sverrisson (Háagarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 2: Lína 2:
[[Mynd:Saga Vestm., E II., 304db.jpg|thumb|150px|''Jón Sverrisson]]
[[Mynd:Saga Vestm., E II., 304db.jpg|thumb|150px|''Jón Sverrisson]]
'''Jón Sverrisson'''  yfirfiskimatsmaður fæddist 22. janúar 1871 í Nýjabæ í Meðallandi í V-Skaft. og lést í Reykjavík 5. mars 1968.<br>  
'''Jón Sverrisson'''  yfirfiskimatsmaður fæddist 22. janúar 1871 í Nýjabæ í Meðallandi í V-Skaft. og lést í Reykjavík 5. mars 1968.<br>  
Foreldrar hans voru Sverrir Magnússon bóndi í Nýjabæ, f. 7. febrúar 1823, d. 17. september 1908,  og síðari kona hans [[Sigríður Jónsdóttir (Dölum)|Sigríður Jónsdóttir]] húsfreyja, f. 24. júní 1836, d. 4. ágúst 1929 í Eyjum.<br>


Foreldrar hans voru Sverrir Magnússon bóndi í Nýjabæ, f. 7. febrúar 1823, d. 17. september 1908,  og síðari kona hans [[Sigríður Jónsdóttir (Dölum)|Sigríður Jónsdóttir]] húsfreyja, f. 24. júní 1836, d. 4. ágúst 1929 í Eyjum.<br>
Bróðir Jóns var [[Þorlákur Sverrisson (Hofi)|Þorlákur Sverrisson]] kaupmaður á [[Hof]]i, f. 3. apríl 1875, d. 9. ágúst 1943.<br>
Systir Jóns var [[Rannveig Sverrisdóttir (Háagarði)|Rannveig Sverrisdóttir]] vinnukona, húsfreyja, f. 21. september 1872, d. 15. febrúar 1961.  


Jón var með foreldrum sínum í Nýjabæ í Meðallandi  til 1874, í Klauf þar 1874-1882, í Efri-Ey (á Hóli) þar 1882-1883, í Klauf 1883-1884, í Efri-Ey (Uppbæ) 1884-1887, á Grímsstöðum þar 1887-1892, lærlingur í Króki  þar 1892-1893.<br> Hann nam skósmíði, en stundaði ekki iðnina, var  hjá foreldrum sínum á Grímsstöðum 1893-1894, vinnumaður á Syðri-Fljótum þar 1894-1895, á Höfðabrekku í Mýrdal 1895-1896, í Fagradal 1896-1898, í Norður-Vík þar 1898-1899.<br>
Jón var með foreldrum sínum í Nýjabæ í Meðallandi  til 1874, í Klauf þar 1874-1882, í Efri-Ey (á Hóli) þar 1882-1883, í Klauf 1883-1884, í Efri-Ey (Uppbæ) 1884-1887, á Grímsstöðum þar 1887-1892, lærlingur í Króki  þar 1892-1893.<br> Hann nam skósmíði, en stundaði ekki iðnina, var  hjá foreldrum sínum á Grímsstöðum 1893-1894, vinnumaður á Syðri-Fljótum þar 1894-1895, á Höfðabrekku í Mýrdal 1895-1896, í Fagradal 1896-1898, í Norður-Vík þar 1898-1899.<br>
Lína 104: Lína 106:
Mynd:KG-mannamyndir 17050.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 17050.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 17063.jpg
Mynd:KG-mannamyndir 17063.jpg
[[Mynd:Sverrir Jónsson (Háagarði)|Sverrir Magnús Jónsson]].
 
</gallery>
</gallery>

Núverandi breyting frá og með 3. nóvember 2023 kl. 21:03

Jón Sverrisson

Jón Sverrisson yfirfiskimatsmaður fæddist 22. janúar 1871 í Nýjabæ í Meðallandi í V-Skaft. og lést í Reykjavík 5. mars 1968.
Foreldrar hans voru Sverrir Magnússon bóndi í Nýjabæ, f. 7. febrúar 1823, d. 17. september 1908, og síðari kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1836, d. 4. ágúst 1929 í Eyjum.

Bróðir Jóns var Þorlákur Sverrisson kaupmaður á Hofi, f. 3. apríl 1875, d. 9. ágúst 1943.
Systir Jóns var Rannveig Sverrisdóttir vinnukona, húsfreyja, f. 21. september 1872, d. 15. febrúar 1961.

