Steinunn Sigurðardóttir (Þorlaugargerði)
Steinunn Sigurðardóttir í Þorlaugargerði, bústýra fæddist 30. júní 1849 í Pétursey í Mýrdal og lést 15. nóvember 1930 í Þorlaugargerði.
Foreldrar hennar voru Sigurður Pálsson bóndi, f. 23. desember 1820 á Núpum í Fljótshverfi, d. 1. maí 1890, og kona hans Guðný Bjarnadóttir frá Mið-Hvoli í Mýrdal, húsfreyja, f. 6. mars 1823, d. 13. janúar 1911.
Steinunn var með foreldrum sínum í Pétursey til 1856, í Kárhólmum í Mýrdal 1856-1859, á Þykvabæjarklaustri 1860-1865, á Borgarfelli í Skaftártungu 1865-1867. Hún var vinnukona á Lambafelli u. Eyjafjöllum 1867-1870, í Eystri-Ásum í Skaftártungu 1870-1871, í Hemru þar 1871-1873, fór þá að Búðarhólsausturhjáleigu í A.-Landeyjum, var þar vinnukona, húskona í Strandarhöfði í V.-Landeyjum 1880.
Steinunn var bústýra í V.-Fíflholti í V.-Landeyjum 1890, kom frá Hólmum í A.-Landeyjum 1901, og var vinnukona á Eystra-Hóli í V.-Landeyjum á því ári.
Hún fluttist úr Fljótshlíð til Eyja 1910, var hjá Láru dóttur sinni í Batavíu við Heimagötu 8 á því ári, á Geithálsi við Herjólfsgötu 2, var verkakona í Þorlaugargerði 1920 og bjó þar til æviloka 1930.
Þau Jón Brandsson hófu búskap, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á öðru ári þess.
Jón lést 1895.
Steinunn lést 1930.
I. Sambúðarmaður Steinunnar (hún titluð bústýra) var Jón Brandsson bóndi í Fíflholti, f. 27. september 1828 í Oddasókn, drukknaði 8. júní 1896. Foreldrar hans voru Brandur Guðmundsson bóndi í Vestra-Fíflholti, f. 5. júní 1786 í Sigluvíkursókn, d. 1. nóvember 1860, og kona hans Þórdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1797 í Sigluvíkursókn, d. 13. apríl 1879.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Jónsson, f. 15. september 1882.
2. Lára Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1885, d. 23. júlí 1933.
3. Bjarni Jónsson, f. 27. apríl 1889, d. 11. janúar 1891.
4. Ágúst Jónsson trésmíðameistari, f. 4. ágúst 1890, d. 1. desember 1969.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.