„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1961/ Aflakóngur Vestmannaeyja 1906-1929“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 4: Lína 4:


Það er nú orðin venja síðari árin, að skrá öll aflabrögð og aflakónga, en það nafn hafa þeir hlotið, sem mest hafa fiskað vertíð hverja, og er ekki nema gott um það að segja, að því sé haldið saman. Fram eftir árum var þessu enginn gaumur gefinn. Þess vegna hefur mér dottið í hug að birta nöfn þeirra manna, sem mest fiskuðu frá 1906-1929, að báðum árum meðtöldum. Hér er um 13 menn að ræða og verða þetta ekki neinar ævisögur, en aðeins stiklað á stóru.<br>
Það er nú orðin venja síðari árin, að skrá öll aflabrögð og aflakónga, en það nafn hafa þeir hlotið, sem mest hafa fiskað vertíð hverja, og er ekki nema gott um það að segja, að því sé haldið saman. Fram eftir árum var þessu enginn gaumur gefinn. Þess vegna hefur mér dottið í hug að birta nöfn þeirra manna, sem mest fiskuðu frá 1906-1929, að báðum árum meðtöldum. Hér er um 13 menn að ræða og verða þetta ekki neinar ævisögur, en aðeins stiklað á stóru.<br>
[[Mynd:Þorsteinn Jónsson, Laufási.png|300px|thumb|Þorsteinn Jónsson, Laufási.]]
Þessir menn voru ákaflega ólíkir hver öðrum, en þeir áttu þó það sameiginlegt, að þeir voru harðduglegir og urðu að treysta á sjálfa sig. Þá voru bátarnir litlir og illa útbúnir að öllu leyti.<br>  
Þessir menn voru ákaflega ólíkir hver öðrum, en þeir áttu þó það sameiginlegt, að þeir voru harðduglegir og urðu að treysta á sjálfa sig. Þá voru bátarnir litlir og illa útbúnir að öllu leyti.<br>  
Þetta er 24 ára tímabil, sem um er að ræða og eru því töluvert misjafnar aðstæður, sem menn þessir höfðu við að búa. Fyrstu bátarnir voru um 7 lestir, en um 1929 eru þeir stærstu orðnir 30 lestir.<br> Starfstími þessara manna var mislangur, þeir fyrstu hlutu sína votu gröf, aðrir féllu frá á annan hátt, þriðji hópurinn hætti sjósókn, sá fjórði kembdi hærurnar o. s. frv.<br>  
Þetta er 24 ára tímabil, sem um er að ræða og eru því töluvert misjafnar aðstæður, sem menn þessir höfðu við að búa. Fyrstu bátarnir voru um 7 lestir, en um 1929 eru þeir stærstu orðnir 30 lestir.<br> Starfstími þessara manna var mislangur, þeir fyrstu hlutu sína votu gröf, aðrir féllu frá á annan hátt, þriðji hópurinn hætti sjósókn, sá fjórði kembdi hærurnar o. s. frv.<br>  
Lína 9: Lína 10:
[[Þorsteinn Jónsson]], [[Laufás|Laufási]], er fæddur í Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum, 14. okt. 1880. Foreldrar hans voru Þórunn Þorsteinsdóttir og Jón Einarsson. Þorsteinn kom þriggja ára með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. Um fermingu fór Þorsteinn að stunda sjó, fyrst með [[Hannes Jónsson|Hannesi Jónssyni]] á [[Miðhús|Miðhúsum]] og síðar með [[Magnús Þórðarson (Dal)|Magnúsi Þórðarsyni]] í [[Sjólyst]]. Um aldamótin byrjaði Þorsteinn formennsku á vertíðarskipinu [[Ísak|Ísaki]] og hafði formennsku á því skipi í 5 vertíðir. Þá keypti Þorsteinn fyrsta vélbátinn, sem var [[Unnur VE-80|Unnur I]].
[[Þorsteinn Jónsson]], [[Laufás|Laufási]], er fæddur í Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum, 14. okt. 1880. Foreldrar hans voru Þórunn Þorsteinsdóttir og Jón Einarsson. Þorsteinn kom þriggja ára með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. Um fermingu fór Þorsteinn að stunda sjó, fyrst með [[Hannes Jónsson|Hannesi Jónssyni]] á [[Miðhús|Miðhúsum]] og síðar með [[Magnús Þórðarson (Dal)|Magnúsi Þórðarsyni]] í [[Sjólyst]]. Um aldamótin byrjaði Þorsteinn formennsku á vertíðarskipinu [[Ísak|Ísaki]] og hafði formennsku á því skipi í 5 vertíðir. Þá keypti Þorsteinn fyrsta vélbátinn, sem var [[Unnur VE-80|Unnur I]].
Þorsteinn varð aflahæstur árið 1906. Formennsku á Unni I. hafði Þorsteinn á hendi til ársloka 1911. Þá keypti hann annan bát, 101/2 tonn að stærð. Þessi bátur hét [[Unnur II]]. Formennsku á henni hafði Þorsteinn til ársloka 1922. Þorsteinn var aflahæstur á Unni II. 1912. Þá keypti Þorsteinn [[Unnur III|Unni III]]. og var með hana í 20 ár. Alla sína formannstíð var Þorsteinn mikill aflamaður. Það má segja, að hann var alltaf í toppnum. Hann er sá eini í Vestmannaeyjum, sem hefur skrifað aflamagn ár hvert, og er fróðleg heimild um aflabrögð frá ári til árs. Þorsteinn sótti fast sjó alla sína formannstíð og var mikið umtalaður fyrir mikla formannshæfileika á allan hátt.<br>
Þorsteinn varð aflahæstur árið 1906. Formennsku á Unni I. hafði Þorsteinn á hendi til ársloka 1911. Þá keypti hann annan bát, 101/2 tonn að stærð. Þessi bátur hét [[Unnur II]]. Formennsku á henni hafði Þorsteinn til ársloka 1922. Þorsteinn var aflahæstur á Unni II. 1912. Þá keypti Þorsteinn [[Unnur III|Unni III]]. og var með hana í 20 ár. Alla sína formannstíð var Þorsteinn mikill aflamaður. Það má segja, að hann var alltaf í toppnum. Hann er sá eini í Vestmannaeyjum, sem hefur skrifað aflamagn ár hvert, og er fróðleg heimild um aflabrögð frá ári til árs. Þorsteinn sótti fast sjó alla sína formannstíð og var mikið umtalaður fyrir mikla formannshæfileika á allan hátt.<br>
[[Mynd:Unnur, 7 tonn.png|300px|thumb|Unnur, 7 tonn. Form. Þorsteinn Jónsson, Laufási.]]
[[Mynd:Unnur VE 150 2.png|300px|thumb|Unnur VE 150.]]


[[Friðrik Svipmundsson]], [[Lönd|Löndum]], var fæddur 15. apríl 1871 að Loftsölum í Mýrdal. Foreldrar hans voru Svipmundur Ólafsson og Þórunn Árnadóttir, og hjá þeim ólst hann upp. Til Vestmannaeyja kom hann 1893 og réðst til [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]] í [[Stakkagerði]], sem þá var formaður með Vestmannaeyjaskipið [[Friður|FRIÐ]] og réri Friðrik lengi á því skipi, eða þar til hann gerðist formaður, sem mun hafa verið rétt fyrir aldamót. Var hann lengst með vertíðarskipið [[Ísafold|ÍSAFOLD]], en 1906 kaupir Friðrik vélbát með fleiri mönnum, Sá bátur var 71/2 tonn. Þann bát skírði Friðrik [[Friðþjófur|FRIÐÞJÓF]] og hafði hann formennsku á honum til vertíðarloka 1912, eða sex vertíðir. Á þessum bát var Friðrik aflahæstur 1907, 1909 og 1911. Ári síðar kaupir Friðrik 10 lesta bát frá Danmörku, sem hann skírði [[Örn|ÖRN]]. Formennsku hafði Friðrik á honum til vertíðarloka 1920. Þá kaupir hann 15 lesta bát, sem hann skírði FRIÐÞJÓF, og var formaður með hann í þrjár vertíðir. Síðan er hann formaður með [[Atlantis|ATLANTIS]] í tvær vertíðir og eina vertíð með [[Hjálpari|HJÁLPARA]]. Eftir það hættir Friðrik formennsku.<br>  
[[Friðrik Svipmundsson]], [[Lönd|Löndum]], var fæddur 15. apríl 1871 að Loftsölum í Mýrdal. Foreldrar hans voru Svipmundur Ólafsson og Þórunn Árnadóttir, og hjá þeim ólst hann upp. Til Vestmannaeyja kom hann 1893 og réðst til [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]] í [[Stakkagerði]], sem þá var formaður með Vestmannaeyjaskipið [[Friður|FRIÐ]] og réri Friðrik lengi á því skipi, eða þar til hann gerðist formaður, sem mun hafa verið rétt fyrir aldamót. Var hann lengst með vertíðarskipið [[Ísafold|ÍSAFOLD]], en 1906 kaupir Friðrik vélbát með fleiri mönnum, Sá bátur var 71/2 tonn. Þann bát skírði Friðrik [[Friðþjófur|FRIÐÞJÓF]] og hafði hann formennsku á honum til vertíðarloka 1912, eða sex vertíðir. Á þessum bát var Friðrik aflahæstur 1907, 1909 og 1911. Ári síðar kaupir Friðrik 10 lesta bát frá Danmörku, sem hann skírði [[Örn|ÖRN]]. Formennsku hafði Friðrik á honum til vertíðarloka 1920. Þá kaupir hann 15 lesta bát, sem hann skírði FRIÐÞJÓF, og var formaður með hann í þrjár vertíðir. Síðan er hann formaður með [[Atlantis|ATLANTIS]] í tvær vertíðir og eina vertíð með [[Hjálpari|HJÁLPARA]]. Eftir það hættir Friðrik formennsku.<br>  
[[Mynd:Friðrik Svipmundsson, Löndum.png|300px|thumb|Friðrik Svipmundsson, Löndum]]
[[Mynd:Friþjófur. 7 og hálft tonn.png|300px|thumb|Friðþjófur, 7 1/2 tonn. Form. Friðrik Svipmundsson]]
- Friðrik var mörg sumur formaður á Seyðisfirði og var þar jafnan aflahæstur. Hann sótti sjó manna fastast, en lenti þó aldrei í slyddum. Hann var manna veðurglöggastur og réri oft þó aðrir sætu í landi og fór þá oft veður batnandi. Það var líka alltítt, að Friðrik kæmi óvenju snemma að landi og þá gerði oft vonzkuveður. Hann var talinn með afbrigðum góður stjórnari. - Friðrik lézt 3. júlí 1935.<br>
- Friðrik var mörg sumur formaður á Seyðisfirði og var þar jafnan aflahæstur. Hann sótti sjó manna fastast, en lenti þó aldrei í slyddum. Hann var manna veðurglöggastur og réri oft þó aðrir sætu í landi og fór þá oft veður batnandi. Það var líka alltítt, að Friðrik kæmi óvenju snemma að landi og þá gerði oft vonzkuveður. Hann var talinn með afbrigðum góður stjórnari. - Friðrik lézt 3. júlí 1935.<br>


[[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús Guðmundsson]], [[Vesturhús|Vesturhúsum]], var fæddur að Vesturhúsum í Vestmannaeyjum 27. júní 1872. Foreldrar hans voru [[Guðrún Erlendsdóttir (Vesturhúsum)|Guðrún Erlendsdóttir]] og [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)|Guðmundur Þórarinsson]] og hjá þeim ólst hann upp. Magnús byrjaði snemma að stunda sjó, um fermingaraldur, á opnu skipi. Hann varð fljótlega formaður, lengst á [[Ingólfur, áraskip|INGÓLFI]], eða þar til vélbátarnir komu. 1906 keypti Magnús vélbát með öðrum fleirum, sem hann nefndi [[Hansína VE-100|HANSÍNU]]. Formennsku hafði hann á henni til vertíðarloka 1912, eða í sex vertíðir. Aflahæstur varð Magnús 1908. Aftur byrjaði Magnús vertíðinna 1915 og var með þennan sama bát til vertíðarloka 1916. Þá lét hann smíða 12 lesta bát, sem var [[Hansína VE-200|HANSÍNA II]]. Formennsku hafði hann á henni til vertíðarloka 1921. Eftir það hætti Magnús formennsku. Á yngri árum var Magnús formaður á Austfjörðum. Þar komst Magnús í kynni við þorskalínuna og kom með þá nýjung til Vestmannaeyja. Það mun hafa verið 1898 og varð til þess, að lína var tekin eingöngu í notkun hér í Eyjum, en áður voru hér eingöngu handfæri. Einnig byrjaði Magnús með þeim allra fyrstu að leggja þorskanet í sjó við Eyjar.<br>  
[[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnús Guðmundsson]], [[Vesturhús|Vesturhúsum]], var fæddur að Vesturhúsum í Vestmannaeyjum 27. júní 1872. Foreldrar hans voru [[Guðrún Erlendsdóttir (Vesturhúsum)|Guðrún Erlendsdóttir]] og [[Guðmundur Þórarinsson (Vesturhúsum)|Guðmundur Þórarinsson]] og hjá þeim ólst hann upp. Magnús byrjaði snemma að stunda sjó, um fermingaraldur, á opnu skipi. Hann varð fljótlega formaður, lengst á [[Ingólfur, áraskip|INGÓLFI]], eða þar til vélbátarnir komu. 1906 keypti Magnús vélbát með öðrum fleirum, sem hann nefndi [[Hansína VE-100|HANSÍNU]]. Formennsku hafði hann á henni til vertíðarloka 1912, eða í sex vertíðir. Aflahæstur varð Magnús 1908. Aftur byrjaði Magnús vertíðinna 1915 og var með þennan sama bát til vertíðarloka 1916. Þá lét hann smíða 12 lesta bát, sem var [[Hansína VE-200|HANSÍNA II]]. Formennsku hafði hann á henni til vertíðarloka 1921. Eftir það hætti Magnús formennsku. Á yngri árum var Magnús formaður á Austfjörðum. Þar komst Magnús í kynni við þorskalínuna og kom með þá nýjung til Vestmannaeyja. Það mun hafa verið 1898 og varð til þess, að lína var tekin eingöngu í notkun hér í Eyjum, en áður voru hér eingöngu handfæri. Einnig byrjaði Magnús með þeim allra fyrstu að leggja þorskanet í sjó við Eyjar.<br>  
- Magnús var alla tíð heppnis formaður, glöggur og athugull. Magnús lézt 24. apríl 1955.<br>
- Magnús var alla tíð heppnis formaður, glöggur og athugull. Magnús lézt 24. apríl 1955.<br>
[[Mynd:Hansína 7 tonn.png|300px|thumb|Hansína 7 1/2 tonn. Form. Magnús Guðmundsson.]]
[[Mynd:Magnús Guðmundsson, Vesturhúsum.png|300px|thumb|Magnús Guðmundsson, Vesturhúsum.]]


