„Rotaryklúbbur Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
|||
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
== Stofnun Rótarýklúbbs Vestmannaeyja og aðdragandi== | == Stofnun Rótarýklúbbs Vestmannaeyja og aðdragandi== | ||
[[Baldur Johnsen]] héraðslæknir í Eyjum 1951-1960, hóf undirbúning að stofnun Rótarýklúbbs Vestmannaeyja árið 1953. Hann var áður í Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Jafnframt er þess að geta að Þorvaldur Árnason í Hafnarfirði, umdæmisstjóri 1954-1955, fékk augastað á Eyjum fyrir nýtt landnám hreyfingarinnar. Þá er Baldur hafði undirbúið málið sem honum líkaði, kom Þorvaldur til Eyja. Undirbúningsfundur var svo haldinn 24. maí 1955 í [[Akóges]]húsinu. Á fundinn komu 14 menn sem boðaðir höfðu verið og vissu fæstir hvað Rótarý var. Þorvaldur bætti úr þeirri vanþekkingu, flutti ýtarlegt erindi um sögu og þróun hreyfingarinnar. Kosin var þriggja manna undirbúningsnefnd: Baldur Johnsen, [[Guðlaugur Gíslason]] og [[Páll Þorbjörnsson]]. Rætt hafði verið við 32 menn um þátttöku í stofnun rótarýklúbbs. Stofnfundur var haldinn í [[Samkomuhúsið|Samkomuhúsinu]] 26. maí 1955, 27 manns á fundi og gerðust stofnfélagar. Í | [[Baldur Johnsen]] héraðslæknir í Eyjum 1951-1960, hóf undirbúning að stofnun Rótarýklúbbs Vestmannaeyja árið 1953. Hann var áður í Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Jafnframt er þess að geta að Þorvaldur Árnason í Hafnarfirði, umdæmisstjóri 1954-1955, fékk augastað á Eyjum fyrir nýtt landnám hreyfingarinnar. Þá er Baldur hafði undirbúið málið sem honum líkaði, kom Þorvaldur til Eyja. Undirbúningsfundur var svo haldinn 24. maí 1955 í [[Akóges]]húsinu. Á fundinn komu 14 menn sem boðaðir höfðu verið og vissu fæstir hvað Rótarý var. Þorvaldur bætti úr þeirri vanþekkingu, flutti ýtarlegt erindi um sögu og þróun hreyfingarinnar. Kosin var þriggja manna undirbúningsnefnd: Baldur Johnsen, [[Guðlaugur Gíslason]] og [[Páll Þorbjörnsson]]. Rætt hafði verið við 32 menn um þátttöku í stofnun rótarýklúbbs. Stofnfundur var haldinn í [[Samkomuhúsið|Samkomuhúsinu]] 26. maí 1955, 27 manns á fundi og gerðust stofnfélagar. Í stjórn voru kosnir: Baldur Johnsen forseti, [[Magnús Bergsson]] varaforseti, [[Jón Eiríksson]] ritari, [[Baldur Ólafsson]] gjaldkeri og Páll Þorbjörnsson stallari. Ekki varð þess vart, að þessi félagsstofnun hafi vakið athygli í bænum. Félagar hafa aldrei barið bumbur til kynningar. | ||
==Ágrip af sögu klúbbsins== | ==Ágrip af sögu klúbbsins== | ||
Þó ekki hafið borið mikið á Rótarýklúbbnum í bæjarlífinu hefur hann beitt sér fyrir ýmsum málefnum, líknar-og menningarmálum. Strax á fyrsta starfsári sá klúbburinn um að útvega fötluðum manni bíl og fékk hann bílinn afhentan á fundi 16. ágúst 1956. Árið 1967 stofnaði klúbburinn Minningarsjóð um [[Oddgeir Kristjánsson]], tónskáld og var það gert að frumkvæði [[Jóhann Pálsson|Jóhanns Pálssonar]]. Oddgeir var klúbbfélagi frá 1956 til dauðadags 1966. Á næstu árum gáfu íþróttafélögin og fleiri samtals 50 þúsund krónur í sjóðinn. Tilgangur sjóðsins var að styrkja fjárhagslega