„Þuríður Bernódusdóttir (Borgarhól)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 29: Lína 29:
I. Maður Þuríðar, (24. júní 1978), er [[Gísli Erlingsson (húsasmíðameistari)|Gísli Erlingsson]] húsmíðameistari, f. 31. október 1953.<br>
I. Maður Þuríðar, (24. júní 1978), er [[Gísli Erlingsson (húsasmíðameistari)|Gísli Erlingsson]] húsmíðameistari, f. 31. október 1953.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Magnús Gíslason (forritari)|Magnús Gíslason]] forritari í Eyjum, f. 6. nóvember 1975.  Fyrrum kona hans er [[Fjóla Finnbogadóttir]]. Sambúðarkona hans Eva María Jónsdóttir.<br>
1. [[Magnús Gíslason (forritari)|Magnús Gíslason]] forritari í Eyjum, f. 6. nóvember 1975.  Fyrrum kona hans er [[Fjóla Finnbogadóttir]]. Sambúðarkona hans [[Eva María Jónsdóttir]].<br>
2. [[Jón Helgi Gíslason]], f. 11. mars 1980, málarameistari í Vestmannaeyjum. Kona hans er [[Guðrún María Þorsteinsdóttir]].
2. [[Jón Helgi Gíslason]], f. 11. mars 1980, málarameistari í Vestmannaeyjum. Kona hans er [[Guðrún María Þorsteinsdóttir]].
{{Heimildir|
{{Heimildir|

Núverandi breyting frá og með 20. júlí 2024 kl. 21:02

Þuríður Bernódusdóttir.

Þuríður Bernódusdóttir frá Borgarhól við Kirkjuveg 11, húsfreyja, fiskverkakona, þjónustufulltrúi fæddist 13. nóvember 1954.
Foreldrar hennar voru Bernódus Þorkelsson frá Sandprýði, vélstjóri, skipstjóri, f. 3. júní 1920, d. 11. febrúar 1957, og kona hans Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir, f. 22. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.
Síðari maður Aðalbjargar og stjúpfaðir Þuríðar var Magnús Magnússon síðari maður Aðalbjargar, verslunarmaður, sjómaður, verkamaður, f. 18. ágúst. 1926, d. 27. júní 2018.

Börn Aðalheiðar og Bernódusar:
1. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
2. Þorkell Birgir Bernódusson, f. 14. nóvember 1939 á Haukfelli, d. 1943 úr berklum.
3. Elínborg Bernódusdóttir húsfreyja, verslunarmaður, fiskverkakona í Eyjum, f. 4. desember 1940 í London.
4. Þóra Birgit Bernódusdóttir húsfreyja, verkakona, klinikdama í Eyjum, f. 8. desember 1942 í London, d. 26. janúar 2013.
5. Aðalbjörg Jóhanna Bernódusdóttir húsfreyja, útgerðarmaður í Eyjum, f. 28. júní 1944 í London.
6. Birgir Bernódusson stýrimaður, f. 4. apríl 1946 að Faxastíg 11, fórst með v/b Ver 1. mars 1979.
7. Helgi Bernódusson cand. mag. í íslensku og almennum málvísindum, skrifstofustjóri Alþingis, f. 6. ágúst 1949 á Borgarhól.
8. Jón Einarsson Bernódusson skipaverkfræðingur, forstöðumaður skipasviðs Siglingamálastofnunar, f. 18. febrúar 1952 á Sjúkrahúsinu.
9. Þuríður Bernódusdóttir húsfreyja, fiskverkakona, þjónustufulltrúi, f. 13. nóvember 1954 á Sjúkrahúsinu.
Börn Aðalbjargar og Magnúsar Magnússonar, síðari manns hennar:
10. Jóhannes Þórarinsson sölumaður í Reykjavík, f. 1. nóvember 1959. Hann varð kjörbarn Ásu Bergmundsdóttur systur Aðalbjargar, f. 2. maí 1926, d. 28. nóvember 2004, og Þórarins Kristjánssonar sjómanns, kaupmanns, f. 13. júní 1920, d. 11. janúar 1983.
11. Elín Helga Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Eyjum og Reykjavík, f. 16. september 1963.

Þuríður var með foreldrum sínum skamma stund, því að faðir hennar lést, er hún var á þriðja ári sínu.
Hún varð gagnfræðingur í Eyjum, lauk verslunarprófi í Framhaldsskólanum í Eyjum, var um skeið í Kennaraskólanum, en hætti 1973. Auk þess hefur hún sótt ýmis námskeið, sumarskóla í Englandi, einkaþjálfaraskóla, stundaði nám á skrifstofubraut við Menntaskólann í Kópavogi og bókaranám við Háskólann í Reykjavík árið 2010 og fékk viðurkenningu sem bókari.
Þuríður var fiskiðnaðarkona og verkstjóri hjá Ísfélaginu, stofnaði ásamt nokkrum systrum sínum Harðfiskverkunina Gust í Eyjum 1986 og starfrækti hana til 1994. Þuríður var gjaldkeri hjá sýslumanninum í Vestmannaeyjum 1994-2001. Þá flutti hún til Danmerkur, þar sem hún stundaði verslunarstörf til 2003. Hún flutti þá aftur heim og settist að í Grafarvoginum og stundaði nám, m.a. við MK.
Þuríður hóf síðan störf sem þjónustufulltrúi hjá Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness árið 2006.
Hún var ráðin þjónustufulltrúi á skrifstofu fjölskyldu og fræðslusviðs í Eyjum 3. mars 2021.
Þuríður hefur tekið þátt í stjórnmálum, var varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi á árunum 1991-1995 og sat á Alþingi um skeið 1992, 1993 og 1994.
Hún var um skeið varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins.
Þau Gísli giftu sig 1978, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Gámi við Faxastíg 54 1975-1978, þá í Þinghól við Kirkjuveg 19 1978-1990, síðan á Helgafellsbraut 21 í 11 ár, þá í Danmörku 2001-2003, en síðan í Laufrima 26 í Grafarvogi, uns þau fluttu til Eyja 8. september 2020, búa á Túngötu 17.

I. Maður Þuríðar, (24. júní 1978), er Gísli Erlingsson húsmíðameistari, f. 31. október 1953.
Börn þeirra:
1. Magnús Gíslason forritari í Eyjum, f. 6. nóvember 1975. Fyrrum kona hans er Fjóla Finnbogadóttir. Sambúðarkona hans Eva María Jónsdóttir.
2. Jón Helgi Gíslason, f. 11. mars 1980, málarameistari í Vestmannaeyjum. Kona hans er Guðrún María Þorsteinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Morgunblaðið 13. nóvember 2014. Árnað heilla.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þuríður.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.