Jóhanna Bernódusdóttir (Borgarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Aðalbjörg Jóhanna Bernódusdóttir (Lilla) frá Borgarhól við Kirkjuveg 11, húsfreyja, útgerðarmaður fæddist 28. maí 1944 í London.
Foreldrar hennar voru Bernódus Þorkelsson vélstjóri, skipstjóri, f. 3. júní 1920 í Sandprýði, d. 11. febrúar 1957, og kona hans Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 27. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.

Börn Aðalheiðar og Bernódusar:
1. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1938 í Stakkholti, d. 31. mars 2021.
2. Þorkell Birgir Bernódusson, f. 14. nóvember 1939 á Haukfelli, d. 1943 úr berklum.
3. Elínborg Bernódusdóttir húsfreyja, fiskverkakona í Eyjum, f. 4. desember 1940 í London.
4. Þóra Birgit Bernódusdóttir húsfreyja, verkakona, klinikdama í Eyjum, f. 8. desember 1942 í London, d. 26. janúar 2013.
5. Aðalbjörg Jóhanna Bernódusdóttir húsfreyja, útgerðarmaður í Eyjum, f. 28. júní 1944 í London.
6. Birgir Bernódusson stýrimaður, f. 4. apríl 1946 að Faxastíg 11, fórst með v/b Ver 1. mars 1979.
7. Helgi Bernódusson cand. mag. í íslensku og almennum málvísindum, skrifstofustjóri Alþingis, f. 6. ágúst 1949 á Borgarhól.
8. Jón Einarsson Bernódusson skipaverkfræðingur, forstöðumaður skipasviðs Siglingamálastofnunar, f. 18. febrúar 1952 á Sjúkrahúsinu, d. 22. september 2021.
9. Þuríður Bernódusdóttir húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 13. nóvember 1954 á Sjúkrahúsinu.
Börn Aðalbjargar og Magnúsar Magnússonar, síðari manns hennar:
10. Jóhannes Þórarinsson, f. 1. nóvember 1959. Hann varð kjörbarn Ásu Bergmundsdóttur systur Aðalbjargar, f. 2. maí 1926, d. 28. nóvember 2004, og Þórarins Kristjánssonar sjómanns, kaupmanns, f. 13. júní 1920, d. 11. janúar 1983.
11. Elín Helga Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Eyjum og Reykjavík, f. 16. september 1963.

Jóhanna var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var tólf ára.
Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961.
Jóhanna átti gildan þátt í útgerðarrekstri manns síns. Þau gerðu út Andvara VE 100 og einnig minni báta og tóku þátt í öðrum atvinnurekstri tengdum sjávarútvegi.
Þau Jóhann giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Boðaslóð 16, síðar á Höfðavegi 34.
Jóhann lést 2004. Jóhanna býr í Hafnarfirði.

I. Maður Aðalheiðar Jóhönnu, (21. nóvember 1964), var Jóhann Halldórsson vélstjóri, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 24. október 1942 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 18. ágúst 2004.
Börn þeirra:
1. Anna Dóra Jóhannsdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri í Eyjum, f. 9. júní 1962. Barnsfaðir hennar Stefán Einarsson. Maður hennar Vignir Sigurðsson.
2. Jóhanna Jóhannsdóttir húsfreyja, kennari í Eyjum, f. 3. apríl 1968. Barnsfaðir hennar Kári Hrafn Hrafnkelsson. Maður hennar Gísli Hjartarson.
3. Heimir Jóhannsson kerfisfræðingur í Hafnarfirði, f. 28. júní 1972. Barnsmóðir hans Laufey Ársælsdóttir. Kona hans Ásdís Haralds Johnsen.
4. Birgit Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur í Hafnarfirði, f. 28. október 1979. Fyrrum sambýlismaður Guðmundur Tómas Sigurðsson. Maður hennar Árni Þór Óskarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 27. ágúst 2004. Minning Jóhanns.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.