„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002/ Við Vestmannaeyjahöfn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center>'''HELGI BERNÓDUSSON'''</center><br> <big><big><big><center>'''Við Vestmannaeyjahöfn'''</center></big></big></big><br> <big><center>'''Spjallað við Sigga á Löndum og G...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá 3 notendum)
Lína 1: Lína 1:
<center>'''HELGI BERNÓDUSSON'''</center><br>
<center>'''[[HELGI BERNÓDUSSON]]'''</center><br>


<big><big><big><center>'''Við Vestmannaeyjahöfn'''</center></big></big></big><br>
<big><big><big><center>'''Við Vestmannaeyjahöfn'''</center></big></big></big><br>
<big><center>'''Spjallað við Sigga á Löndum og Guðbjörgu, konu hans, um lífið í Eyjum og störf Sigga við höfnina 1942-75'''</center></big><br><br>
<big><center>'''Spjallað við Sigga á Löndum og Guðbjörgu, konu hans, um lífið í Eyjum og störf Sigga við höfnina 1942-75'''</center></big><br>
   
   
S
[[Sigurður Kristinsson]], „Siggi á Löndum“, eins og hann er jafnan kallaður, er einn þeirra Vestmanneyinga sem ekki fluttust aftur til Eyja eftir gosið 1973, heldur settust að uppi á fastalandinu, í Hafnarfirði, og fékk sér þar nýja vinnu. Hann vann um 20 síðustu ár starfsævi sinnar í Glerborg í Hafnarfirði, svo vel látinn þar að hann hætti ekki störfum þótt hann væri kominn yfir aldursmörkin, og ekki fyrr en hann varð fyrir vinnuslysi árið 1992. En fram að eldgosinu hafði hann helgað Vestmannaeyjahöfn nær alla sína starfskrafta. Þangað var hann ráðinn 1942 og lét af störfum 1975. Hann vann tvö ár í Eyjum eftir gosið en hafði ekki fasta búsetu, hafði herbergi í Vinnslustöðinni þegar hann var við vinnu. [[Mynd:Fjölskyldan á Eystri- Löndum.png|500px|center|thumb|Fjölskyldan á Eystri-Löndum: Ásta, Rósa, Siggi og Rúna rneð foreldrum sínum, Oktavíu Jóhannsdóttur og Kristni Sigurðssyni]]Hús hans og [[Guðbjörg Bergmundsdóttir|Guðbjargar Bergmundsdóttur]], konu hans, á Landagötu 18 fór undir hraun. Þeim fór eins og mörgum öðrum þá að þau gátu vart hugsað sér aðra búsetu á Heimaey en í gamla austurbænum. Það var yfir götuna að fara fyrir Sigga að æskuheimili hans, [[Eystri-Lönd|Eystri-Löndum]]. Og Guðbjörg er lika rótgróin Vestmanneyingur, fædd 16. nóv. 1922 í Sjávargötu, og í Eyjum bjuggu og störfuðu foreldrar hennar, Bergmundur Arnbjörnsson (frá [[Presthús|Presthúsum]] og síðar [[Hvíld]]) og Elín Björnsdóttir (fluttist til Eyja frá Norðfirði), bjuggu síðast í [[Nýborg]] og voru oft kennd við það hús. Guðbjörg vann á yngri árum við ýmis störf, var nokkurn tíma á saumastofu í [[Ráðagerði]] sem Sigríður Vigfúsdóttir frá Holti rak og stýrði.<br>[[Mynd:Siggi og Guðbjörg í sumarferð með vinum og kunningjum í Þórsmörk 1947.png|300px|thumb|Siggi og Guðbjörg í sumarferð með vinum og kunningjum í Þórsmörk 1947. Fyrir ofan þau sitja (frá vinstri): Eyjólfur á Garðsstöðum, Jón Scheving og Leifi og Anna í Laufási]][[Mynd:Systkinin á Löndum fyrir fáeinum árum.png|300px|thumb|Systkinin á Löndum fyrir fáeinum árum: F.v.: Rúna, Ásta og Rósa (Nú látin), og Siggi]]
igurður Kristinsson, „Siggi á Löndum", eins og hann er jafnan kallaður, er einn þeirra Vestmanneyinga sem ekki fluttust aftur til Eyja eftir gosið 1973, heldur settust að uppi á fastalandinu, í Hafnarfirði, og fékk sér þar nýja vinnu. Hann vann um 20 síðustu áf starfsævi sinnar í Glerborg í Hafnarfirði, svo vel látinn þar að hann hætti ekki störfum þótt hann væri kominn yfir aldursmörkin, og ekki fyrr en hann varð fyrir vinnuslysi árið 1992. En fram að eldgosinu hafði hann helgað Vestmannaeyjahöfn nær alla sína starfskrafta. Þangað var hann ráðinn 1942 og lét af störfum 1975. Hann vann tvö ár í Eyjum eftir gosið en hafði ekki fasta búsetu, hafði herbergi í Vinnslustöðinni þegar hann var við vinnu. Htis hans og Guðbjargar Bergmundsdóttur, konu hans, á Landagötu 18 fór undir hraun. Þeim fór eins og mörgum öðrum þá að þau gátu vart hugsað sér aðra búsetu á Heimaey en í gamla austurbænum. Það var yfir götuna að fara fyrir Sigga að æskuheimili hans, Eystri-Löndum. Og Guðbjörg er lika rótgróin Vest-manneyingur, fædd 16. nóv. 1922 í Sjávargötu, og
Það er gott að heimsækja þau hjón á Breiðvang 8 í Hafnarfirði. Þar er margt sem minnir á Eyjar, myndir og málverk á veggjum af kunnuglegum fjöllum, húsagötum og bryggjum. Guðbjörg er rausnarleg í veitingum, viðræðugóð, glögg og minnug, ekki síst á fólk.<br>
Siggi fer sér hægt, er glettinn og góðviljaður í viðræðu. Hann er mikill kvæðamaður, kann urmul af kveðskap og minnið á því sviði svíkur ekki. Það eru bæði góðskáldin, rímnaþrautir og gamanbragir úr Eyjum sem Ieika honum á tungu. Minnstu tilefni hversdagslífsins kveikja kvæði eða vísu í huga hans og þá stendur romsan upp úr honum!<br><br>
'''Frá Löndum.'''<br>
Sigurður Yngvi, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 11. júní 1919 og verður því 83 ára í sumar. Heilsan gæti verið betri en Siggi ber sig vel, and-litsfallið óvenjulegt, svipurinn mikill.<br>
Foreldrar hans voru [[Kristinn Sigurðsson (Löndum)|Kristinn Sigurðsson]] á Eystri-Löndum og [[Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir (Löndum)|Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir]]. Hún var frá Efri-Hömrum í Holtum. Siggi er einkasonur þeirra en hann átti þrjár systur, Ástu (Ásta Jóhanna), fædd 1916, gift [[Garðar Sigurjónsson (rafveitustjóri)|Garðari Sigurjónssyni]] rafveitustjóra, hún hefur alla tíð búið í Eyjum, Rúnu (Sigrún Lilja), fædd 1921, sömuleiðis alla tíð búið í Eyjum og síðast unnið á elliheimilinu, ógift en deildi lengi heimili með þriðju systurinni, Rósu (Júlía Rósa), sem dó í fyrra. Hún var yngst. fædd 1924. Margir minnast hennar við afgreiðslustörf í Drífanda hjá [[Jóhann Friðfinnsson|Jóhanni Friðfinnssyni]] og síðar í kaupfélaginu við Bárugötu. Þau áttu hálfbróður, sammæðra, Jóhann Kristinsson (Ástgeirssonar á Miðhúsum) sem var alinn upp á Norðfirði og bjó síðar í Reykjavík. en sambandið við hann var gott. Þau Sigurður og Guðbjörgu giftu sig 23. apríl 1949.<br><br>
'''Austurbærinn og Norðurbærinn'''.<br>
Guðbjörg og Siggi hófu búskap á Hvoli, fyrstu hæðinni þar, leigðu af [[Hannes Hansson (Hvoli)|Hannesi Hanssyni]], sem byggði það hús, en fluttust síðar að Landagötu 18 þar sem þau bjuggu alveg fram undir gos. Þau keyptu það hús af [[Óskar Ólafsson|Óskari Ólafssyni]] pípulagningamanni 1951.<br>[[Mynd:Landagata til vesturs.png|300px|thumb|Landagata til vesturs. Vinstra megin: Gíslholt, „Hóllinn" (Landagata 18), hús Gítsta í Ríkinu og hús Guðmundar Þorsteinssonar. Hœgra megin: hús Hrólfs Ingólfssonar, Akur, Eystri-Lönd og Hraungerði. Fyrir endanum er hús Gísla Gíslasonar. Á hjólinu er Sveinn Friðriksson]][[Mynd:Í suður úr kvistglugganum á Landagötu 18.png|300px|thumb|Í suður úr kvistglugganum á Landagötu 18. Fremst er þvottahús og geymsla og sambyggður hrútakofi. Kálgarðurinn sunnan við. Ofan við túnið má sjá húsin við Grœnuhlíð, hægra megin hús Tryggva Sigurðssonar og Sirrýjar í Gíslholti og Gísla Grímssonar og Baddíar (Bjarneyjar Erlendsdóttur). Myndina tók Berginundur í ágúst 1967: þjóðhátíðarborðið er enn úti við! Gosnóttina hljóp Guðbjörg yfir túnið og í austur til að vitja um Ella, Ólöfu Helgu og litla barnið]]
A Landagötunni leið þeim vel. „Ég kunni vel við mig þar frá fyrsta degi,“ segir Guðbjörg. „Það var aðeins yfir götuna að fara til tengdaforeldra minna, Oktavíu og Kristins, þau voru svo skemmtileg og vel gefin og tóku mér alltaf svo vel. Þetta var annars svo gott kompaní, austan við okkar hús voru Óli Fúsa og Stína í Gíslholti, og svo austan við þau Hjörleifur og Þóra í Skálholti, allt miklir öðlingar, en vestan megin Gústi í Ríkinu og Elín, tengdaforeldrar Sigurgeirs pól., og svo Guðmundur og Sigga og Þráinn, sonur þeirra, þar vestar; en á móti okkur, norðan við Landagötuna var Akur, þar sem þau bjuggu Lárus og Gréta og Guðmundur sonur þeirra, yndislegir nágrannar. Norðan við Eystri-Lönd voru [[Litlu-Lönd]], sem kölluð voru, stórt hús sem byggt var utan um annað minna, þar bjuggu Axel og Fríða. Austan við Akur var Hrólfur Ingólfsson og hans fjölskylda, Olla var fyrri kona hans, sem dó svo ung og svo fyrirvaralaust, og svo Hrefna, seinni kona hans. Enn austar var systir Ollu, Beta, og Friðrik, maður hennar, og svo voru húsin [[Hof]] og [[Vatnsdalur]]. Vestan við Akur voru Eystri-Lönd þar sem auk tengdaforeldranna bjuggu tvær mágkonur mínar, Rósa og Rúna. Við hliðina á þeim var stórt hús sem stóð svolítið ofan við götuna, [[Lönd]], sem Friðrik Svipmundsson byggði. Ég man vel eftir Elínu á Löndum, ekkju Friðriks, hún var stórbrotin kona, og Ásmundi, syni þeirra og hans fjölskyldu, en þau fluttust burt á fyrstu árum mínum á Landagötunni. Enn vestar var [[Hraungerði]], þar sem blessaður öðlingurinn hann Sigurður bjó, las gleraugnalaus á tíræðisaldri, og systir hans, Ingibjörg, og stjúpsonur hennar, Sigurjón Gottskálksson.<br>
