„Haraldur Baldursson (útibússtjóri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Haraldur Baldursson''' útibússtjóri Útvegsbankans og Íslandsbanka í H.firði og Kópavogi, tónlistarmaður fæddist 25. febrúar 1932 í Stafholti.<br> Foreldrar hans voru Baldur Ólafsson bankastjóri, f. 2. ágúst 1911 á Hofsósi í Skagafirði, d. 27. desember 1988, og kona hans Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d. 23. ágúst 1993. Barn Jóhönnu og Óskars Sveins Árnasonar:<br...) |
m (Verndaði „Haraldur Baldursson (útibússtjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
| |
Núverandi breyting frá og með 26. maí 2025 kl. 16:44
Haraldur Baldursson útibússtjóri Útvegsbankans og Íslandsbanka í H.firði og Kópavogi, tónlistarmaður fæddist 25. febrúar 1932 í Stafholti.
Foreldrar hans voru Baldur Ólafsson bankastjóri, f. 2. ágúst 1911 á Hofsósi í Skagafirði, d. 27. desember 1988, og kona hans Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d. 23. ágúst 1993.
Barn Jóhönnu og Óskars Sveins Árnasonar:
1. Guðrún Ágústa Óskarsdóttir, f. 5. maí 1929 á Kiðjabergi, d. 8. desember 2009. Maður hennar Hjálmar Franz Jóhann Eiðsson, látinn.
Börn Jóhönnu og Baldurs Ólafssonar.
2. Haraldur Baldursson tónlistarmaður, útibússtjóri, f. 25. febrúar 1932 í Stafholti. Kona hans Gyða Guðmundsdóttir.
3. Birna Baldursdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 26. júní 1933 á Sólbergi. Maður hennar Svavar Davíðsson, látinn.
4. Lilja Hanna Baldursdóttir banka- og skrifstofumaður, f. 24. júlí 1944 á Borg. Maður hennar Atli Aðalsteinsson.
Þau Gyða giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Kona Haraldar er Gíslína Gyða Guðmundsdóttir úr Rvk, verslunarmaður, skrifstofumaður, f. 4. janúar 1933. Foreldrar hennar Guðmundur Kristinn Símonarson, f. 22. ágúst 1897, d. 14. ágúst 1988, og Magnea Ingibjörg Gísladóttir, f. 16. apríl 1903, d. 3. júní 1975.
Börn þeirra:
1. Magnea Lilja Haraldsdóttir, f. 17. janúar 1958.
2. Erna Dröfn Haraldsdóttir, f. 19. nóvember 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Haraldur.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.