Jón var með foreldrum sínum í Nýjabæ í Meðallandi til 1874, í Klauf þar 1874-1882, í Efri-Ey (á Hóli) þar 1882-1883, í Klauf 1883-1884, í Efri-Ey (Uppbæ) 1884-1887, á Grímsstöðum þar 1887-1892, lærlingur í Króki þar 1892-1893.
Hann nam skósmíði, en stundaði ekki iðnina, var hjá foreldrum sínum á Grímsstöðum 1893-1894, vinnumaður á Syðri-Fljótum þar 1894-1895, á Höfðabrekku í Mýrdal 1895-1896, í Fagradal 1896-1898, í Norður-Vík þar 1898-1899.
Hann var hjá foreldrum sínum í Skálmarbæjarhraunum 1899-1900.
Þau Solveig Jónína giftust 1899 og voru bændahjón á þriðjungi Skálmabæjarhrauna 1900-1901, bændur í Skálmarbæ 1901-1902, húsfólk á Skálmarbæjarhraunum 1902-1904, bændur í Holti 1904-1919.
Á árum sínum í Álftaveri var Jón hreppsnefndarmaður 1901-1919, oddviti hreppsins í 15 ár.
Hann var einn af stofnendum h.f. Skaftfellings í Vík og einn af stofnendum sláturfélagsdeildar Álftavers og deildarstjóri hennar í mörg ár.
Jörðin Holt skemmdist mikið í Kötluhlaupinu 1918.
Á búskaparárum sínum eystra eignuðust þau 13 börn, sem komust upp. Nokkur þeirra voru fóstruð annarsstaðar um skeið.
Þau fluttust frá Holti til Eyja 1919 með 10 börn sín og Sigríði Jónsdóttur móður Jóns. Þau eignuðust Karl í lok árs og Matthildi 1921. Sverrir Magnús kom til Eyja 1920, Lilja 1929 og Rannveig 1930.
Þau bjuggu í Háagarði, en síðan í Dölum, voru komin þangað 1929. Þau bjuggu í Bjarma 1940.

Í Eyjum gerðist Jón í fyrstu pakkhúsmaður hjá Gunnari Ólafssyni & Co, en var yfirfiskimatsmaður 1923-1943, stundaði sjávarútveg í 7 ár.
Hann átti sæti í skattanefnd kaupstaðarins og í bæjarstjórn 1927-1930, var umboðsmaður Fiskifélagsins frá 1927, einn af stofnendum h.f. Drífanda í Eyjum og stofnfélagi í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1925. Til fiskþurrkunar stofnaði hann og var upphafsmaður að sjóveitu til fiskþvotta og annarra hreinlætisaðgerða. Ýmis trúnaðarstörf voru honum falin.
Hann var hluteigandi að Mínervu VE-241 ásamt Stefáni Árnasyni og sonum sínum. Mínerva fórst 24. janúar 1927 og fórust þar meðal annarra synir hans, Einar formaður og Sverrir Magnús.
Þau Solveig fluttust til Reykjavíkur 1943. Solveig lést 1955. Jón dvaldi að síðustu á Hrafnistu. Hann lést 1968.
Úr afmælisgrein, er Jón varð níræður:
„Það mun vera fátítt, að bóndi úr afskekktri sveit, sem kominn er fast að fimmtugu og orðið hefur að vinna hörðum höndum fyrir mikilli ómegð, beri af flestum öðrum um hofmannlega framgöngu og yfirbragð, þegar hann flytur í fjölmenni, en svo var með Jón Sverrisson. Það var alltaf yfir honum einhver glæsibragur, ljúfmennska í viðmóti, og létt kímni á mannamótum og æðruleysi ...“ (Morgunblaðið 22. janúar 1961. (Páll V. G. Kolka)



ctr


Solveig Magnúsdóttir og Jón Sverrisson.


ctr


Solveig og Jón með 12 börnum sínum.


Kona Jóns, (15. september 1899), var Solveig Jónína Magnúsdóttir, f. 20. ágúst 1879, d. 21. apríl 1955.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Jónsson verslunarmaður, f. 24. júlí 1898, d. 22. apríl 1962.
2. Sverrir Magnús Jónsson sjómaður, f. 25. júní 1900, drukknaði af Minervu 24. janúar 1927.
3. Elías Theodór Jónsson framkvæmdastjóri, f. 11. júní 1901, d. 28. júlí 1959.
4. Einar Jónsson skipstjóri, f. 16. desmber 1902, drukknaði af Mínervu 24. janúar 1927.
5. Solveig Magnea Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. nóvember 1904, d. 10. desember 1984.
6. Sigurjón Jónsson skipstjóri, síðar verkamaður, f. 18. janúar 1906, d. 5. október 1979.
7. Lilja Jónsdóttir hárgreiðslukona, f. 5. maí 1907, d. 28. desember 2006.
8. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. september 1908, d. 24. apríl 1993.
9. Aðalheiður Svanhvít Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1910, d. 26. október 1946.
10. Böðvar Jónsson verksmiðjustjóri, f. 8. desember 1911, d. 18. febrúar 1997.
11. Kjartan Jónsson lyfjafræðingur, f. 1. maí 1914, d. 5. júní 2004.
12. Svanhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1915, d. 11. mars 2006.
13. Rannveig Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1915, d. 23. apríl 2002.
14. Karl Jónsson rakari, kaupmaður, lögreglumaður, gangavörður, f. 11. desember 1919 í Eyjum, d. 1. maí 2011.
15. Matthildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. október 1921 í Eyjum, d. 20. febrúar 2002.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir