„Blik 1974/Sigmundur Finnsson frá Uppsölum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1974 ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON <br> ==Sigmundur R. Finnsson frá Uppsölum== <br> <br> Þegar ég afræð, að Blik geymi...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 4: Lína 4:




[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>
<br>
 
==Sigmundur R. Finnsson frá Uppsölum==
 
<br>
<big><big><big><big><center>Sigmundur R. Finnsson frá Uppsölum</center> </big></big></big>
<br>
 
 
Þegar ég afræð, að Blik geymi nokkur orð um þennan Vestmannaeying, hvarflar hugur minn 30-40 ár aftur í tímann. Ég stjórnaði Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum og við starfræktum hann á leiguhúsnæði hans að [[Breiðablik]]i, gamla íhúðarhúsi [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]], en þá orðið eign [[Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja|Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja]]. Einn af nemendum mínum á árunum 1937—1940 var Sigmundur Ragnar Finnsson í Uppsölum. <br>
Þegar ég afræð, að Blik geymi nokkur orð um þennan Vestmannaeying, hvarflar hugur minn 30-40 ár aftur í tímann. Ég stjórnaði Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum og við starfræktum hann á leiguhúsnæði hans að [[Breiðablik]]i, gamla íhúðarhúsi [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]], en þá orðið eign [[Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja|Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja]]. Einn af nemendum mínum á árunum 1937—1940 var Sigmundur Ragnar Finnsson í Uppsölum. <br>
Síðan Sigmundur R. Finnsson útskrifaðist gagnfræðingur úr skólanum, hefur ýmislegt sögulegt á daga hans drifið. Og hann hefur vissulega átt sigri að fagna á býsna sérstæðri ævibraut, enda má ég vekja athygli á því, að þessi nemandi minn hefur gætt jafnan vel „þess kjarna, sem liggur innst“.  <br>
Síðan Sigmundur R. Finnsson útskrifaðist gagnfræðingur úr skólanum, hefur ýmislegt sögulegt á daga hans drifið. Og hann hefur vissulega átt sigri að fagna á býsna sérstæðri ævibraut, enda má ég vekja athygli á því, að þessi nemandi minn hefur gætt jafnan vel „þess kjarna, sem liggur innst“.  <br>
Árið 1952 fluttist Sigmundur R. Finnsson til Ástralíu. Hefur hann dvalizt þar síðan. Í þessu fjarlæga landi hefur hann vissulega átt nokkuð sérlegu hlutverki að gegna. Þar hefur hann verið þjóð sinni þarfur þjónn og mesti sómakarl. Einn af kunnustu sérfræðingum landsins og mikill áhugamaður um velferð landa sinna, skrifaði mér á s.l. ári og vakti hjá mér athygli á því velferðarstarfi, sem Sigmundur Ragnar, þessi fyrrv. nemandi minn, hefur innt af hendi til hjálpar og heilla löndum sínum og okkar allra, þegar þeir vegalitlir hafa flutzt til þessa fjarlæga lands, stundum með konu og börn í eftirdragi. Þau mistök margra þeirra verða ekki skilgreind hér. En þarna hefur Sigmundur Ragnar og kona hans, sem er ensk, lagt mörgum íslenzkum fyrirhyggjulitlum ferðalang og „landnámsmanni“ hjálparhönd og reynzt óbrigðular hjálparhellur í raun og neyð, og ekki þá sízt á landflóttatímabilinu 1960-1970, þegar ótrúlega margir Íslendingar létu ginnast og hugðust grípa gæsina fyrirhafnarlítið í þessu fjarlæga landi. <br>
