„Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, II.“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Efnisyfirlit 1963 =Saga séra Brynjólfs Jónssonar= =prests að Ofanleiti= ::(II. hluti) <br> ==Sótt um prestakallið,== ==og það veitt.== <br> <big>Þegar eftir a...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 4: | Lína 4: | ||
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center> | |||
< | <big><big><center>Saga séra Brynjólfs Jónssonar</center> | ||
<center>prests að Ofanleiti</center></big></big> | |||
<center>(Annar hluti)</center> | |||
< | |||
<big>'''Sótt um prestakallið,<br> | |||
'''og það veitt.'''</big> | |||
Þegar eftir að séra Brynjólfur hafði jarðsungið séra Jón Austmann, lagði hann drög að því að verða skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Hann minnir þá stiptyfirvöldin á loforð þeirra, er hann var skipaður í kapellánsstöðuna fyrir 6 árum. Þeirri málaleitan prestsins var ekki sinnt að sinni, en með bréfi frá prófasti dags. 6. okt. um haustið (1858) var prestur beðinn að þjóna prestakallinu, „þar til það verður veitt eða sá, sem það fær, sjálfur getur þjónað því,“ eins og þar stóð. <br> | |||
Gísli Konráðsson fræðaþulur segir í ritum sínum, að séra Brynjólfi Jónssyni hafi „eftir langt þóf verið veitt Vestmannaeyjabrauð 1860.“ Þetta er rétt. Eftir 2 ár frá dauða séra Jóns Austmanns hlaut séra Brynjólfur loks veitingu fyrir prestakallinu eftir mikið þóf og miklar vangaveltur yfirvaldanna. Þá hafði ýmislegt á daga séra Brynjólfs drifið, svo sem það að vera þingmaður Eyjabúa sumarið 1859. <br> | Gísli Konráðsson fræðaþulur segir í ritum sínum, að séra Brynjólfi Jónssyni hafi „eftir langt þóf verið veitt Vestmannaeyjabrauð 1860.“ Þetta er rétt. Eftir 2 ár frá dauða séra Jóns Austmanns hlaut séra Brynjólfur loks veitingu fyrir prestakallinu eftir mikið þóf og miklar vangaveltur yfirvaldanna. Þá hafði ýmislegt á daga séra Brynjólfs drifið, svo sem það að vera þingmaður Eyjabúa sumarið 1859. <br> | ||
Haustið 1859 er þess getið í blaðinu Þjóðólfi, að komið hafi til mála hjá yfirvöldum landsins að skipta aftur prestakallinu í Eyjum eða hafa þar fastan aðstoðarprest. Annað þótti naumast gjörlegt sökum einangrunarinnar. <br> | Haustið 1859 er þess getið í blaðinu Þjóðólfi, að komið hafi til mála hjá yfirvöldum landsins að skipta aftur prestakallinu í Eyjum eða hafa þar fastan aðstoðarprest. Annað þótti naumast gjörlegt sökum einangrunarinnar. <br> | ||
Þegar séra Brynjólfur fékk vitneskju um þessa hugmynd yfirvaldanna, skrifaði hann þeim um embættisveitinguna og sótti um að verða skipaður sóknarprestur og fá jarðirnar að Ofanleiti til ábúðar, og þá með aðstoðarprest, ,,ef hann álízt nauðsynlegur.“ <br> | Þegar séra Brynjólfur fékk vitneskju um þessa hugmynd yfirvaldanna, skrifaði hann þeim um embættisveitinguna og sótti um að verða skipaður sóknarprestur og fá jarðirnar að Ofanleiti til ábúðar, og þá með aðstoðarprest, ,,ef hann álízt nauðsynlegur.“ <br> | ||
Séra Brynjólfur kveið fyrir því að þurfa að flytja burt úr Vestmannaeyjum sökum hinna erfiðu samgangna milli lands og Eyja. Eitt glöggt dæmi um örðugleika þá, sem þær ollu, hefi ég rekizt á í heimildum. Það er bréf biskups, herra Helga G. Thordersen, til séra Brynjólfs dags. 15. sept. 1853, eða árið eftir að hann fluttist til Eyja. <br> | Séra Brynjólfur kveið fyrir því að þurfa að flytja burt úr Vestmannaeyjum sökum hinna erfiðu samgangna milli lands og Eyja. Eitt glöggt dæmi um örðugleika þá, sem þær ollu, hefi ég rekizt á í heimildum. Það er bréf biskups, herra Helga G. Thordersen, til séra Brynjólfs dags. 15. sept. 1853, eða árið eftir að hann fluttist til Eyja. <br> | ||
Biskup tjáir presti, að góðhjartaður maður í Reykjavík, sem ekki óskar að láta nafns síns getið, hafi gefið 20 eintök af hinum nýútkomnu Helgidagaprédikunum Árna stiptprófasts í Görðum til „guðræknisiðkunar innan Vestmannaeyjakirkjusafnaðar.“ Vegna þess hve sjaldgæfar áreiðanlegar ferðir væru austur í Vestmannaeyjar frá Reykjavík, tók biskup það ráð | Biskup tjáir presti, að góðhjartaður maður í Reykjavík, sem ekki óskar að láta nafns síns getið, hafi gefið 20 eintök af hinum nýútkomnu Helgidagaprédikunum Árna stiptprófasts í Görðum til „guðræknisiðkunar innan Vestmannaeyjakirkjusafnaðar.“ Vegna þess hve sjaldgæfar áreiðanlegar ferðir væru austur í Vestmannaeyjar frá Reykjavík, tók biskup það ráð að senda bækurnar til Kaupmannahafnar um haustið með verzlunarskipi og biðja þar „áreiðanlegan mann að senda þær með verzlunarskipi til Vestmannaeyja næsta vor í lokuðum kassa með fullri utanáskrift til yðar æruverðugheita.“ Á næsta ári kvittar síðan prestur fyrir bókunum. <br> | ||
Vestmannaeyjaprestakall var talið eitt tekjuhæsta brauð landsins þegar vel aflaðist og fisktíundin heimtist vel og affallalítið. Jafnframt fisktíundinni hafði sóknarpresturinn ábúð á Ofanleitisjörðunum fjórum með öllum ínytjum, sem þeim fylgdu. <br> | Vestmannaeyjaprestakall var talið eitt tekjuhæsta brauð landsins þegar vel aflaðist og fisktíundin heimtist vel og affallalítið. Jafnframt fisktíundinni hafði sóknarpresturinn ábúð á Ofanleitisjörðunum fjórum með öllum ínytjum, sem þeim fylgdu. <br> | ||
Þær voru þessar: <br> | Þær voru þessar: <br> | ||
Lína 27: | Lína 32: | ||