[[Sigurður Ingimundarson (Skjaldbreið)|Sigurður Ingimundarson]], [[Skjaldbreið]], er fæddur í Miðey í Austur-Landeyjum  22. maí 1877. Foreldrar hans voru Þuríður Árnadóttir og Ingimundur Ingimundarson. Til Vestmannaeyja kom Sigurður laust fyrir síðustu aldamót, þá um tvítugt og byrjaði formennsku á áraskipum. Jafnhliða fór Sigurður til sjóróðra til austurlandsins og hóf þar formennsku á opnum bát. Var hann þar formaður mörg sumur. Í Eyjum byrjaði Sigurður formennsku eftir aldamót með eitt af vertíðarskipunum og var formaður á þeim þar til vélbátarnir komu. Þá lét hann smíða vélbát með öðrum fleiri. Þetta var 71/2 tonna bátur, sem [[Vestmannaey|VESTMANNAEY]] hét. Þessum bát hafði Sigurður formennsku á til vertíðarloka 2. maí 1909. Í róðri þann dag kom leki að bátnum svo mikill, að hann sökk. Frönsk skúta bjargaði áhöfninni. Þá fékk Stgurður nýjan bát frá Danmörku 91/2 tonn, sem hann nefndi [[Gnoð|GNOÐ]]. Formennsku á henni hafði Sigurður til vertíðarloka 1919 og var aflahæstur 1910.<br>
[[Sigurður Ingimundarson (Skjaldbreið)|Sigurður Ingimundarson]], [[Skjaldbreið]], er fæddur í Miðey í Austur-Landeyjum  22. maí 1877. Foreldrar hans voru Þuríður Árnadóttir og Ingimundur Ingimundarson. Til Vestmannaeyja kom Sigurður laust fyrir síðustu aldamót, þá um tvítugt og byrjaði formennsku á áraskipum. Jafnhliða fór Sigurður til sjóróðra til austurlandsins og hóf þar formennsku á opnum bát. Var hann þar formaður mörg sumur. Í Eyjum byrjaði Sigurður formennsku eftir aldamót með eitt af vertíðarskipunum og var formaður á þeim þar til vélbátarnir komu. Þá lét hann smíða vélbát með öðrum fleiri. Þetta var 71/2 tonna bátur, sem [[Vestmannaey|VESTMANNAEY]] hét. Þessum bát hafði Sigurður formennsku á til vertíðarloka 2. maí 1909. Í róðri þann dag kom leki að bátnum svo mikill, að hann sökk. Frönsk skúta bjargaði áhöfninni. Þá fékk Stgurður nýjan bát frá Danmörku 91/2 tonn, sem hann nefndi [[Gnoð|GNOÐ]]. Formennsku á henni hafði Sigurður til vertíðarloka 1919 og var aflahæstur 1910.<br>
[[Mynd:Sigurður Ingimundarson, skjaldbreið.png|300px|thumb|Sigurður Ingimundarson, Skjaldbreið.]]
Þá lét Sigurður smíða 13 lesta bát í félagi við [[Árni Sigfússon|Árna Sigfússon]] kaupmann, sem þeir nefndu [[V/b Atlantis|ATLANTIS]]. Þennan bát var Sigurður með til vertíðarloka 1922 og var aflahæstur 1921. Þá lét Sigurður smíða nýjan bát, sem var 21 tonn. Báturinn hét [[V/b Bliki|BLIKI]] og hafði Sigurður formennsku á honum til vertíðarloka 1929. Aflahæstur var Sigurður á þessum bát vertíðina 1923. Þá hætti Sigurður formennsku.<br>
Þá lét Sigurður smíða 13 lesta bát í félagi við [[Árni Sigfússon|Árna Sigfússon]] kaupmann, sem þeir nefndu [[V/b Atlantis|ATLANTIS]]. Þennan bát var Sigurður með til vertíðarloka 1922 og var aflahæstur 1921. Þá lét Sigurður smíða nýjan bát, sem var 21 tonn. Báturinn hét [[V/b Bliki|BLIKI]] og hafði Sigurður formennsku á honum til vertíðarloka 1929. Aflahæstur var Sigurður á þessum bát vertíðina 1923. Þá hætti Sigurður formennsku.<br>
Eins og sjá má hér að framan, var Sigurður mikill aflamaður. Hann var líka mikill sjósóknari, svo mörgum þótti nóg um, því 1910 fékk hann ekki tryggðan bát sinn, GNOÐ, hjá Bátaábyrgðarfélaginu og borið við glannalegri sjósókn. Sigurður lét það ekki á sig fá, en sagði sig úr róðrasamþykktinni og réri alltaf á undan tímanum og var svo langhæstur í lokin, eins og áður segir. Margur leit Sigurð illu auga fyrir að róa á undan öðrum og skemmdu fyrir honum bæði ból og línu, en hann lét það ekki á sig fá og fór sínar leiðir. Sigurður var alla tíð mikill fiskimaður og harðsnúinn sjósóknari.<br>
Eins og sjá má hér að framan, var Sigurður mikill aflamaður. Hann var líka mikill sjósóknari, svo mörgum þótti nóg um, því 1910 fékk hann ekki tryggðan bát sinn, GNOÐ, hjá Bátaábyrgðarfélaginu og borið við glannalegri sjósókn. Sigurður lét það ekki á sig fá, en sagði sig úr róðrasamþykktinni og réri alltaf á undan tímanum og var svo langhæstur í lokin, eins og áður segir. Margur leit Sigurð illu auga fyrir að róa á undan öðrum og skemmdu fyrir honum bæði ból og línu, en hann lét það ekki á sig fá og fór sínar leiðir. Sigurður var alla tíð mikill fiskimaður og harðsnúinn sjósóknari.<br>
[[Mynd:Gnoði 9 tonn.png|300px|thumb|Gnoði, 9 1/2 tonn. Form. Sigurður Ingimundarson.]]


[[Magnús Þórðarson (Dal)|Magnús Þórðarson]] í [[Dalur|Dal]], var fæddur að Tjörnum undir Eyjafjöllum 21. sept. 1879. Foreldrar hans voru Kristólína Gísladóttir og Þórður Loftsson. Til Vestmannaeyja kom Magnús laust fyrir aldamótin og réðist á vertíðarskipið [[Ísak, áraskip|ÍSAK]], sem Þorsteinn í Laufási var formaður á. Magnús var á því skipi til 1905, að hann tók við því skipi af Þorsteini og var formaður með það veturinn 1906. Þann vetur pantar Magnús vélbát frá Danmörku ásamt fleiri mönnum. Hann sá, að vélbátarnir höfðu meiri möguleika til aflafanga. Var þetta þriðji vélbáturinn sem kom til Eyja. Bátur þessi hét [[Bergþóra|BERGÞÓRA]] og var 7 1/2 tonn. Kom hann hingað upp vorið 1906. Magnús byrjaði strax róðra á þessum bát og hélt honum úti yfir sumarið. Svo vel gekk honum að afla á þennan bát, að hann og hans félagar áttu hann skuldlausan eftir sumarúthaldið. Á þessum bát hafði Magnús formennsku þar til hann sökk aftan í enskum togara hér við Eyjar í afspyrnuroki 20. febrúar 1908. Allir menn björguðust. Þá fékk Magnús nýjan bát frá Danmörku með sömu eigendum að nokkru leyti. Bátur þessi var 8 1/2 tonn og hét [[karl tólfti|KARL TÓLFTI]]. Þessum báti hafði Magnús formennsku á til vertíðarloka 1914 og var aflahæstur veturinn 1913. Þá kaupir Magnús nýjan bát frá Danmörku og kom hann til Vestmannaeyja 1. ágúst 1914. Þessi bátur hét [[Fram VE|FRAM]] og var 9 1/2 tonn. Magnús átti hann mikið til einn. Þetta var mjög fallegur bátur á þeirra tíma mælikvarða. Magnús byrjaði róðra strax með nýári, eins og margir gerðu í þá daga. Honum brást ekki afli í þeim róðrum, svo enginn fiskaði viðlíka og hann, en 14. janúar 1915 fórst FRAM með allri áhöfn.<br>
[[Magnús Þórðarson (Dal)|Magnús Þórðarson]] í [[Dalur|Dal]], var fæddur að Tjörnum undir Eyjafjöllum 21. sept. 1879. Foreldrar hans voru Kristólína Gísladóttir og Þórður Loftsson. Til Vestmannaeyja kom Magnús laust fyrir aldamótin og réðist á vertíðarskipið [[Ísak, áraskip|ÍSAK]], sem Þorsteinn í Laufási var formaður á. Magnús var á því skipi til 1905, að hann tók við því skipi af Þorsteini og var formaður með það veturinn 1906. Þann vetur pantar Magnús vélbát frá Danmörku ásamt fleiri mönnum. Hann sá, að vélbátarnir höfðu meiri möguleika til aflafanga. Var þetta þriðji vélbáturinn sem kom til Eyja. Bátur þessi hét [[Bergþóra|BERGÞÓRA]] og var 7 1/2 tonn. Kom hann hingað upp vorið 1906. Magnús byrjaði strax róðra á þessum bát og hélt honum úti yfir sumarið. Svo vel gekk honum að afla á þennan bát, að hann og hans félagar áttu hann skuldlausan eftir sumarúthaldið. Á þessum bát hafði Magnús formennsku þar til hann sökk aftan í enskum togara hér við Eyjar í afspyrnuroki 20. febrúar 1908. Allir menn björguðust. Þá fékk Magnús nýjan bát frá Danmörku með sömu eigendum að nokkru leyti. Bátur þessi var 8 1/2 tonn og hét [[karl tólfti|KARL TÓLFTI]]. Þessum báti hafði Magnús formennsku á til vertíðarloka 1914 og var aflahæstur veturinn 1913. Þá kaupir Magnús nýjan bát frá Danmörku og kom hann til Vestmannaeyja 1. ágúst 1914. Þessi bátur hét [[Fram VE|FRAM]] og var 9 1/2 tonn. Magnús átti hann mikið til einn. Þetta var mjög fallegur bátur á þeirra tíma mælikvarða. Magnús byrjaði róðra strax með nýári, eins og margir gerðu í þá daga. Honum brást ekki afli í þeim róðrum, svo enginn fiskaði viðlíka og hann, en 14. janúar 1915 fórst FRAM með allri áhöfn.<br>
Lína 24: Lína 34:


Þessir fimm formenn, sem hér hefur verið lýst, eru þeir síðustu sem voru formenn með áraskip, og voru mest umtalaðir sem sjósóknarar og aflamenn, bæði í tíð áraskipanna og á fyrstu árum vélbátanna. Þó má segja, að þeir héldu velli alla tíð, sem þeir voru formenn, þó aðrir kæmu síðar, sem ekki urðu þeirra eftirbátar. Vertíðina 1913 fékk Þorsteinn í Laufási 21995 fiska, en Magnús í Dal var eitthvað hærri. Þetta var með lélegustu vertíðum, sem komið hafa í Eyjum.<br>
Þessir fimm formenn, sem hér hefur verið lýst, eru þeir síðustu sem voru formenn með áraskip, og voru mest umtalaðir sem sjósóknarar og aflamenn, bæði í tíð áraskipanna og á fyrstu árum vélbátanna. Þó má segja, að þeir héldu velli alla tíð, sem þeir voru formenn, þó aðrir kæmu síðar, sem ekki urðu þeirra eftirbátar. Vertíðina 1913 fékk Þorsteinn í Laufási 21995 fiska, en Magnús í Dal var eitthvað hærri. Þetta var með lélegustu vertíðum, sem komið hafa í Eyjum.<br>
[[Mynd:Magnús Þórðarson, Dal.png|300px|thumb|Magnús Þórðarson, Dal.]]
[[Mynd:Karl tólfti.png|300px|thumb|Karl tólfti, 8 tonn. Form. Magnús Þórðarson, Dal.]]


