Clara Lambertsen
Clara Lambertsen húsfreyja á Sunnuhvoli fæddist 15. desember 1909 í Reykjavík og lést 6. júní 1993 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Jakob Jóhann Andreasson Lambertsen verslunarmaður, kaupmaður ættaður frá Römö á Suður-Jótlandi, f. 23. ágúst 1877 í Reyðarfirði, d. 26. ágúst 1922 í Reykjavík, og kona hans Jenný Catherine Lambertsen saumakona í Reykjavík og í Danmörku, ættuð frá Römö, fædd Jensen, 8. desember 1878, d. 19. maí 1974.
Clara var með foreldrum sínum í Reykjavík, en faðir hennar lést, er hún var tólf ára. Móðir hennar futti með börnin til Danmerkur. Clara sneri til Íslands, er hún var 17 ára, flutti til Eyja 1927, dvaldi um skeið hjá Magneu Sjöberg.
Clara vann verslunarstörf, bjó í Langholti við Vetmannabraut 48A 1927 og við giftingu.
Þau Clara giftu sig 1931, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Stakkagerði, fluttust að Minna-Hofi síðla árs 1932 og bjuggu þar hjá foreldrum Guðmundar til 1935.
Þau bjuggu í Framnesi við Vesturveg3b 1935-1939, á Vesturhúsum vestri 1939-1946, bjuggu síðan og lengst í Sunnudal við Kirkjuveg 28.
Guðmundur lést 1986.
Clara bjó að síðustu í Hraunbúðum og lést 1993 á Sjúkrahúsinu.
I. Maður Clöru, (20. júní 1931), var Guðmundur Ingvarsson verkamaður, verslunarmaður, f. 25. ágúst 1904, d. 10. maí 1986.
Börn Clöru og Guðmundar:
1. Jóhann Ingvar Guðmundsson flugvallarstjóri, f. 15. maí 1932 í Stakkagerði, d. 23. janúar 2002. Kona hans Guðbjörg Kristjánsdóttir.
2. Steinn Guðmundsson rennismiður, bifreiðasmiður, f. 15. maí 1933 á Minna-Hofi á Rangárvöllum. Kona hans Guðbjörg S. Petersen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 17. júní 1993. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.