Og 9. júlí um sumarið skrifar séra Brynjólfur konu sinni og minnist á embættisveitinguna. Enn er óútkljáð með brauðið, segir hann, því að „það er utanlands og kemur máske ekki fyrr en í haust.“ <br> | Og 9. júlí um sumarið skrifar séra Brynjólfur konu sinni og minnist á embættisveitinguna. Enn er óútkljáð með brauðið, segir hann, því að „það er utanlands og kemur máske ekki fyrr en í haust.“ <br> | ||
Í bréfi til frú Ragnheiðar að Ofanleiti, dags. 13. febr. 1859 skrifar móðir hennar, frú [[Sigríður Benediktsdóttir Salómonsen|Sigríður Benediktsdóttir]], á þessa leið um veitingu brauðsins: <br> | Í bréfi til frú Ragnheiðar að Ofanleiti, dags. 13. febr. 1859 skrifar móðir hennar, frú [[Sigríður Benediktsdóttir Salómonsen|Sigríður Benediktsdóttir]], á þessa leið um veitingu brauðsins: <br> | ||
„Það fellur oftast svo, að þegar þeir gömlu prestar burt kallast, mega þeirra aðstoðarmenn hrekjast eins og strá fyrir straumi. Ég vona að fá að sjá það í blöðunum, hvar maður þinn fær brauð... | „Það fellur oftast svo, að þegar þeir gömlu prestar burt kallast, mega þeirra aðstoðarmenn hrekjast eins og strá fyrir straumi. Ég vona að fá að sjá það í blöðunum, hvar maður þinn fær brauð... Guð gefi það verði ykkur til lukku... Ég veit, að þér verður nú ekki svo þungbært að skilja við Vestmannaeyjar.“ <br> | ||
Tíminn leið, og enginn fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli að sinni. <br> | |||
Í júnímánuði 1860 sótti presturinn á Kolfreyjustað um prestsembættið í Vestmannaeyjum. Það var séra Ólafur Indriðason, faðir Páls skálds og Jóns ritstjóra. Séra Ólafur hafði verið prestur í 39 ár, þar af aðstoðarprestur í 12 ár við þröngvan kost, sagði hann. Nú þóttist hann eiga nokkra kröfu á léttara prestakalli en Kolfreyjustað og tekjudrýgra. Þess vegna sótti hann um brauðið í Vestmannaeyjum. Hann lézt ári síðar. <br> | Í júnímánuði 1860 sótti presturinn á Kolfreyjustað um prestsembættið í Vestmannaeyjum. Það var séra Ólafur Indriðason, faðir Páls skálds og Jóns ritstjóra. Séra Ólafur hafði verið prestur í 39 ár, þar af aðstoðarprestur í 12 ár við þröngvan kost, sagði hann. Nú þóttist hann eiga nokkra kröfu á léttara prestakalli en Kolfreyjustað og tekjudrýgra. Þess vegna sótti hann um brauðið í Vestmannaeyjum. Hann lézt ári síðar. <br> | ||
Í ágústmánuði 1860 fékk séra Brynjólfur loks veitingu fyrir Ofanleitisprestakalli. <br> | Í ágústmánuði 1860 fékk séra Brynjólfur loks veitingu fyrir Ofanleitisprestakalli. <br> | ||
Veitingarbréf séra Brynjólfs var svohljóðandi: | Veitingarbréf séra Brynjólfs var svohljóðandi: | ||
Kunngjörum: að vér | Kunngjörum: að vér samkvæmt bréfi kirkju- og kennsluráðgjafans af 21. júní seinast höfum kosið og skikkað aðstoðarprest Brynjólf Jónsson til að vera prest í Vestmannaeyjum í staðinn fyrir prestinn Jón Austmann, sem er andaður. Hann skal því vera Danakonungi sem sínum rétta erfðakonungi og herra hollur og trúr og gegna embættisskyldum sínum með árvekni og kostgæfni, allt samkvæmt eiði þeim, sem hann að því unnið hefur. <br> | ||
Hann skal taka hverri þeirri breytingu fúslega, sem gjörð kann að verða við prestakall þetta. <br> | Hann skal taka hverri þeirri breytingu fúslega, sem gjörð kann að verða við prestakall þetta. <br> | ||
Prestssetrunum, með því sem þeim tilheyrir, skal nefndur prestur Brynjólfur Jónsson halda í forsvaranlegri hefð og gildi og ekki leyfa, að neitt, sem þeim fylgir eða fylgja ber, sé frá þeim numið eða með ólögum undan gangi. <br> | Prestssetrunum, með því sem þeim tilheyrir, skal nefndur prestur Brynjólfur Jónsson halda í forsvaranlegri hefð og gildi og ekki leyfa, að neitt, sem þeim fylgir eða fylgja ber, sé frá þeim numið eða með ólögum undan gangi. <br> | ||
Lína 41: | Lína 46: | ||
Séra Brynjólfur kvittaði fyrir veitingu prestakallsins með bréfi dags. 18. sept. 1860. | Séra Brynjólfur kvittaði fyrir veitingu prestakallsins með bréfi dags. 18. sept. 1860. | ||
< | <big>'''Efnahagur sóknarprestsins 1860.'''</big> | ||
Þegar prestshjónin fengu Ofanleiti til ábúðar, höfðu þau verið gift í 7 ár. Á þessum fyrstu búskaparárum sínum hafði þeim búnazt svo vel, að furðu sætir, þar sem vitað er, að aflatregða mikil var í Eyjum árin 1857—1860, og fisktíund sú, sem féll þá í hlut prestsins, nam aðeins nokkrum hluta þess, sem hún hafði verið fyrstu ár hans í sókninni. <br> | Þegar prestshjónin fengu Ofanleiti til ábúðar, höfðu þau verið gift í 7 ár. Á þessum fyrstu búskaparárum sínum hafði þeim búnazt svo vel, að furðu sætir, þar sem vitað er, að aflatregða mikil var í Eyjum árin 1857—1860, og fisktíund sú, sem féll þá í hlut prestsins, nam aðeins nokkrum hluta þess, sem hún hafði verið fyrstu ár hans í sókninni. <br> | ||
Þegar prestshjónin fluttu að Ofanleiti vorið 1861 töldust lausafjárhundruð þeirra 5,5. Til samanburðar má geta þess, að lausafjárhundruð hinna efnuðustu Eyjabúa þá voru sem hér segir: Lausafjárhundruð [[Árni Einarsson|Árna hreppstjóra Einarssonar]], hins efnaðasta bónda í Eyjum, töldust vera 6,5, [[C. Möller]]s kaupmanns 7, [[Sigurður Torfason|Sigurðar bónda Torfasonar]] og hreppstjóra á [[Búastaðir|Búastöðum]] 5 og ekkjunnar [[Kristín Einarsdóttir | Þegar prestshjónin fluttu að Ofanleiti vorið 1861 töldust lausafjárhundruð þeirra 5,5. Til samanburðar má geta þess, að lausafjárhundruð hinna efnuðustu Eyjabúa þá voru sem hér segir: Lausafjárhundruð [[Árni Einarsson (Vilborgarstöðum)|Árna hreppstjóra Einarssonar]], hins efnaðasta bónda í Eyjum, töldust vera 6,5, [[Carl Ludvig Möller|C. Möller]]s kaupmanns 7, [[Sigurður Torfason (hreppstjóri)|Sigurðar bónda Torfasonar]] og hreppstjóra á [[Búastaðir|Búastöðum]] 5 og ekkjunnar [[Kristín Einarsdóttir (Nýjabæ)|Kristínar Einarsdóttur]] að [[Nýibær|Nýjabæ]] einnig 5. <br> | ||