efnileg ungmenni úr Vestmannaeyjum til framhaldsnáms í tónlist og tónlistarfræðum. Meðal annars vegna gossins 1973 kom ekki til þess veittir væru styrkir úr sjóðnum en árið 1975 kom Bragi Ólafsson með tillögu um að reist yrði minnismerki um Oddgeir og var hún samþykkt. Með | Þó ekki hafið borið mikið á Rótarýklúbbnum í bæjarlífinu hefur hann beitt sér fyrir ýmsum málefnum, líknar- og menningarmálum. Strax á fyrsta starfsári sá klúbburinn um að útvega fötluðum manni bíl og fékk hann bílinn afhentan á fundi 16. ágúst 1956. Árið 1967 stofnaði klúbburinn Minningarsjóð um [[Oddgeir Kristjánsson]], tónskáld og var það gert að frumkvæði [[Jóhann Pálsson|Jóhanns Pálssonar]]. Oddgeir var klúbbfélagi frá 1956 til dauðadags 1966. Á næstu árum gáfu íþróttafélögin og fleiri samtals 50 þúsund krónur í sjóðinn. Tilgangur sjóðsins var að styrkja fjárhagslega efnileg ungmenni úr Vestmannaeyjum til framhaldsnáms í tónlist og tónlistarfræðum. Meðal annars vegna gossins 1973 kom ekki til þess veittir væru styrkir úr sjóðnum en árið 1975 kom Bragi Ólafsson með tillögu um að reist yrði minnismerki um Oddgeir og var hún samþykkt. Með þátttöku fleiri aðila var minnismerkið reist á [[Stakkagerðistún]]i, er táknrænt útisvið, vígt 1. júní 1982. | ||
Klúbburinn, með [[Stefán Árnason|Stefáni Árnason]] yfirlögregluþjónn í fararbroddi, átti hlut að því að hafist var handa um fornleifarannsóknir í Herjólfsdal sem [[Margrét Hermannsdóttir]], fornleifafræðingur, stjórnaði á árunum 1971-1981. Klúbburinn safnaði einnig hluta af peningum sem fóru í að kaupa uppstoppaðan geirfugl. Árið 1958 gaf klúbburinn út fræðslurit um Vestmannaeyjar á ensku. Baldur Johnsen samdi ritið en bærinn styrkti útgáfuna. Var því dreift erlendis, m.a. til 50 fiskibæja í Noregi. Af öðrum verkefnum sem klúbburinn hefur staðið fyrir má nefna að hann lét smíða farandbikar handa Íþróttamanni ársins í Eyjum. Nefnd klúbbfélaga valdi kappann í samráði við íþróttafélögin. Í nóvember 1983 var þessu hætt þar sem aðrir höfðu tekið að sér þetta verkefni. Einnig hefur klúbburinn, ásamt öðrum þjónustuklúbbum, keypt rannsóknatæki handa [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúsi Vestmannaeyja]], ljósritunarvél handa [[Safnahús Vestmannaeyja|Safnahúsi Vestmannaeyja]], hlífðarplötur á gólf [[Íþróttamiðstöðin|Íþróttamiðstöðvarinnar]], heyrnmælingatæki fyrir skólahjúkrun, tvívegis, myndlykil fyrir [[Hraunbúðir]] o.m.fl. Þá hefur klúbburinn gefið jólatré á sambýli fatlaðra nokkur undanfarin ár, styrkt meðferðarheimilið Búhamri 17 og í tvígang unnið að landgræðsluverkefnum á Haugasvæðinu. [[Stýrimannaskólinn]] og [[Tónlistarskólinn]] hafa notið góðs af starfsemi skólans. Veitir klúbburinn verðlaun fyrir bestan | Klúbburinn, með [[Stefán Árnason|Stefáni Árnason]] yfirlögregluþjónn í fararbroddi, átti hlut að því að hafist var handa um fornleifarannsóknir í Herjólfsdal sem [[Margrét Hermannsdóttir]], fornleifafræðingur, stjórnaði á árunum 1971-1981. Klúbburinn safnaði einnig hluta af peningum sem fóru í að kaupa uppstoppaðan geirfugl. Árið 1958 gaf klúbburinn út fræðslurit