„Jón Guðmundsson (Dal)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jón Guðmundsson''' frá Steinum u. Eyjafjöllum, sjómaður í Dal og á Seljalandi fæddist 19. september 1878 og lést 20. mars 1915, varð bráðkvaddur niðri...) |
m (Verndaði „Jón Guðmundsson (Dal)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 3. júlí 2020 kl. 11:01
Jón Guðmundsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, sjómaður í Dal og á Seljalandi fæddist 19. september 1878 og lést 20. mars 1915, varð bráðkvaddur niðri í fiskikró.
Faðir Jóns var Guðmundur bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 28. júlí 1840, d. 23. febrúar 1885, varð bráðkvaddur í tröðunum heim að Stakkagerði, Helgason bónda í Steinum 1845, f. 1795 í Kálfhaga í Kaldaðarnessókn, d. 10. apríl 1863, Guðmundssonar bónda í Kálfhaga 1801, f. 1752, d. 7. maí 1824, Jónssonar og 2. konu Guðmundar í Kálfhaga.
Móðir Guðmundar Helgasonar og kona Helga í Steinum var Margrét húsfreyja í Steinum 1845, f. 10. maí 1798, d. 23. júlí 1890, Jónsdóttir bónda í Björnskoti undir Eyjafjöllum 1801, Björnssonar og konu Jóns Björnssonar, Geirlaugar Gottsveinsdóttur húsfreyju, f. 1760, d. 11. október 1825.
Móðir Jóns í Dal og kona Guðmundar Helgasonar var Margrét húsfreyja í Steinum, f. 3. október 1840, d. 2. júlí 1905, Eiríksdóttir bónda á Lambhúshóli undir Eyjafjöllum 1845, f. í Skálakoti 30. júní 1787, d. 6. október 1848, Einarssonar bónda í Miðskála 1801, f. 1758, d. 4. september 1819, Sighvatssonar og konu Einars, Guðrúnar húsfreyju, f. 1759, d. 11. júlí 1843, Eiríksdóttur.
Móðir Margrétar í Steinum og kona Eiríks á Lambhúshóli var Margrét húsfreyja á Lambhúshóli 1840, skírð 29. september 1799 í Efra-Hólakoti, d. 13. júní 1873, Eyjólfsdóttir, og konu Eyjólfs, Margrétar húsfreyju í Efra-Hólakoti u. Eyjafjöllum 1801, f. 9. október 1769 á Harða-Velli u. Eyjafjöllum, Pétursdóttur.
Guðmundur, faðir Jóns í Dal, var bróðir Jóns í Steinum, föður
1. Sveins Jónssonar, (Sveins gamla í Völundi), smiðs á Sveinsstöðum, föður Ársæls Sveinssonar og þeirra systkina og
2. Helga Jónssonar í Steinum og
3. Ísleifs Jónssonar í Nýjahúsi.
Margrét Eiríksdóttir húsfreyja í Steinum, var systir
I. Eyjólfs föður þeirra systkina:
1. Rósu í Þorlaugargerði,
2. Jóels á Sælundi,
3. Guðjóns á Kirkjubæ,
4. Gísla á Búastöðum og
5. Margrétar í Gerði.
Börn Margrétar og Guðmundar í Eyjum:
1. Helgi Guðmundsson í Dalbæ.
2. Jón Guðmundsson í Dal og á Seljalandi.
3. Geirlaug Guðmundsdóttir í Ártúni.
Jón var með foreldrum sínum, en faðir hans lést 1885. Hann var með ekkjunni móður sinni í Klömbrum 1890, sjómaður á Stokkseyri 1901.
Hann fluttist til Eyja frá Reykjavík 1910, var sjómaður í Dal á því ári með bústýrunni Jónínu Einarsdóttur.
Þau giftust 1911, voru komin í nýbyggt hús sitt Seljaland 1912, eignuðust þar tvö börn.
Jón lést 1915.
I. Kona Jóns, (19. febrúar 1911), var Jónína Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1885 í Hlíð u. Eyjafjöllum, d. 22. september 1968.
Börn þeirra:
1. Einar Jónsson sjómaður, f. 17. apríl 1911, d. 30. apríl 1981.
2. Guðmunda Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 16. mars 1914, d. 23. september 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.