Árið 1860 var öll tíundarskýrsla prestshjónanna sem hér | Árið 1860 var öll tíundarskýrsla prestshjónanna sem hér | ||
Lína 78: | Lína 84: | ||
|Lausafjárhundruð|| 5,5 | |Lausafjárhundruð|| 5,5 | ||
|} | |} | ||
Þá áttu hjónin 3 börn: [[Rósa Brynjólfsdóttir|Rósu]], [[Jónína Brynjólfsdóttir|Jónínu]] og [[Gísli Brynjólfsson læknir|Gísla]] á 1. ári. Heimilisfólk þeirra að öðru leyti var þá 2 vinnumenn og 4 vinnukonur og svo 2 tökubörn, 8 ára og 4 ára, munaðarleysingjar, sem prestshjónin aumkuðu sig yfir. <br> | Þá áttu hjónin 3 börn: [[Rósa Brynjólfsdóttir (Ofanleiti)|Rósu]], [[Jónína K.N. Brynjólfsdóttir (Löndum)|Jónínu]] og [[Gísli Brynjólfsson læknir|Gísla]] á 1. ári. Heimilisfólk þeirra að öðru leyti var þá 2 vinnumenn og 4 vinnukonur og svo 2 tökubörn, 8 ára og 4 ára, munaðarleysingjar, sem prestshjónin aumkuðu sig yfir. <br> | ||
Jarðirnar 7 eru hinar 4 ábúðarjarðir á Ofanleiti, 32,3 hundruð að dýrleika, og þrjár prestsjarðirnar á Kirkjubæ, allar 18.7 hundruð að dýrleika. Þær leigði prestur sér til tekna, eftir að hann tók að búa á Ofanleiti. <br> | Jarðirnar 7 eru hinar 4 ábúðarjarðir á Ofanleiti, 32,3 hundruð að dýrleika, og þrjár prestsjarðirnar á Kirkjubæ, allar 18.7 hundruð að dýrleika. Þær leigði prestur sér til tekna, eftir að hann tók að búa á Ofanleiti. <br> | ||
< | <big>'''Þingmaður Vestmannaeyinga 1859 og 1863.'''</big> | ||
[[Mynd: 1963 b 26.jpg|left|thumb|600px]] | [[Mynd: 1963 b 26.jpg|left|thumb|600px]] | ||
Lína 96: | Lína 103: | ||
Ekki hafði prestur lengi dvalizt syðra, er hann náði tali af Trampe greifa og stiptamtmanni og ræddi við þá um veitingu prestsembættisins í Eyjum. Þá höfðu tveir menn sótt um það á móti séra Brynjólfi, „Guðjohnsen og Briem,“ líklega báðir aðeins munnlega að svo stöddu. Taldi „greifi“ víst, að hann hefði veitt séra Brynjólfi brauðið, ef Guðjohnsen hefði ekki sótt um það. <br> | Ekki hafði prestur lengi dvalizt syðra, er hann náði tali af Trampe greifa og stiptamtmanni og ræddi við þá um veitingu prestsembættisins í Eyjum. Þá höfðu tveir menn sótt um það á móti séra Brynjólfi, „Guðjohnsen og Briem,“ líklega báðir aðeins munnlega að svo stöddu. Taldi „greifi“ víst, að hann hefði veitt séra Brynjólfi brauðið, ef Guðjohnsen hefði ekki sótt um það. <br> | ||
Séra Brynjólfur hafði ánægju af þingsetunni fyrst í stað þetta sumar. En hún hvarf, þegar á leið. Prestur var kosinn ritari þingsins með Páli Melsted sýslumanni. <br> | Séra Brynjólfur hafði ánægju af þingsetunni fyrst í stað þetta sumar. En hún hvarf, þegar á leið. Prestur var kosinn ritari þingsins með Páli Melsted sýslumanni. <br> | ||
Líkindi eru til þess, að hinn harðsvíraði forstöðumaður dönsku konungsverzlunarinnar í Vestmannaeyjum á ofanverðri 16. öld og einvaldur þar um flest, [[Simon Surbeck]], hafi svipt bændur þar rekaréttindum eins og hann svipti þá ínytjum af Yztakletti og afhenti þær sýslumannsembættinu í Eyjum. Eftir þetta gjörræði danska einvaldsins um rekann, höfðu bændur einungis sama rétt og aðrir, sem í Eyjum dvöldust um lengri eða skemmri tíma, til að hirða rekavið við strönd og í fjörum, tilkynna rekann sýslumanni innan 12 tíma og fá síðan bjarglaun af rekafundinum, þegar uppboð var haldið á viðnum til tekna vissum konungssjóði, hinum svokallaða jarðabótasjóði. Þessi bjarglaun námu 1/3 af andvirði óunnins viðar, sem var minnst 3 álnir á lengd og allt að 1/2 af sölugjaldinu, væri um unninn við að ræða. <br> | Líkindi eru til þess, að hinn harðsvíraði forstöðumaður dönsku konungsverzlunarinnar í Vestmannaeyjum á ofanverðri 16. öld og einvaldur þar um flest, [[Simon Surbeck]], hafi svipt bændur þar rekaréttindum eins og hann svipti þá ínytjum af [[Ystiklettur|Yztakletti]] og afhenti þær sýslumannsembættinu í Eyjum. Eftir þetta gjörræði danska einvaldsins um rekann, höfðu bændur einungis sama rétt og aðrir, sem í Eyjum dvöldust um lengri eða skemmri tíma, til að hirða rekavið við strönd og í fjörum, tilkynna rekann sýslumanni innan 12 tíma og fá síðan bjarglaun af rekafundinum, þegar uppboð var haldið á viðnum til tekna vissum konungssjóði, hinum svokallaða jarðabótasjóði. Þessi bjarglaun námu 1/3 af andvirði óunnins viðar, sem var minnst 3 álnir á lengd og allt að 1/2 af sölugjaldinu, væri um unninn við að ræða. <br> | ||
Í fjárskortinum og tekjuleysinu, fátæktinni og allsleysinu skapaðist kapphlaup um rekafundinn. Sá hlaut happið, sem gat bjargað tré á land eða fann það á reki eða fast í fjöru. Þetta gilti jafnt tómthúsmenn, bændur og búalið eða aðkomumenn, t.d. á vertíðum. Hinir aðsætnustu og kappmestu báru því mest úr býtum um þessi bjarglaun, eins og þau voru kölluð, eða „leiguliðagagn“ áður fyrr. Ekki biðu menn þá alltaf eftir því, að stórtré festust í fjöru, heldur óðu út í sjóinn eftir þeim eða reyndu að klófesta þau við klappir og sker. Þá kom það fyrir oftar en einu sinni, að slys hlutust af, alda tók mennina, færði þá í kaf, svo að þeir drukknuðu. Verður vikið að einu slíku slysi síðar, af því að það snart prestsheimilið að Ofanleiti. <br> | Í fjárskortinum og tekjuleysinu, fátæktinni og allsleysinu skapaðist kapphlaup um rekafundinn. Sá hlaut happið, sem gat bjargað tré á land eða fann það á reki eða fast í fjöru. Þetta gilti jafnt tómthúsmenn, bændur og búalið eða aðkomumenn, t.d. á vertíðum. Hinir aðsætnustu og kappmestu báru því mest úr býtum um þessi bjarglaun, eins og þau voru kölluð, eða „leiguliðagagn“ áður fyrr. Ekki biðu menn þá alltaf eftir því, að stórtré festust í fjöru, heldur óðu út í sjóinn eftir þeim eða reyndu að klófesta þau við klappir og sker. Þá kom það fyrir oftar en einu sinni, að slys hlutust af, alda tók mennina, færði þá í kaf, svo að þeir drukknuðu. Verður vikið að einu slíku slysi síðar, af því að það snart prestsheimilið að Ofanleiti. <br> | ||