Já, þetta hverfi var eins og ein stór fjölskylda, góður vinskapur milli okkar fullorðna fólksins og svo ekki síður barnanna og unglinganna sem þarna voru. Þess vegna fannst okkur það ansi hart að þurfa að fara frá Eyjum þar sem líf okkar var í föstum og öruggum skorðum og missa af þessu góða nágrenni. Guðjón Ármann segir í gosbókinni sinni að „yfir Landagötunni var ró og festa hinnar gömlu götu“.<br>
Guðbjörg segir að sér sé goskvöldið, 22. jan. 1973, minnisstætt. „Bergmundur okkar var í Vélskólanum í Reykjavík þennan vetur en Kristinn, sonur okkar, og Ásta, kona hans, voru að byggja, og þeir feðgar, Siggi og Kristinn, voru að gera fokhelt langt fram eftir kvöldi, í ágætu veðri. Við vorum því rétt sofnuð þegar við vöknuðum upp við jarðskjálfta, rúmið hristist og við vissum ekki hvað um var að vera. En svo hringdu systurnar á Löndum og skýrðu okkur frá því hvað væri að ske. Nú, við klæddum okkur í snatri, og ég vatt mér út og hljóp yfir túnið sunnan við húsið okkar til Ella Bergs og Ólafar Helgu, en þau voru með lítið barn og bjuggu í kjallaranum hjá Magnúsi á [[Grundarbrekka|Grundarbrekku]] og Guðfinnu við Grænuhlíðina. Ég hljóp svo hratt, en var að hugsa á leiðinni: Guð almáttugur, ef jörðin rifnar undir fótum mér og ég lendi ofan í skurð! Ég hafði séð í sjónvarpinu hvaða afleiðingar jarðskjálftar gátu haft. En allt fór vel. Við fórum svo niður í [[Nýborg]] að vitja um Björn bróður minn og síðan á bryggjuna og fengum far með [[Gjafar VE600|Gjafari]] til lands. Þar um borð var margt um manninn en ég gat tyllt mér á lítið horn og sat þar alla leiðina til lands. Við vorum fyrstu dagana í Reykjavík hjá Laufeyju systur minni og Guðjóni manni hennar, frá [[Uppsalir|Uppsölum]]. En Siggi þurfti að fara fljótt aftur út í Eyjar, bæði til að sinna fénu okkar og svo til að vinna að mörgum aðkallandi verkefnum við höfnina. Við fengum svo húsnæði við Arnarhraun 3, þar sem okkur leið mjög vel, en keyptum fljótt íbúð í fjölbýlishúsi í Norðurbænum í Hafnarfirði, við Breiðvang, fluttumst þangað í apríl 1974 og þar höfum við verið sfðan!“<br>
Já, það hefur ekki verið mikið flakkið á þeim hjónum í gegnum tíðina!<br>[[Mynd:Landagata 18, suðurhlið.png|500px|center|thumb|Landagata 18, suðurhlið, skömmu eftir að Siggi og Guðbjörg fluttust þangað 1951 frá Hvoli. Sér í Gíslholt hœgra rnegin. A túnblettinum leika sér Jenna Guðjónsdóttir frá Hvoli og Kristinn Sigurðsson]]
Þau Siggi og Guðbjörg eiga tvo syni, Kristin Þóri, stýrimann og síðar trésmið í Hafnarfirði, nú umsjónarmaður Hafnarborgar, giftur Ástu Úlfarsdóttur úr Hafnarfirði, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn, og Bergmund Helga, lengi sjómann í Vestmannaeyjum, nú sendibílstjóri á Nýju sendibílastöðinni. Hann er giftur Ingibjörgu Sigurjónsdóttur og þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Fjölskyldan hefur nú nær öll safnast saman í Hafnarfirði. Þar eru báðir synir þeirra með sínum fjölskyldum, svo og Bergmundur Elli Sigurðsson smiður, systursonur Guðbjargar, sem ólst upp í Nýborg en var frá unglingsaldri hjá Guðbjörgu og Sigga á Landagötunni. Kona hans er Ólöf Helga Júlíusdóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Í nágrenni við þau í Norðurbænum býr líka Birna Berg Bernódusdóttir, systurbarn Guðbjargar, sem ólst upp með henni í Nýborg hjá Elínu og Bergmundi. Hún er gift Theódóri Þ. Bogasyni.<br><br>
'''Skólinn.'''<br>
Skólaganga Sigga var ekki löng. Hann lauk prófi frá barnaskólanum í Eyjum og seinna, um 1940, vélstjóraprófi. En starfsreynsla og lífsreynsla hafa kennt honum margt, auk þess sem hann er vel af guði gerður til líkama og sálar. Hann hafði ýmsa kennara, Ágúst Árnason í Baldurshaga, Pál Bjarnason skólastjóra, Halldór Guðjónsson og fleiri.<br>
„Minnisstæðasti kennarinn í barnaskólanum var Jes A. Gíslason, feiknagóður kennari,“ segir Siggi, „og hann var líka með okkur á KFUM-fundum, drengjafundum, ásamt Steingrími Benediktssyni og séra Sigurjóni Þ. Árnasyni. Hann var alltaf skemmtilegur og fræddi okkur um ýmislegt.<br>
Á drengjafundum var mikið sungið og lesnar fyrir okkur sögur, og svo predikað yfir okkur, að sjálfsögðu. Við sóttum spurningar fyrir fermingu upp í kirkju hjá sr. Sigurjóni, sátum uppi á háalofti, en stundum fórum við heim til prestsins upp á Ofanleiti. Okkur var skylt að sækja kirkju meðan á fermingarundirbúningi stóð.“<br><br>
'''Veiðieðlið'''.<br>
En lífið var sannarlega meira en skóli og KFUM í Vestmannaeyjum á þessum árum. Allt iðaði af fjöri í uppgangsplássi.<br>
„Við vorum hálfgerðir fjörulallar, og það var eins og við hefðum meðfætt veiðieðli. Við byrjuðum strax smápattar að veiða. Við [[Guðlaugur Guðjónsson]] á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] erum jafnaldrar og vorum mikiir vinir í æsku og brölluðum margt saman, líka [[Jón í Sjólyst]], sem síðar varð svili minn, Magnús bróðir hans og frændur hans, Siggi í Bæ og Ási þó að hann væri nokkru eldri en við. [[Einar Vilhjálmsson]] á [[Eystri-Oddsstaðir|Eystri-Oddsstöðum]], faðir Guðbjargar, konu Hallgríms Þórðarsonar, gerði okkur boga úr tunnustöfum og tálgaði fyrir okkur örvar. Hann var m.a.s. stundum að skjóta með okkur til marks, fullorðinn maðurinn!<br>[[Mynd:Vestmannaeyjahöfn skömmu eftir að Siggi hóf þar störf 1942.png|300px|thumb|Vestmannaeyjahöfn skömmu eftir að Siggi hóf þar störf 1942]]
Við byrjuðum að veiða lunda með því að fá gömul háfsnet og leggja fyrir holur. Við höfðum það þannig að við fylgdumst með „umferðinni“, sáum hvar lundinn átti holu þegar hann var að færa pysjunum æti og hæluðum svo net fyrir á fjórum stöðum. Eg var ekki gamall þegar ég sneri úr fyrsta lundann, gamlan gradda, ætlaði varla að hafa það! Við vorum stundum úti í Ystakletti að þessu, þá með nokkur net hver. En svo fór maður að veiða með háf. Óli í Bæ, pabbi Ása, smíðaði handa mér fyrsta háfinn. Hann var spækunum styttri en venjulegur háfur fullorðinna manna. Og mér er það afar minnisstætt þegar [[Kristján Ingimundarson|Kristján í Klöpp]] Ingimundarson, gamalreyndur veiðimaður, kominn nálægt sjötugu, bauð mér, skömmu eftir að ég fór að valda háf, að koma með sér í félagsveiði í Heimakletti. Sennilega tók ég þá sæti Væts í Björgvin (James White Halldórsson) en hann fórst, þessi ungi og myndarlegi maður, árið 1934 á Brimli, litlum hafnarbát, undanfara Léttis. Við Kristján fórum í Klettinn og veiddum lunda. Við vorum að allan daginn. Hann var í Vatnsgili sem er fyrir vestan Dönskutó, en ég var í Miðkletti. Kristján veiddi annars oftast við „Steininn" á Efri-Kleifum. Uppi í [[Heimaklettur|Heimakletti]], á Lágukollum, við sauðagötuna austur Klettinn, var lítill kofi. Þangað fórum við um miðjan dag og ég man að við gátum ekki staðið uppréttir í kofanum. Eftir kaffi og mikið af rúgbrauði fengum við okkur góðan lúr. Eg veiddi þrjá lunda fyrsta daginn.<br>
Já, maður hefur snúið margan úr síðan. Ég fór seinna á hverju sumri í [[Suðurey]] og veiddi með Bárði Auðunssyni, Skúla Theódórssyni, Gunnari í Gerði, Gauja í Gíslholti og fleirum.<br>
