Birna Berg Bernódusdóttir (Nýborg)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Birna Berg Bernódusdóttir.

Birna Berg frá Nýborg, húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði fæddist 8. september 1938 í Stakkholti og lést 31. mars 2021.
Foreldrar hennar voru Bernódus Þorkelsson vélstjóri, skipstjóri, f. 3. júní 1920 í Sandprýði, d. 11. febrúar 1957, og kona hans Aðalbjörg Jóhanna Bergmundsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 27. desember 1919 á Strönd, d. 8. september 2003.
Fósturforeldrar Birnu Bergs voru móðurforeldrar hennar Bergmundur Arnbjörnsson frá Presthúsum, síðar í Hvíld, sjómaður, bræðslumaður í Nýborg, f. 17. október 1884 í Klöpp, d. 21. nóvember 1952, og kona hans Elín Helga Björnsdóttir frá Miðbæ í Norðfirði, húsfreyja, f. 19. maí 1888 að Tjarnarlandi á Héraði, d. 7. ágúst 1963.

Börn Aðalheiðar og Bernódusar:
1. Birna Berg Bernódusdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Hafnarfirði, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
2. Þorkell Birgir Bernódusson, f. 14. nóvember 1939 á Haukfelli, d. 1943 úr berklum.
3. Elínborg Bernódusdóttir húsfreyja, fiskverkakona í Eyjum, f. 4. desember 1940 í London.
4. Þóra Birgit Bernódusdóttir húsfreyja, verkakona, klinikdama í Eyjum, f. 8. desember 1942 í London, d. 26. janúar 2013.
5. Aðalbjörg Jóhanna Bernódusdóttir húsfreyja, útgerðarmaður í Eyjum, f. 28. júní 1944 í London.
6. Birgir Bernódusson stýrimaður, f. 4. apríl 1946 að Faxastíg 11, fórst með v/b Ver 1. mars 1979.
7. Helgi Bernódusson cand. mag. í íslensku og almennum málvísindum, skrifstofustjóri Alþingis, f. 6. ágúst 1949 á Borgarhól.
8. Jón Einarsson Bernódusson skipaverkfræðingur, forstöðumaður skipasviðs Siglingamálastofnunar, f. 18. febrúar 1952 á Sjúkrahúsinu.
9. Þuríður Bernódusdóttir húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 13. nóvember 1954 á Sjúkrahúsinu.
Börn Aðalbjargar og Magnúsar Magnússonar, síðari manns hennar:
10. Jóhannes Þórarinsson, f. 1. nóvember 1959. Hann varð kjörbarn Ásu Bergmundsdóttur systur Aðalbjargar, f. 2. maí 1926, d. 28. nóvember 2004, og Þórarins Kristjánssonar sjómanns, kaupmanns, f. 13. júní 1920, d. 11. janúar 1983.
11. Elín Helga Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Eyjum og Reykjavík, f. 16. september 1963.


Birna Berg var með móður sinni hjá móðurforeldrum sínum í Stakkholti 1938, fósturbarn þeirra á Faxastíg 8A 1939, í Nýborg frá 1947.
Hún lauk 2. bekkjarprófi í Gagnfræðaskólanum, vann afgreiðslustörf og við fiskiðnað, en var einnig kaupakona í Flóanum og Eyjafirði.
Þau Theodór bjuggu í Nýborg frá 1957, byggðu hæð ofan á húsið og bjuggu þar til 1968, er þau fluttu á Búastaðabraut 16 og bjuggu þar til Goss.
Þau giftu sig 1960, eignuðust 4 börn, en misstu fyrst barnið á fyrsta ári þess.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar og Birna vann hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar frá 1976 til starfsloka 2010.
Birna Berg lést 2021.

I. Maður Birnu, (11. júní 1960), er Theodór Þráinn Bogason frá Minni-Þverá í Fljótum, sjómaður, vélstjóri, starfsmaður Skeljungs, lögreglumaður, f. 14. júní 1935.
Börn þeirra:
1. Elín Berg Theodórsdóttir, f. 12. nóvember 1957, d. 28. ágúst 1958.
2. Margrét Berg Theodórsdóttir skrifstofumaður, f. 20. febrúar 1960. Maður hennar Haraldur Stefánsson.
3. Björn Berg Theodórsson vélvirki, f. 8. apríl 1963. Kona hans Karen Bryde.
4. Þráinn Berg Theodórsson trésmiður, sölumaður, f. 6. ágúst 1966. Kona hans Björg Leifsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.