Þegar séra Brynjólfur fór til þings sumarið 1859, hafði hann með sér „bænarskrá“ frá bændum í Eyjum þess efnis, að engum öðrum en jarðabændum skyldi heimilt að hirða þar leiguliðagjald eða heimta bjarglaun fyrir stærri tré, er þar rækju. Skipta skyldi rekafjörum eða -stöðum í Eyjum milli jarða að réttri tiltölu við stærð þeirra, þannig að hver jörð eða jarðatorfa hefði sitt afmarkaða rekasvæði. <br> | Þegar séra Brynjólfur fór til þings sumarið 1859, hafði hann með sér „bænarskrá“ frá bændum í Eyjum þess efnis, að engum öðrum en jarðabændum skyldi heimilt að hirða þar leiguliðagjald eða heimta bjarglaun fyrir stærri tré, er þar rækju. Skipta skyldi rekafjörum eða -stöðum í Eyjum milli jarða að réttri tiltölu við stærð þeirra, þannig að hver jörð eða jarðatorfa hefði sitt afmarkaða rekasvæði. <br> | ||
Lína 118: | Lína 125: | ||
Festugjald til konungs skyldi með öllu afnumið eftir beiðni Eyjabúa. <br> | Festugjald til konungs skyldi með öllu afnumið eftir beiðni Eyjabúa. <br> | ||
Hinn konungkjörni þingmaður, Jón yfirdómari Pétursson, lýsti þegar yfir því, að hann væri því mótfallinn að afnema festugjaldið. Tveir þingmenn studdu dyggilega þetta mál séra Brynjólfs, þeir Indriði Gíslason hreppstjóri, þingmaður Dalamanna, og Páll Sigurðsson í Árkvörn. Þeir vildu afnema festugjaldið, mútuna. <br> | Hinn konungkjörni þingmaður, Jón yfirdómari Pétursson, lýsti þegar yfir því, að hann væri því mótfallinn að afnema festugjaldið. Tveir þingmenn studdu dyggilega þetta mál séra Brynjólfs, þeir Indriði Gíslason hreppstjóri, þingmaður Dalamanna, og Páll Sigurðsson í Árkvörn. Þeir vildu afnema festugjaldið, mútuna. <br> | ||
Máli þessu lyktaði þannig, að festugjaldið var afnumið. Lífstíðarábúðin skyldi einnig ná til ekkna, þó að þær giftust aftur, og síðari maður halda ábúðarréttindum „væru þeir | Máli þessu lyktaði þannig, að festugjaldið var afnumið. Lífstíðarábúðin skyldi einnig ná til ekkna, þó að þær giftust aftur, og síðari maður halda ábúðarréttindum „væru þeir efnilegir,“ eins og Jón Pétursson yfirdómari orðaði viðaukatillögu sína, sem var samþykkt. Hins vegar fékkst ekki samþykki þingsins fyrir því, að sveitarstjórn yrði höfð í ráðum um byggingu jarðanna. <br> | ||
Alþingi var þá haldið annað hvort ár. <br> | Alþingi var þá haldið annað hvort ár. <br> | ||
Meðan á þingsetu stóð 1859 fékk séra Brynjólfur séra Björn prest í Stóradal undir Eyjafjöllum til þess að gegna fyrir sig og þjóna prestsembættinu í Eyjum. <br> | Meðan á þingsetu stóð 1859 fékk séra Brynjólfur séra Björn prest í Stóradal undir Eyjafjöllum til þess að gegna fyrir sig og þjóna prestsembættinu í Eyjum. <br> | ||
Lína 133: | Lína 140: | ||
Bréf séra Brynjólfs frá þessum þingtímum til frú Ragnheiðar konu hans bera honum vitni, votta ást og umhyggjusemi, ræktarsemi og heimilistryggð. Prestur skrifar konu sinni á tveggja til fimm daga fresti. Bréf þau, sem ég hefi séð frá þessu þingsetuskeiði, eru dagsett 27., 28. og 30. júní, 4. og 9. júlí sumarið 1859, meðan hann sat á þingi. <br> | Bréf séra Brynjólfs frá þessum þingtímum til frú Ragnheiðar konu hans bera honum vitni, votta ást og umhyggjusemi, ræktarsemi og heimilistryggð. Prestur skrifar konu sinni á tveggja til fimm daga fresti. Bréf þau, sem ég hefi séð frá þessu þingsetuskeiði, eru dagsett 27., 28. og 30. júní, 4. og 9. júlí sumarið 1859, meðan hann sat á þingi. <br> | ||
[[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, III.|III.]] | [[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, III.|III. hluti]] | ||
[[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, I.|Til baka]] | [[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, I.|Til baka]] | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 29. desember 2014 kl. 17:37
Sótt um prestakallið,
og það veitt.
Þegar eftir að séra Brynjólfur hafði jarðsungið séra Jón Austmann, lagði hann drög að því að verða skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Hann minnir þá stiptyfirvöldin á loforð þeirra, er hann var skipaður í kapellánsstöðuna fyrir 6 árum. Þeirri málaleitan prestsins var ekki sinnt að sinni, en með bréfi frá prófasti dags. 6. okt. um haustið (1858) var prestur beðinn að þjóna prestakallinu, „þar til það verður veitt eða sá, sem það fær, sjálfur getur þjónað því,“ eins og þar stóð.
Gísli Konráðsson fræðaþulur segir í ritum sínum, að séra Brynjólfi Jónssyni hafi „eftir langt þóf verið veitt Vestmannaeyjabrauð 1860.“ Þetta er rétt. Eftir 2 ár frá dauða séra Jóns Austmanns hlaut séra Brynjólfur loks veitingu fyrir prestakallinu eftir mikið þóf og miklar vangaveltur yfirvaldanna. Þá hafði ýmislegt á daga séra Brynjólfs drifið, svo sem það að vera þingmaður Eyjabúa sumarið 1859.
Haustið 1859 er þess getið í blaðinu Þjóðólfi, að komið hafi til mála hjá yfirvöldum landsins að skipta aftur prestakallinu í Eyjum eða hafa þar fastan aðstoðarprest. Annað þótti naumast gjörlegt sökum einangrunarinnar.