Árið 1952 fluttist Sigmundur R. Finnsson til Ástralíu. Hefur hann dvalizt þar síðan. Í þessu fjarlæga landi hefur hann vissulega átt nokkuð sérlegu hlutverki að gegna. Þar hefur hann verið þjóð sinni þarfur þjónn og mesti sómakarl. Einn af kunnustu sérfræðingum landsins og mikill áhugamaður um velferð landa sinna, skrifaði mér á s.l. ári og vakti hjá mér athygli á því velferðarstarfi, sem Sigmundur Ragnar, þessi fyrrv. nemandi minn, hefur innt af hendi til hjálpar og heilla löndum sínum og okkar allra, þegar þeir vegalitlir hafa flutzt til þessa fjarlæga lands, stundum með konu og börn í eftirdragi. Þau mistök margra þeirra verða ekki skilgreind hér. En þarna hefur Sigmundur Ragnar og kona hans, sem er ensk, lagt mörgum íslenzkum fyrirhyggjulitlum ferðalang og „landnámsmanni“ hjálparhönd og reynzt óbrigðular hjálparhellur í raun og neyð, og ekki þá sízt á landflóttatímabilinu 1960-1970, þegar ótrúlega margir Íslendingar létu ginnast og hugðust grípa gæsina fyrirhafnarlítið í þessu fjarlæga landi. <br>
Fyrstu árin sín í Ástralíu stundaði Sigmundur Ragnar fiskveiðar. Var hann þá ódeigur sjómaður og útvegsbóndi. Hann gerði út veglegan vélbát og aflaði vel. Margt fleira lagði hann á gjörva hönd. Um tíma var hann sölumaður og svo verkstjóri. Öll þessi störf hans reyndust honum heilladrjúgur skóli síðar, þegar hann gerðist verksmiðjueigandi og verksmiðjurekandi, eins og hann hefur verið nú um nokkurt áraskeið. <br>
Fyrstu árin sín í Ástralíu stundaði Sigmundur Ragnar fiskveiðar. Var hann þá ódeigur sjómaður og útvegsbóndi. Hann gerði út veglegan vélbát og aflaði vel. Margt fleira lagði hann á gjörva hönd. Um tíma var hann sölumaður og svo verkstjóri. Öll þessi störf hans reyndust honum heilladrjúgur skóli síðar, þegar hann gerðist verksmiðjueigandi og verksmiðjurekandi, eins og hann hefur verið nú um nokkurt áraskeið. <br>
<center>[[Mynd: 1974 b 143 A.jpg|400px|ctr]]</center>
<center>''Hjónin Sigmundur R. Finnsson og frú Cynthia Margareth Finnsson ásamt syni þeirra Finni, 14 ára.</center>
Sigmundur Ragnar Finnsson er kvæntur enskri konu, sem dvalizt hafði hér á landi um árabil. Þá kynntist hún vel íslenzkum þjóðháttum og þjóðerni. Frúin heitir Cynthia Margareth og talar og skilur íslenzkt mál mæta vel og er góður Íslendningur í orðsins bezta skilningi: Ber virðingu fyrir íslenzku máli, íslenzku þjóðerni og íslenzkum þjóðháttum. Hún hefur reynzt mörgum bágstöddum Íslendingi í þessu fjarlæga landi mikil hjálparhella við hlið eiginmanns síns. Þau hjón hafa haft vegalausar íslenzkar fjölskyldur á heimili sínu vikum saman, meðan rætzt hefur úr fyrir þeim um atvinnu og húsnæði. Og margur hefur landinn fengið atvinnu fyrir orð og gjörðir þeirra hjóna, sem eru vel kynnt og hafa áunnið sér traust og álit þeirra, sem bezt þekkja þau.  <br>