[[Jón Ingileifsson (Reykholti)|Jón Ingileifsson]], [[Reykholt|Reykholti]], var fæddur að Skurðbæ í Meðallandi 23. júní 1883. Foreldrar hans voru Þórunn Magnúsdóttir og Ingileifur Ólafsson. Jón kom til Vestmannaeyja 20 ára gamall, til [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]] í [[Stakkagerði|Stakagerði]] og byrjaði sjómennsku á vertíðarskipinu [[Friður|FRIÐ]], sem Gísli var formaður fyrir. Á þessu skipi var Jón í margar vertíðir og tók við formennsku á því 1906. Árið eftir kaupir Jón vélbát frá Danmörku með fleiri mönnum og var það [[Eros|EROS]]. Jón var formaður með hann 1908. Þessi bátur var einna minnstur af þeim bátum, sem þá voru hér. Jón hætti þá formennsku í bili. 1912 kaupir Jón 10 lesta bát frá Danmörku með [[Ársæll Sveinsson|Ársæli Sveinssyni]] o. fl. Þessi bátur hét [[Skuld (bátur)|SKULD]] og var Jón með hann til vertíðarloka 1915 eða þrjár vertíðir. Aflahæstur varð Jón 1914. Eftir að Jón hættir við Skuld tók hann við mb. [[Svanur|SVAN]], sem hann átti einnig part í, og er með hann veturinn 1916. Þá fer Jón í Sjómannaskólann í Reykjavík, og svo vel gekk honum námið, að hann lauk við skólann á einum vetri og var það talið mikið afrek. Jón mun hafa verið annar sá fyrsti frá Vestmannaeyjum, sem tók þetta próf. Jón tók aftur við formennsku á SVAN og var með hann veturinn 1918, en haustið eftir geisaði spánska veikin og Jón lézt úr henni 18. nóvember, aðeins 35 ára gamall. Þau ár sem Jón var formaður, var hann alltaf með þeim aflahæstu. Það er óhætt að fullyrða, að þar fór saman vit og dugnaður.<br>
[[Jón Ingileifsson (Reykholti)|Jón Ingileifsson]], [[Reykholt (eldra)|Reykholti]], var fæddur að Skurðbæ í Meðallandi 23. júní 1883. Foreldrar hans voru Þórunn Magnúsdóttir og Ingileifur Ólafsson. Jón kom til Vestmannaeyja 20 ára gamall, til [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]] í [[Stakkagerði|Stakagerði]] og byrjaði sjómennsku á vertíðarskipinu [[Friður|FRIÐ]], sem Gísli var formaður fyrir. Á þessu skipi var Jón í margar vertíðir og tók við formennsku á því 1906. Árið eftir kaupir Jón vélbát frá Danmörku með fleiri mönnum og var það [[Eros|EROS]]. Jón var formaður með hann 1908. Þessi bátur var einna minnstur af þeim bátum, sem þá voru hér. Jón hætti þá formennsku í bili. 1912 kaupir Jón 10 lesta bát frá Danmörku með [[Ársæll Sveinsson|Ársæli Sveinssyni]] o. fl. Þessi bátur hét [[Skuld (bátur)|SKULD]] og var Jón með hann til vertíðarloka 1915 eða þrjár vertíðir. Aflahæstur varð Jón 1914. Eftir að Jón hættir við Skuld tók hann við mb. [[Svanur|SVAN]], sem hann átti einnig part í, og er með hann veturinn 1916. Þá fer Jón í Sjómannaskólann í Reykjavík, og svo vel gekk honum námið, að hann lauk við skólann á einum vetri og var það talið mikið afrek. Jón mun hafa verið annar sá fyrsti frá Vestmannaeyjum, sem tók þetta próf. Jón tók aftur við formennsku á SVAN og var með hann veturinn 1918, en haustið eftir geisaði spánska veikin og Jón lézt úr henni 18. nóvember, aðeins 35 ára gamall. Þau ár sem Jón var formaður, var hann alltaf með þeim aflahæstu. Það er óhætt að fullyrða, að þar fór saman vit og dugnaður.<br>
[[Mynd:Skuld, 9 tonn.png|300px|thumb|Skuld, 9 1/2 tonn. Form. Jón Ingileifsson, Reykholti]]


[[Guðleifur Elísson]], [[Brúnir|Brúnum]], var fæddur að Yztaskála undir Eyjafjöllum 29. ágúst 1880. Foreldrar hans voru Guðlaug Herónimusdóttir og Elí Hjörleifsson. Guðleifur byrjaði sjómennsku hér í Eyjum um aldamótin á Fjallaskipum, sem héðan gengu, og mun hafa fylgt þeim óslitið þar til vélbátarnir komu. Þá fór Guðleifur á mb. [[Ingólfur|INGÓLF]] til [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjóns Jónssonar]] á [[Sandfell|Sandfelli]]. 1909 fékk Guðleifur vélbát frá Danmörku í félagi við [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]]. Bátur þessi var 7 1/2 tonn og hét [[Lundi VE-141|LUNDI]] og hafði Guðleifur formennsku á honum til vertíðarloka 1912. Veturinn 1915 var Guðleifur með mb. [[Íslendingur|ÍSLENDING]]. Þá vertíð er Guðleifur aflahæstur. En 5. janúar 1916 ferst Guðleifur á ÍSLENDINGI með alla sína skipshöfn, aðeins 35 ára að aldri.<br>
[[Guðleifur Elísson]], [[Brúnir|Brúnum]], var fæddur að Yztaskála undir Eyjafjöllum 29. ágúst 1880. Foreldrar hans voru Guðlaug Herónimusdóttir og Elí Hjörleifsson. Guðleifur byrjaði sjómennsku hér í Eyjum um aldamótin á Fjallaskipum, sem héðan gengu, og mun hafa fylgt þeim óslitið þar til vélbátarnir komu. Þá fór Guðleifur á mb. [[Ingólfur|INGÓLF]] til [[Guðjón Jónsson (Sandfelli)|Guðjóns Jónssonar]] á [[Sandfell|Sandfelli]]. 1909 fékk Guðleifur vélbát frá Danmörku í félagi við [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]]. Bátur þessi var 7 1/2 tonn og hét [[Lundi VE-141|LUNDI]] og hafði Guðleifur formennsku á honum til vertíðarloka 1912. Veturinn 1915 var Guðleifur með mb. [[Íslendingur|ÍSLENDING]]. Þá vertíð er Guðleifur aflahæstur. En 5. janúar 1916 ferst Guðleifur á ÍSLENDINGI með alla sína skipshöfn, aðeins 35 ára að aldri.<br>
[[Mynd:Guðleifur Elíson, Brúnum.png|300px|thumb|Guðleifur Elíson, Brúnum.]]
Guðleifur byrjaði sína sjómennsku á Austfjörðum 1907 á vélbátum og var þar formaður óslitið öll sumur til dauðadags. Þar var hann ævinlega með mestu aflamönnum og aflahæstur. Hann sótti fast sjó og var talinn mikill vitmaður í sínu starfi.<br>
Guðleifur byrjaði sína sjómennsku á Austfjörðum 1907 á vélbátum og var þar formaður óslitið öll sumur til dauðadags. Þar var hann ævinlega með mestu aflamönnum og aflahæstur. Hann sótti fast sjó og var talinn mikill vitmaður í sínu starfi.<br>
[[Mynd:Íslendingur, 11 tonn.png|300px|thumb|Íslendingur, 11 tonn. Form. Guðleifur Elíson, Brúnum.]]


[[Gísli Magnússon]], [[Skálholt|Skálholti]], er fæddur að Háarima í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, 24. júní 1886. Foreldrar hans voru Guðrún Runólfsdóttir og Magnús Eyjólfsson. Gísli kom til Vestmannaeyja um fermingu og byrjaði ungur sjómennsku á opnu skipi. Þar var hann háseti þar til válbátarnir komu. Þá gerðist Gísli meðeigandi í einum þeirra. Sá bátur hét [[Geysir VE|GEYSIR]]. Formaður á honum var [[Ágúst Gíslason]] í [[Hlíðarhús|Hlíðarhúsi]], en Gísli var vélamaður á þessum báti í tvær vertíðir. Þá fékk Gísli bát frá Danmörku í félagi við Gísla J. Johnsen og fleiri. Þessi bátur var 7 lestir og hét [[Ísak|ÍSAK]]. Þennan bát var Gísli með í tvær vertíðir 1909-1910. Veturinn 1911 er Gísli formaður á mb. [[Frí|FRÍ]], sem hann átti einnig part í. Eftir þá vertíð kaupir Gísli bát frá Seyðisfirði, 9 1/2 tonn að stærð. Þennan bát átti Gísli einn. Hann hét [[Hlíðdal Ve-160|HLÍÐDAL]]. Formaður á honum var Gísli til vertíðarloka 1914. Þá lét Gísli smíða 17 lesta bát, sem [[Óskar VE-15|ÓSKAR]] hét. Hann var smíðaður hér í Eyjum. Bátur þessi var kantsettur og kútterbyggður, og er það fyrsti bátur, sem hér var smíðaður með því lagi. Hann var tilbúinn fyrir vertíðina 1915 og hóf Gísli róðra á honum strax eftir áramót. Bátinn varð Gísli að hafa á skipalegunni, því annars staðar flaut hann ekki, því svo var höfnin grunn í þá daga. Gísli hafði formennsku á þessum báti í tvær vertíðir, eða til vertíðarloka 1916 og var aflahæstur þá vertíð. Þá seldi hann ÓSKAR.<br>
[[Gísli Magnússon]], [[Skálholt|Skálholti]], er fæddur að Háarima í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, 24. júní 1886. Foreldrar hans voru Guðrún Runólfsdóttir og Magnús Eyjólfsson. Gísli kom til Vestmannaeyja um fermingu og byrjaði ungur sjómennsku á opnu skipi. Þar var hann háseti þar til válbátarnir komu. Þá gerðist Gísli meðeigandi í einum þeirra. Sá bátur hét [[Geysir VE|GEYSIR]]. Formaður á honum var [[Ágúst Gíslason]] í [[Hlíðarhús|Hlíðarhúsi]], en Gísli var vélamaður á þessum báti í tvær vertíðir. Þá fékk Gísli bát frá Danmörku í félagi við Gísla J. Johnsen og fleiri. Þessi bátur var 7 lestir og hét [[Ísak|ÍSAK]]. Þennan bát var Gísli með í tvær vertíðir 1909-1910. Veturinn 1911 er Gísli formaður á mb. [[Frí|FRÍ]], sem hann átti einnig part í. Eftir þá vertíð kaupir Gísli bát frá Seyðisfirði, 9 1/2 tonn að stærð. Þennan bát átti Gísli einn. Hann hét [[Hlíðdal Ve-160|HLÍÐDAL]]. Formaður á honum var Gísli til vertíðarloka 1914. Þá lét Gísli smíða 17 lesta bát, sem [[Óskar VE-15|ÓSKAR]] hét. Hann var smíðaður hér í Eyjum. Bátur þessi var kantsettur og kútterbyggður, og er það fyrsti bátur, sem hér var smíðaður með því lagi. Hann var tilbúinn fyrir vertíðina 1915 og hóf Gísli róðra á honum strax eftir áramót. Bátinn varð Gísli að hafa á skipalegunni, því annars staðar flaut hann ekki, því svo var höfnin grunn í þá daga. Gísli hafði formennsku á þessum báti í tvær vertíðir, eða til vertíðarloka 1916 og var aflahæstur þá vertíð. Þá seldi hann ÓSKAR.<br>
[[Mynd:Gísli Magnússon, Skálholti.png|300px|thumb|Gísli Magnússon, Skálholti.]]
Næst lét Gísli smíða 12 lesta bát hér í Eyjum og stóð fyrir því sami maður og smíðaði Óskar. Þessi bátur hét einnig ÓSKAR og var hann tilbúinn um áramót 1916-17. Formaður var Gísli á [[Óskar II|ÓSKARI II]]. til vertíðarloka 1920 og var aflahæstur á hann 1917 og 1919. Þá lét Gísli smíða 18 lesta bát, sem var [[Alda|ALDA]] og var formaður með hana til vertíðarloka 1923, en þá seldi hann bát þennan. Þá keypti Gísli 40 lesta bát, sem líka hét ALDA og með hana var Gísli á netum, ýmsum veiðiskap og flutningum. Þessi bátur strandaði síðar. Einnig var Gísli með ýmsa báta, sem hann tók á leigu, svo sem [[Kári|KÁRA]], [[Höskuldur|HÖSKULD]] og [[Bifröst VE|BIFRÖST]]. Loks stundaði Gísli dragnótaveiðar á mb. [[Garðar VE|GARÐARI]], sem hann átti, og er það með því síðasta, sem Gísli var við formennsku. Gísli var mikill sjósóknari alla sína formannstíð og aflamaður með þeim allra beztu hér í Vestmannaeyjum, Hann var ávallt fyrstur með ýmsar nýjungar, sem að sjósókn laut. Hann er búinn að koma með marga góða báta til Eyja. Mér skilst, að það séu 18 bátar og skip, sem Gísli hefur átt sína útgerðartíð hér í Eyjum, þó þeir séu ekki allir taldir hér, og er óhætt að fullyrða, að það er það mesta hjá einum manni hér í Eyjum. Gísli fór aldrei troðnar slóðir. Hann byrjaði á mörgum nýjungum. Það má segja, að hann hafi byrjað fyrstur með net hér, ásamt [[Anders Förland]], þó sú tilraun bæri ekki fullan árangur. Gísli keypti 28 net og lagði þau austur af [[Bjarnarey]], en þegar hann fór að vitja um netin, voru þau horfin, og sá hann þau ekki framar. Nú voru eftir átta net og langaði Gísla til að leggja þau. Fór hann með þau inn fyrir [[Elliðaey]] og vitjaði þeirra daginn eftir. Er hann hafði dregið fjögur net kom skorið, og sá Gísli hin netin aldrei meira. Í þessi 4 net fékk Gísli 180 fiska, og sá hann þá, að hægt mundi að fiska í net við Eyjar. Þetta varð til þess, að Gísli bjó sig út með fullkomna netaútgerð, sem síðar bar mjög góðan árangur. Einnig byrjaði Gísli hér manna fyrstur með dragnót. Það var á mb. [[Ægir|ÆGI]] 1921. Hann var annar sá fyrsti, sem fór með reknet fyrir Norðvesturlandi. Mörgum fleiri nýjungum braut Gísli upp á og verður ekki skráð hér. Gísli var mikill fiskimaður alla sína formannstíð og sjósóknari með þeim allra fremstu.<br>
Næst lét Gísli smíða 12 lesta bát hér í Eyjum og stóð fyrir því sami maður og smíðaði Óskar. Þessi bátur hét einnig ÓSKAR og var hann tilbúinn um áramót 1916-17. Formaður var Gísli á [[Óskar II|ÓSKARI II]]. til vertíðarloka 1920 og var aflahæstur á hann 1917 og 1919. Þá lét Gísli smíða 18 lesta bát, sem var [[Alda|ALDA]] og var formaður með hana til vertíðarloka 1923, en þá seldi hann bát þennan. Þá keypti Gísli 40 lesta bát, sem líka hét ALDA og með hana var Gísli á netum, ýmsum veiðiskap og flutningum. Þessi bátur strandaði síðar. Einnig var Gísli með ýmsa báta, sem hann tók á leigu, svo sem [[Kári|KÁRA]], [[Höskuldur|HÖSKULD]] og [[Bifröst VE|BIFRÖST]]. Loks stundaði Gísli dragnótaveiðar á mb. [[Garðar VE|GARÐARI]], sem hann átti, og er það með því síðasta, sem Gísli var við formennsku. Gísli var mikill sjósóknari alla sína formannstíð og aflamaður með þeim allra beztu hér í Vestmannaeyjum, Hann var ávallt fyrstur með ýmsar nýjungar, sem að sjósókn laut. Hann er búinn að koma með marga góða báta til Eyja. Mér skilst, að það séu 18 bátar og skip, sem Gísli hefur átt sína útgerðartíð hér í Eyjum, þó þeir séu ekki allir taldir hér, og er óhætt að fullyrða, að það er það mesta hjá einum manni hér í Eyjum. Gísli fór aldrei troðnar slóðir. Hann byrjaði á mörgum nýjungum. Það má segja, að hann hafi byrjað fyrstur með net hér, ásamt [[Anders Förland]], þó sú tilraun bæri ekki fullan árangur. Gísli keypti 28 net og lagði þau austur af [[Bjarnarey]], en þegar hann fór að vitja um netin, voru þau horfin, og sá hann þau ekki framar. Nú voru eftir átta net og langaði Gísla til að leggja þau. Fór hann með þau inn fyrir [[Elliðaey]] og vitjaði þeirra daginn eftir. Er hann hafði dregið fjögur net kom skorið, og sá Gísli hin netin aldrei meira. Í þessi 4 net fékk Gísli 180 fiska, og sá hann þá, að hægt mundi að fiska í net við Eyjar. Þetta varð til þess, að Gísli bjó sig út með fullkomna netaútgerð, sem síðar bar mjög góðan árangur. Einnig byrjaði Gísli hér manna fyrstur með dragnót. Það var á mb. [[Ægir|ÆGI]] 1921. Hann var annar sá fyrsti, sem fór með reknet fyrir Norðvesturlandi. Mörgum fleiri nýjungum braut Gísli upp á og verður ekki skráð hér. Gísli var mikill fiskimaður alla sína formannstíð og sjósóknari með þeim allra fremstu.<br>
   