En sem ungur maður var ég mikið með pabba mínum, ýmist í Ystakletti eða um heimalandið, t.d. Klifið, við lundaveiðar og við veiddum alveg sæmilega vel. Ef við lágum við í [[Ystiklettur|Ystakletti]] fékk ég að sofa til fóta hjá körlunum. Það voru bara fjórar kojur í kofanum og karlarnir voru fjórir! Við strákarnir fengum kannski að vera viku en karlarnir lágu stundum við í Klettinum vikum saman. Með pabba voru í Ystakletti oftast þeir bræðurnir Kristinn, Ólafur og Valdimar Ástgeirssynir í Bæ, en síðar kom svo Sigurjón í Hraungerði í stað Valda. Við strákarnir fengum oft að fylgja hver sínum karli á veiðistaðina og vorum þá oft látnir sitja álengdar, og það var eins og þetta tvíeyki vekti forvitni hjá lundanum. Veitt var á ákveðnum stöðum, eftir veðri, og stundum var setið í brekkum. Ef menn voru framarlega þótti skynsamlegt að vera tæplega háfskaftslengd frá brun þannig að vel næðist í fuglinn þegar hann kom á skot. En auðvitað hætti mönnum til að fara tæpt og einhvern tíma heyrði ég sagt við strák, sem var kominn fram á flugbrún: „Farðu varlega, strákur, þú ert kominn með tærnar fram af brún.“<br><br>
'''Ráðinn að höfninni 1942'''.<br>
„Svo fór maður að vinna fyrir sér um leið og tækifæri gafst. Ég var í Ísfélaginu, fyrst sendill, strax eftir fermingu, og síðan við ýmis störf sem til féllu hjá [[Jóhannes Brynjólfsson|Jóhannesi Brynjólfssyni]] forstjóra. Hann sá um verslunina og var ágætur húsbóndi, og ég man að okkur var öllum boðið í brúðkaupsveislu hans og Öldu á Kirkjulandi. Við vorum líka í útskipun hjá [[Árni Þórarinsson|Árna Þórarinssyni]] sem var umboðsmaður fyrir Eimskipafélagið. Þannig kynntist ég honum fyrst en átti síðar við hann löng og ágæt kynni. Ég var líka dálítið til sjós en beitti veturna 1941 og 1942 á Helgu sem var á línuveiðum alla vertíðina, það var [[Þórarinn Guðmundsson (Jaðri)|Þórarinn á Jaðri]] sem var formaður. En vorið 1942, þegar ég var 23 ára gamall, hafði ég veður af því að til stæði að fjölga starfsmönnum við Vestmannaeyjahöfn, bæta þriðju vaktinni við á Grafaranum, og möguleiki væri á því að komast í vinnu þar. Hvernig sem því vék við þá fékk ég vinnu og var viðloðandi Grafarann og Vestmannaeyjahöfn nokkuð á fjórða áratug eftir það.<br>
Það var unnið af krafti þetta sumar og verið að dýpka um alla höfnina. Þrír voru á hverri vakt á Grafaranum. Þarna voru þá Júlíus Þórarinsson í Mjölni, bróðir Árna, og Doddi í Stakkagerði (Þórarinn Bernódusson), sem átti raunar skammt ólifað, hann dó eftir þjóðhátíðina 1943 eins og fleiri eftir þær hörmungar sem þá urðu þegar tréspíritus komst í umferð. Ég var þá að veiða í [[Heimaklettur|Heimakletti, á Neðri-Kleifum, og vissi ekki hvað var á seyði þegar ég sá að fánar voru dregnir í hálfa stöng um allan bæ.<br>
Árni Þórarinsson var jafnframt hafnsögumaður, en Jón á Látrum kom fljótt til skjalanna og varð síðan eftirmaður Arna. Þriðji bróðirinn var líka starfsmaður við höfnina, Eyvindur Þórarinsson, hann varð síðar húsvörður í Útvegsbankanum. Eyvindur var skemmtilegur vinnufélagi og mikill húmoristi. Hann var hafnarvörður, en var líka stundum á Grafaranum og stundum lóðs.<br>
Við vorum að grafa yfirleitt alveg fram á haust og svo var byrjað aftur næsta vor. Það var auðvitað ekki hægt að vera með grafskipið og rörin út frá því í höfninni yfir vertíðina þegar umferð skipa og báta var sem mest.<br>
Vertíðirnar 1943 og 1944 var ég til sjós, á Lagarfossi, með Þorsteini Gíslasyni sem síðar var kenndur við bát sinn, Sjöfn. Það var gott pláss og það var gott að vera með Steina en að öðru leyti hef ég ekki verið á vertíð.“<br><br>
'''Framsýnir menn'''.<br>
„Það var geysileg framsýni hjá stjórnendum Vestmannaeyjabæjar á sínum tíma að kaupa grafskipið „Vestmannaey“. Það kom til landsins 1935. Það var Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfræðingur og prófessor, faðir Vigdísar forseta, sem átti mestan heiðurinn, ásamt Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarstjóra sem þá var og Ársæli Sveinssyni. En það hefur sýnt sig á þeim tæpu 70 árum, sem liðin eru frá því að þessi kaup voru gerð, hvílíkt heillaspor það var. Þetta skipti höfuðmáli fyrir Vestmannaeyjar, bátaflotann hér, og það að geta tekið inn í höfnina flutningaskip sem lestuðu fisk, lýsi, mjöl og fleira. Áður fyrr voru skipin lestuð utan hafnar og notaðir við það uppskipunarbátar.<br>
Á skipinu hefur verið unnið geysilega mikið verk í höfninni, bæði við að grafa inn í landið og ekki síður að viðhalda höfninni og dýpt hennar í áranna rás. Ýmist var dælt af botni upp í fjöru eða í pramma. Prammarnir komu 1954. Við vorum yfirleitt fjórir á vaktinni en ef dælt var í pramma voru tveir aukamenn með, þ.e. einn á pramma og einn á Létti sem dró þá. Það var algengt yfir sumarið að á þeim væru ungir skólastrákar, „prammamenn“, ég man t.d. eftir Einari Val lækni, Hrafni Johnsen tannlækni, Árna Péturssyni kennara á Kirkjubæ, Gylfa Sigurjónssyni og fleiri skólastrákum sem voru með okkur.<br>
Grafarinn er um 50 tonna skip og allsterkbyggður. Það var í honum á minni tíð 210 hestafla Tuxhamvél, og það þykir ekki mikið afl nú á tímum!“<br><br>
'''Á Létti'''.<br>[[Mynd:Höfnin um það leyti sem Siggi lét af störfum.png|300px|thumb|Höfnin um það leyti sem Siggi lét af störfum]][[Mynd:Léttir, hið farsæla fley.png|300px|thumb|Léttir. hið farsœla fley, lóðsbátur hafnarinnar frá 1936. Aftast á bátnum (f.v.) eru Oddur í Dal, Guðmundur kafari. Beggi á Garðsstöðum og Sigurður Sigurjónsson vélstjóri. Á stýrishúsinu mú greina Jóhann Steinþórsson (með húfu), en á vélarhúsið hefur lagt sig Ragnar Jónsson á Látrurn]]
„Ólafur á Létti var eftirmínnilegur samstarfsmaður. Ég fór, nokkrum árum eftir að ég byrjaði við höfnina, að vinna meira með honum og við vorum saman á Létti æðimörg ár við að koma hafnsögumanninum út í skip og við ýmislegt annað sem til féll. Það var slarksamt starf vegna þess að báturinn var lítill og oft þurfti að fara út í vondum veðrum en Léttir lét mjög vel í sjó. Hann var smíðaður í Svíþjóð 1936, og þeir áttu hann fyrst Linnet fógeti og Filippus í Ásgarði. Þetta var ekki stór skel, hann er talinn 5 tonn, en það var undarlegt hvað hægt var að raða í hann af fólki. Stundum fórum við austur í Flóa á Létti eða inn fyrir Eiði til að sækja sjómenn af skipum sem voru að fara í siglingar, en þá þurfti ekki nema hálf áhöfnin að fara með, hinir fóru í land. Þeim var oft skilað í land við Eyjar. Og þá þurfti stundum að raða 4-5 mönnum meðfram vélinni í bátnum á leið í land!<br>
Það var geysileg umferð um höfnina á þessum árum. Dæmi voru um að yfir 20 skip kæmu inn á sólarhring, Þjóðverjar, Belgar, Englendingar, Færeyingar, og svo íslensku skipin, og út í þau þurfti öll að fara, sama hvernig veður var. Stundum var Flóinn fullur af skipum! Óli var góður sjómaður og glöggur og útsjónarsamur, og ekkert var upp á Jón á Látrum að klaga, öðru nær! Hann fór út í hvaða veðri sem var og líktist einna helst loftfimleikamanni þegar hann fór úr litla Létti og upp í stóru skipin. Þau voru auðvitað misjafnlega stór en mér eru minnisstæðar færeysku skúturnar. Þær tóku yfirleitt lóðs þegar þær komu inn til að fá fyrirgreiðslu í Eyjum, en það var æðialgengt. Þetta voru óburðugar skútur og það mátti ekki mikið blása til að allt léki á reiðanum um borð. Stundum voru með okkur tollverðir, það var Filippus í Ásgarði fyrstu árin mín í þessu og síðan [[Angantýr Elíasson]] sem tollari og seinna lóðs.“<br>
Hér skýtur Guðbjörg því inn í að hún hafi náttúrlega ekki fengið sumardagsafla á þessum árum eins og sumar aðrar konur í Eyjum, ekki fyrr en synir hennar fóru á sjó. „En við hjónin komum okkur upp þeirri reglu að ég fékk aukagreiðslurnar hans Sigga fyrir ferðir hans út í skip á sumardaginn fyrsta. Stundum var ég heppin, en stundum óheppin. Einu sinni komu 23 skip inn síðasta vetrardag, en 1 sumardaginn fyrsta!“
Siggi heldur áfram: „Síðar hætti ég á Létti, nokkru áður en Lóðsinn kom 1961 sem [[Einar Sveinn Jóhannesson stýrði fyrstur]]. Ég hætti vegna þess að Guðbjörg tók ekki í mál að ég sinnti þessu starfi lengur. Þetta var hættuspil og svaðilfarir stundum. Hún gat ekki hugsað sér að sjá á eftir mér út í náttmyrkrið niður að höfn til að fara út á Vík í vondum veðrum.“<br><br>
'''Hafnarvinnan'''.<br>