um Vestmannaeyjar á ensku. Baldur Johnsen samdi ritið en bærinn styrkti útgáfuna. Var því dreift erlendis, m.a. til 50 fiskibæja í Noregi. Af öðrum verkefnum sem klúbburinn hefur staðið fyrir má nefna að hann lét smíða farandbikar handa Íþróttamanni ársins í Eyjum. Nefnd klúbbfélaga valdi kappann í samráði við íþróttafélögin. Í nóvember 1983 var þessu hætt þar sem aðrir höfðu tekið að sér þetta verkefni. Einnig hefur klúbburinn, ásamt öðrum þjónustuklúbbum, keypt rannsóknatæki handa [[Sjúkrahús Vestmannaeyja|Sjúkrahúsi Vestmannaeyja]], ljósritunarvél handa [[Safnahús Vestmannaeyja|Safnahúsi Vestmannaeyja]], hlífðarplötur á gólf [[Íþróttamiðstöðin|Íþróttamiðstöðvarinnar]], heyrnmælingatæki fyrir skólahjúkrun, tvívegis, myndlykil fyrir [[Hraunbúðir]] o.m.fl. Þá hefur klúbburinn gefið jólatré á sambýli fatlaðra nokkur undanfarin ár, styrkt meðferðarheimilið Búhamri 17 og í tvígang unnið að landgræðsluverkefnum á Haugasvæðinu. [[Stýrimannaskólinn]] og [[Tónlistarskólinn]] hafa notið góðs af starfsemi skólans. Veitir klúbburinn verðlaun fyrir bestan árangur í íslensku í Stýrimannaskólanum og fyrir besta ástundun í Tónlistarskólanum. | ||
[[Heimaeyjargosið]] varð klúbbnum þungt í skauti. Fyrir gos voru félagar 38 en tíu þeirra sneru ekki aftur. Haldnir voru fimm fundir í Reykjavík en fyrsti fundurinn í Eyjum var haldinn 31. janúar 1974. Þennan tíma var starfið í hálfgerðum molum, en um mitt ár 1974 var það aftur komið í fullan gang. | [[Heimaeyjargosið]] varð klúbbnum þungt í skauti. Fyrir gos voru félagar 38 en tíu þeirra sneru ekki aftur. Haldnir voru fimm fundir í Reykjavík en fyrsti fundurinn í Eyjum var haldinn 31. janúar 1974. Þennan tíma var starfið í hálfgerðum molum, en um mitt ár 1974 var það aftur komið í fullan gang. | ||
Ýmsir innlendir klúbbar hafa heimsótt Rótarýklúbb | Ýmsir innlendir klúbbar hafa heimsótt Rótarýklúbb Vestmannaeyja og félagarnir hafa gert talsvert af því að heimsækja aðra klúbba. Klúbbfélagar hafa þegið boð erlendis frá og þeir hafa einnig tekið á móti Rótarýmönnum frá öðrum löndum, sent út námsfólk og tekið á móti námsfólki erlendis frá. Er öflugt skiptinemakerfi starfrækt innan Rótaryhreyfingarinnar og eru flestir skiptinemarnir, sem til landsins koma, sendir til Eyja til að kynnast hinni fögru náttúru hér. | ||
Rótarýklúbbur Vestmannaeyja hefur átt einn umdæmisstóra, Harald Guðnason, sem var það árin 1964 til 1965. Það fylgir starfi umdæmisstóra að halda umdæmisþing og var 18. umdæmisþing haldið í Vestmannaeyjum 5. til 7. júní 1965. Um 90 manns voru skráðir til þinghaldsins sem var um hvítasunnuhelgi. Esja, skip | Rótarýklúbbur Vestmannaeyja hefur átt einn umdæmisstóra, Harald Guðnason, sem var það árin 1964 til 1965. Það fylgir starfi umdæmisstóra að halda umdæmisþing og var 18. umdæmisþing haldið í Vestmannaeyjum 5. til 7. júní 1965. Um 90 manns voru skráðir til þinghaldsins sem var um hvítasunnuhelgi. Esja, skip Ríkisskipa, var leigð til að flytja gesti til og frá Eyjum en þingið var haldið í Gagnfræðaskólanum. Fulltrúi forseta Rotary International, Conrad Vogt-Svendson frá Noregi, mælti m.a. svo í ávarpi sínu: „Hvaða umdæmisstóri er það sem hetur haldið umdæmisþing sitt í næsta nágrenni við nýtt land með eldfjalli,“ og átti þá við [[Surtsey]]. Hvað hefði hann sagt átta árum síðar? Að lokum má geta þess að fjórir félagar í klúbbnum, Haraldur Guðnason og Valtýr Snæbjörnsson, Jóhann Björnsson og Bragi I. Ólafsson, hafa fengið Paul Harris-orðuna sem er æðsta viðurkenning Alþjóðasamtaka Rótary. | ||