Sigmundur Ragnar Finnsson er kvæntur enskri konu, sem dvalizt hafði hér á landi um árabil. Þá kynntist hún vel íslenzkum þjóðháttum og þjóðerni. Frúin heitir Cynthia Margareth og talar og skilur íslenzkt mál mæta vel og er góður Íslendningur í orðsins bezta skilningi: Ber virðingu fyrir íslenzku máli, íslenzku þjóðerni og íslenzkum þjóðháttum. Hún hefur reynzt mörgum bágstöddum Íslendingi í þessu fjarlæga landi mikil hjálparhella við hlið eiginmanns síns. Þau hjón hafa haft vegalausar íslenzkar fjölskyldur á heimili sínu vikum saman, meðan rætzt hefur úr fyrir þeim um atvinnu og húsnæði. Og margur hefur landinn fengið atvinnu fyrir orð og gjörðir þeirra hjóna, sem eru vel kynnt og hafa áunnið sér traust og álit þeirra, sem bezt þekkja þau.  <br>
Frú Cynthia Margareth er m.a. rithöfundur og á ''víst'' rúm fyrir ritgerðir sínar í einu þekktasta tímariti þar í landi. <br>
Frú Cynthia Margareth er m.a. rithöfundur og á ''víst'' rúm fyrir ritgerðir sínar í einu þekktasta tímariti þar í landi. <br>
Lína 23: Lína 30:
Til þess að kynna sem mest og bezt íslenzkar bókmenntir, íslenzkt mál og íslenzka menningu í heild hafa þau hjón stofnað sjóð, sem nemur hundruðum þúsunda króna. Þeim sjóði er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að styrkja ástralska vísinda- eða fræðimenn til þess að nema ísIenzku og íslenzkar bókmenntir við Háskóla Íslands. Viti ég rétt, þá mun fyrsti ástralski fræðimaðurinn hefja nám í haust við Háskólann fyrir atbeina þessa sjóðs. <br>
Til þess að kynna sem mest og bezt íslenzkar bókmenntir, íslenzkt mál og íslenzka menningu í heild hafa þau hjón stofnað sjóð, sem nemur hundruðum þúsunda króna. Þeim sjóði er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að styrkja ástralska vísinda- eða fræðimenn til þess að nema ísIenzku og íslenzkar bókmenntir við Háskóla Íslands. Viti ég rétt, þá mun fyrsti ástralski fræðimaðurinn hefja nám í haust við Háskólann fyrir atbeina þessa sjóðs. <br>
Ekki væri það að ófyrirsynju að gera nokkra grein fyrir ættarstofnum Sigmundar Ragnars Finnssonar. <br>
Ekki væri það að ófyrirsynju að gera nokkra grein fyrir ættarstofnum Sigmundar Ragnars Finnssonar. <br>
Árið 1883 flytur [[Sigmundur Finnsson frá Hjörleifshöfða|Sigmundur Finnsson]] afi hans frá Hjörleifshöfða til Vestmannaeyja. Hann var sonur Finns bónda Þorsteinssonar í Álftagróf í Mýrdal og konu hans Guðrúnar Sigmundsdóttur „snikkara“ í Reykjavík Jónssonar prests í Langholti í Meðallandi. <br>
Árið 1883 flytur [[Sigmundur Finnsson (Uppsölum)|Sigmundur Finnsson]] afi hans frá Hjörleifshöfða til Vestmannaeyja. Hann var sonur Finns bónda Þorsteinssonar í Álftagróf í Mýrdal og konu hans Guðrúnar Sigmundsdóttur „snikkara“ í Reykjavík Jónssonar prests í Langholti í Meðallandi. <br>
Árið 1886, þegar Sigmundur Finnsson hafði dvalizt í Eyjum um þriggja ára skeið, kvæntist hann [[Ragnhildur Sveinsdóttir frá Háagarði|Ragnhildi Sveinsdóttur]] [[Sveinn Sveinsson í Háagarði| bónda og formanns Sveinssonar]] í [[Háigarður|Háagarði]]. Hún var þá bústýra á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] og hann vinnumaður þar í hverfinu. <br>
Árið 1886, þegar Sigmundur Finnsson hafði dvalizt í Eyjum um þriggja ára skeið, kvæntist hann  
[[Ragnheiður Sveinsdóttir (Háagarði)|Ragnheiði Sveinsdóttur]]¹) [[Sveinn Sveinsson (Háagarði)| bónda og formanns Sveinssonar]] í [[Háigarður|Háagarði]]. Hún var þá bústýra á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] og hann vinnumaður þar í hverfinu. <br>