„Ég fór þá að vinna meira við hafnarvörslu. Við vorum notaðir til ýmissa verka, sem unnum hjá höfninni, gengum svo að segja í öll störf, á [[Grafarinn|Grafaranum]] og [[Lóðsinn|Lóðsinum]], í viðhaldi og viðgerðum ýmiss konar og við framkvæmdir í og við höfnina. Við unnum líka við vatnsleiðslulagnirnar og eins þegar rafmagnsstrengirnir voru lagðir frá landi því að fyrir þessu þurfti að grafa rásir í botninn og stundum þurfti að sprengja fyrir. Þá voru kafarar með okkur, alveg sérstaklega góðir menn, [[Sölvi Friðriksson]] frá [[Batavía|Batavíu]], Grímur Eysturoy Guttormsson, „Færeyingur“ sem kallaður var, [[Kristinn Sigurðsson (Skjaldbreið)|Kristinn Sigurðsson]] á Skjaldbreið og síðar [[Sigurður Óskarsson (Hvassafelli)|Siggi á Hvassafelli]]. Mér er sérstaklega minnisstæður [[Guðmundur Guðjónsson (Kafari)|Guðmundur Guðjónsson]] kafari úr Reykjavík, hann vann mikið með okkur hafnarkörlunum en Guðmundur fórst utan við Eiðið í apríl 1980 með tvítugum syni sínum og öðrum ungum manni, jafnaldra hans og vini. Þeir voru við netaveiðar á Jökultindi SI, norðvestan við Eyjar. Guðmundur var tæplega fimmtugur og þetta var ákaflega sorglegt slys.<br>
Við sinntum ýmsum verkefnum fyrir Vita- og hafnamálastjórn. Við byggðum t.d. vitann í Þrídröngum og sáum um að halda við vitunum hér á eyjunum, t.d. fórum við með flöskur eða hylki í Faxasker og Geirfuglasker.<br>
Þegar ég tók við starfi hafnarvarðar rétt fyrir 1960 var [[Bergsteinn Jónasson]] á [[Múli|Múla]] verkstjóri og við áttum langt, gott og farsælt samstarf. Steini var afbragðsverkstjóri, feiknalega duglegur og útsjónarsamur maður. Hann vildi hafa reglu a öllum hlut-um. Mest reyndi á hann þegar Nausthamarsbryggja var byggð 1954-56, og svo dokkin inni í Friðarhöfn. Þessi störf líkuðu mér vel.“<br><br>
'''Yngstur í 30 ár'''.<br>
„En á sumrin var ég alltaf eitthvað á grafskipinu með „gamla genginu“. Lengst vorum við saman á því [[Jón Björnsson]] í [[Gerði]] og [[Sigurjón Valdason|Siggi Valda]] (Sigurjón Valdason). Hann byrjaði að vinna þarna skömmu á eftir mér. Þá voru líka [[Andrés Einarsson]], sem kenndur var við [[Baldurshagi|Baldurshaga]] og var seinni árin eftirlitsmaður með sjóveitunni, og Jón Jónsson frá Steig en hann hrapaði í Klifinu haustið 1962 þegar hann var að smala fé. Einnig [[Ingibergur Friðriksson]] frá [[Batavía|Batavíu]], Guðni Runólfsson í Steini, Bergur á Hjalteyri Loftsson, Beggi á Garðsstöðum (Björgvin Jónsson), Ólafur Jónsson frá Kirkjubæ, tengdafaðir Sigmunds teiknara, stundum [[Björn Bergmundsson (Nýborg)|Björn]] mágur minn í Nýborg,  Angantýr  Einarsson  frá  Siglufirði,
[[Sveinbjörn Hjartarson]] frá [[Geitháls|Geithálsi]] og fleiri. Þetta voru fínir karlar sem unnu lengi saman, og andinn var alltaf góður í hópnum. Eg var yngstur í „fastaliðinu“ þegar ég var ráðinn og ég var enn yngstur þegar ég hætti!<br>[[Mynd:Vinnufélagar Sigga við Höfnina.png|500px|center|thumb|Gamla „gengið", vinnufélagar Sigga við Höfninu. F.v.: Jón Bjömsson í Gerði, Guðni Runólfsson í Steini, Björn Bergmundsson í Nýborg (sumarmaður), Siggi og Ólafur Jónsson frá Kirkjubœ. Fyrir framan þá situr Sigurjón Valdason. Myndin er tekin í Slippnum, „gengið" situr á öðrum prammanum, en bak við má sjá Sjöstjörnuna VE 92 og Kristbjörgu VE 70 hœgra megin]]
Nokkru síðar, upp úr 1960, kom til okkar [[Einar J. Gíslason|Einar Gíslason]] í [[Betel]]. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að það fór dálítið fyrir honum um borð! Hann var skemmtilegur og góður vinnufélagi en við áttum líka ágætan félagsskap þar fyrir utan því að báðir vorum við í kindastússi. Aldrei tókst honum hins vegar að frelsa mig og leiða mig í söfnuð sinn! Ég held að ég hafi einu sinni farið á samkomu hjá honum í Betel. Milli okkar Einars myndaðist vinátta, sem mér þótti varið í, og ég held gagnkvæm virðing.<br>[[Mynd:Máttarstólpar Vestmannaeyjahafnar.png|300px|thumb|Máttarstólpar Vestmannaeyjahafnar um áratugi (f.v.): Siggi á Löndum, Steini á Múla og Jón lóðs. Myndin er tekin á Faxaskeri]]
[[Ingibergur Friðriksson (Batavíu)|Ingibergi í Batavíu]] fórst allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var líka lóðs og þurfti stundum að hlaupa til þegar tvö skip eða fleiri biðu eftir fyrirgreiðslu. Ég man eftir því, það var 1954, að við vorum eitthvað að bjástra á bryggjunum, skítugir í okkar samfestingum og það er kallað skyndilega í Ingiberg til að taka að sér ekki minna verkefni en lóðsa inn Tröllafoss, stærsta skip sem þá hafði komið inn í höfnina. Hann hafði enga vafninga, fékk lánaðan jakka, brá sér í hann utan yfir samfestinginn og fór á stað! Jakkinn var nokkuð víður en Tröllafoss komst klakklaust inn í höfnina og að bryggju. Þannig þurftu menn að ganga í mörg störf við höfnina.<br>
Á sumrin voru oft fleiri en við í „fastaliðinu“ að vinna við höfnina, ungir menn sem voru enn í skóla. Við könnuðumst við marga því að alltaf voru krakkar að sniglast niðri á bryggju, bæði í ævintýraleit og svo til að fylgjast með okkur eða feðrum sínum, allt niður í litla peyja. Við reyndum að hafa auga með þeim og þurftum stundum að hirða strákana upp úr sjónum eða elta þá um höfnina og út á Vík ef þeir fóru gáleysislega á einhverjum jullum! En við höfðum bara gaman af þessu, þetta höfðum við sjálfir gert í æsku, og eiginlega urðu aldrei nein vandræði á hafnarsvæðinu.<br>
Höfnin hafði geymslur vestan megin í því húsi þar sem skrifstofur hennar eru nú, við hliðina á vigtinni sem þar var áður, undir sama þaki og afgreiðsla Herjólfs var lengst af.<br>
Við hafnarkarlarnir höfðum smávegis afdrep vestan megin í Skýlinu á Básaskersbryggju á þessum árum hjá [[Eiríkur Jónsson (Skýlinu)|Eiríki Jónssyni]], sem rak það lengi, frá 1946 og í hálfan annari áratug. Hann tók við því af [[Magnús Jónsson (Sólvangi)|Magnúsi Jónssyni]] á Sólvang, en þegar Eiríkur varð að hætta tók [[Kristinn Magnússon (Sólvangi)|Kristinn Magnússon]] á Sólvang, faðir núverandi hafnarstjóra, við því. Hafnarstjórinn, [[Ólafur Kristinsson (hafnarstjóri)|Ólafur Kristinsson]], hafði síðar skrifstofu í skýlinu og var því þriðja kynslóðin með aðstöðu í húsinu!<br>
Verkamannaskýlið, eins og það hét, og skýlið í Friðarhöfn, að ógleymdum Turninum hans Tóta og Rúts, sinntu á þessum árum alls konar þjónustu við sjómenn, þar var verslun og þar gall bátabylgjan allan daginn. Þangað hringdu beitumenn til að fá fréttir af því hvenær bátar kæmu að, og líka sjómannskonurnar til að vitja um menn sína, hvenær þeirra væri að vænta heim. Það var oftast opið í skýlinu þangað til síðustu bátar komu að. „Upplýsingamiðstöð“ mundi þetta heita núna.“<br><br>
'''Líflegt starf'''.<br>
„Já, það var oft mikið að gera við höfnina á vertíðum, 80-100 skip og bátar voru gerð út, bæði bátar héðan úr Eyjum og bátar frá Austfjörðum sem voru hér yfir vertíðina, og bryggjuplássið var lítið framan af. Ætli það hafi ekki verið nærri 1000 sjómenn hér þegar flest var, þar af 250-300 aðkomusjómenn. Við þetta bættist svo loðnuflotinn sem kom inn til Eyja til löndunar og þegar voru brælur. Það var þess vegna heilmikið mál að koma þessu þannig fyrir að bátar gætu landað sem fyrst eftir að þeir komu að, en það var eðlilega ekki alltaf hægt. Menn lögðu þá bátum hverjum utan á aðra og biðu þolinmóðir eftir því að löndunarpláss losnaði. Yfirleitt voru skipstjórar samvinnufúsir, en flestir vildu komast sem fyrst heim eins og gefur að skilja eftir erfiðan dag, og auðvitað gátu menn orðið foxillir ef þeim fannst ganga seint eða að snúið væri á þá. Þetta blessaðist nú samt allt ákaflega vel, a.m.k. finnst manni það þegar litið er til baka.<br>
Já, það var mikil umferð um höfnina, og maður varð málkunnugur mönnum alls staðar að af landinu, sjómönnum, farmönnum og fiskverkafólki. Mest fór auðvitað fyrir Austfirðingum, þeir voru fjölmennastir, ekta menn, og allir með ágætisbáta á þessum árum, 50-60 tonna og nútímalega.“<br><br>[[Mynd:Við vitann í Geirfuglaskeri.png|500px|center|thumb|Við vitann í Geirfuglaskeri. Efst standa (f.v.) Skúli The. og Arnoddur og Jón frá Gjábakka. Fyrir neðan þá standa saman (f.v.): Sveinn Valdimarsson, Björgvin Angantýsson, Vigfús Jónsson í Magna og Doddi á Hallormsstað (Þórarinn Sigurðsson). Við hlið þeirra situr (með húfu) Einar Erlendsson smiður. Fremstir sitja (f.v.) Dóri Ben., Beggi í Batavíu, Siggi Valda og Siggi á Löndum]]
