„Guðmundur Ingvarsson (Sunnudal)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 14: Lína 14:
I. Kona Guðmundar, (20. júní 1931), var [[Clara Lambertsen]] húsfreyja, f. 15. desember 1909 í Reykjavík, d. 6. júní 1993.<br>
I. Kona Guðmundar, (20. júní 1931), var [[Clara Lambertsen]] húsfreyja, f. 15. desember 1909 í Reykjavík, d. 6. júní 1993.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Jóhann Guðmundsson (Sunnudal)|Jóhann Ingvar Guðmundsson]], f. 15. maí 1932 í Stakkagerði, d. 23. janúar 2002. Kona hans Guðbjörg Kristjánsdóttir.<br>
1. [[Jóhann Guðmundsson (Sunnudal)|Jóhann Ingvar Guðmundsson]], f. 15. maí 1932 í Stakkagerði, d. 23. janúar 2002. Kona hans [[Guðbjörg Kristjánsdóttir (Sóleyjartungu)|Guðbjörg Kristjánsdóttir]].<br>
2. [[Steinn Guðmundsson (Sunnudal)|Steinn Guðmundsson]] rennismiður, bifreiðasmiður, f. 15. maí 1933 á Minna-Hofi á Rangárvöllum. Kona hans Guðbjörg S. Petersen.
2. [[Steinn Guðmundsson (Sunnudal)|Steinn Guðmundsson]] rennismiður, bifreiðasmiður, f. 15. maí 1933 á Minna-Hofi á Rangárvöllum. Kona hans Guðbjörg S. Petersen.
{{Heimildir|
{{Heimildir|

Núverandi breyting frá og með 9. janúar 2022 kl. 15:40

Guðmundur Ingvarsson.

Guðmundur Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, verkamaður, verslunarmaður fæddist þar 25. ágúst 1904 og lést 10. maí 1986.
Foreldrar hans voru Ingvar Ólafsson bóndi, f. 26. apríl 1868 á Voðmúlastöðum í Landeyjum, d. 16. apríl 1942, og kona hans Sigríður Steinsdóttir frá Minna-Hofi, húsfreyja, ljósmóðir, f. þar 29. desember 1872, d. 13. maí 1956.

Bræður Guðmundar í Eyjum voru:
1. Steinn Ingvarsson á Múla, bóndi, verkamaður, framfærslufulltrúi, ráðsmaður Sjúkrahússins, f. 23. október 1892 á Minna-Hofi, d. 1. mars 1983.
2. Ólafur Karel Ingvarsson verslunarmaður, f. 27. júní 1902 á Minna-Hofi, d. 6. ágúst 1959.

Guðmundur var með foreldrum sínum á Minna-Hofi í æsku.
Hann fluttist til Eyja 1930, var verkamaður, bjó í Langholti við Vestmannabraut 48A á því ári og við giftingu þeirra Clöru 1931. Hann var verkamaður hjá Ársæli Sveinssyni, bifreiðastjóri, síðar afgreiðslumaður í verslun Neytendafélagsins og í Kaupfélaginu.
Þau Clara giftu sig 1931, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Stakkagerði, fluttust að Minna-Hofi síðla árs 1932 og bjuggu þar hjá foreldrum Guðmundar til 1935.
Þau bjuggu í Framnesi við Vesturveg 3b 1935-1939, á Vesturhúsum vestri 1939-1946, bjuggu síðan og lengst í Sunnudal.
Guðmundur lést 1986 og Clara 1993.

I. Kona Guðmundar, (20. júní 1931), var Clara Lambertsen húsfreyja, f. 15. desember 1909 í Reykjavík, d. 6. júní 1993.
Börn þeirra:
1. Jóhann Ingvar Guðmundsson, f. 15. maí 1932 í Stakkagerði, d. 23. janúar 2002. Kona hans Guðbjörg Kristjánsdóttir.
2. Steinn Guðmundsson rennismiður, bifreiðasmiður, f. 15. maí 1933 á Minna-Hofi á Rangárvöllum. Kona hans Guðbjörg S. Petersen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 17. júní 1993. Minning Clöru.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.