   
[[Árni Þórarinsson (Oddsstöðum)|Árni Þórarinsson]], [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]], er fæddur að Fossi í Mýrdal 25. maí 1895. Foreldrar hans voru Þórarinn Árnason og Elín Jónsdóttir. Árni kom til Vestmannaeyja með foreldrum sínum 1908 og settist fjölskyldan að á Oddsstöðum. Árni byrjaði sjómennsku 1915 á mb. [[Gídeon VE-154|GÍDEON]], sem [[Eyvindur Þórarinsson|Eyvindur]] bróðir hans var formaður á, og er á honum tvær vertíðir. Árið 1916 lét [[Jóhann Pétur Reyndal|Jóhann Reyndal]] bakari, sem þá var hér í Eyjum, smíða 12 lesta bát, sem var af sömu gerð og ÓSKAR Gísla Magnússonar. Þessi bátur var tilbúinn fyrir vertíð og tók Árni við formennsku á honum. Þessi bátur hét [[Goðafoss VE-189|GOÐAFOSS]]. Þessir bátar voru mjög vel útbúnir á þeirra tíma mælikvarða. Þeir höfðu báðir bezta netaútbúnað, sem þá var hér, en það mundi ekki þykja mikið nú. Árni tekur við GOÐAFOSSI í vertíðarbyrjun 1917 og er með hann til vertíðarloka 1925. Árni er aflahæstur 1918 og 1920. Þeir höfðu langmestan afla þessi ár ÓSKAR og GOÐAFOSS. Þá var að byrja netaútgerð hér í Eyjum. Það hafa verið 6-8 bátar aðrir með net og þeir allir miklu minni, svo þeir höfðu ekki yfirburði yfir hina. Eftir að Árni hætti formennsku á GOÐAFOSSI tók hann við [[Geir Goði|GEIR GOÐA]], sem var 20 lesta bátur. Árni er með hann vertíðina 1926 og 1927, og er aflahæstur 1926. Þá kaupir Árni línuveiðarann [[Venus|VENUS]], ásamt fleiri mönnum, sem hann hafði formennsku á í þrjár vertíðir, eða til vertíðarloka 1930. Þá hætti Árni formennsku, eftir að hafa verið 15 ár við það starf. Árni sótti sjóinn vel og var mikill fiskimaður alla sína formannstíð.<br>
[[Árni Þórarinsson (Oddsstöðum)|Árni Þórarinsson]], [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]], er fæddur að Fossi í Mýrdal 25. maí 1895. Foreldrar hans voru Þórarinn Árnason og Elín Jónsdóttir. Árni kom til Vestmannaeyja með foreldrum sínum 1908 og settist fjölskyldan að á Oddsstöðum. Árni byrjaði sjómennsku 1915 á mb. [[Gídeon VE-154|GÍDEON]], sem [[Eyvindur Þórarinsson|Eyvindur]] bróðir hans var formaður á, og er á honum tvær vertíðir. Árið 1916 lét [[Jóhann Pétur Reyndal|Jóhann Reyndal]] bakari, sem þá var hér í Eyjum, smíða 12 lesta bát, sem var af sömu gerð og ÓSKAR Gísla Magnússonar. Þessi bátur var tilbúinn fyrir vertíð og tók Árni við formennsku á honum. Þessi bátur hét [[Goðafoss VE-189|GOÐAFOSS]]. Þessir bátar voru mjög vel útbúnir á þeirra tíma mælikvarða. Þeir höfðu báðir bezta netaútbúnað, sem þá var hér, en það mundi ekki þykja mikið nú. Árni tekur við GOÐAFOSSI í vertíðarbyrjun 1917 og er með hann til vertíðarloka 1925. Árni er aflahæstur 1918 og 1920. Þeir höfðu langmestan afla þessi ár ÓSKAR og GOÐAFOSS. Þá var að byrja netaútgerð hér í Eyjum. Það hafa verið 6-8 bátar aðrir með net og þeir allir miklu minni, svo þeir höfðu ekki yfirburði yfir hina. Eftir að Árni hætti formennsku á GOÐAFOSSI tók hann við [[Geir Goði|GEIR GOÐA]], sem var 20 lesta bátur. Árni er með hann vertíðina 1926 og 1927, og er aflahæstur 1926. Þá kaupir Árni línuveiðarann [[Venus|VENUS]], ásamt fleiri mönnum, sem hann hafði formennsku á í þrjár vertíðir, eða til vertíðarloka 1930. Þá hætti Árni formennsku, eftir að hafa verið 15 ár við það starf. Árni sótti sjóinn vel og var mikill fiskimaður alla sína formannstíð.<br>
[[Mynd:Árni Þórarinsson, Oddstöðum.png|300px|thumb|Árni Þórarinsson, Oddstöðum.]]
Það skal tekið fram, að 1926, þegar Árni var hæstur á GEIR GOÐA, fékk hann 12800 á línuna og var þá kominn 1. apríl, en alls varð aflinn 57000. Það mundi vera um 500 tonn. Veiðarfærin, sem Árni var með, voru 15-16 bjóð af línu og þrjár trossur 15 neta, svo þetta getur talizt mikill fiskur á 20 tonna bát, og var að mestu aflað á einum mánuði, eða sem næst 400 tonn í apríl.<br>
Það skal tekið fram, að 1926, þegar Árni var hæstur á GEIR GOÐA, fékk hann 12800 á línuna og var þá kominn 1. apríl, en alls varð aflinn 57000. Það mundi vera um 500 tonn. Veiðarfærin, sem Árni var með, voru 15-16 bjóð af línu og þrjár trossur 15 neta, svo þetta getur talizt mikill fiskur á 20 tonna bát, og var að mestu aflað á einum mánuði, eða sem næst 400 tonn í apríl.<br>
[[Mynd:Mb. Goðafoss VE. 189.png|300px|thumb|Mb. Goðafoss VE. 189.]]
[[Ólafur Ingileifsson]], [[Heiðarbær|Heiðarbæ]], er fæddur að Ketilsstöðum í Mýrdal, 9. júní 1891. Foreldrar hans voru Þórunn Magnúsdóttir og Ingileifur Ólafsson. Ólafur kom fyrst til Vestmannaeyja 1907 og byrjar sjómennsku á vertíðarskipinu [[Olga|OLGU]], sem [[Kristján Egilsson]] á [[Búastaðir vestri|Búastöðum]] var formaður fyrir. Ári síðar fór Ólafur sjómaður á vélbát og var á þeim óslitið til ársloka 1911, og oft vélamaður. 1912 byrjar Ólafur formennsku á mb. SVAN, sem þá var nýr og fallegur bátur að þeirra tíma hætti. Ólafur er svo formaður á honum til vertíðarloka 1913 og hættir þá Ólafur formennsku í bili. En 1916 tekur Ólafur við formennsku á [[Ásdís|ÁSDlSI]], sem þá var einn stærsti bátur hér í Eyjum. Formaður er Ólafur á henni til vertíðarloka 1917. Þá kaupir hann [[Olga Esbjerg|OLGU ESBJERG]] með fleiri mönnum og er formaður á henni til vertíðarloka 1919. Þá kaupir hann mb. FRIÐ og hefur formennsku á honum veturinn 1920. Þá lætur Ólafur og fleiri smíða bát í Reykjavík. Bátur þessi hét [[Karl|KARL]], 14 1/2 tonn. Ólafur var formaður á KARLI til ársloka 1929. Aflahæstur var Ólafur 1922. Þá tók Ólafur við formennsku á [[Geir Goði|GEIR GOÐA]] og var með hann til vertíðarloka 1932. Þá tók Ólafur við formennsku á KARLI aftur og var með hann í þrjár vertíðir. Þá var hann formaður eina vertíð á mb. [[Loki|LOKA]]. Eftir það hætti Ólafur formennsku, eftir að hafa verið formaður í 23 ár. Ólafur var góður fiskimaður alla tíð og á tímabili alltaf í toppnum. Hann sótti sjó vel og var talinn með beztu formönnum sinnar tíðar.<br>
[[Ólafur Ingileifsson]], [[Heiðarbær|Heiðarbæ]], er fæddur að Ketilsstöðum í Mýrdal, 9. júní 1891. Foreldrar hans voru Þórunn Magnúsdóttir og Ingileifur Ólafsson. Ólafur kom fyrst til Vestmannaeyja 1907 og byrjar sjómennsku á vertíðarskipinu [[Olga|OLGU]], sem [[Kristján Egilsson]] á [[Búastaðir vestri|Búastöðum]] var formaður fyrir. Ári síðar fór Ólafur sjómaður á vélbát og var á þeim óslitið til ársloka 1911, og oft vélamaður. 1912 byrjar Ólafur formennsku á mb. SVAN, sem þá var nýr og fallegur bátur að þeirra tíma hætti. Ólafur er svo formaður á honum til vertíðarloka 1913 og hættir þá Ólafur formennsku í bili. En 1916 tekur Ólafur við formennsku á [[Ásdís|ÁSDlSI]], sem þá var einn stærsti bátur hér í Eyjum. Formaður er Ólafur á henni til vertíðarloka 1917. Þá kaupir hann [[Olga Esbjerg|OLGU ESBJERG]] með fleiri mönnum og er formaður á henni til vertíðarloka 1919. Þá kaupir hann mb. FRIÐ og hefur formennsku á honum veturinn 1920. Þá lætur Ólafur og fleiri smíða bát í Reykjavík. Bátur þessi hét [[Karl|KARL]], 14 1/2 tonn. Ólafur var formaður á KARLI til ársloka 1929. Aflahæstur var Ólafur 1922. Þá tók Ólafur við formennsku á [[Geir Goði|GEIR GOÐA]] og var með hann til vertíðarloka 1932. Þá tók Ólafur við formennsku á KARLI aftur og var með hann í þrjár vertíðir. Þá var hann formaður eina vertíð á mb. [[Loki|LOKA]]. Eftir það hætti Ólafur formennsku, eftir að hafa verið formaður í 23 ár. Ólafur var góður fiskimaður alla tíð og á tímabili alltaf í toppnum. Hann sótti sjó vel og var talinn með beztu formönnum sinnar tíðar.<br>
[[Mynd:Ólafur Ingileifsson.png|300px|thumb|Ólafur Ingileifsson.]]
[[Mynd:M.b. Karl VE 233.png|300px|thumb|M.b. Karl VE 233.]]