'''Skemmtilegt bras'''.<br>
„Það var mjög skemmtilegt að vinna á Grafaranum og það skemmtilegasta var auðvitað að okkur fannst að við værum að vinna mikilvæg störf, byggja upp aðstöðu fyrir útgerð og fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, þessu mikilvægasta sjávarplássi landsins. Við sáum alltaf árangur af erfiði okkar og alltaf vorum við að bæta aðstöðuna. Mér fannst líka bæjaryfirvöld hafa góðan skilning á því að byggja þyrfti upp höfnina og bæta aðstöðu og þjónustu. Samvinnan við verkfræðingana, t.d. Þórhall Jónsson og Ólaf Gunnarsson, var mjög góð. Og bæjarstjórarnir, sem ég vann undir, höfðu allir skilning á þessu verkefni. [[Guðlaugur Gíslason]] var t.d. ákaflega áhugasamur um hafnarmálin, kom oft til okkar og fylgdist vel með því sem var að gerast. Og Magnús H. Magnússon var líka þægilegur stjórnandi. En það munaði líka mikið um Ársæl Sveinsson útgerðarmann, hann hafði mikil og heillavænleg áhrif á hafnarmálin, honum má ekki gleyma í þessu sambandi.<br>[[Mynd:Grafarinn í dokkinni inni í Friðarhöfn.png|500px|center|thumb|Grafarinn í dokkinni í Friðarhöfn. Á myndinni má greinilega sjá hvernig búið var um rörin sem sandinum var dælt um, og eins festingarnar í skipið]]
Það eru gífurlegar framfarir sem orðið hafa við höfnina í Eyjum á síðustu áratugum og það er gaman að velta fyrir sér myndum frá þeim árum þegar ég var að hefja þar störf og eins og þetta er núna. Það er búið að bæta miklu við, bæta aðstöðu bátanna og ekki síst vinnuaðstöðu á bryggjunum, lýsingu og öryggisbúnað og ýmsa aðra þjónustu við skipin.<br>
Svo má auðvitað ekki gleyma því að þarna hefur margt breyst eftir gosið, höfnin orðin miklu öruggara lægi og auðveldara fyrir skip að athafna sig í höfninni heldur en áður var, t.d. í hvössum austanáttum. Stundum var mikil ókyrrð í höfninni og þá var mikið álag á hafnarvörðum sem þurftu að fylgjast með að enginn bátur slitnaði upp.<br>
Þegar ég hóf störf var Básaskersbryggjan að mestu leyti tilbúin en þó var ýmislegt þar ógert. Svo að bryggjuplássið hefur heldur betur aukist síðan,
Nausthamarsbryggja og svo öll Friðarhöfnin.<br>
Hafnargarðarnir voru alveg til friðs eftir að ég byrjaði að vinna við höfnina, en norðurgarðurinn varð hins vegar fyrir miklu tjóni árið 1961 þegar belgíski togarinn Maria Rosé Rosette fór upp í garðinn. Hann tók ekki lóðs en elti bát, með þessum afleiðingum. Nokkru síðar, árið 1965, lenti skoski togarinn Donwood líka á norðurgarðinum og stórspillti honum. Það var mikið verk að laga garðinn eftir þetta. Þessi togari Donwood kom dálítið við sögu okkar hafnarkarlanna því við keuptum flakið og gerðum okkur nokkurt fé úr því, en það var mikið sóðabras að hirða úr honum dótið og koma því á land.<br>
Þegar við vorum að grafa var sandinum stundum dælt upp á land og þá í sandhóla suðvestan til á Eiðinu, inni í Botni. Þangað sóttu menn allan sand í Eyjum í steypu og til annarra þarfa, steypusand sem hefur reynst mjög vel, beint upp úr höfninni! Stundum dældum við sandi yfir Eiðið en oftast þó í prammana sem voru dregnir af Létti út fyrir hafnargarðana, austur í Flóa og þar var sandurinn látinn falla niður. Við mynduðum eins konar hálfhring þar fyrir utan og urðum ekki varir við að sandurinn kæmi inn í höfnina aftur.<br>
En þetta grafskip er ekki stórt þótt það hafi gert svona mikið gagn á þessum langa tíma. Við fengum líka til aðstoðar grafskipið Gretti sem er helmingi stærra heldur en okkar grafskip og með því skipi gátum við hreinsað mjög vel rennuna á milli hafnargarðanna.“<br><br>
'''Friðarhöfn'''.<br>
„Mér er auðvitað minnisstætt þegar við grófum út Friðarhöfnina. Það var byrjað á framkvæmdum rétt eftir að ég réðst til hafnarinnar, gömlu trébryggjunni, grafin geil inn í sandinn, en síðan var farið að setja niður járnþil og þessum framkvæmdum haldið áfram næstu árín, þó með hléum. Upp úr 1960 komst talsverður kraftur í þetta. Þarna var geysilegt flæmi áður, kálgarðar Eyjamanna og íþróttavöllur. Það þurfti því að taka upp mikinn sand og flytja hann út úr höfninni. Einhverju gátum við þó dælt út af Eiði eða í uppfyllingu en mestur hlutinn fór hins vegar út úr höfninni á prömmum. Það lá alltaf fyrir að stækkunarmöguleikar hafnarinnar yrðu til vesturs inn í Friðarhöfn og svo til norðurs, með því að ramma þar niður þil og mynda dokk þar sem skipin gætu athafnað sig og veður og alda yrðu ekki til trafala. Og það gekk eftir.<br>
Þetta var sem sagt mikið starf, og við fengum stundum aðstoð frá starfsmönnum Vitamálaskrifstofunnar sem átti fallhamarinn. Mér er einn sérstaklega minnisstæður, Patreksfirðingur, Óli, sem við kölluðum de Gaulle („du gól“), úrvalsmaður en hafði dálítið gjallandi rödd. Þetta nafn datt upp úr Eyvindi, að ég held, en hann var sjálfur ákaflega lágmæltur, hás, eins og menn kannski muna. En svona verða viðurnefnin til!<br>
Stálþilin voru öll rekin niður með fallhamrinum. Hann var stór og það glumdi í honum og högghljóðin bárust nærri því um allan bæ. Við vorum líka með lofthamar sem víbraði ofan á þiljunum.“<br><br>
'''Á Grafaranum'''.<br>
„Það var mjög mikið mál að halda öllu vel við á Grafaranum. Við vildum aldrei hleypa neinum hlut í óhirðu. Það fór því dágóður tími í að halda skipinu sjálfu við, rústberja og skafa tjöruna af og klína á nýrri. Við notuðum það sem kallað var „blakkfernis“. Og ef ryð var komið var það allt hreinsað upp og tjargað yfir mörgum sinnum. Allt þetta kostaði mikla vinnu.<br>[[Mynd:Fjárbændur í Eyjum, Siggi á Löndum og Bogi Matt.png|300px|thumb|Fjárbændur í Eyjum, Siggi á Löndum og Bogi Matt. Á Litl-Hólum með hrúta sína á Neðri-Kleifum í Heimakletti]][[Mynd:Sumarúthaldið undirbúið.png|300px|thumb|Sumarúthaldið undirbúið. Grafarakarlarnir bika tunnur, sem búið er að spenna á búkkana undir dœlu-rörin frá Grafaranum. F.v.: Siggi, Ólafur Jónsson, Jón Jónsson (fremstur á myndinni) og Jón í Gerði. Myndina tók Bergmundur Elli Sigurðsson skömmu eftir 1960]][[Mynd:Helgi Helgason dregur grafskipið af stað áleiðis í Rif í Breiðafirði vorið 1959. Kristinn Sigurðsson tók myndina.png|300px|thumb|Helgi Helgason dregur grafskipið af stað áleiðis í Rif í Breiðafirði vorið 1959. Kristinn Sigurðsson tók myndina]][[Mynd:Á Rifi í ágúst 1959.png|300px|thumb|Á Rifi í ágúst 1959. Grafarinn og dœlurörin eru til hœgri á myndinni. Fremri báturinn við bryggjuna er Breiðfirðingur SH 101 (28 lestir). Arnar Sigurðsson (Addi Sandari. síðar starfsmaður Vestrnannaeyjahafnar) átti í bátnum og var rneð hann urn tírna. Fyrir aftan hann er Völusteinn ST 50 (38 lestir) sern var seldur ári síðar Ása í Bœ og hét þá Uggi VE 52]]
Við byrjuðum alltaf á því á vorin að setja búkka og tunnur undir rörin sem dælt var um frá skipinu. Þetta voru tjargaðar eikartunnur, allþungar. Við vorum við þetta á bryggjunum, spenntum utan um tunnurnar og festum spennuna á búkkana og veltum þessu svo í sjóinn. Rörin voru í 6 metra bútum og það voru þrír búkkar, 6 tunnur, undir hverjum bút. Síðan þurftum við að tengja þetta saman. Fyrstu árin var tengt með tengihólkum úr nautshúð, skinnhólkum sem við þurftum að smyrja til þess að hafa þá mjúka, en síðar komu frá Danmörku gúmmíhólkar. Svo þurfti að tengja við skipið og setja rörin upp á land ef dælt var t.d. upp á Eiðið. Þetta voru 12 tommu sver rör og þegar allt hafði verið tengt saman var lögnin allt upp í 200 metra löng. Þetta var mikið bras, býsna erfitt, meira en manntak að lyfta búkka með tunnum.<br>
Það var líka mikið mál að festa grafskipið við dælingu, með vírum úr því og í góðar festur. Skipið varð að vera mjög stöðugt þar sem verið var að grafa. Því var oftast þannig stillt til að við gátum togað inn vír og slakað út á móti þannig að ekki þurfti að breyta vírfestunum í hvert skipti sem við hreyfðum okkur. Það var spil á báðum endum og festingar hvorum megin.<br>