Þegar séra Brynjólfur fékk vitneskju um þessa hugmynd yfirvaldanna, skrifaði hann þeim um embættisveitinguna og sótti um að verða skipaður sóknarprestur og fá jarðirnar að Ofanleiti til ábúðar, og þá með aðstoðarprest, ,,ef hann álízt nauðsynlegur.“
Séra Brynjólfur kveið fyrir því að þurfa að flytja burt úr Vestmannaeyjum sökum hinna erfiðu samgangna milli lands og Eyja. Eitt glöggt dæmi um örðugleika þá, sem þær ollu, hefi ég rekizt á í heimildum. Það er bréf biskups, herra Helga G. Thordersen, til séra Brynjólfs dags. 15. sept. 1853, eða árið eftir að hann fluttist til Eyja.
Biskup tjáir presti, að góðhjartaður maður í Reykjavík, sem ekki óskar að láta nafns síns getið, hafi gefið 20 eintök af hinum nýútkomnu Helgidagaprédikunum Árna stiptprófasts í Görðum til „guðræknisiðkunar innan Vestmannaeyjakirkjusafnaðar.“ Vegna þess hve sjaldgæfar áreiðanlegar ferðir væru austur í Vestmannaeyjar frá Reykjavík, tók biskup það ráð að senda bækurnar til Kaupmannahafnar um haustið með verzlunarskipi og biðja þar „áreiðanlegan mann að senda þær með verzlunarskipi til Vestmannaeyja næsta vor í lokuðum kassa með fullri utanáskrift til yðar æruverðugheita.“ Á næsta ári kvittar síðan prestur fyrir bókunum.
Vestmannaeyjaprestakall var talið eitt tekjuhæsta brauð landsins þegar vel aflaðist og fisktíundin heimtist vel og affallalítið. Jafnframt fisktíundinni hafði sóknarpresturinn ábúð á Ofanleitisjörðunum fjórum með öllum ínytjum, sem þeim fylgdu.
Þær voru þessar:
Helmingur eggja- og fuglatekju í Bjarnarey, sem er ein af fengsælustu úteyjum Vestmannaeyja. Þar átti prestssetrið einnig beitirétt handa 64 fullorðnum kindum. Þá fylgdu Ofanleitisjörðunum hálfar sömu ínytjar af Smáeyjum og hálf eggja- og fuglatekja í Ofanleitishamri. Einnig beitiland á Heimaey í réttum hlutföllum við jarðnæði prestsins eða alls 48 kinda beit. Í Smáeyjum átti prestssetrið beit handa 8 lömbum til jafns við 4 bændur á jörðunum í grennd Ofanleitis.
Þetta þóf um veitingu prestsembættisins í Vestmannaeyjum eftir fráfall séra Jóns Austmanns stóð í 2 ár.
Séra Brynjólfi var það ljóst, að tveir menn sóttu fast um tíma að fá prestakallið. Þeir voru báðir fyrrverandi skrifarar stiptamtsmannsins og þóttust því eiga innangengt að yfirvaldinu, sem var þeim báðum vinveitt. Annar þessara mótherja var Eggert Ól. Briem, sýslumaður, sonur Gunnlaugs Briem sýslumanns að Grund í Eyjafirði og víðar. Eggert Briem var lögfræðingur að menntun. Hafði verið skrifari stiptamtmanns (1840—1842) eftir að hann lauk prófi. Síðan sýslumaður í Rangárvallasýslu 1843, í Ísafjarðarsýslu 1844 og í Vaðlaþingi 1848. Loks fékk hann aftur veitingu fyrir Rangárvallasýslu 1858, en settist þar ekki að, því að þá fékk hann allt í einu hug til prestsembættisins í Vestmannaeyjum við fráfall séra Jóns Austmanns.
Sökum óstöðuglyndis síns og rótleysis hafði Eggert sýslumaður tapað tiltrú yfirvaldanna. Eftir að séra Brynjólfur hafði loks fengið veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli, sótti Eggert Briem um Hegraþing í Skagafirði og varð þar sýslumaður 1861. Síðast sýslumaður í Húnaþingi 1876.
Hinn maðurinn, sem sótti fast að fá Vestmannaeyjaprestakall við dauða séra Jóns Austmanns, var Pétur Guðjohnsen, söngkennari í Reykjavík. Hann var lærður vel í söngfræði, stúdent frá Bessastaðaskóla 1835 og hafði lokið dönsku kennaraskólaprófi. Hafði verið skrifari stiftamtmanns um árabil. Hann hafði verið söngkennari í Reykjavík við barnaskólann þar 1840—1848. Við Prestaskólann hafði hann einnig kennt söng um 9 ára skeið, er hann nú sóttist eftir að fá hið feita prestsbrauð í Vestmannaeyjum, enda munu tekjur hans hafa verið í lægra lagi í Reykjavík, störfin snapkennd og lítið fyrir þau greitt, en mörg börn á framfæri (Guðjohnsenshjónin eignuðust a.m.k. 11 börn).
Séra Brynjólfur kannaði þessi mál og hug yfirvaldsins til sín, er hann kom til Reykjavíkur til þingsetu sumarið 1859. Í bréfi til konu sinnar, frú Ragnheiðar, dags. 30. júní, segist prestur hafa heimsótt „greifa“ og rætt við hann um embættisveitinguna. Yfirvaldið lét á sér heyra, að Guðjohnsen mundi fá prestakallið. Hefði hann hinsvegar ekki sótt um það, lét „greifinn“ á sér skilja, að séra Brynjólfur hefði orðið fyrir valinu fremur en Briem.
Og 9. júlí um sumarið skrifar séra Brynjólfur konu sinni og minnist á embættisveitinguna. Enn er óútkljáð með brauðið, segir hann, því að „það er utanlands og kemur máske ekki fyrr en í haust.“
Í bréfi til frú Ragnheiðar að Ofanleiti, dags. 13. febr. 1859 skrifar móðir hennar, frú Sigríður Benediktsdóttir, á þessa leið um veitingu brauðsins:
„Það fellur oftast svo, að þegar þeir gömlu prestar burt kallast, mega þeirra aðstoðarmenn hrekjast eins og strá fyrir straumi. Ég vona að fá að sjá það í blöðunum, hvar maður þinn fær brauð... Guð gefi það verði ykkur til lukku... Ég veit, að þér verður nú ekki svo þungbært að skilja við Vestmannaeyjar.“
Tíminn leið, og enginn fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjaprestakalli að sinni.
Í júnímánuði 1860 sótti presturinn á Kolfreyjustað um prestsembættið í Vestmannaeyjum. Það var séra Ólafur Indriðason, faðir Páls skálds og Jóns ritstjóra. Séra Ólafur hafði verið prestur í 39 ár, þar af aðstoðarprestur í 12 ár við þröngvan kost, sagði hann. Nú þóttist hann eiga nokkra kröfu á léttara prestakalli en Kolfreyjustað og tekjudrýgra. Þess vegna sótti hann um brauðið í Vestmannaeyjum. Hann lézt ári síðar.