[[Pétur Andersen]], [[Sólbakki|Sólbakka]], var fæddur í Fredrikssundi í Danmörku, 30. marz 1887. Faðir hans var Karl Willum Andersen. Pétur kom til Vestmannaeyja 1907 og byrjaði sjóróðra á ýmsum bátum, þó helzt vélamaður. Formennsku byrjaði Pétur á mb. LUNDA, sem var 7 1/2 lesta bátur. Var hann formaður á honum til vertíðarloka 1920. Þá kaupir Pétur bát í félagt við Gísla J. Johnsen. Þetta var 13 lesta bátur, smíðaður í Danmörku og hét [[Skógafoss VE-236|SKÓGAFOSS]]. Pétur var formaður á honum til vertíðarloka 1926. Pétur var aflahæstur á þennan bát 1924. Þá tók Pétur við formennsku á mb. [[Leó|LEÓ]] og var með hann eina vertíð. Eftir það hætti Pétur formennsku og hafði þá verið formaður 16 vertíðir. Pétur var alla tíð góður fiskimaður og sótti vel sjó. Fór hann vel að öllu, sem að sjómennsku laut. Það var almennt talið, að hvergi væri betri umgengni í bát en hjá honum. Vertíðina 1924 er Pétur var aflahæstur, var aflinn hjá honum 66000. Þetta mundi hafa verið hátt í 600 tonn, og er það mikill afli á 13 tonna bát.<br>
[[Pétur Andersen]], [[Sólbakki|Sólbakka]], var fæddur í Fredrikssundi í Danmörku, 30. marz 1887. Faðir hans var Karl Willum Andersen. Pétur kom til Vestmannaeyja 1907 og byrjaði sjóróðra á ýmsum bátum, þó helzt vélamaður. Formennsku byrjaði Pétur á mb. LUNDA, sem var 7 1/2 lesta bátur. Var hann formaður á honum til vertíðarloka 1920. Þá kaupir Pétur bát í félagt við Gísla J. Johnsen. Þetta var 13 lesta bátur, smíðaður í Danmörku og hét [[Skógafoss VE-236|SKÓGAFOSS]]. Pétur var formaður á honum til vertíðarloka 1926. Pétur var aflahæstur á þennan bát 1924. Þá tók Pétur við formennsku á mb. [[Leó|LEÓ]] og var með hann eina vertíð. Eftir það hætti Pétur formennsku og hafði þá verið formaður 16 vertíðir. Pétur var alla tíð góður fiskimaður og sótti vel sjó. Fór hann vel að öllu, sem að sjómennsku laut. Það var almennt talið, að hvergi væri betri umgengni í bát en hjá honum. Vertíðina 1924 er Pétur var aflahæstur, var aflinn hjá honum 66000. Þetta mundi hafa verið hátt í 600 tonn, og er það mikill afli á 13 tonna bát.<br>
Pétur lézt 6. apríl 1955.<br>
Pétur lézt 6. apríl 1955.<br>
[[Mynd:Peter Andersen, Sólbakka.png|300px|thumb|Peter Andersen, Sólbakka.]]
[[Mynd:Skógarfoss VE 236.png|300px|thumb|Mynd:Skógarfoss VE 236.png, 13 tonn. Formaður Pétur Andersen, Sólbakka]]
   
   
[[Valdimar Bjarnason]], [[Staðarhóll|Staðarhóli]], var fæddur að Kársdalstungu í Vatnsdal 17. marz 1894. Foreldrar hans voru Sigríður Hjálmarsdóttir og Bjarni Jónsson. Valdimar kom til Vestmannaeyja um 1914 og byrjaði sjómennsku á mb. [[Óskar|ÓSKARI]] hjá Gísla Magnússyni, en síðan á mb. [[Már|MÁ]] hjá [[Bernódus Sigurðsson|Bernódusi Sigurðssyni]]. Valdimar byrjaði formennsku 1919 á mb. [[Bragi|BRAGA]] og var strax heppinn fiskimaður. Ári síðar er Valdimar formaður á mb. [[Tjaldur VE-225|TJALDI]], sem var þá nýr bátur. En 1921 kaupir Valdimar bát frá Danmörku í félagi við [[Tómas M. Guðjónsson|Tómas Guðjónsson]]. Þetta var 13 lesta bátur og hét [[Lagarfoss VE-234|LAGARFOSS]]. Þennan bát var Valdimar formaður með til vertíðarloka 1927, eða alls 7 vertíðir og var aflahæstur 1925 og aftur 1927. Þá gerðist Valdimar formaður á mb. [[Bjarnarey VE-11|BJARNAREY]], sem þá var nýr bátur. Eigandi hans var Gísli J. Johnsen. Þetta var 30 lesta bátur. Valdimar var formaður á BJARNAREY til vertíðarloka 1929. Þá hætti Valdimar formennsku hér í Eyjum og flutti til Reykjavíkur. Valdimar var mikill heppnismaður, sótti fast sjó og var aflamaður alla sína formannstíð hér í Eyjum.<br>
[[Valdimar Bjarnason]], [[Staðarhóll|Staðarhóli]], var fæddur að Kársdalstungu í Vatnsdal 17. marz 1894. Foreldrar hans voru Sigríður Hjálmarsdóttir og Bjarni Jónsson. Valdimar kom til Vestmannaeyja um 1914 og byrjaði sjómennsku á mb. [[Óskar|ÓSKARI]] hjá Gísla Magnússyni, en síðan á mb. [[Már|MÁ]] hjá [[Bernódus Sigurðsson|Bernódusi Sigurðssyni]]. Valdimar byrjaði formennsku 1919 á mb. [[Bragi|BRAGA]] og var strax heppinn fiskimaður. Ári síðar er Valdimar formaður á mb. [[Tjaldur VE-225|TJALDI]], sem var þá nýr bátur. En 1921 kaupir Valdimar bát frá Danmörku í félagi við [[Tómas M. Guðjónsson|Tómas Guðjónsson]]. Þetta var 13 lesta bátur og hét [[Lagarfoss VE-234|LAGARFOSS]]. Þennan bát var Valdimar formaður með til vertíðarloka 1927, eða alls 7 vertíðir og var aflahæstur 1925 og aftur 1927. Þá gerðist Valdimar formaður á mb. [[Bjarnarey VE-11|BJARNAREY]], sem þá var nýr bátur. Eigandi hans var Gísli J. Johnsen. Þetta var 30 lesta bátur. Valdimar var formaður á BJARNAREY til vertíðarloka 1929. Þá hætti Valdimar formennsku hér í Eyjum og flutti til Reykjavíkur. Valdimar var mikill heppnismaður, sótti fast sjó og var aflamaður alla sína formannstíð hér í Eyjum.<br>
[[Mynd:Valdimar Bjarnason, Staðarhóli.png|300px|thumb|Valdimar Bjarnason, Staðarhóli.]]
[[Mynd:Lagarfoss I. 12 tonn.png|300px|thumb|Lagarfoss I. 12 1/2 tonn. Formaður Valdimar Bjarnason, Staðarhóli]]


[[Guðjón Jónsson (Heiði)|Guðjón Jónsson]], [[Heiði]], er fæddur í Indriðakoti undir Eyjafjöllum 18. maí 1882. Foreldrar hans voru Elín Jónsdóttir og Jón Arnoddsson. Guðjón kom fyrst til Vestmannaeyja 1898 og var þá sjómaður á Fjallaskipinu [[Trausti|TRAUSTA]], sem [[Friðrik Benónýsson]] í [[Gröf]] var formaður á. Á þessu skipi var Guðjón háseti i þrjár vertíðir. Þá fór Guðjón til [[Finnbogi Björnssson|Finnboga Björnssonar]] í [[Norðurgarður|Norðurgarði]] og var hjá honum eina vertíð. Næst fór hann svo til Sigurðar Ólafssonar á Núpi og þá til [[Magnús Magnússon (Hólshúsi)|Magnúsar Magnússonar]], [[Hólshús|Hólshúsi]], sem þá var formaður fyrir vertíðarskipinu [[Haukur|HAUKI]] og er á því skipi í fjórar vertíðir. Þá kaupir Magnús vélbát frá Danmörku, og er Guðjón einn af eigendunum. Þessi bátur hét [[Portland|PORTLAND]] og kom upp í ágústmánuði 1906. Litu nú eigendur PORTLANDS framtíðina björtum augum. Byrjuðu þeir félagar landferðir um haustið. 17. október fór PORTLAND undir Eyjafjöll í blíðuveðri. í þeirri ferð féll formaðurinn, Magnús Magnússon, fyrir borð og drukknaði.<br>
[[Guðjón Jónsson (Heiði)|Guðjón Jónsson]], [[Heiði]], er fæddur í Indriðakoti undir Eyjafjöllum 18. maí 1882. Foreldrar hans voru Elín Jónsdóttir og Jón Arnoddsson. Guðjón kom fyrst til Vestmannaeyja 1898 og var þá sjómaður á Fjallaskipinu [[Trausti|TRAUSTA]], sem [[Friðrik Benónýsson]] í [[Gröf]] var formaður á. Á þessu skipi var Guðjón háseti i þrjár vertíðir. Þá fór Guðjón til [[Finnbogi Björnssson|Finnboga Björnssonar]] í [[Norðurgarður|Norðurgarði]] og var hjá honum eina vertíð. Næst fór hann svo til Sigurðar Ólafssonar á Núpi og þá til [[Magnús Magnússon (Hólshúsi)|Magnúsar Magnússonar]], [[Hólshús|Hólshúsi]], sem þá var formaður fyrir vertíðarskipinu [[Haukur|HAUKI]] og er á því skipi í fjórar vertíðir. Þá kaupir Magnús vélbát frá Danmörku, og er Guðjón einn af eigendunum. Þessi bátur hét [[Portland|PORTLAND]] og kom upp í ágústmánuði 1906. Litu nú eigendur PORTLANDS framtíðina björtum augum. Byrjuðu þeir félagar landferðir um haustið. 17. október fór PORTLAND undir Eyjafjöll í blíðuveðri. í þeirri ferð féll formaðurinn, Magnús Magnússon, fyrir borð og drukknaði.<br>
[[Mynd:Guðjón Jónsson, Heiði.png|300px|thumb|Guðjón Jónsson, Heiði.]]
Þá tók Friðrik Benónýsson í Gröf við formennsku á bátnum, en Guðjón var háseti hjá honum til vertíðarloka 1909. Þá tók Guðjón við formennsku á PORTLANDI og var með það veturinn 1910. Þá hætti Guðjón formennsku í bili og gerðist háseti á FRIÐÞJÓFI hjá Friðriki Svipmundssyni og er hjá honum tvær vertíðir, en 1913 tekur Guðjón við formennsku á FRIÐÞJÓFI og er með hann til vertíðarloka 1914. Þá tekur Guðjón við formennsku á mb. [[Gammur|GAMMI]], sem hann var eigandi að ásamt öðrum, og er með hann til vertíðarloka 1918. Þá kaupir Guðjón 12 lesta bát, sem hét [[Kári Sólmundarson VE|KÁRI SÓLMUNDARSON]] og er hann formaður á honum til vertíðarloka 1927. Veturinn 1928 tók Guðjón við formennsku á GEIR GOÐA og var með hann tvær vertíðir 1928-29. Aflahæstur varð Guðjón vertíðina 1928. Með Kap var hann 1930. Þá er hann fjórar næstu vertíðir formaður með báta, sem gerðir voru út frá Faxaflóa, eða til vertíðarloka 1934. Næstu þrjár vertíðir er hann formaður á [[Freyja|FREYJU]], þá með [[Glaður|GLAÐ]] í fimm vertíðir. Með [[Óðinn]] er hann næstu fimm vertíðir, þá með [[Gullveig|GULLVEIGU]] eina vertíð og loks með [[Skallagrímur|SKALLAGRÍM]] eina vertíð. Þá hættir Guðjón formennsku eftir 40 ára skipstjórnarstarf. En samtals var Guðjón sjómaður í 50 ár. En Guðjón var víðar formaður en í Eyjum. Hann var mörg sumur fyrir Norðurlandi. Var þar formaður bæði á þorskveiðum og reknetum. Einnig var Guðjón formaður á Austfjörðum.<br>
Þá tók Friðrik Benónýsson í Gröf við formennsku á bátnum, en Guðjón var háseti hjá honum til vertíðarloka 1909. Þá tók Guðjón við formennsku á PORTLANDI og var með það veturinn 1910. Þá hætti Guðjón formennsku í bili og gerðist háseti á FRIÐÞJÓFI hjá Friðriki Svipmundssyni og er hjá honum tvær vertíðir, en 1913 tekur Guðjón við formennsku á FRIÐÞJÓFI og er með hann til vertíðarloka 1914. Þá tekur Guðjón við formennsku á mb. [[Gammur|GAMMI]], sem hann var eigandi að ásamt öðrum, og er með hann til vertíðarloka 1918. Þá kaupir Guðjón 12 lesta bát, sem hét [[Kári Sólmundarson VE|KÁRI SÓLMUNDARSON]] og er hann formaður á honum til vertíðarloka 1927. Veturinn 1928 tók Guðjón við formennsku á GEIR GOÐA og var með hann tvær vertíðir 1928-29. Aflahæstur varð Guðjón vertíðina 1928. Með Kap var hann 1930. Þá er hann fjórar næstu vertíðir formaður með báta, sem gerðir voru út frá Faxaflóa, eða til vertíðarloka 1934. Næstu þrjár vertíðir er hann formaður á [[Freyja|FREYJU]], þá með [[Glaður|GLAÐ]] í fimm vertíðir. Með [[Óðinn]] er hann næstu fimm vertíðir, þá með [[Gullveig|GULLVEIGU]] eina vertíð og loks með [[Skallagrímur|SKALLAGRÍM]] eina vertíð. Þá hættir Guðjón formennsku eftir 40 ára skipstjórnarstarf. En samtals var Guðjón sjómaður í 50 ár. En Guðjón var víðar formaður en í Eyjum. Hann var mörg sumur fyrir Norðurlandi. Var þar formaður bæði á þorskveiðum og reknetum. Einnig var Guðjón formaður á Austfjörðum.<br>
[[Mynd:Geir Goði VE 10.png|300px|thumb|Geir goði VE 10. 20 1/2 tonn. Formaður Guðjón Jónsson, Heiði.]]
Eins og sjá má af framansögðu hefur Guðjón ekki setið auðum höndum. Hann hefur verið mikill hreystimaður um dagana, aflamaður alla tíð og sjósóknari í fremstu röð. Hefur hann jafnan verið talinn mikill vitmaður við sitt starf.<br>
Eins og sjá má af framansögðu hefur Guðjón ekki setið auðum höndum. Hann hefur verið mikill hreystimaður um dagana, aflamaður alla tíð og sjósóknari í fremstu röð. Hefur hann jafnan verið talinn mikill vitmaður við sitt starf.<br>