Yfirleitt var dýpkað niður á 6 metra, en dælustúturinn á grafskipinu var 8 metra langur, en það var þó misjafnt hvað grafið var djúpt. Botninn er að mestu sandur og gott að eiga við hann en sums staðar var grjót sem þurfti að grafa frá og hífa upp. Við vorum með lítinn fleka með bómu og spili við það. Svo var nokkuð um leirhellur á botninum en þá grófum við að þeim og svo undir þær og létum sogpípuna falla á hellurnar og mylja þær.<br>
Það voru stundum merkilegir hlutir sem komu upp um grafpípuna. Ég man t.d. eftir rostungstönnum, matardiski úr tini og byssu eldgamalli, sennilega frá Tyrkjaráninu á 17. öld.“<br><br>
'''Á Rifi 1959'''.<br>
„Við grafarakarlarnir vorum sendir með skipinu vestur á Rif sumarið 1959. Það stóð til að gera landshöfn á Rifi og þar voru aðstæður að mörgu leyti áþekkar því sem var hér í Eyjum, það þurfti fyrst og fremst sanddæluskip til að gera þar almennilega höfn sem dygði fyrir byggðirnar á utanverðu Snæfellsnesi og sérstaklega Hellissand.<br>
Við fórum með grafskipið og önnur tæki sem því tilheyrðu, þar á meðal prammana, snemma sumars 1959. Helgi Helgason dró grafskipið og Suðurey dró prammana. Ég man að það var bölvaður þvælingur fyrir Reykjanesið. Öll áhöfn grafskipsins fór með, og meira að segja prammastrákar, það voru Hrafn Johnsen, sem nú er tannlæknir hér í Hafnarfirði, og Árni Pétursson á Kirkjubæ. Ágústa Jónsdóttir (Alla í Vegg) var matráðskona.<BR>
Þarna yfir sumarið var líka með okkur bátur úr Eyjum, Guðbjörgin, sem dró prammana frá grafskipinu til losunar. Með hana voru Ágúst Helgason og Páll í Mörk.<br>
Við unnum allan tímann undir öruggri stjórn verkfræðingsins Jónasar Elíassonar sem nú er prófessor við háskólann í verkfræði. Við komum ekki heim fyrr en nokkuð var liðið á haustið. Þetta var heilmikið ævintýri fyrir okkur grafarakarlana.<br>
Flestir fengu heimsóknir að heiman. Guðbjörg og strákarnir okkar komu vestur og við gátum ferðast dálítið um Nesið og skemmt okkur saman. Við höfðum m.a.s. þjóðhátíðarbrennu að Vestmannaeyjasið í byrjun ágúst, en vorum kærðir því að brennan stóð svo nærri rafmagnsvírum að minnstu munaði að illa færi!<br>
Ég held að þetta hafi verið eina skiptið sem grafskipið var „lánað“ frá Eyjum til hafnarframkvæmda. Eyjamenn hafa frá upphafi verið fastheldnir á skipið, sem betur fer. Skömmu eftir að skipið var keypt, líklega 1938, stóð til að lána það norður í land, en þá varð töluverður æsingur í bænum, því þetta var áhættusamt ferðalag norður, og ekkert varð úr því. Skipið fór því ekki í langferðir fyrr en 1959, og þá fór allt vel.“<br><br>
'''Sjóslysin'''.<br>
„Það er auðvitað margt sem kemur upp í hugann frá þessum tíma, en þó held ég að sjóslysin hafi tekið mest á okkur. Ég var ekki byrjaður hjá höfninni þegar slysin urðu á vertíðinni 1942, en þau eru mér ákaflega minnisstæð, þegar tveir bátar fórust, Ófeigur og Þuríður formaður, og þegar Jónas Bjarnason sigldi skipi sínu, Öldunni, upp í Grindavík með seglum eftir mikla hrakninga og bjargaði þannig skipshöfninni, og Guðjón í Sandprýði og skipshöfn hans á Blika bjargaðist naumlega með því að nánast stökkva yfir í annan bát, Gissur hvíta, úti á rúmsjó. En við þetta bjuggum við Eyjamenn.“<br>
Þegar spurt er hvað sé eftirminnilegast, hvenær veður hafi orðið verst, segir Siggi: „Ég held að við hjónin séum sammála um að það hafi verið í ársbyrjun 1950 þegar báturinn Helgi fórst við Faxaskerið. Svo er áreiðanlega um fleiri sem muna þann tíma. Það var óstætt veður þennan dag, alveg brjáluð austanátt. Ég man, þegar ég fór heim, að ég hélt að ég ætlaði ekki að komast á leiðarenda. Ég varð að ganga með húsveggjum og halda mér í grindverk til að komast að Hvoli. Þannig var veðrið.“<br>[[Mynd:Kristinn og Guðmundur.png|300px|thumb|Húsmœðuniar á Hvoli, Guðbjörg og Guðrún Guðmundsdóttir, fóru stundum í göngutúra með strákana sína út á Skans. Myndin er tekin sumarið 1949. Kristinn er til hægri en Guðmundur Jónsson, síðar bifvélavirki og fleira, til vinstri. Hálfu ári síðar handan við Klettsnefið, varð harmleikur sem breytti miklu í lífi Guðmundar]]
„Og þetta var svo nálægt okkur,“ segir Guðbjörg, „því að á 2. hæð á Hvoli bjó Guðrún Guðmundsdóttir frá [[Uppsalir|Uppsölum]] sem var eiginkona Jóns vélstjóra Valdemarssonar á Helga. Þau voru að hefja búskap eins og við og voru með strák á 2. ári, Guðmund, eins og við.<br>
Þetta var á laugardegi. Það talaðist svo til milli okkar húsmæðranna á Hvoli að þegar við værum búnar með laugardagsverkin kæmum við í kaffi upp til Fanneyjar Ármannsdóttur, konu Sigurðar Jóelssonar á Sælundi, en þau bjuggu í risinu á Hvoli. Ég man svo vel hvað Gunna var glöð og hamingjusöm, hún átti von á manni sínum með Helga úr Reykjavík. Hún var búin að kaupa í helgarmatinn, búin að elda grautinn og kjötlærið var tilbúið í ofninn. Þegar við stóðum upp eftir spjallið segir Gunna að Helgi hljóti að fara að koma að, hún hafi séð bátinn þegar hann sigldi fyrir Eiðið. Ég fór niður til mín en þá var Siggi óvænt kominn heim og sagði mér fyrstu fréttir af slysinu, Helgi væri farinn niður við Faxasker. Fólk austur á bæjum sá slysið. Síðan verðum við vör við Gunnu, hún var komin í kápu og á leið út, eitthvað vestur eftir, kannski í Bjarma til að fá fregnir af bátnum hjá Huldu sem þar bjó og var gift 2. vélstjóra á Helga, Gústaf Runólfssyní. En eftir nokkra stund sáum víð svo hvar hún kom til baka að Hvoli, yfirbuguð af sorg. Jón, bróðir hennar, var með henni, studdi hana heim á leið í þessum veðurham. Þetta var hörmuleg sjón og líður mér ekki úr minni meðan líftóran blaktir í mér.<br>
Þarna varð óskaplegt manntjón, og ægilegt að tveir skipverjanna, sem komust upp á Faxasker, skyldu krókna þar án þess að hægt væri að koma þeim til bjargar. Sorgin grúfði yfir okkar húsi eins og svo mörgum öðrum heimilum. Þannig gat hlutskipti sjómannskvenna verið.<br>
Ofan á allt bættist svo eldurinn í Hraðfrystistöðinni um nóttina, ægilegt bál. Við sáum logana úr glugganum á 2. hæð á Hvoli, hjá Gunnu, við Fanney vorum þá hjá henni. Það kviknaði fyrst í [[Kumbaldi|Kumbalda]] sem stóð austan við stöðina. Austanveðrið olli mikiu neistaflugi af pappa úr stöðinni, yfir olíutankana sem stóðu þarna vestan við, en það var eins og sjógangurinn kældi tankana og bjargaði okkur frá öðru stórslysi því að ekki hefði þurft að spyrja að bátaflotanum ef Shelltankarnir hefðu sprungið. Þetta fór þó betur en á horfðist um tíma.<br>
Nei, það gleymir enginn þessari nótt, þetta slys, tveir menn í Skerinu sem enginn gat komið til bjargar, og svo eldurinn um nóttina. Þetta var ógurlegra en gosnóttin.“<br><br>
'''Fjárbændur'''.<br>
Siggi var lengst af, meðan hann bjó í Eyjum, með kindur.<br>
„Já, ég fékkst við fjárbúskap, alveg fram í gos. Það má eiginlega segja að ég hafi fengið þetta í arf. Faðir minn, Kristinn Sigurðsson, og faðir hans, Sigurður Jónsson, höfðu haft nokkrar skjátur, 10-15, hirtu um þær meðfram annarri vinnu og sjómennsku eins og títt var í Vestmannaeyjum fyrr á tíð. Þessum bústofni var auðvitað haldið við með því að láta nokkur lömb lifa á hverju ári, en annars var þeim slátrað og þau notuð til búsílags.<br>
Þetta fé þeirra föður míns og afa gekk í Heimakletti og Miðkletti og stundum í Ystakletti. Það gat verið dálítið mál að koma lömbum í útigang á haustin og ég man eftir því að við biðum stundum í allt að því 10 daga eftir því að leiði yrði gott út í Smáeyjar með lömb, í Hana og Hrauney og eitthvað í Hænu. Enginn fylgdist neitt sérstaklega með þessu fé þarna og stundum var ekki fært út í eyjarnar lengi vetrar en það virtist bjarga sér ótrúlega vel. Það var eins og það væri eitthvað stimplað inn í genin í þeim hvernig þau ættu að bjarga sér frá veðri og brimi. Það var stundum ekki hægt að leggja bát að þessum eyjum lungann úr vetri, en féð fann sér afdrep í bringum eða brekkum sem það lá undir. Þetta var gert til að drýgja fóðrið sem er af skornum skammti í Eyjum. Allt var þó nýtt sem aðgengilegt var, t.d. voru slægjur í Heimakletti og Ystakletti og heyið borið þangað sem hægt var að gefa það ofan, sem kallað var, þ.e. fram af brún og niður. Það var sagt áður fyrr að í Ystakletti væru slægjur fyrir eina kú og grasbeit fyrir 100 sauðkindur. Við settum 3 lömb í Dönskutó í Heimakletti. Þar er ókleift berg, loft, og við brugðum á það ráð að setja lömbin í poka, 100 kg poka úr Gúanóinu, bundum fyrir annan endann en höfðum hinn opinn en gáfum svo betur niður að framanverðu þegar neðarlega kom og hvolfdum eiginlega blessuðum lömbunum úr pokanum! Þegar smalað var um haustið fór ég niður á lausu bandi, sem kallað var, í tóna og kom böndum á féð.<br>[[Mynd:Íslensk nafnenja í heiðri höfð.png|500px|center|thumb|Íslensk nafnvenja í heiðri höfð. Karlleggur frá Kristni Sigurðssyni á Löndum: Sigurður Kristinsson eldri (í miðið), Kristinn Sigurðsson eldri (til hægri), Sigurður Kristinsson yngri (til vinstri) og Kristinn Sigurðarson yngri (í fangi afa síns). Myndin er tekin fyrir þremur árum]]