== Fyrrverandi forsetar Rótarýklúbbs Vestmannaeyja == | == Fyrrverandi forsetar Rótarýklúbbs Vestmannaeyja == | ||
Lína 62: | Lína 62: | ||
:2005-06 Bragi Ólafsson | :2005-06 Bragi Ólafsson | ||
:2006-07 [[Guðný Bogadóttir]], hjúkrunarfræðingur | :2006-07 [[Guðný Bogadóttir]], hjúkrunarfræðingur | ||
:2014 [[Helga Kristín Kolbeins]] | |||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Núverandi breyting frá og með 20. september 2014 kl. 21:50
Stofnun Rótarýklúbbs Vestmannaeyja og aðdragandi
Baldur Johnsen héraðslæknir í Eyjum 1951-1960, hóf undirbúning að stofnun Rótarýklúbbs Vestmannaeyja árið 1953. Hann var áður í Rótarýklúbbi Ísafjarðar. Jafnframt er þess að geta að Þorvaldur Árnason í Hafnarfirði, umdæmisstjóri 1954-1955, fékk augastað á Eyjum fyrir nýtt landnám hreyfingarinnar. Þá er Baldur hafði undirbúið málið sem honum líkaði, kom Þorvaldur til Eyja. Undirbúningsfundur var svo haldinn 24. maí 1955 í Akógeshúsinu. Á fundinn komu 14 menn sem boðaðir höfðu verið og vissu fæstir hvað Rótarý var. Þorvaldur bætti úr þeirri vanþekkingu, flutti ýtarlegt erindi um sögu og þróun hreyfingarinnar. Kosin var þriggja manna undirbúningsnefnd: Baldur Johnsen, Guðlaugur Gíslason og Páll Þorbjörnsson. Rætt hafði verið við 32 menn um þátttöku í stofnun rótarýklúbbs. Stofnfundur var haldinn í Samkomuhúsinu 26. maí 1955, 27 manns á fundi og gerðust stofnfélagar. Í stjórn voru kosnir: Baldur Johnsen forseti, Magnús Bergsson varaforseti, Jón Eiríksson ritari, Baldur Ólafsson gjaldkeri og Páll Þorbjörnsson stallari. Ekki varð þess vart, að þessi félagsstofnun hafi vakið athygli í bænum. Félagar hafa aldrei barið bumbur til kynningar.
Ágrip af sögu klúbbsins
Þó ekki hafið borið mikið á Rótarýklúbbnum í bæjarlífinu hefur hann beitt sér fyrir ýmsum málefnum, líknar- og menningarmálum. Strax á fyrsta starfsári sá klúbburinn um að útvega fötluðum manni bíl og fékk hann bílinn afhentan á fundi 16. ágúst 1956. Árið 1967 stofnaði klúbburinn Minningarsjóð um Oddgeir Kristjánsson, tónskáld og var það gert að frumkvæði Jóhanns Pálssonar. Oddgeir var klúbbfélagi frá 1956 til dauðadags 1966. Á næstu árum gáfu íþróttafélögin og fleiri samtals 50 þúsund krónur í sjóðinn. Tilgangur sjóðsins var að styrkja fjárhagslega efnileg ungmenni úr Vestmannaeyjum til framhaldsnáms í tónlist og tónlistarfræðum. Meðal annars vegna gossins 1973 kom ekki til þess veittir væru styrkir úr sjóðnum en árið 1975 kom Bragi Ólafsson með tillögu um að reist yrði minnismerki um Oddgeir og var hún samþykkt. Með þátttöku fleiri aðila var minnismerkið reist á Stakkagerðistúni, er táknrænt útisvið, vígt 1. júní 1982.