Í ágústmánuði 1860 fékk séra Brynjólfur loks veitingu fyrir Ofanleitisprestakalli.
Veitingarbréf séra Brynjólfs var svohljóðandi:
Kunngjörum: að vér samkvæmt bréfi kirkju- og kennsluráðgjafans af 21. júní seinast höfum kosið og skikkað aðstoðarprest Brynjólf Jónsson til að vera prest í Vestmannaeyjum í staðinn fyrir prestinn Jón Austmann, sem er andaður. Hann skal því vera Danakonungi sem sínum rétta erfðakonungi og herra hollur og trúr og gegna embættisskyldum sínum með árvekni og kostgæfni, allt samkvæmt eiði þeim, sem hann að því unnið hefur.
Hann skal taka hverri þeirri breytingu fúslega, sem gjörð kann að verða við prestakall þetta.
Prestssetrunum, með því sem þeim tilheyrir, skal nefndur prestur Brynjólfur Jónsson halda í forsvaranlegri hefð og gildi og ekki leyfa, að neitt, sem þeim fylgir eða fylgja ber, sé frá þeim numið eða með ólögum undan gangi.
- Ísl. Stiptamthúsi og skrifstofu Biskups 3. ágúst 1860.
- Th. Jónasson -- H.G. Thordarsen
- Th. Jónasson -- H.G. Thordarsen
Veitingarbréf handa Brynjólfi presti Jónssyni fyrir Vestmannaeyjaprestakalli.
Séra Brynjólfur kvittaði fyrir veitingu prestakallsins með bréfi dags. 18. sept. 1860.
Efnahagur sóknarprestsins 1860.
Þegar prestshjónin fengu Ofanleiti til ábúðar, höfðu þau verið gift í 7 ár. Á þessum fyrstu búskaparárum sínum hafði þeim búnazt svo vel, að furðu sætir, þar sem vitað er, að aflatregða mikil var í Eyjum árin 1857—1860, og fisktíund sú, sem féll þá í hlut prestsins, nam aðeins nokkrum hluta þess, sem hún hafði verið fyrstu ár hans í sókninni.
Þegar prestshjónin fluttu að Ofanleiti vorið 1861 töldust lausafjárhundruð þeirra 5,5. Til samanburðar má geta þess, að lausafjárhundruð hinna efnuðustu Eyjabúa þá voru sem hér segir: Lausafjárhundruð Árna hreppstjóra Einarssonar, hins efnaðasta bónda í Eyjum, töldust vera 6,5, C. Möllers kaupmanns 7, Sigurðar bónda Torfasonar og hreppstjóra á Búastöðum 5 og ekkjunnar Kristínar Einarsdóttur að Nýjabæ einnig 5.
Árið 1860 var öll tíundarskýrsla prestshjónanna sem hér
segir:
Heilar og hálfar jarðir | 7 |
Kýr | 2 |
Ær með lömbum | 5 |
Lömb | 5 |
Tvævetlur og eldri | 1 |
Ær, eins árs gamlar | 7 |
Hestar | 2 |
Verkfæri | 2 |
Tveggja manna far | 1/3 |
Tala kálgarða | 3 |
Túngarðar í föðmuni | 180 |
Heimilisfólk | 11 |
Húsfólk | 2 |
Lausafjárhundruð | 5,5 |
Þá áttu hjónin 3 börn: Rósu, Jónínu og Gísla á 1. ári. Heimilisfólk þeirra að öðru leyti var þá 2 vinnumenn og 4 vinnukonur og svo 2 tökubörn, 8 ára og 4 ára, munaðarleysingjar, sem prestshjónin aumkuðu sig yfir.
Jarðirnar 7 eru hinar 4 ábúðarjarðir á Ofanleiti, 32,3 hundruð að dýrleika, og þrjár prestsjarðirnar á Kirkjubæ, allar 18.7 hundruð að dýrleika. Þær leigði prestur sér til tekna, eftir að hann tók að búa á Ofanleiti.
Þingmaður Vestmannaeyinga 1859 og 1863.
Séra Brynjólfur Jónsson, sóknarprestur, skeleggasti hvatamaður að stofnun barnaskóla í Vestmannaeyjum haustið 1880.
Árið 1859 kjöru Vestmannaeyingar sér Brynjólf Jónsson alþingismann sinn. Kjörbréf presti til handa er dags. 22. júní 1859. Hann var fyrsti fulltrúi Vestmannaeyinga á Alþingi eftir 1851. Síðari hluta júnímánaðar fór séra Brynjólfur til þings, sem þá hófst 1. júlí. Prestur var fluttur upp í Landeyjasand. Þaðan fór hann að Ljótarstöðum. Þangað kom Skúli læknir Thorarensen á Móheiðarhvoli, bróðir Bjarna skálds, og fylgdi presti upp að Odda á Rangárvöllum, þar sem prófasturinn sat, séra Ásmundur Jónsson. Þangað var erindinu heitið öðrum þræði til þess að ræða við prófast um veitingu brauðsins í Eyjum.
Fór vel á með þeim presti og prófasti, og urðu fundir þeirra hinir ánægjulegustu, enda þótt prófastur réði litlu eða engu um veitingu prestsembættisins. Sú stöðuveiting var algjörlega í hendi stjórnarvaldanna.
Frá Odda hélt prestur síðan til Reykjavíkur. Hann hreppti stórviðri á Hellisheiði en komst þó klakklaust suður. Í Reykjavík fékk hann inni hjá Kristínu Jónsdóttur, mágkonu sinni, sem áður er getið og gift var Jóni Ólafssyni verzlunarmanni í Finnbogabæ í Reykjavík. Fæði keypti prestur hinsvegar hjá frú Christjönu Zöega.
Ekki hafði prestur lengi dvalizt syðra, er hann náði tali af Trampe greifa og stiptamtmanni og ræddi við þá um veitingu prestsembættisins í Eyjum. Þá höfðu tveir menn sótt um það á móti séra Brynjólfi, „Guðjohnsen og Briem,“ líklega báðir aðeins munnlega að svo stöddu. Taldi „greifi“ víst, að hann hefði veitt séra Brynjólfi brauðið, ef Guðjohnsen hefði ekki sótt um það.
Séra Brynjólfur hafði ánægju af þingsetunni fyrst í stað þetta sumar. En hún hvarf, þegar á leið. Prestur var kosinn ritari þingsins með Páli Melsted sýslumanni.
Líkindi eru til þess, að hinn harðsvíraði forstöðumaður dönsku konungsverzlunarinnar í Vestmannaeyjum á ofanverðri 16. öld og einvaldur þar um flest, Simon Surbeck, hafi svipt bændur þar rekaréttindum eins og hann svipti þá ínytjum af Yztakletti og afhenti þær sýslumannsembættinu í Eyjum. Eftir þetta gjörræði danska einvaldsins um rekann, höfðu bændur einungis sama rétt og aðrir, sem í Eyjum dvöldust um lengri eða skemmri tíma, til að hirða rekavið við strönd og í fjörum, tilkynna rekann sýslumanni innan 12 tíma og fá síðan bjarglaun af rekafundinum, þegar uppboð var haldið á viðnum til tekna vissum konungssjóði, hinum svokallaða jarðabótasjóði. Þessi bjarglaun námu 1/3 af andvirði óunnins viðar, sem var minnst 3 álnir á lengd og allt að 1/2 af sölugjaldinu, væri um unninn við að ræða.