Ég var ekkert sérstaklega heppinn fjáreigandi. Guðbjörg, kona mín, var miklu heppnari, en við vorum með þessar skjátur alveg þar til að gaus. Þá var þeim komið fyrir í Gunnarsholti og bústofninum slátrað um haustið. Menn úr Gunnarsholti sögðu mér að þetta fé úr Eyjum, úr fjöllunum hér, hefði verið dálítið sérstakt, stokkið yfir allar grindur eða komist undir þær. já, það fór sínu fram!<br>
Ég var með fjármarkið „sneiðrifað hægra og stýft vinstra“ en faðir minn með „sneitt aftan hægra og stýft vinstra“.<br>
Við áttum alltaf hrút. Sá síðasti var kallaður Nixon eða „Nixi“ og hann var stórgóður. Við keyptum hann frá Seglbúðum og var flogið með hann hingað til Eyja í poka. Það fór um Nixa eins og annað í okkar fjáreign, hann var skorinn haustið 1973 í Gunnarsholti.<br>
Við vorum með svolítinn kofa í lóðinni okkar, en annars voru fjárhúsin ýmist á Löndum, þar sem faðir minn hafði haft fjárhús, og eins í kofa austur á Urðum. Þessu varð maður að fylgjast með. Ég var því vanur. Ég hafði byrjað snemma að smala. Ég hygg að ég hafi ekki verið nema 7-8 ára þegar ég byrjaði að smala Heimaklett með föður mínum og svo eins og fullgildur maður frá fermingu. Við smöluðum allan Klettinn og Miðklett alveg austur í Klettaskörð, milli Miðkletts og Ystakletts, og fórum m.a. í Selhelli, sem er norðan í móti, austan við Kambinn sem gengur norður úr Miðkletti, á móts við Lat. Við fórum niður Selhellaurð þar sem voru einhverjar tuskutrintur eða höld. Þetta var ógreið leið en féð hafði komist þangað og við urðum að fara á eftir því.“<br><br>
'''Skemmtilegir karlar'''.<br>
„Það var alltaf ágæt samvinna milli fjáreigenda í Eyjum um útiganginn sem var auðvitað alltaf mestur í Suðurey, Álsey, Bjarnarey og Elliðaey og það var líka algengt að þeir, sem áttu þessa haga eða höfðu rétt til þeirra, tóku lömb frá sportbændum og ólu þau yfir vetur.<br>[[Mynd:Guðbjörg Bergmundsdóttir, eldri og yngri.png|300px|thumb|Guðbjörg Bergmundsdóttir, eldri og yngri]]
Þeir voru eftirminnilegir, þessir karlar sem með mér voru í kindastússinu: Mangi gamli á Felli, afi [[Magnús Grímsson|Magnúsar Grímssonar]] sem þar býr nú, Loftur í Uppsölum, tengdafaðir Valdimars í Bæ, Óli Fúsa, Elli Bergur, [[Þórður Stefánsson]] á [[Fagrafell|Fagrafelli]] og fleiri. Ekki vil ég gleyma Guðjóni Valdasyni, hann var fjallkóngur okkar. Þetta voru ágætismenn sem oft lánuðu haga fyrir eina kind. En síðar komu menn eins og Alli Togga (Alfreð Þorgrímsson), Skúli The, Jón á Gjábakka, Einar í Betel, Jón Magnússon í Gerði, þeir feðgar Sigurjón og Birgir á Sólheimum og Bogi Matt. á Litlu-Hólum, að ógleymdum [[Sveinn Hjörleifsson|Sveini Hjörleifssyni]] í [[Skálholti]], skipstjóra á Krissunni. Það var aldrei logn í kringum hann!<br>
Eg vil sérstaklega geta Þórðar Stefánssonar. Hann var einstaklega ljúfur maður þó að hann væri harður karl. Hann hafði fyrir stóru og miklu heimili að sjá og varð að horfa upp á mikil veikindi barna sinna. Það blossuðu upp berklar heima hjá honum. Berklarnir voru stundum algert rothögg fyrir fjölskyldur í Eyjum og stundum stóð bara eftir eitt barn úr stórum hóp.<br>
Já, maður átti margar ferðir út í Ystaklett til að fylgjast með fénu, sérstaklega um burðinn. Ég var að vísu ekki jafnnákvæmur og pabbi að vita hve mörg skref væru austur í Klett frá Löndum, en ég hafði gaman af þessu stússi og hefði ekki staðið í því ef þetta hefði ekki veitt mér lífsfyllingu.“<br><br>
'''Hollt er heima hvað'''.<br>
Já, það munaði talsvert um þetta búsílag. Kjötið af þessum lömbum dugði að vísu ekki til ársins en um þetta munaði mjög og allt reykt og saltað kjöt áttum við sjálf.“<br>[[Mynd:Guðbjörg með systrum sínum.png|300px|thumb|Guðbjörg með systrum sínum. Laufeyju (t.v. látin), Birnu Berg, sem ólst upp með henni í Nýborg, og Aðalbjörgu (móður Birnu) sem lengst bjó í Borgarhól]]
Guðbjörg segist hafa aðeins einu sinni á búskapartíð sinni í Eyjum keypt hangikjöt, eitt kíló, vegna þess að það voru gestir úr Reykjavfk og ekki víst að þeir kynnu að meta reykt og bragðmikið úteyjarkjötið. „En það fór nú svo að búðarhangikjötið var ósnert þegar veislunni lauk.“<br>
[[Ólafur Vigfússon (Gíslholti)|Ólafur Vigfússon]] í Gíslholti reykti kjötið en lundann og annan fugl létu þau reykja á Kirkjubæ.<br>
Siggi seig til eggja í Ystakletti. Þar eru víða stórar syllur með svartfuglseggjum, og svo er mikið um fýlsegg þar, bæði á stöllum og hvar sem voru balar. „Annars var ekki farið að hirða fýlsegg fyrr en það minnkaði að taka ungann, það þótti meiri matur í fýlung en eggjunum, og margir voru með fullar tunnur af söltuðum fýl. Það var stundum sagt að ekki væri svo stakur fýll í bergi að ekki væri reynt að ná honum! Við fórum líka í [[Faxasker|Skerið (Faxasker)]] og tókum máfsegg. Þau eru ágæt, svipuð fýlseggjum. Máfsungi var líka étinn fyrr á árum. Svo slógum við stundum fyrir, sem kallað var, læddumst þá með berginu og háfuðum svartfugl, hann var misstyggur, sumir flugu við minnsta rask en alltaf sátu eftir nokkrir bjálfar sem við gátum náð!<br>
Fólk varð að bjarga sér, ekki voru peningarnir miklir, hvorki í föðurhúsum heima né heldur eftir að við Guðbjörg byrjuðum að búa. Þess vegna munaði mikið um þessi aðföng. Við vorum með kálgarð á Löndum, gulrætur og fleira, og svo kartöflugarð vestur í hrauni, skammt frá Brimhólum. Við vorum með rófugarð suður við Krók, við Lyngfell, með [[Bergur Elías Guðjónsson|Ella Berg]] krata og Gunnu konu hans. Og stundum voru líka gulrætur og fleiri matjurtir. Þetta dugði til ársins, og við áttum þó að vori útsæði, en smælkið fór annars í kindurnar.<br>
Já, kjötið, fuglinn, eggin, kartöflur og annað þess kyns gerði þessa eyju svo búsældarlega, - með fiskinum auðvitað líka! Maður, sem vann á bryggjunum, þurfti sjaldnast að kaupa sér í soðið á þessum tíma. Og svo voru ágætar frystigeymslur í frystihúsum.<br>
Það var auðvitað naumt með neysluvatn og mjólk á þessum árum í Eyjum. Við á Löndum fengum mjólk frá Ólafi Auðunssyni á Hrauni og seinna, eftir að við og Guðbjörg fluttumst á Landagötuna, fengum við mjólk frá Magga á Kirkjubæ. Og við á Löndum lögðum til hálft kýrfóður en fengum á móti hálfa nyt af kú frá Kirkjubæ. Heyið var geymt í kofa austur á Urðum, Tobbakofa sem við kölluðum, en [[Þorbjörn Guðjónsson]] á Kirkjubæ smíðaði hann og verkaði þar fisk af útgerð sinni. Ég var síðar með kindur þarna.<br>
Og svo var stundum hægt að fá einhverja ávexti í millilandaskipum, en þeir þóttu þá lúxusfæða!“<br><br>
'''Stæðilegur maður, en heilsan stundum slök'''.<br>[[Mynd:Siggi með son sinn, Kristin, í Herjólfsdal.png|300px|thumb|Stæðilegir menn: Siggi með son sinn, Kristin, í Herjólfsdal]]
„Já, ég var alltaf slakur til heilsunnar," segir Siggi, þó að ég yxi vel og yrði þéttur á velli og sterklegur á að sjá. Ég var aðeins 11 ára þegar ég fór til læknis vegna óþæginda í maga, til Kolka læknis, en það kom svo sem lítið út úr þvf. Síðar fór ég til [[Ólafur Lárusson (læknir)|Ólafs Lárussonar]] læknis og þegar ég var búinn að rekja alla veikindasögu mína, þá segir hann skyndilega, eftir að hafa verið hugsi góða stund, þessa setningu sem ég man svo vel: „Hver andskotinn, drengur, ertu kominn með magasár?“ Ég varð upp úr því að passa mataræði ákaflega vel, drakk t.d. ekki kaffi fyrr en ég var orðinn rígfullorðinn og lá meira að segja á spítala út af þessu magameini. En með góðri meðferð, góðum mat hjá henni Guðbjörgu minni, þá smám saman lagaðist þetta og ég komst yfir þessa meinsemd.
