Steinn Ingvarsson (Múla)
Steinn Ingvarsson á Múla, bóndi, verkamaður, framfærslufulltrúi fæddist 23. október 1892 að Minna-Hofi á Rangárvöllum og lést 1. mars 1983.
Foreldrar hans voru Ingvar Ólafsson bóndi, bókbindari, f. 26. apríl 1868 á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum, d. 16. apríl 1942, og kona hans Sigríður Steinsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 29. desember 1872 á Minna-Hofi, d. 13. maí 1956.
Bræður Steins í Eyjum voru:
1. Ólafur Karel Ingvarsson verslunarmaður, f. 27. júní 1902, d. 6. ágúst 1959.
2. Guðmundur Ingvarsson verslunarmaður, f. 25. ágúst 1904, d. 10. mars 1986.
Steinn var með foreldrum sínum til fullorðinsára. Hann varð bóndi á Reynifelli á Rangárvöllum 1921-1924.
Hann fluttist til Eyja 1924 og giftist Þorgerði á því ári. Þau eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Múla á giftingarári sínu og við fæðingu Sigríðar 1925, en stutt skeið bjuggu þau á Gunnarshólma. Þau voru komin á Múla 1928 og bjuggu þar síðan.
Steinn var verkamaður í Eyjum, dyravörður við kvikmyndasýningar í Samkomuhúsinu árum saman, varð framfærslufulltrúi bæjarfélagsins og ráðsmaður Sjúkrahússins 1938-1962.
Steinn lést 1983 og Þorgerður 1990.
I. Kona Steins, (10. maí 1924), var Þorgerður Vilhjálmsdóttir frá Múla, húsfreyja, f. 12. ágúst 1903 á Oddsstöðum, d. 29. september 1990.
Börn þeirra:
1. Sigríður Steinsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1925. Maður hennar var Sveinn Hróbjartur Magnússon sjómaður, smiður, lögreglumaður, handavinnukennari, f. 22. júlí 1921, d. 26. september 2008.
2. Jóna Guðbjörg Steinsdóttir, f. 6. júní 1928, d. 30. janúar 2019. Maður hennar er Hilmar Guðlaugsson múrari, f. 2. desember 1930, d. 30. janúar 2019.
3. Guðbjörg Þóra Steinsdóttir, f. 20. mars 1931. Maður hennar var Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, f. 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019.
4. Guðrún Steinsdóttir, f. 22. september 1935, d. 7. október 2017. Maður hennar er Jóhann Guðmundur Ólafsson sjómaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935, d. 7. október 2007.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.