[[Magnús Jónsson (Sólvangi)|Magnús Jónsson]], [[Sólvangur|Sólvangi]], var fæddur að Geldingalæk í Borgarfirði 1. september 1875. Foreldrar hans voru Kristín Jónasdóttir og Jón Jónsson. Magnús fór ungur til sjóróðra á Suðurnesjum. Þaðan fór Magnús til sjóróðra austur á Seyðisfjörð og gerðist þar fljótlega formaður, fyrst með sinn eigin bát, en síðar fyrir Sigurð Jónsson á Þórarinsstöðum í mörg ár. Magnús kom fyrst til Vestmannaeyja 1912, þá vélamaður á mb. [[Neptúnus VE-183|NEPTÚNUSI]] og ári síðar á mb. [[Þór|ÞÓR]]. Formennsku í Eyjum hóf Magnús 1914 á [[Ásdís|ÁSDÍSI]], og er með hana til vertíðarloka 1915. Þá lætur Magnús smíða bát í félagi við Gísla J. Johnsen og fleiri. Sá bátur hét [[Gullfoss VE-184|GULLFOSS]] og var 11 lestir að stætð. Magnús var formaður á GULLFOSSI til vertíðarloka 1925. Þá lét Magnús smíða bát í Danmörku með Gísla og öðrum sömu eigendum. Þessi bátur var 16 lestir og hét [[Pipp VE-1|PIPP]] og er Magnús með hann til vertíðarloka 1928. Þá fékk Magnús nýjan 20 lesta bát, sem hann átti hlut í. Hann hét [[Herjólfur VE-276|HERJÓLFUR]]. Með HERJÓLF var Magnús til vertíðarloka 1931 og aflahæstur var hann á HERJÓLF 1929.<br>
[[Magnús Jónsson (Sólvangi)|Magnús Jónsson]], [[Sólvangur|Sólvangi]], var fæddur að Geldingalæk í Borgarfirði 1. september 1875. Foreldrar hans voru Kristín Jónasdóttir og Jón Jónsson. Magnús fór ungur til sjóróðra á Suðurnesjum. Þaðan fór Magnús til sjóróðra austur á Seyðisfjörð og gerðist þar fljótlega formaður, fyrst með sinn eigin bát, en síðar fyrir Sigurð Jónsson á Þórarinsstöðum í mörg ár. Magnús kom fyrst til Vestmannaeyja 1912, þá vélamaður á mb. [[Neptúnus VE-183|NEPTÚNUSI]] og ári síðar á mb. [[Þór|ÞÓR]]. Formennsku í Eyjum hóf Magnús 1914 á [[Ásdís|ÁSDÍSI]], og er með hana til vertíðarloka 1915. Þá lætur Magnús smíða bát í félagi við Gísla J. Johnsen og fleiri. Sá bátur hét [[Gullfoss VE-184|GULLFOSS]] og var 11 lestir að stætð. Magnús var formaður á GULLFOSSI til vertíðarloka 1925. Þá lét Magnús smíða bát í Danmörku með Gísla og öðrum sömu eigendum. Þessi bátur var 16 lestir og hét [[Pipp VE-1|PIPP]] og er Magnús með hann til vertíðarloka 1928. Þá fékk Magnús nýjan 20 lesta bát, sem hann átti hlut í. Hann hét [[Herjólfur VE-276|HERJÓLFUR]]. Með HERJÓLF var Magnús til vertíðarloka 1931 og aflahæstur var hann á HERJÓLF 1929.<br>
[[Mynd:Magnús Jónsson, Sólvangi.png|300px|thumb|Magnús Jónsson, Sólvangi.]]
[[Mynd:Herjólfur VE 276.png|300px|thumb|Herjólfur VE 276. 21 1/2 tonn. Formaður Magnús Jónsson, Sólvangi.]]
Þá tók Magnús við formennsku á [[Gunnar Hámundarson, bátur|GUNNARI HÁMUNDARSYNI]] og var með hann eina vertíð. Þá var Magnús formaður á ATLANTIS eina vertíð. Hafði þá Magnús verið formaður 20 vertíðir í Vestmannaeyjum.<br>
Þá tók Magnús við formennsku á [[Gunnar Hámundarson, bátur|GUNNARI HÁMUNDARSYNI]] og var með hann eina vertíð. Þá var Magnús formaður á ATLANTIS eina vertíð. Hafði þá Magnús verið formaður 20 vertíðir í Vestmannaeyjum.<br>
Magnús sótti sjó af miklu kappi og var alla tíð með allra beztu fiskimönnum Eyjanna. Magnús lézt 6. febrúar 1946.<br>
Magnús sótti sjó af miklu kappi og var alla tíð með allra beztu fiskimönnum Eyjanna. Magnús lézt 6. febrúar 1946.<br>

Núverandi breyting frá og með 20. júní 2016 kl. 11:25

JÓN SIGURÐSSON:


Aflakóngar Vestmannaeyja 1906-1929


Það er nú orðin venja síðari árin, að skrá öll aflabrögð og aflakónga, en það nafn hafa þeir hlotið, sem mest hafa fiskað vertíð hverja, og er ekki nema gott um það að segja, að því sé haldið saman. Fram eftir árum var þessu enginn gaumur gefinn. Þess vegna hefur mér dottið í hug að birta nöfn þeirra manna, sem mest fiskuðu frá 1906-1929, að báðum árum meðtöldum. Hér er um 13 menn að ræða og verða þetta ekki neinar ævisögur, en aðeins stiklað á stóru.

Þorsteinn Jónsson, Laufási.

Þessir menn voru ákaflega ólíkir hver öðrum, en þeir áttu þó það sameiginlegt, að þeir voru harðduglegir og urðu að treysta á sjálfa sig. Þá voru bátarnir litlir og illa útbúnir að öllu leyti.
Þetta er 24 ára tímabil, sem um er að ræða og eru því töluvert misjafnar aðstæður, sem menn þessir höfðu við að búa. Fyrstu bátarnir voru um 7 lestir, en um 1929 eru þeir stærstu orðnir 30 lestir.
Starfstími þessara manna var mislangur, þeir fyrstu hlutu sína votu gröf, aðrir féllu frá á annan hátt, þriðji hópurinn hætti sjósókn, sá fjórði kembdi hærurnar o. s. frv.

Þorsteinn Jónsson, Laufási, er fæddur í Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum, 14. okt. 1880. Foreldrar hans voru Þórunn Þorsteinsdóttir og Jón Einarsson. Þorsteinn kom þriggja ára með foreldrum sínum til Vestmannaeyja. Um fermingu fór Þorsteinn að stunda sjó, fyrst með Hannesi Jónssyni á Miðhúsum og síðar með Magnúsi Þórðarsyni í Sjólyst. Um aldamótin byrjaði Þorsteinn formennsku á vertíðarskipinu Ísaki og hafði formennsku á því skipi í 5 vertíðir. Þá keypti Þorsteinn fyrsta vélbátinn, sem var Unnur I. Þorsteinn varð aflahæstur árið 1906. Formennsku á Unni I. hafði Þorsteinn á hendi til ársloka 1911. Þá keypti hann annan bát, 101/2 tonn að stærð. Þessi bátur hét Unnur II. Formennsku á henni hafði Þorsteinn til ársloka 1922. Þorsteinn var aflahæstur á Unni II. 1912. Þá keypti Þorsteinn Unni III. og var með hana í 20 ár. Alla sína formannstíð var Þorsteinn mikill aflamaður. Það má segja, að hann var alltaf í toppnum. Hann er sá eini í Vestmannaeyjum, sem hefur skrifað aflamagn ár hvert, og er fróðleg heimild um aflabrögð frá ári til árs. Þorsteinn sótti fast sjó alla sína formannstíð og var mikið umtalaður fyrir mikla formannshæfileika á allan hátt.

Unnur, 7 tonn. Form. Þorsteinn Jónsson, Laufási.
Unnur VE 150.

Friðrik Svipmundsson, Löndum, var fæddur 15. apríl 1871 að Loftsölum í Mýrdal. Foreldrar hans voru Svipmundur Ólafsson og Þórunn Árnadóttir, og hjá þeim ólst hann upp. Til Vestmannaeyja kom hann 1893 og réðst til Gísla Lárussonar í Stakkagerði, sem þá var formaður með Vestmannaeyjaskipið FRIÐ og réri Friðrik lengi á því skipi, eða þar til hann gerðist formaður, sem mun hafa verið rétt fyrir aldamót. Var hann lengst með vertíðarskipið ÍSAFOLD, en 1906 kaupir Friðrik vélbát með fleiri mönnum, Sá bátur var 71/2 tonn. Þann bát skírði Friðrik FRIÐÞJÓF og hafði hann formennsku á honum til vertíðarloka 1912, eða sex vertíðir. Á þessum bát var Friðrik aflahæstur 1907, 1909 og 1911. Ári síðar kaupir Friðrik 10 lesta bát frá Danmörku, sem hann skírði ÖRN. Formennsku hafði Friðrik á honum til vertíðarloka 1920. Þá kaupir hann 15 lesta bát, sem hann skírði FRIÐÞJÓF, og var formaður með hann í þrjár vertíðir. Síðan er hann formaður með ATLANTIS í tvær vertíðir og eina vertíð með HJÁLPARA. Eftir það hættir Friðrik formennsku.

Friðrik Svipmundsson, Löndum
Friðþjófur, 7 1/2 tonn. Form. Friðrik Svipmundsson

- Friðrik var mörg sumur formaður á Seyðisfirði og var þar jafnan aflahæstur. Hann sótti sjó manna fastast, en lenti þó aldrei í slyddum. Hann var manna veðurglöggastur og réri oft þó aðrir sætu í landi og fór þá oft veður batnandi. Það var líka alltítt, að Friðrik kæmi óvenju snemma að landi og þá gerði oft vonzkuveður. Hann var talinn með afbrigðum góður stjórnari. - Friðrik lézt 3. júlí 1935.

Magnús Guðmundsson, Vesturhúsum, var fæddur að Vesturhúsum í Vestmannaeyjum 27. júní 1872. Foreldrar hans voru Guðrún Erlendsdóttir og Guðmundur Þórarinsson og hjá þeim ólst hann upp. Magnús byrjaði snemma að stunda sjó, um fermingaraldur, á opnu skipi. Hann varð fljótlega formaður, lengst á INGÓLFI, eða þar til vélbátarnir komu. 1906 keypti Magnús vélbát með öðrum fleirum, sem hann nefndi HANSÍNU. Formennsku hafði hann á henni til vertíðarloka 1912, eða í sex vertíðir. Aflahæstur varð Magnús 1908. Aftur byrjaði Magnús vertíðinna 1915 og var með þennan sama bát til vertíðarloka 1916. Þá lét hann smíða 12 lesta bát, sem var HANSÍNA II. Formennsku hafði hann á henni til vertíðarloka 1921. Eftir það hætti Magnús formennsku. Á yngri árum var Magnús formaður á Austfjörðum. Þar komst Magnús í kynni við þorskalínuna og kom með þá nýjung til Vestmannaeyja. Það mun hafa verið 1898 og varð til þess, að lína var tekin eingöngu í notkun hér í Eyjum, en áður voru hér eingöngu handfæri. Einnig byrjaði Magnús með þeim allra fyrstu að leggja þorskanet í sjó við Eyjar.
- Magnús var alla tíð heppnis formaður, glöggur og athugull. Magnús lézt 24. apríl 1955.

Hansína 7 1/2 tonn. Form. Magnús Guðmundsson.
Magnús Guðmundsson, Vesturhúsum.

Sigurður Ingimundarson, Skjaldbreið, er fæddur í Miðey í Austur-Landeyjum 22. maí 1877. Foreldrar hans voru Þuríður Árnadóttir og Ingimundur Ingimundarson. Til Vestmannaeyja kom Sigurður laust fyrir síðustu aldamót, þá um tvítugt og byrjaði formennsku á áraskipum. Jafnhliða fór Sigurður til sjóróðra til austurlandsins og hóf þar formennsku á opnum bát. Var hann þar formaður mörg sumur. Í Eyjum byrjaði Sigurður formennsku eftir aldamót með eitt af vertíðarskipunum og var formaður á þeim þar til vélbátarnir komu. Þá lét hann smíða vélbát með öðrum fleiri. Þetta var 71/2 tonna bátur, sem VESTMANNAEY hét. Þessum bát hafði Sigurður formennsku á til vertíðarloka 2. maí 1909. Í róðri þann dag kom leki að bátnum svo mikill, að hann sökk. Frönsk skúta bjargaði áhöfninni. Þá fékk Stgurður nýjan bát frá Danmörku 91/2 tonn, sem hann nefndi GNOÐ. Formennsku á henni hafði Sigurður til vertíðarloka 1919 og var aflahæstur 1910.