Brátt eftir giftinguna settust ungu hjónin að í [[Uppsalir|Uppsalahúsinu]], gamla sýslumannsbústaðnum, nú nr. 51 við [[Vestmannabraut]], endurbyggt og breytt. <br>
Brátt eftir giftinguna settust ungu hjónin að í [[Uppsalir|Uppsalahúsinu]], gamla sýslumannsbústaðnum, nú nr. 51 við [[Vestmannabraut]], endurbyggt og breytt. <br>
Hinn 29. jan. 1889 fæddist ungu hjónunum sveinbarn. Það var „vatni ausið“ og skírt Finnur Jósep. – [[Finnur Sigmundsson|Finnur Jósep Sigmundsson]] var meðal þekktustu borgara í Vestmannaeyjum um tugi ára eftir að við hjónin settumst að í kaupstaðnum. <br>
Hinn 29. jan. 1889 fæddist ungu hjónunum sveinbarn. Það var „vatni ausið“ og skírt Finnur Jósep. – [[Finnur Sigmundsson (Uppsölum)|Finnur Jósep Sigmundsson]] var meðal þekktustu borgara í Vestmannaeyjum um tugi ára eftir að við hjónin settumst að í kaupstaðnum. <br>
Hinn 16. des. 1921 kvæntist Finnur Jósep í Uppsölum stúlku austan úr Vopnafirði. Hún hét [[Þórunn Einarsdóttir í Uppsölum|Þórunn Einarsdóttir]] bónda Jóhannssonar frá Viðvík á Digranesi þar í byggð. Þau hjón Finnur og Þórunn voru á sínum tíma kunn sæmdarhjón hér í kaupstaðnum. - Þau eignuðust þrjú börn: <br>
Hinn 16. des. 1921 kvæntist Finnur Jósep í Uppsölum stúlku austan úr Vopnafirði. Hún hét [[Þórunn Einarsdóttir (Uppsölum)|Þórunn Einarsdóttir]] bónda Jóhannssonar frá Viðvík á Digranesi þar í byggð. Þau hjón Finnur og Þórunn voru á sínum tíma kunn sæmdarhjón hér í kaupstaðnum. - Þau eignuðust þrjú börn: <br>
1. [[Flosi Finnsson]], f. 2. júní 1922. Hann býr í íbúðarhúsi því, sem foreldrar hans byggðu og bjuggu í á sínum árum hér í kaupstaðnum, Uppsölum, nr. 7 við [[Faxastígur|Faxastíg]]. Flosi Finnsson er ókvæntur. <br>
1. [[Flosi Finnsson]], f. 2. júní 1922. Hann býr í íbúðarhúsi því, sem foreldrar hans byggðu og bjuggu í á sínum árum hér í kaupstaðnum, Uppsölum, nr. 7 við [[Faxastígur|Faxastíg]]. Flosi Finnsson er ókvæntur. <br>
2. [[Sigmundur Finnsson|Sigmundur Ragar Finnsson]] sem hér er getið um lítilsháttar, f. 19. okt. 1923. <br>
2. [[Sigmundur Finnsson|Sigmundur Ragnar Finnsson]] sem hér er getið um lítilsháttar, f. 19. okt. 1923. <br>
3. [[Steina Finnsdóttir|Steina Margrét Finnsdóttir]], f. 10. júní 1926. Hún er gift [[Friðrik Haraldsson|Friðrik Haraldssyni]], bakarameistara frá [[Sandur|Sandi]] ([[Strandvegur|Strandstíg]] 63) hér í kaupstaðnum. Þau hjón eru búsett í Kópavogi. <br>
3. [[Steina Finnsdóttir (Uppsölum)|Steina Margrét Finnsdóttir]], f. 10. júní 1926. Hún er gift [[Friðrik Haraldsson (Sandi)|Friðrik Haraldssyni]], bakarameistara frá [[Sandur|Sandi]] ([[Strandvegur|Strandstíg]] 63) hér í kaupstaðnum. Þau hjón eru búsett í Kópavogi. <br>
Hjónin Finnur og Þórunn í Uppsölum ólu upp bróðurson frú Þórunnar. Það er hinn góðkunni samborgari okkar Eyjamanna, [[Jón Bergmann Júlíusson]], trésmíðameistari, sem enn er búsettur í Keflavík síðan eldgosið brauzt út á Heimaey.
Hjónin Finnur og Þórunn í Uppsölum ólu upp bróðurson frú Þórunnar. Það er hinn góðkunni samborgari okkar Eyjamanna, [[Jón Bergmann Júlíusson]], trésmíðameistari, sem enn er búsettur í Keflavík síðan eldgosið brauzt út á Heimaey.
::::::::Vm. 31. júlí 1974.
:::::::::::::Vm. 31. júlí 1974.
 