Klúbburinn, með Stefáni Árnason yfirlögregluþjónn í fararbroddi, átti hlut að því að hafist var handa um fornleifarannsóknir í Herjólfsdal sem Margrét Hermannsdóttir, fornleifafræðingur, stjórnaði á árunum 1971-1981. Klúbburinn safnaði einnig hluta af peningum sem fóru í að kaupa uppstoppaðan geirfugl. Árið 1958 gaf klúbburinn út fræðslurit um Vestmannaeyjar á ensku. Baldur Johnsen samdi ritið en bærinn styrkti útgáfuna. Var því dreift erlendis, m.a. til 50 fiskibæja í Noregi. Af öðrum verkefnum sem klúbburinn hefur staðið fyrir má nefna að hann lét smíða farandbikar handa Íþróttamanni ársins í Eyjum. Nefnd klúbbfélaga valdi kappann í samráði við íþróttafélögin. Í nóvember 1983 var þessu hætt þar sem aðrir höfðu tekið að sér þetta verkefni. Einnig hefur klúbburinn, ásamt öðrum þjónustuklúbbum, keypt rannsóknatæki handa Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, ljósritunarvél handa Safnahúsi Vestmannaeyja, hlífðarplötur á gólf Íþróttamiðstöðvarinnar, heyrnmælingatæki fyrir skólahjúkrun, tvívegis, myndlykil fyrir Hraunbúðir o.m.fl. Þá hefur klúbburinn gefið jólatré á sambýli fatlaðra nokkur undanfarin ár, styrkt meðferðarheimilið Búhamri 17 og í tvígang unnið að landgræðsluverkefnum á Haugasvæðinu. Stýrimannaskólinn og Tónlistarskólinn hafa notið góðs af starfsemi skólans. Veitir klúbburinn verðlaun fyrir bestan árangur í íslensku í Stýrimannaskólanum og fyrir besta ástundun í Tónlistarskólanum.
Heimaeyjargosið varð klúbbnum þungt í skauti. Fyrir gos voru félagar 38 en tíu þeirra sneru ekki aftur. Haldnir voru fimm fundir í Reykjavík en fyrsti fundurinn í Eyjum var haldinn 31. janúar 1974. Þennan tíma var starfið í hálfgerðum molum, en um mitt ár 1974 var það aftur komið í fullan gang.
Ýmsir innlendir klúbbar hafa heimsótt Rótarýklúbb Vestmannaeyja og félagarnir hafa gert talsvert af því að heimsækja aðra klúbba. Klúbbfélagar hafa þegið boð erlendis frá og þeir hafa einnig tekið á móti Rótarýmönnum frá öðrum löndum, sent út námsfólk og tekið á móti námsfólki erlendis frá. Er öflugt skiptinemakerfi starfrækt innan Rótaryhreyfingarinnar og eru flestir skiptinemarnir, sem til landsins koma, sendir til Eyja til að kynnast hinni fögru náttúru hér.
Rótarýklúbbur Vestmannaeyja hefur átt einn umdæmisstóra, Harald Guðnason, sem var það árin 1964 til 1965. Það fylgir starfi umdæmisstóra að halda umdæmisþing og var 18. umdæmisþing haldið í Vestmannaeyjum 5. til 7. júní 1965. Um 90 manns voru skráðir til þinghaldsins sem var um hvítasunnuhelgi. Esja, skip Ríkisskipa, var leigð til að flytja gesti til og frá Eyjum en þingið var haldið í Gagnfræðaskólanum. Fulltrúi forseta Rotary International, Conrad Vogt-Svendson frá Noregi, mælti m.a. svo í ávarpi sínu: „Hvaða umdæmisstóri er það sem hetur haldið umdæmisþing sitt í næsta nágrenni við nýtt land með eldfjalli,“ og átti þá við Surtsey. Hvað hefði hann sagt átta árum síðar? Að lokum má geta þess að fjórir félagar í klúbbnum, Haraldur Guðnason og Valtýr Snæbjörnsson, Jóhann Björnsson og Bragi I. Ólafsson, hafa fengið Paul Harris-orðuna sem er æðsta viðurkenning Alþjóðasamtaka Rótary.
