„Lára Jónsdóttir (Ásum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Lára Jónsdóttir. '''Lára Jónsdóttir''' frá Fíflholti í V.-Landeyjum, húsfreyja fæddist þar 13. desember 1885 og lést 23. júlí 1933 í Ásum við Skólaveg 47.<br> Foreldrar hennar voru Jón Brandsson bóndi, f. 27. september 1828, d. 8. júní 1895, og Steinunn Sigurðardóttir bústýra hans, f. 30. júní 1849 í Pétursey í Mýrdal, d. 15. nóvember 193...) |
m (Verndaði „Lára Jónsdóttir (Ásum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 17. mars 2023 kl. 17:54
Lára Jónsdóttir frá Fíflholti í V.-Landeyjum, húsfreyja fæddist þar 13. desember 1885 og lést 23. júlí 1933 í Ásum við Skólaveg 47.
Foreldrar hennar voru Jón Brandsson bóndi, f. 27. september 1828, d. 8. júní 1895, og Steinunn Sigurðardóttir bústýra hans, f. 30. júní 1849 í Pétursey í Mýrdal, d. 15. nóvember 1930.
Börn Steinunnar og Jóns, - í Eyjum:
1. Lára Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1885, d. 23. júlí 1933.
2. Ágúst Jónsson skipstjóri, trésmíðameistari í Varmahlíð, f. 4. ágúst 1890, d. 1. desember 1969.
Lára var með föður sínum og móður sinni, bústýru hans, í Fíflholti 1890, með vinnuhjúinu móður sinni á Eystri-Hól í Sigluvíkursókn, Rang. 1901.
Þau Þorsteinn giftu sig 1908, fluttu til Eyja 1908, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Batavíu við Heimagötu 8 1910, á Geithálsi við Herjólfsgötu 2 við fæðingu Guðrúnar Höllu 1911 og fæðingu Hans Anders 1918, í Þorlaugargerði 1920, í Ásum við Skólaveg 47 1927 og síðan.
Lára lést í Ásum 1933.
I. Maður Láru, (1908) var Þorsteinn Brynjólfsson frá Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, f. þar 7. nóvember 1883, d. 17. febrúar 1963.
Börn þeirra:
1. Guðrún Halla Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1911, d. 28. júní 1987.
2. Hans Anders Þorsteinsson, f. 6. september 1918, d. 3. júní 2005.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.