Lára Jónsdóttir (Ásum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lára Jónsdóttir.

Lára Jónsdóttir frá Fíflholti í V.-Landeyjum, húsfreyja fæddist þar 13. desember 1885 og lést 23. júlí 1933 í Ásum við Skólaveg 47.
Foreldrar hennar voru Jón Brandsson bóndi, f. 27. september 1828, d. 8. júní 1895, og Steinunn Sigurðardóttir bústýra hans, f. 30. júní 1849 í Pétursey í Mýrdal, d. 15. nóvember 1930.

Börn Steinunnar og Jóns, - í Eyjum:
1. Lára Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1885, d. 23. júlí 1933.
2. Ágúst Jónsson skipstjóri, trésmíðameistari í Varmahlíð, f. 4. ágúst 1890, d. 1. desember 1969.

Lára var með föður sínum og móður sinni, bústýru hans, í Fíflholti 1890, með vinnuhjúinu móður sinni á Eystri-Hól í Sigluvíkursókn, Rang. 1901.
Þau Þorsteinn giftu sig 1908, fluttu til Eyja 1908, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Batavíu við Heimagötu 8 1910, á Geithálsi við Herjólfsgötu 2 við fæðingu Guðrúnar Höllu 1911 og fæðingu Hans Anders 1918, í Þorlaugargerði 1920, í Ásum við Skólaveg 47 1927 og síðan.
Lára lést í Ásum 1933.

I. Maður Láru, (1908) var Þorsteinn Brynjólfsson frá Syðri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, f. þar 7. nóvember 1883, d. 17. febrúar 1963.
Börn þeirra:
1. Guðrún Halla Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 9. september 1911, d. 28. júní 1987.
2. Hans Anders Þorsteinsson, f. 6. september 1918, d. 3. júní 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.