{{Blik}}
 


 
¹) ''Heimaslóð, leiðrétting''.
 
 
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 8. apríl 2022 kl. 21:45

Efnisyfirlit 1974



ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


Sigmundur R. Finnsson frá Uppsölum


Þegar ég afræð, að Blik geymi nokkur orð um þennan Vestmannaeying, hvarflar hugur minn 30-40 ár aftur í tímann. Ég stjórnaði Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum og við starfræktum hann á leiguhúsnæði hans að Breiðabliki, gamla íhúðarhúsi Gísla J. Johnsen, en þá orðið eign Iðnaðarmannafélags Vestmannaeyja. Einn af nemendum mínum á árunum 1937—1940 var Sigmundur Ragnar Finnsson í Uppsölum.
Síðan Sigmundur R. Finnsson útskrifaðist gagnfræðingur úr skólanum, hefur ýmislegt sögulegt á daga hans drifið. Og hann hefur vissulega átt sigri að fagna á býsna sérstæðri ævibraut, enda má ég vekja athygli á því, að þessi nemandi minn hefur gætt jafnan vel „þess kjarna, sem liggur innst“.
Árið 1952 fluttist Sigmundur R. Finnsson til Ástralíu. Hefur hann dvalizt þar síðan. Í þessu fjarlæga landi hefur hann vissulega átt nokkuð sérlegu hlutverki að gegna. Þar hefur hann verið þjóð sinni þarfur þjónn og mesti sómakarl. Einn af kunnustu sérfræðingum landsins og mikill áhugamaður um velferð landa sinna, skrifaði mér á s.l. ári og vakti hjá mér athygli á því velferðarstarfi, sem Sigmundur Ragnar, þessi fyrrv. nemandi minn, hefur innt af hendi til hjálpar og heilla löndum sínum og okkar allra, þegar þeir vegalitlir hafa flutzt til þessa fjarlæga lands, stundum með konu og börn í eftirdragi. Þau mistök margra þeirra verða ekki skilgreind hér. En þarna hefur Sigmundur Ragnar og kona hans, sem er ensk, lagt mörgum íslenzkum fyrirhyggjulitlum ferðalang og „landnámsmanni“ hjálparhönd og reynzt óbrigðular hjálparhellur í raun og neyð, og ekki þá sízt á landflóttatímabilinu 1960-1970, þegar ótrúlega margir Íslendingar létu ginnast og hugðust grípa gæsina fyrirhafnarlítið í þessu fjarlæga landi.
Fyrstu árin sín í Ástralíu stundaði Sigmundur Ragnar fiskveiðar. Var hann þá ódeigur sjómaður og útvegsbóndi. Hann gerði út veglegan vélbát og aflaði vel. Margt fleira lagði hann á gjörva hönd. Um tíma var hann sölumaður og svo verkstjóri. Öll þessi störf hans reyndust honum heilladrjúgur skóli síðar, þegar hann gerðist verksmiðjueigandi og verksmiðjurekandi, eins og hann hefur verið nú um nokkurt áraskeið.

ctr


Hjónin Sigmundur R. Finnsson og frú Cynthia Margareth Finnsson ásamt syni þeirra Finni, 14 ára.


