Jón Ingileifsson (Reykholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Ingileifsson

Jón Ingileifsson, Reykholti í Vestmannaeyjum, fæddist 23. júní 1883 og lést 18. nóvember 1918. Tvítugur fór Jón til Vestmannaeyja og hóf sjómennsku á Friði hjá Gísla Lárussyni í Stakkagerði. Hann var formaður á honum árið 1906. Árið 1907 keypti hann Eros og var formaður þar einn vetur. Árið 1912 keypti Jón vélbátinn Skuld og var formaður á honum í þrjár vertíðir. Tók hann þá við Svani og var á honum árin 1916 og 1918. Jón var annar í Vestmannaeyjum sem tók fiskimannapróf í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Tók hann það á aðeins einum vetri og var það talið mikið afrek. Ári seinna lést Jón úr spænsku veikinni, einungis 35 ára gamall.

Jón Ingileifsson eignaðist tvær dætur með eiginkonu sinni, Elínu Einarsdóttur (f. 26.5.1882 - d. 26.2.1930). Fyrsta dóttirin var fædd á Dalbæ en hún var andvana fædd. (21.11.1909) Seinni dóttirin hét Unnur Sigrún Jónsdóttir. (f. 6.6.1912 - d. 16.2.1995)

Jón var aflakóngur árið 1914.



Heimildir

  • Jón Sigurðsson. Aflakóngar Vestmannaeyja 1906-1929. Sjómannadagsblaðið 1961. 10. árg.
  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.