Sigurður Ingimundarson, Skjaldbreið.

Þá lét Sigurður smíða 13 lesta bát í félagi við Árna Sigfússon kaupmann, sem þeir nefndu ATLANTIS. Þennan bát var Sigurður með til vertíðarloka 1922 og var aflahæstur 1921. Þá lét Sigurður smíða nýjan bát, sem var 21 tonn. Báturinn hét BLIKI og hafði Sigurður formennsku á honum til vertíðarloka 1929. Aflahæstur var Sigurður á þessum bát vertíðina 1923. Þá hætti Sigurður formennsku.
Eins og sjá má hér að framan, var Sigurður mikill aflamaður. Hann var líka mikill sjósóknari, svo mörgum þótti nóg um, því 1910 fékk hann ekki tryggðan bát sinn, GNOÐ, hjá Bátaábyrgðarfélaginu og borið við glannalegri sjósókn. Sigurður lét það ekki á sig fá, en sagði sig úr róðrasamþykktinni og réri alltaf á undan tímanum og var svo langhæstur í lokin, eins og áður segir. Margur leit Sigurð illu auga fyrir að róa á undan öðrum og skemmdu fyrir honum bæði ból og línu, en hann lét það ekki á sig fá og fór sínar leiðir. Sigurður var alla tíð mikill fiskimaður og harðsnúinn sjósóknari.

Gnoði, 9 1/2 tonn. Form. Sigurður Ingimundarson.

Magnús Þórðarson í Dal, var fæddur að Tjörnum undir Eyjafjöllum 21. sept. 1879. Foreldrar hans voru Kristólína Gísladóttir og Þórður Loftsson. Til Vestmannaeyja kom Magnús laust fyrir aldamótin og réðist á vertíðarskipið ÍSAK, sem Þorsteinn í Laufási var formaður á. Magnús var á því skipi til 1905, að hann tók við því skipi af Þorsteini og var formaður með það veturinn 1906. Þann vetur pantar Magnús vélbát frá Danmörku ásamt fleiri mönnum. Hann sá, að vélbátarnir höfðu meiri möguleika til aflafanga. Var þetta þriðji vélbáturinn sem kom til Eyja. Bátur þessi hét BERGÞÓRA og var 7 1/2 tonn. Kom hann hingað upp vorið 1906. Magnús byrjaði strax róðra á þessum bát og hélt honum úti yfir sumarið. Svo vel gekk honum að afla á þennan bát, að hann og hans félagar áttu hann skuldlausan eftir sumarúthaldið. Á þessum bát hafði Magnús formennsku þar til hann sökk aftan í enskum togara hér við Eyjar í afspyrnuroki 20. febrúar 1908. Allir menn björguðust. Þá fékk Magnús nýjan bát frá Danmörku með sömu eigendum að nokkru leyti. Bátur þessi var 8 1/2 tonn og hét KARL TÓLFTI. Þessum báti hafði Magnús formennsku á til vertíðarloka 1914 og var aflahæstur veturinn 1913. Þá kaupir Magnús nýjan bát frá Danmörku og kom hann til Vestmannaeyja 1. ágúst 1914. Þessi bátur hét FRAM og var 9 1/2 tonn. Magnús átti hann mikið til einn. Þetta var mjög fallegur bátur á þeirra tíma mælikvarða. Magnús byrjaði róðra strax með nýári, eins og margir gerðu í þá daga. Honum brást ekki afli í þeim róðrum, svo enginn fiskaði viðlíka og hann, en 14. janúar 1915 fórst FRAM með allri áhöfn.
Magnús var með beztu fiskimönnum þeirra tíma, og sjósóknari að sama skapi.-

Þessir fimm formenn, sem hér hefur verið lýst, eru þeir síðustu sem voru formenn með áraskip, og voru mest umtalaðir sem sjósóknarar og aflamenn, bæði í tíð áraskipanna og á fyrstu árum vélbátanna. Þó má segja, að þeir héldu velli alla tíð, sem þeir voru formenn, þó aðrir kæmu síðar, sem ekki urðu þeirra eftirbátar. Vertíðina 1913 fékk Þorsteinn í Laufási 21995 fiska, en Magnús í Dal var eitthvað hærri. Þetta var með lélegustu vertíðum, sem komið hafa í Eyjum.

Magnús Þórðarson, Dal.
Karl tólfti, 8 tonn. Form. Magnús Þórðarson, Dal.

Jón Ingileifsson, Reykholti, var fæddur að Skurðbæ í Meðallandi 23. júní 1883. Foreldrar hans voru Þórunn Magnúsdóttir og Ingileifur Ólafsson. Jón kom til Vestmannaeyja 20 ára gamall, til Gísla Lárussonar í Stakagerði og byrjaði sjómennsku á vertíðarskipinu FRIÐ, sem Gísli var formaður fyrir. Á þessu skipi var Jón í margar vertíðir og tók við formennsku á því 1906. Árið eftir kaupir Jón vélbát frá Danmörku með fleiri mönnum og var það EROS. Jón var formaður með hann 1908. Þessi bátur var einna minnstur af þeim bátum, sem þá voru hér. Jón hætti þá formennsku í bili. 1912 kaupir Jón 10 lesta bát frá Danmörku með Ársæli Sveinssyni o. fl. Þessi bátur hét SKULD og var Jón með hann til vertíðarloka 1915 eða þrjár vertíðir. Aflahæstur varð Jón 1914. Eftir að Jón hættir við Skuld tók hann við mb. SVAN, sem hann átti einnig part í, og er með hann veturinn 1916. Þá fer Jón í Sjómannaskólann í Reykjavík, og svo vel gekk honum námið, að hann lauk við skólann á einum vetri og var það talið mikið afrek. Jón mun hafa verið annar sá fyrsti frá Vestmannaeyjum, sem tók þetta próf. Jón tók aftur við formennsku á SVAN og var með hann veturinn 1918, en haustið eftir geisaði spánska veikin og Jón lézt úr henni 18. nóvember, aðeins 35 ára gamall. Þau ár sem Jón var formaður, var hann alltaf með þeim aflahæstu. Það er óhætt að fullyrða, að þar fór saman vit og dugnaður.

Skuld, 9 1/2 tonn. Form. Jón Ingileifsson, Reykholti

Guðleifur Elísson, Brúnum, var fæddur að Yztaskála undir Eyjafjöllum 29. ágúst 1880. Foreldrar hans voru Guðlaug Herónimusdóttir og Elí Hjörleifsson. Guðleifur byrjaði sjómennsku hér í Eyjum um aldamótin á Fjallaskipum, sem héðan gengu, og mun hafa fylgt þeim óslitið þar til vélbátarnir komu. Þá fór Guðleifur á mb. INGÓLF til Guðjóns Jónssonar á Sandfelli. 1909 fékk Guðleifur vélbát frá Danmörku í félagi við Gísla J. Johnsen. Bátur þessi var 7 1/2 tonn og hét LUNDI og hafði Guðleifur formennsku á honum til vertíðarloka 1912. Veturinn 1915 var Guðleifur með mb. ÍSLENDING. Þá vertíð er Guðleifur aflahæstur. En 5. janúar 1916 ferst Guðleifur á ÍSLENDINGI með alla sína skipshöfn, aðeins 35 ára að aldri.

Guðleifur Elíson, Brúnum.

Guðleifur byrjaði sína sjómennsku á Austfjörðum 1907 á vélbátum og var þar formaður óslitið öll sumur til dauðadags. Þar var hann ævinlega með mestu aflamönnum og aflahæstur. Hann sótti fast sjó og var talinn mikill vitmaður í sínu starfi.

Íslendingur, 11 tonn. Form. Guðleifur Elíson, Brúnum.

Gísli Magnússon, Skálholti, er fæddur að Háarima í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, 24. júní 1886. Foreldrar hans voru Guðrún Runólfsdóttir og Magnús Eyjólfsson. Gísli kom til Vestmannaeyja um fermingu og byrjaði ungur sjómennsku á opnu skipi. Þar var hann háseti þar til válbátarnir komu. Þá gerðist Gísli meðeigandi í einum þeirra. Sá bátur hét GEYSIR. Formaður á honum var Ágúst Gíslason í Hlíðarhúsi, en Gísli var vélamaður á þessum báti í tvær vertíðir. Þá fékk Gísli bát frá Danmörku í félagi við Gísla J. Johnsen og fleiri. Þessi bátur var 7 lestir og hét ÍSAK. Þennan bát var Gísli með í tvær vertíðir 1909-1910. Veturinn 1911 er Gísli formaður á mb. FRÍ, sem hann átti einnig part í. Eftir þá vertíð kaupir Gísli bát frá Seyðisfirði, 9 1/2 tonn að stærð. Þennan bát átti Gísli einn. Hann hét HLÍÐDAL. Formaður á honum var Gísli til vertíðarloka 1914. Þá lét Gísli smíða 17 lesta bát, sem ÓSKAR hét. Hann var smíðaður hér í Eyjum. Bátur þessi var kantsettur og kútterbyggður, og er það fyrsti bátur, sem hér var smíðaður með því lagi. Hann var tilbúinn fyrir vertíðina 1915 og hóf Gísli róðra á honum strax eftir áramót. Bátinn varð Gísli að hafa á skipalegunni, því annars staðar flaut hann ekki, því svo var höfnin grunn í þá daga. Gísli hafði formennsku á þessum báti í tvær vertíðir, eða til vertíðarloka 1916 og var aflahæstur þá vertíð. Þá seldi hann ÓSKAR.

Gísli Magnússon, Skálholti.

Næst lét Gísli smíða 12 lesta bát hér í Eyjum og stóð fyrir því sami maður og smíðaði Óskar. Þessi bátur hét einnig ÓSKAR og var hann tilbúinn um áramót 1916-17. Formaður var Gísli á ÓSKARI II. til vertíðarloka 1920 og var aflahæstur á hann 1917 og 1919. Þá lét Gísli smíða 18 lesta bát, sem var ALDA og var formaður með hana til vertíðarloka 1923, en þá seldi hann bát þennan. Þá keypti Gísli 40 lesta bát, sem líka hét ALDA og með hana var Gísli á netum, ýmsum veiðiskap og flutningum. Þessi bátur strandaði síðar. Einnig var Gísli með ýmsa báta, sem hann tók á leigu, svo sem KÁRA, HÖSKULD og BIFRÖST. Loks stundaði Gísli dragnótaveiðar á mb. GARÐARI, sem hann átti, og er það með því síðasta, sem Gísli var við formennsku. Gísli var mikill sjósóknari alla sína formannstíð og aflamaður með þeim allra beztu hér í Vestmannaeyjum, Hann var ávallt fyrstur með ýmsar nýjungar, sem að sjósókn laut. Hann er búinn að koma með marga góða báta til Eyja. Mér skilst, að það séu 18 bátar og skip, sem Gísli hefur átt sína útgerðartíð hér í Eyjum, þó þeir séu ekki allir taldir hér, og er óhætt að fullyrða, að það er það mesta hjá einum manni hér í Eyjum. Gísli fór aldrei troðnar slóðir. Hann byrjaði á mörgum nýjungum. Það má segja, að hann hafi byrjað fyrstur með net hér, ásamt Anders Förland, þó sú tilraun bæri ekki fullan árangur. Gísli keypti 28 net og lagði þau austur af Bjarnarey, en þegar hann fór að vitja um netin, voru þau horfin, og sá hann þau ekki framar. Nú voru eftir átta net og langaði Gísla til að leggja þau. Fór hann með þau inn fyrir Elliðaey og vitjaði þeirra daginn eftir. Er hann hafði dregið fjögur net kom skorið, og sá Gísli hin netin aldrei meira. Í þessi 4 net fékk Gísli 180 fiska, og sá hann þá, að hægt mundi að fiska í net við Eyjar. Þetta varð til þess, að Gísli bjó sig út með fullkomna netaútgerð, sem síðar bar mjög góðan árangur. Einnig byrjaði Gísli hér manna fyrstur með dragnót. Það var á mb. ÆGI 1921. Hann var annar sá fyrsti, sem fór með reknet fyrir Norðvesturlandi. Mörgum fleiri nýjungum braut Gísli upp á og verður ekki skráð hér. Gísli var mikill fiskimaður alla sína formannstíð og sjósóknari með þeim allra fremstu.

Árni Þórarinsson, Oddsstöðum, er fæddur að Fossi í Mýrdal 25. maí 1895. Foreldrar hans voru Þórarinn Árnason og Elín Jónsdóttir. Árni kom til Vestmannaeyja með foreldrum sínum 1908 og settist fjölskyldan að á Oddsstöðum. Árni byrjaði sjómennsku 1915 á mb. GÍDEON, sem Eyvindur bróðir hans var formaður á, og er á honum tvær vertíðir. Árið 1916 lét Jóhann Reyndal bakari, sem þá var hér í Eyjum, smíða 12 lesta bát, sem var af sömu gerð og ÓSKAR Gísla Magnússonar. Þessi bátur var tilbúinn fyrir vertíð og tók Árni við formennsku á honum. Þessi bátur hét GOÐAFOSS. Þessir bátar voru mjög vel útbúnir á þeirra tíma mælikvarða. Þeir höfðu báðir bezta netaútbúnað, sem þá var hér, en það mundi ekki þykja mikið nú. Árni tekur við GOÐAFOSSI í vertíðarbyrjun 1917 og er með hann til vertíðarloka 1925. Árni er aflahæstur 1918 og 1920. Þeir höfðu langmestan afla þessi ár ÓSKAR og GOÐAFOSS. Þá var að byrja netaútgerð hér í Eyjum. Það hafa verið 6-8 bátar aðrir með net og þeir allir miklu minni, svo þeir höfðu ekki yfirburði yfir hina. Eftir að Árni hætti formennsku á GOÐAFOSSI tók hann við GEIR GOÐA, sem var 20 lesta bátur. Árni er með hann vertíðina 1926 og 1927, og er aflahæstur 1926. Þá kaupir Árni línuveiðarann VENUS, ásamt fleiri mönnum, sem hann hafði formennsku á í þrjár vertíðir, eða til vertíðarloka 1930. Þá hætti Árni formennsku, eftir að hafa verið 15 ár við það starf. Árni sótti sjóinn vel og var mikill fiskimaður alla sína formannstíð.