Fyrrverandi forsetar Rótarýklúbbs Vestmannaeyja
- 1955-56 Baldur Johnsen, héraðslæknir
- 1956-57 Magnús Bergsson, bakari
- 1957-58 Jón Eiríksson, skattstjóri
- 1958-59 Sigurður Finnsson, skólastjóri
- 1959-60 Sigurður Ólason, forstjóri
- 1960-61 Haraldur Guðnason, bókavörður
- 1961-62 Friðþjófur G. Johnsen, hdl
- 1962-63 Martin Tómasson, forstjóri
- 1963-64 Jóhann S. Hlíðar, sóknarprestur
- 1964-65 Stefán Árnason, yfirlögregluþjónn
- 1965-66 Gunnar Sigurmundsson, prentari
- 1966-67 Einar H. Eiríksson, skattstjóri
- 1967-68 Þorsteinn Lúther Jónsson, prestur
- 1968-69 Páll Þorbjörnsson, skipstjóri
- 1969-70 Ágúst Helgason, forstjóri
- 1970-71 Eyjólfur Pálsson, skólastjóri
- 1971-72 Steingrímur Arnar, yfirverkstjóri
- 1972-73 Sveinn Guðmundsson, forstjóri
- 1973-75 Kolbeinn Ólafsson, kaupmaður
- 1975-76 Stefán Runólfsson, yfirverkstjóri
- 1976-77 Jóhann Björnsson, forstjóri
- 1977-78 Magnús Jónason, forstjóri
- 1978-79 Valtýr Snæbjörnsson, byggingarfulltrúi
- 1979-80 Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sóknarprestur
- 1980-81 Carl Ólafur Gränz, húsgagnasmiður
- 1981-82 Einar Steingrímsson, flugumferðarstjóri
- 1982-83 Friðrik Ásmundsson, skólastjóri
- 1983-84 Kristján Ólafsson, forstjóri
- 1984-85 Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri
- 1985-86 Eyjólfur Martinsson, forstjóri
- 1986-87 Sigurgeir Kristjánsson, forstjóri
- 1987-88 Stefán Sigurjónsson, skósmiður
- 1988-89 Kristján Eggertsson, forstjóri
- 1989-90 Marinó Sigursteinsson, pípul. maður
- 1990-91 Bragi Ólafsson, umdæmisstjóri.
- 1991-92 Trausti Marinósson, kaupmaður
- 1992-93 Jóhann Björnsson, fyrverandi forstjóri
- 1993-94 Friðrik Ásmundsson, skólastjóri
- 1994-95 Ólafur Ólafsson, bæjartæknifræðingur
- 1995-96 Jón Pétursson, sálfræðingur
- 1996-97 Stefán Sigurjónsson, skósmiður
- 1997-98 Hera Ósk Einarsdóttir, félagsmálastjóri
- 1998-99 Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri
- 1999-00 Sigurður R. Símonarson, skólamálafulltrúi
- 2000-01 Bragi Ólafsson, umdæmisstjóri
- 2004-05 Guðbjörg Karlsdóttir, tryggingasali
- 2005-06 Bragi Ólafsson
- 2006-07 Guðný Bogadóttir, hjúkrunarfræðingur
- 2014 Helga Kristín Kolbeins
Heimildir
- Haraldur Guðnason. „Rótarýklúbbur Vestmannaeyja“. Rótarýhreyfingin á Íslandi 50 ára.
- Rótarýklúbbur Vestmannaeyja. Heimasíða http://www.eyjar.is/rotary/