Í fjárskortinum og tekjuleysinu, fátæktinni og allsleysinu skapaðist kapphlaup um rekafundinn. Sá hlaut happið, sem gat bjargað tré á land eða fann það á reki eða fast í fjöru. Þetta gilti jafnt tómthúsmenn, bændur og búalið eða aðkomumenn, t.d. á vertíðum. Hinir aðsætnustu og kappmestu báru því mest úr býtum um þessi bjarglaun, eins og þau voru kölluð, eða „leiguliðagagn“ áður fyrr. Ekki biðu menn þá alltaf eftir því, að stórtré festust í fjöru, heldur óðu út í sjóinn eftir þeim eða reyndu að klófesta þau við klappir og sker. Þá kom það fyrir oftar en einu sinni, að slys hlutust af, alda tók mennina, færði þá í kaf, svo að þeir drukknuðu. Verður vikið að einu slíku slysi síðar, af því að það snart prestsheimilið að Ofanleiti.
Þegar séra Brynjólfur fór til þings sumarið 1859, hafði hann með sér „bænarskrá“ frá bændum í Eyjum þess efnis, að engum öðrum en jarðabændum skyldi heimilt að hirða þar leiguliðagjald eða heimta bjarglaun fyrir stærri tré, er þar rækju. Skipta skyldi rekafjörum eða -stöðum í Eyjum milli jarða að réttri tiltölu við stærð þeirra, þannig að hver jörð eða jarðatorfa hefði sitt afmarkaða rekasvæði.
Bænarskrá þessi var dagsett 13. júní 1859, og undir hana skrifuðu 27 bændur.
Alþingi kaus nefnd í málið, þá séra Brynjólf (17 atkv.), Pál bónda Sigurðsson frá Árkvörn (12 atkv.) og Jón Pétursson yfirdómara (9 atkv.).
Þessu máli lyktaði þannig, að Alþingi ályktaði, að bændur í Eyjum skyldu einir hafa rétt til bjarglauna eða leiguliðagjalds. Sú ályktun Alþingis var send til stifts- og Suðuramtsins með bréfi dags. 26. maí 1860. Sem vitað er, þá hafði Alþingi á þeim tímum ekkert framkvæmdavald. Amtsráðið dró að framkvæma þessa ályktun Alþingis aðeins um einn ríflegan aldarþriðjung. Loks árið 1896 var rekastöðum í Eyjum skipt milli jarðanna þar. Þangfjörum þá einnig, og skyldu tómthúsmenn hafa þar jafnan rétt og jarðabændur.
Aðra „bænarskrá“ frá Eyjamönnum flutti séra Brynjólfur Alþingi sumarið 1859. Hún fjallaði um takmörkun á innflutningi áfengra drykkja. Vikið er að því á öðrum stað í skrifum þessum, hversu áfengisneyzla Eyjamanna var um þessar mundir mjög fram úr hófi. Danski selstöðukaupmaðurinn gerði allt, sem í hans valdi stóð og aðstaða hans leyfði til þess að halda áfenginu að Eyjabúum.
Daglega, ef tök voru á, stóðu menn í hóp utan við búðarborð selstöðukaupmannsins, keyptu áfengi í stærri eða minni skömmtum og neyttu þess þar, skröfuðu svo og skeggræddu um „landsins gagn og nauðsynjar“, yfir glasi eða flösku, þar til lokað var búð, þegar langt var liðið á kvöldið. Þá voru margir svo ósjálfbjarga að hjálpa varð þeim heim í svefninn. Næsta dag kvaldist svo bóndinn og búaliðinn eða tómthúsmaðurinn af „þynnku“ og annarri vanlíðan sökum ölvunarinnar. Var þá aftur freistazt til að „slökkva eldinn“ við búðarborðið. Þannig varð vinnuviljinn og vinnuaflið að engu, fátæktin og framtaksleysið alls ráðandi.
Þetta þótti þó ekki selstöðukaupmanninum nóg. Næstu daga fyrir hverja stórhátíð, sérstaklega jólin og nýjársdag, efndi selstöðukaupmaðurinn til sérstaks „brennivínsmarkaðar“. Þá lét hann þjóna sína opna sérstaka brennivínsbúð, þar sem selt var áfengi eingöngu. Þá lágu Eyjabúar í áfengisneyzlu dag eftir dag og nótt eftir nótt. Skreiddust síðan ofurölvi til kirkju á sjálfum hátíðisdögunum, því að gjalda skyldi drottni sitt, hvað sem öðru liði, og trufluðu messuna eða guðsþjónustuna með drykkjuröfli og látum, svo að hneyksli vakti í söfnuðinum.
Þegar séra Brynjólfur flutti Alþingi þessa bænaskrá Eyjamanna, færði hann fram rök fyrir málinu. Hann benti á, að ekki alllítill hluti hinna smáu tekna þjóðarinnar hyrfu í hít áfengisneyzlunnar. Hann hélt því fram, að Íslendingar keyptu áfengi fyrir upphæðir, sem myndu nægja til þess að bæta landsmönnum þann skaða, sem þeir til þess tíma hefðu haft af fjárkláðanum og annarri óáran. Þannig hefði þjóðin staðið jafnrétt eftir, hvað sem á hefði dunið, ef kaupmenn hefðu í stað áfengra drykkja fært henni matvörur og aðrar nauðsynjar fyrir sem svaraði andvirði áfengu drykkjanna. Í bænarskrá Eyjamanna sagði orðrétt: ,,Út af þessu leyfum vér oss að snúa oss til hins heiðraða Alþingis og beiðast þess, að þetta málefni, sem allt vort land má svo miklu varða, megi verða tekið til umræðu og yfirvegunar og um það send þegnleg bænaskrá til hans hátignar konungsins, að aðflutningur áfengra drykkja hingað til landsins verði takmarkaður þannig, að andvirði þeirra ekki nemi meira en 5 ríkisdölum móti hverjum 100 rd. í kornvörum, sem til landsins verða fluttar.“
Bænarskrá þessi var dags. sama dag og hin, eða 13. júní um sumarið. Hún var undirrituð af 25 Eyjamönnum, mörgum þeirra málsmetandi þar.
Þegar hér var komið áhugamálum séra Brynjólfs Jónssonar á Alþingi Íslendinga og málflutningi hans, tók að kárna gaman hans á þinginu. Ekki einn einasti þingmaður tók undir þennan málstað prestsins. Allir, sem til máls tóku, mæltu á móti bænarskránni og vildu ekki svo mikið sem láta nefnd fjalla um málið. Harðskeyttastir gegn málinu voru þeir Halldór Kr. Friðriksson kennari og Arnljótur Ólafsson, þingmaður Borgfirðinga, síðar prestur á Bægisá og svo Sauðanesi.