Árni Þórarinsson, Oddstöðum.

Það skal tekið fram, að 1926, þegar Árni var hæstur á GEIR GOÐA, fékk hann 12800 á línuna og var þá kominn 1. apríl, en alls varð aflinn 57000. Það mundi vera um 500 tonn. Veiðarfærin, sem Árni var með, voru 15-16 bjóð af línu og þrjár trossur 15 neta, svo þetta getur talizt mikill fiskur á 20 tonna bát, og var að mestu aflað á einum mánuði, eða sem næst 400 tonn í apríl.

Mb. Goðafoss VE. 189.

Ólafur Ingileifsson, Heiðarbæ, er fæddur að Ketilsstöðum í Mýrdal, 9. júní 1891. Foreldrar hans voru Þórunn Magnúsdóttir og Ingileifur Ólafsson. Ólafur kom fyrst til Vestmannaeyja 1907 og byrjar sjómennsku á vertíðarskipinu OLGU, sem Kristján Egilsson á Búastöðum var formaður fyrir. Ári síðar fór Ólafur sjómaður á vélbát og var á þeim óslitið til ársloka 1911, og oft vélamaður. 1912 byrjar Ólafur formennsku á mb. SVAN, sem þá var nýr og fallegur bátur að þeirra tíma hætti. Ólafur er svo formaður á honum til vertíðarloka 1913 og hættir þá Ólafur formennsku í bili. En 1916 tekur Ólafur við formennsku á ÁSDlSI, sem þá var einn stærsti bátur hér í Eyjum. Formaður er Ólafur á henni til vertíðarloka 1917. Þá kaupir hann OLGU ESBJERG með fleiri mönnum og er formaður á henni til vertíðarloka 1919. Þá kaupir hann mb. FRIÐ og hefur formennsku á honum veturinn 1920. Þá lætur Ólafur og fleiri smíða bát í Reykjavík. Bátur þessi hét KARL, 14 1/2 tonn. Ólafur var formaður á KARLI til ársloka 1929. Aflahæstur var Ólafur 1922. Þá tók Ólafur við formennsku á GEIR GOÐA og var með hann til vertíðarloka 1932. Þá tók Ólafur við formennsku á KARLI aftur og var með hann í þrjár vertíðir. Þá var hann formaður eina vertíð á mb. LOKA. Eftir það hætti Ólafur formennsku, eftir að hafa verið formaður í 23 ár. Ólafur var góður fiskimaður alla tíð og á tímabili alltaf í toppnum. Hann sótti sjó vel og var talinn með beztu formönnum sinnar tíðar.

Ólafur Ingileifsson.
M.b. Karl VE 233.

Pétur Andersen, Sólbakka, var fæddur í Fredrikssundi í Danmörku, 30. marz 1887. Faðir hans var Karl Willum Andersen. Pétur kom til Vestmannaeyja 1907 og byrjaði sjóróðra á ýmsum bátum, þó helzt vélamaður. Formennsku byrjaði Pétur á mb. LUNDA, sem var 7 1/2 lesta bátur. Var hann formaður á honum til vertíðarloka 1920. Þá kaupir Pétur bát í félagt við Gísla J. Johnsen. Þetta var 13 lesta bátur, smíðaður í Danmörku og hét SKÓGAFOSS. Pétur var formaður á honum til vertíðarloka 1926. Pétur var aflahæstur á þennan bát 1924. Þá tók Pétur við formennsku á mb. LEÓ og var með hann eina vertíð. Eftir það hætti Pétur formennsku og hafði þá verið formaður 16 vertíðir. Pétur var alla tíð góður fiskimaður og sótti vel sjó. Fór hann vel að öllu, sem að sjómennsku laut. Það var almennt talið, að hvergi væri betri umgengni í bát en hjá honum. Vertíðina 1924 er Pétur var aflahæstur, var aflinn hjá honum 66000. Þetta mundi hafa verið hátt í 600 tonn, og er það mikill afli á 13 tonna bát.
Pétur lézt 6. apríl 1955.

Peter Andersen, Sólbakka.
Mynd:Skógarfoss VE 236.png, 13 tonn. Formaður Pétur Andersen, Sólbakka

Valdimar Bjarnason, Staðarhóli, var fæddur að Kársdalstungu í Vatnsdal 17. marz 1894. Foreldrar hans voru Sigríður Hjálmarsdóttir og Bjarni Jónsson. Valdimar kom til Vestmannaeyja um 1914 og byrjaði sjómennsku á mb. ÓSKARI hjá Gísla Magnússyni, en síðan á mb. hjá Bernódusi Sigurðssyni. Valdimar byrjaði formennsku 1919 á mb. BRAGA og var strax heppinn fiskimaður. Ári síðar er Valdimar formaður á mb. TJALDI, sem var þá nýr bátur. En 1921 kaupir Valdimar bát frá Danmörku í félagi við Tómas Guðjónsson. Þetta var 13 lesta bátur og hét LAGARFOSS. Þennan bát var Valdimar formaður með til vertíðarloka 1927, eða alls 7 vertíðir og var aflahæstur 1925 og aftur 1927. Þá gerðist Valdimar formaður á mb. BJARNAREY, sem þá var nýr bátur. Eigandi hans var Gísli J. Johnsen. Þetta var 30 lesta bátur. Valdimar var formaður á BJARNAREY til vertíðarloka 1929. Þá hætti Valdimar formennsku hér í Eyjum og flutti til Reykjavíkur. Valdimar var mikill heppnismaður, sótti fast sjó og var aflamaður alla sína formannstíð hér í Eyjum.

Valdimar Bjarnason, Staðarhóli.
Lagarfoss I. 12 1/2 tonn. Formaður Valdimar Bjarnason, Staðarhóli

Guðjón Jónsson, Heiði, er fæddur í Indriðakoti undir Eyjafjöllum 18. maí 1882. Foreldrar hans voru Elín Jónsdóttir og Jón Arnoddsson. Guðjón kom fyrst til Vestmannaeyja 1898 og var þá sjómaður á Fjallaskipinu TRAUSTA, sem Friðrik Benónýsson í Gröf var formaður á. Á þessu skipi var Guðjón háseti i þrjár vertíðir. Þá fór Guðjón til Finnboga Björnssonar í Norðurgarði og var hjá honum eina vertíð. Næst fór hann svo til Sigurðar Ólafssonar á Núpi og þá til Magnúsar Magnússonar, Hólshúsi, sem þá var formaður fyrir vertíðarskipinu HAUKI og er á því skipi í fjórar vertíðir. Þá kaupir Magnús vélbát frá Danmörku, og er Guðjón einn af eigendunum. Þessi bátur hét PORTLAND og kom upp í ágústmánuði 1906. Litu nú eigendur PORTLANDS framtíðina björtum augum. Byrjuðu þeir félagar landferðir um haustið. 17. október fór PORTLAND undir Eyjafjöll í blíðuveðri. í þeirri ferð féll formaðurinn, Magnús Magnússon, fyrir borð og drukknaði.

Guðjón Jónsson, Heiði.

Þá tók Friðrik Benónýsson í Gröf við formennsku á bátnum, en Guðjón var háseti hjá honum til vertíðarloka 1909. Þá tók Guðjón við formennsku á PORTLANDI og var með það veturinn 1910. Þá hætti Guðjón formennsku í bili og gerðist háseti á FRIÐÞJÓFI hjá Friðriki Svipmundssyni og er hjá honum tvær vertíðir, en 1913 tekur Guðjón við formennsku á FRIÐÞJÓFI og er með hann til vertíðarloka 1914. Þá tekur Guðjón við formennsku á mb. GAMMI, sem hann var eigandi að ásamt öðrum, og er með hann til vertíðarloka 1918. Þá kaupir Guðjón 12 lesta bát, sem hét KÁRI SÓLMUNDARSON og er hann formaður á honum til vertíðarloka 1927. Veturinn 1928 tók Guðjón við formennsku á GEIR GOÐA og var með hann tvær vertíðir 1928-29. Aflahæstur varð Guðjón vertíðina 1928. Með Kap var hann 1930. Þá er hann fjórar næstu vertíðir formaður með báta, sem gerðir voru út frá Faxaflóa, eða til vertíðarloka 1934. Næstu þrjár vertíðir er hann formaður á FREYJU, þá með GLAÐ í fimm vertíðir. Með Óðinn er hann næstu fimm vertíðir, þá með GULLVEIGU eina vertíð og loks með SKALLAGRÍM eina vertíð. Þá hættir Guðjón formennsku eftir 40 ára skipstjórnarstarf. En samtals var Guðjón sjómaður í 50 ár. En Guðjón var víðar formaður en í Eyjum. Hann var mörg sumur fyrir Norðurlandi. Var þar formaður bæði á þorskveiðum og reknetum. Einnig var Guðjón formaður á Austfjörðum.

Geir goði VE 10. 20 1/2 tonn. Formaður Guðjón Jónsson, Heiði.

Eins og sjá má af framansögðu hefur Guðjón ekki setið auðum höndum. Hann hefur verið mikill hreystimaður um dagana, aflamaður alla tíð og sjósóknari í fremstu röð. Hefur hann jafnan verið talinn mikill vitmaður við sitt starf.

Magnús Jónsson, Sólvangi, var fæddur að Geldingalæk í Borgarfirði 1. september 1875. Foreldrar hans voru Kristín Jónasdóttir og Jón Jónsson. Magnús fór ungur til sjóróðra á Suðurnesjum. Þaðan fór Magnús til sjóróðra austur á Seyðisfjörð og gerðist þar fljótlega formaður, fyrst með sinn eigin bát, en síðar fyrir Sigurð Jónsson á Þórarinsstöðum í mörg ár. Magnús kom fyrst til Vestmannaeyja 1912, þá vélamaður á mb. NEPTÚNUSI og ári síðar á mb. ÞÓR. Formennsku í Eyjum hóf Magnús 1914 á ÁSDÍSI, og er með hana til vertíðarloka 1915. Þá lætur Magnús smíða bát í félagi við Gísla J. Johnsen og fleiri. Sá bátur hét GULLFOSS og var 11 lestir að stætð. Magnús var formaður á GULLFOSSI til vertíðarloka 1925. Þá lét Magnús smíða bát í Danmörku með Gísla og öðrum sömu eigendum. Þessi bátur var 16 lestir og hét PIPP og er Magnús með hann til vertíðarloka 1928. Þá fékk Magnús nýjan 20 lesta bát, sem hann átti hlut í. Hann hét HERJÓLFUR. Með HERJÓLF var Magnús til vertíðarloka 1931 og aflahæstur var hann á HERJÓLF 1929.

Magnús Jónsson, Sólvangi.
Herjólfur VE 276. 21 1/2 tonn. Formaður Magnús Jónsson, Sólvangi.

Þá tók Magnús við formennsku á GUNNARI HÁMUNDARSYNI og var með hann eina vertíð. Þá var Magnús formaður á ATLANTIS eina vertíð. Hafði þá Magnús verið formaður 20 vertíðir í Vestmannaeyjum.
Magnús sótti sjó af miklu kappi og var alla tíð með allra beztu fiskimönnum Eyjanna. Magnús lézt 6. febrúar 1946.

Ég hef nú tekið saman aflakóngana frá 1906-1929. Eins og tekið er fram hér að framan, var ekki ætlazt til, að þetta yrði nein ævisaga þeirra, heldur aðeins stiklað á stóru. Það hefði sjálfsagt verið hægt að segja meira um þessa menn og þessi málefni, en hér verð ég að láta staðar numið. Bið ég svo lesendur velvirðingar á því, sem hér hefur verið skráð.

Aflakóngar eftir áraröð 1906—1929
1906 Þorsteinn Jónsson, Laufási.
1907 Friðrik Svipmundsson, Löndum.
1908 Magnús Guðmundsson, Vesturhúsum.
1909 Friðrik Svipmundsson, Löndum.
1910 Sigurður Ingimundarson, Skjaldbreið.
1911 Friðrik Svipmundsson, Löndum.
1912 Þorsteinn Jónsson, Laufási.
1913 Magnús Þórðarson, Dal.
1914 Jón Ingileifsson, Reykholti.
1915 Guðlaugur Elíson, Brúnum.
1916 Gísli Magnússon, Skálholti.
1917 Gísli Magnússon, Skálholti.
1918 Árni Þórarinsson, Oddsstöðum.
1919 Gísli Magnússon, Skálholti.
1920 Árni Þórarinsson, Oddsstöðum.
1921 Sigurður Ingimundarsson, Skjaldbreið.
1922 Ólafur Ingileifsson, Heiðarbæ.
1923 Sigurður Ingimundarsson, Skjaldbreið.
1924 Pétur Andersen, Sólbakka.
1925 Valdimar Bjarnason, Staðarhóli.
1926 Árni Þórarinsson, Oddstöðum.
1927 Valdimar Bjarnason, Staðarhóli.
1928 Guðjón Jónsson, Heiði.
1929 Magnús Jónsson, Sólvangi.