Sigmundur Ragnar Finnsson er kvæntur enskri konu, sem dvalizt hafði hér á landi um árabil. Þá kynntist hún vel íslenzkum þjóðháttum og þjóðerni. Frúin heitir Cynthia Margareth og talar og skilur íslenzkt mál mæta vel og er góður Íslendningur í orðsins bezta skilningi: Ber virðingu fyrir íslenzku máli, íslenzku þjóðerni og íslenzkum þjóðháttum. Hún hefur reynzt mörgum bágstöddum Íslendingi í þessu fjarlæga landi mikil hjálparhella við hlið eiginmanns síns. Þau hjón hafa haft vegalausar íslenzkar fjölskyldur á heimili sínu vikum saman, meðan rætzt hefur úr fyrir þeim um atvinnu og húsnæði. Og margur hefur landinn fengið atvinnu fyrir orð og gjörðir þeirra hjóna, sem eru vel kynnt og hafa áunnið sér traust og álit þeirra, sem bezt þekkja þau.
Frú Cynthia Margareth er m.a. rithöfundur og á víst rúm fyrir ritgerðir sínar í einu þekktasta tímariti þar í landi.
Sjálfur hefur Sigmundur Ragnar stundað góða landkynningu í Ástralíu um 20 ár eða flest árin, sem hann hefur dvalizt þar. Hann er oft fenginn til þess að sýna íslenzkar kvikmyndir og landkynningarmyndir og flytja fyrirlestra um íslenzka staðhætti og atvinnulíf. Nú seinustu árin hefur verið á hann knúð að skýra með fyrirlestrum baráttu íslenzku þjóðarinnar við brezka útgerðarmenn og veiðiþjófa í íslenzkri landhelgi, þ.e. landhelgisdeilu Íslendinga við brezka útgerðarvaldið. Sigmundur hefur flutt fyrirlestra í útvarp um þessi deilumál.
Sú frétt vakti mér ánægju, að Sigmundur Ragnar hefði eitt sinn eða oftar verið fenginn í háskóla nágrennisins til þess að flytja fyrirlestra um íslenzkar fornbókmenntir.
Hann bjó sig vel undir það starf og tókst það mæta vel. Sigmundur Ragnar fullyrti við sérfræðinginn, sem skrifaði mér um Ástralíuferð sína, að vel hefði honum þá komið að liði þau fræðsluatriði, sem við gátum miðlað nemendum okkar í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum á árunum, þegar við bjuggum þá undir gagnfræðaprófið í íslenzku.
Það vakti líka mikla athygli sérfræðingsins íslenzka, sem hitti að máli fræðabróður sinn í Melbourneborg, þar sem þau hjón búa og reka stórfyrirtæki sitt, að hann vísaði ekki íslenzka sérfræðingnum til ræðismanns íslenzku þjóðarinnar þar í borginni (hann er enskur) til þess að fá nauðsynlega fyrirgreiðslu, heldur til Sigmundar Ragnars og konu hans.
Í verksmiðju sinni í Melbourne í Victoríufylki framleiða þau hjón margs kyns matvörur, sem mörg fyrirtæki í landinu selja fyrir þau. Vörurnar eru með framleiðslumerki þeirra hjóna, eins og Sigmundur Ragnar orðar það í bréfi til mín. En mér er tjáð af öðrum, að nafn frúarinnar sé aðalvörumerkið, sem vekur mjög athygli og er talið auka sölu varanna, svo að um munar. Þetta eru m.a. þekktar brauðvörur, sem framleiddar eru þar í 14 brauðgerðardeildum og seldar í sjúkrahús, skóla, „megrunarklúbba“ o.s.frv. - Hundruð karla og kvenna vinna að þessari framleiðslu hjá þeim hjónum.