Eftir þessa meðferð þingsins á hjartans máli séra Brynjólfs Jónssonar er sem ánægja hans af þingsetunni dvíni mjög og áhugi hans á þingmálum fari æ minnkandi. Þó flutti hann eitt mál enn, sem varðaði hag Eyjamanna og jarðanot. Það fjallaði um svokallaðar festur eða festugjafir, sem var sérstakt gjald í konungssjóð til þess að öðlast ábúð jarðar í Eyjum.
Hver amlóði gat þar skákað dugnaðarmanninum og hlotið ábúð á jörð, ef hann gat greitt nægilega hátt festugjald umboðsmanni konungs, þ.e. mútað honum með peningum. Dæmi voru þess, að festurnar eða festugjafir þessar næmu allt að 90 ríkisdölum. Menn buðu í jarðirnar á þennan hátt og sá hlaut hnossið, sem hæst bauð, án tillits til alls annars. Talið er, að greiðsla þessa festugjalds hefjist í Vestmannaeyjum rétt fyrir 1840. Hið árlega afgjald jarðanna gat líka verið svo hátt, að ekki væru tök á að rísa undir því.
Séra Brynjólfur bar upp á Alþingi sumarið 1859 beiðni þess efnis, að Alþingi hlutaðist til um það við hans hátign,
1. „að afgjöld af jörðum í Vestmannaeyjum verði ekki hærri en 10—20 ríkisdalir fyrir hverja jörð eftir jarðargæðum.
2. að ábúðarréttur, sem ekkjur áður hafa haft, meðan þær ekki giftast á ný, gildi fyrir lífstíð þeirra, hvort sem þær giftast eða ekki.
3. að engin jörð sé svo byggð af hinum konunglega umboðshaldara, að sveitarstjórn sé ekki tekin til ráðuneytis.“
Þriðja ákvæðið miðaði að því að hindra, að umboðshaldari konungs, er alltaf var sýslumaðurinn og oft danskur maður, sem enga eða litla þekkingu hafði á mönnum og málefnum í byggðarlaginu, byggði jarðirnar vandræðamönnum eða amlóðum, ef þeir aðeins gátu greitt honum hátt festugjald í konungssjóð. Sveitarstjórninni var ætlað að hindra það.
Festugjald til konungs skyldi með öllu afnumið eftir beiðni Eyjabúa.
Hinn konungkjörni þingmaður, Jón yfirdómari Pétursson, lýsti þegar yfir því, að hann væri því mótfallinn að afnema festugjaldið. Tveir þingmenn studdu dyggilega þetta mál séra Brynjólfs, þeir Indriði Gíslason hreppstjóri, þingmaður Dalamanna, og Páll Sigurðsson í Árkvörn. Þeir vildu afnema festugjaldið, mútuna.
Máli þessu lyktaði þannig, að festugjaldið var afnumið. Lífstíðarábúðin skyldi einnig ná til ekkna, þó að þær giftust aftur, og síðari maður halda ábúðarréttindum „væru þeir efnilegir,“ eins og Jón Pétursson yfirdómari orðaði viðaukatillögu sína, sem var samþykkt. Hins vegar fékkst ekki samþykki þingsins fyrir því, að sveitarstjórn yrði höfð í ráðum um byggingu jarðanna.
Alþingi var þá haldið annað hvort ár.
Meðan á þingsetu stóð 1859 fékk séra Brynjólfur séra Björn prest í Stóradal undir Eyjafjöllum til þess að gegna fyrir sig og þjóna prestsembættinu í Eyjum.
Séra Björn mun þá hafa verið á milli sókna. Hann fékk Miðdal árið eftir, eða 1860.
Maður að nafni Jón Þorkelsson stundaði heyskapinn að Ofanleiti fyrir prest, meðan hann sat á þingi, og rækti fyrir hann ínytjar prestsjarðanna eða lét gera það.
Í bréfi til konu sinnar 9. júlí, biður prestur frú Ragnheiði að hafa auga með „brennu í landi“, svo að hún fylgdist með, þegar prestur er kominn af þingi austur í Landeyjar. Óskar hann þá eftir, að frúin láti séra Björn koma til lands með sömu ferð, þegar hann sjálfur verður sóttur, „því að ég gef ei um að halda honum lengur en ég þarf.“
Árið 1861 fór séra Brynjólfur ekki til þings sökum þess, að enginn prestur fékkst til að þjóna fyrir hann í Eyjum meðan á þingsetu stóð. Þá gegndi varamaður hans þingstörfum, en það var Árni hreppstjóri Einarsson á Vilborgarstöðum.
Árið 1863 fékk séra Brynjólfur hins vegar prest í sinn stað, meðan hann sat á þingi. Það var séra Jón Bjarnason í Miðmörk undir Eyjafjöllum. Hann þjónaði því Vestmannaeyjaprestakalli þingtímann sumarið 1863.
Einhvernveginn vaknar sá grunur með vaxandi kynningu og þekkingu á heimildum um þingstörf séra Brynjólfs Jónssonar, að hann hafi unað illa þingsetunni og haft lítinn áhuga á samkundu þeirri eftir hina miklu andstöðu, sem hjartansmál hans hlaut í þinginu sumarið 1859, höft á innflutningi áfengra drykkja.
Á þinginu 1863 lætur séra Brynjólfur lítið á sér bera, flytur fá eða engin mál þar. Er þar fyrst og fremst af einskærri skyldurækni. Einnig var þingsetan nokkur tilbreyting frá erilsömu starfi heima.
Séra Brynjólfur gaf ekki kost á sér til þingsetu við næstu kosningar.
Svo mælir gamalt orð, að eiginmaðurinn sanni bezt dyggðir sínar við konu og heimili, þegar hann er að heiman.
Séra Brynjólfur Jónsson var ekki vanur því að dveljast langdvölum fjarri heimili sínu. Þótt hann yndi hið bezta á Alþingi fyrst í stað, var heimþráin sterk og áleitin. Það finnur hver og einn, sem les bréf prests til konu hans, en bréf hans heim voru tíð og mörg. Ekkert tækifæri lét hann renna sér úr greipum til að koma bréfi heim til frú Ragnheiðar. Samgöngur voru þá helzt engar við Vestmannaeyjar aðrar en ferðir opinna skipa milli Suðurstrandar og Eyja, verzlunarferðir „landmanna“, bænda og búaliðs úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu. Aldrei var að vita, hvenær bændur úr sýslum þessum þyrftu að fara verzlunarerinda út til Eyja. Þess vegna var það vissast að nota hvern kost, sem gafst, til þess að koma bréfi austur í sveitir.
Bréf séra Brynjólfs frá þessum þingtímum til frú Ragnheiðar konu hans bera honum vitni, votta ást og umhyggjusemi, ræktarsemi og heimilistryggð. Prestur skrifar konu sinni á tveggja til fimm daga fresti. Bréf þau, sem ég hefi séð frá þessu þingsetuskeiði, eru dagsett 27., 28. og 30. júní, 4. og 9. júlí sumarið 1859, meðan hann sat á þingi.