Nýlega hafa framleiðsluvörur þeirra hlotið þá viðurkenningu, að amerískur og brezkur markaður stendur þeim opinn, svo að þau geta selt þær þar, þegar þau æskja þess. Þannig mega þau framleiða fyrir heimsmarkaðinn.
Til þess að kynna sem mest og bezt íslenzkar bókmenntir, íslenzkt mál og íslenzka menningu í heild hafa þau hjón stofnað sjóð, sem nemur hundruðum þúsunda króna. Þeim sjóði er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að styrkja ástralska vísinda- eða fræðimenn til þess að nema ísIenzku og íslenzkar bókmenntir við Háskóla Íslands. Viti ég rétt, þá mun fyrsti ástralski fræðimaðurinn hefja nám í haust við Háskólann fyrir atbeina þessa sjóðs.
Ekki væri það að ófyrirsynju að gera nokkra grein fyrir ættarstofnum Sigmundar Ragnars Finnssonar.
Árið 1883 flytur Sigmundur Finnsson afi hans frá Hjörleifshöfða til Vestmannaeyja. Hann var sonur Finns bónda Þorsteinssonar í Álftagróf í Mýrdal og konu hans Guðrúnar Sigmundsdóttur „snikkara“ í Reykjavík Jónssonar prests í Langholti í Meðallandi.
Árið 1886, þegar Sigmundur Finnsson hafði dvalizt í Eyjum um þriggja ára skeið, kvæntist hann Ragnheiði Sveinsdóttur¹) bónda og formanns Sveinssonar í Háagarði. Hún var þá bústýra á Kirkjubæ og hann vinnumaður þar í hverfinu.
Brátt eftir giftinguna settust ungu hjónin að í Uppsalahúsinu, gamla sýslumannsbústaðnum, nú nr. 51 við Vestmannabraut, endurbyggt og breytt.
Hinn 29. jan. 1889 fæddist ungu hjónunum sveinbarn. Það var „vatni ausið“ og skírt Finnur Jósep. – Finnur Jósep Sigmundsson var meðal þekktustu borgara í Vestmannaeyjum um tugi ára eftir að við hjónin settumst að í kaupstaðnum.
Hinn 16. des. 1921 kvæntist Finnur Jósep í Uppsölum stúlku austan úr Vopnafirði. Hún hét Þórunn Einarsdóttir bónda Jóhannssonar frá Viðvík á Digranesi þar í byggð. Þau hjón Finnur og Þórunn voru á sínum tíma kunn sæmdarhjón hér í kaupstaðnum. - Þau eignuðust þrjú börn:
1. Flosi Finnsson, f. 2. júní 1922. Hann býr í íbúðarhúsi því, sem foreldrar hans byggðu og bjuggu í á sínum árum hér í kaupstaðnum, Uppsölum, nr. 7 við Faxastíg. Flosi Finnsson er ókvæntur.
2. Sigmundur Ragnar Finnsson sem hér er getið um lítilsháttar, f. 19. okt. 1923.
3. Steina Margrét Finnsdóttir, f. 10. júní 1926. Hún er gift Friðrik Haraldssyni, bakarameistara frá Sandi (Strandstíg 63) hér í kaupstaðnum. Þau hjón eru búsett í Kópavogi.
Hjónin Finnur og Þórunn í Uppsölum ólu upp bróðurson frú Þórunnar. Það er hinn góðkunni samborgari okkar Eyjamanna, Jón Bergmann Júlíusson, trésmíðameistari, sem enn er búsettur í Keflavík síðan eldgosið brauzt út á Heimaey.

Vm. 31. júlí 1974.

¹) Heimaslóð, leiðrétting.