En þetta var svo sem ekki það eina sem þjáði mig því að skömmu eftir að ég fór að vinna við höfnina veiktist ég í baki og ég átti ákaflega lengi í því. Þetta var víst kallað „ískis“ (iskias) og það bagaði mig mikið, þótt maður reyndi að láta sem minnst á því bera. Ég var til dæmis frá vinnu marga mánuði árið 1954, og rúmliggjandi lengi, en staulaðist annars um með staf. Ég fór til Snorra Hallgrímssonar læknis en sem betur fer slapp ég við það að verða skorinn. Einhverjir kölluðu þetta „Grafaraveikina“, og það var ekki út í hött því að þetta var mjög erfið vinna á Grafaranum sem reyndi mikið á bakið; erfiður burður og oft verið að bogra og taka á.“<br><br>[[Mynd:Guðbjörgog Siggi með sonum sínum.png|500px|center|thumb|Guðbjörg og Siggi með sonum sínum, Kristni (t.v.) og Bergmundi (t.h.). Með þeim á myndinni er lengst til hægri Bergmundur Elli Sigurðsson sem ólst upp í Nýborg og síðar hjá Sigga og Guðbjörgu á Landagötunni. Myndin var tekin fyrir þremur árum, á gullbrúðkaupsdegi þeirra Sigga og Guðbjargar]]
'''Gerill frá Kákasus'''.<br>
Það var auðvitað áríðandi fyrir magaveikan mann eins og Sigga að passa það sem fór ofan f hann.<br>
Hafragrautur og lýsi var auðvitað fastur punktur í tilverunni á hverjum morgni, en svo gerðist það 1936 að Oktavía á Löndum, móðir Sigga, komst yfir Kákasusgerilinn.<br>
„Það voru íþróttamenn sem fóru á Ólympíuleikana í Berlín það ár sem komu með þennan geril heim,“ segir Guðbjörg . „Sigga á Akri, systir Lárusar sem þar bjó lengst, kom með hann að Eystri-Löndum og upp frá því varð þetta að daglegri fæðu hjá Sigga, einnig eftir að við giftum okkur, eitt glas á hverju kvöldi.“
„Og hefur gert mér gott, allra meina bót!“ segir Siggi.<br>
„Dallurinn undir þetta tapaðist í gosinu,“ bætir Guðbjörg við, „en við komum okkur upp nýjum gerli, sem ég fékk frá Laufeyju systur minni, og við notum hann enn! Þetta er ekki svo mikið maus. Ég hef hann í krukku og helli svo mjólk á hann. Gerillinn komst í tísku um 1980, en hún stóð ekki lengi. Og ég skil það. Ég þreif krukkuna undir gerilinn en þeir sem fengust við þetta þvoðu sumir líka gerilinn, - og þá er ekki von að vel fari!“<br>
„Já,“ bætir Siggi við, kankvíslega, eins og hans er vani, „og nú er spurningin þessi fyrir mann á níræðisaldri: Á gerillinn lífið í mér?!“<br><br>
   
   
 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
 
í Eyjum bjuggu og störfuðu foreldrar hennar, Bergmundur Arnbjörnsson (frá Presthúsum og síðar Hvíld) og Elín Björnsdóttir (fluttist til Eyja frá Norðfirði), bjuggu síðast í Nýborg og voru oft kennd við það hús. Guðbjörg vann á yngri árum við ýmis störf. var nokkurn tíma á saumastofu í Ráðagerði sem Sigríður Vigfúsdóttir frá Holti rak og stýrði.
Það er gott að heimsækja þau hjón á Breiðvang 8 í Hafnarfirði. Þar er margt sem minnir á Eyjar, myndir og málverk á veggjum af kunnuglegum fjöllum, húsagötum og bryggjum. Guðbjörg er rausnarleg í veitingum, viðræðugóð, glögg og minnug, ekki síst á fólk.
Siggi fer sér hægt, er glettinn og góðviljaður í viðræðu. Hann er mikill kvæðamaður, kann urmul af kveðskap og minnið á því sviði svfkur ekki. Það eru bæði góðskáldin, rímnaþrautir og gamanbragir úr Eyjum sem Ieika honum á tungu. Minnstu tilefni hversdagslífsins kveikja kvæði eða vísu í huga hans og þá stendur romsan upp úr honum!
Frá Löndum.
Sigurður Yngvi, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 11. júní 1919 og verður því 83 ára í sumar. Heilsan gæti verið betri en Siggi ber sig vel, and-litsfallið óvenjulegt, svipurinn mikill.
Foreldrar hans voru Kristinn Sigurðsson á Eystri-Löndun og Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir. Hún var frá Efri-Hömrum í Holtum. Siggi er einkasonur þeirra en hann átti þrjár systur, Ástu (Asta Jóhanna), fædd 1916, gift Garðari Sigurjónssyni rafveitustjóra, hún hefur alla tíð búið í Eyjum, Rúnu (Sigrún Lilja), fædd 1921, sömuleiðis alla tíð búið í Eyjum og síðast unnið á elliheimilinu, ógift en deildi lengi heimili með þriðju systurinni, Rósu (Júlía Rósa), sem dó í fyrra. Hún var yngst. fædd 1924. Margir minnast hennar við afgreiðslustörf í Drífanda hjá Jóhanni Friðfinnssyni og síðar í kaupfélaginu við Bárugötu. Þau áttu hálfbróður, sammæðra, Jóhann Kristinsson (Ástgeirssonar á Miðhúsum) sem var alinn upp á Norðfirði og bjó síðar í Reykjavík. en sambandið við hann var gott. Þau Sigurður og Guðbjörgu giftu sig 23. apríl 1949.
Austurbærinn og Norðurbærinn.
Guðbjörg og Siggi hófu búskap á Hvoli, fyrstu hæðinni þar, leigðu af Hannesi Hanssyni, sem byggði það hús, en fluttust síðar að Landagötu 18 þar sem þau bjuggu alveg fram undir gos. Þau keyptu það hús af Oskari Olafssyni pípulagninga-manni 1951.
A Landagötunni leið þeim vel. „Ég kunni vel við mig þar frá fyrsta degi," segir Guðbjörg. „Það var
aðeins yfir götuna að fara til tengdaforeldra minna, Oktavíu og Kristins, þau voru svo skemmtileg og vel gefin og tóku mér alltaf svo vel. Þetta var annars svo gott kompaní, austan við okkar hús voru Oli Fúsa og Stína í Gíslholti, og svo austan við þau Hjörleifur og Þóra í Skálholti, allt miklir öðlingar, en vestan megin Gústi í Ríkinu og Elín, tengdaforeldrar Sigurgeirs pól., og svo Guðmundur og Sigga og Þráinn, sonur þeirra, þar vestar; en á móti okkur, norðan við Landagötuna var Akur, þar sem þau bjuggu Lárus og Gréta og Guðmundur sonur þeirra, yndislegir nágrannar. Norðan við Eystri-Lönd voru Litlu-Lönd, sem kölluð voru, stórt hús sem byggt var utan um annað minna, þar bjuggu Axel og Fríða. Austan við Akur var Hrólfur Ingólfsson og hans fjölskylda, Olla var fyrri kona hans, sem dó svo ung óg svo fyrirvaralaust, og svo Hrefna, seinni kona hans. Enn austar var systir Ollu, Beta, og Friðrik, maður hennar, og svo voru húsin Hof og Vatnsdalur. Vestan við Akur voru Eystri-Lönd þar sem auk tengdaforeldranna bjuggu tvær mágkonur mínar, Rósa og Rúna. Við hliðina á þeim var stórt hús sem stóð svolítið ofan við göt-una, Lönd, sem Friðrik Svipmundsson byggði. Eg man vel eftir Elínu á Löndum, ekkju Friðriks, hún var stórbrotin kona, og Asmundi, syni þeirra og hans fjölskyldu, en þau fluttust burt á fyrstu árum mínum á Landagötunni. Enn vestar var Hraungerði, þar sem blessaður öðlingurinn hann Sigurður bjó, las gleraugnalaus á tíræðisaldri, og systir hans, Ingibjörg, og stjúpsonur hennar, Sigurjón Gott-skálksson.
Já, þetta hverfi var eins og ein stór fjölskylda, góður vinskapur milli okkar fullorðna fólksins og svo ekki síður barnanna og unglinganna sem þarna voru. Þess vegna fannst okkur það ansi hart að þurfa að fara frá Eyjum þar sem líf okkar var í föst-um og öruggum skorðum og missa af þessu góða nágrenni. Guðjón Armann segir í gosbókinni sinni að „yfir Landagötunni var ró og festa hinnar gömlu götu"."
Guðbjörg segir að sér sé goskvöldið, 22. jan. 1973, minnisstætt. „Bergmundur okkar var 'í Vélskólanum í Reykjavík þennan vetur en Kristinn, sonur okkar, og Asta, kona hans, voru að byggja, og þeir feðgar, Siggi og Kristinn, voru að gera fokhelt langt fram eftir kvöldi, í ágætu veðri. Við vorum því rétt sofnuð þegar við vöknuðum upp við jarðskjálfta, rúmið hristist og við vissum ekki hvað um var að vera. En svo hringdu systurnar á Löndum og skýrðu okkur frá því hvað væri að ske. Nú, við klæddum okkur í snatri, og ég vatt mér út og hljóp yfir túnið sunnan við húsið okkar til Ella Bergs og Ólafar Helgu, en þau voru með lítið barn og
bjuggu í kjallaranum hjá Magnúsi á Grundarbrekku og Guðfinnu við Grænuhlíðina. Eg hljóp svo hart, en var að hugsa á leiðinni: Guð almáttugur, ef jörðin rifnar undir fótum mér og ég lendi ofan í skurð! Eg hafði séð í sjónvarpinu hvaða afleiðingar jarðskjálftar gátu haft. En allt fór vel. Við fórum svo niður í Nýborg að vitja um Björn bróður minn og síðan á bryggjuna og fengum far með Gjafari til lands. Þar um borð var margt um manninn en ég gat tyllt mér á lítið horn og sat þar alla leiðina til lands. Við vorum fyrstu dagana í Reykjavík hjá Laufeyju syst-ur minni og Guðjóni manni hennar, frá Uppsölum. En Siggi þurfti að fara fljótt aftur út í Eyjar, bæði til að sinna fénu okkar og svo til að vinna að mörgum aðkallandi verkefnum við höfn-ina. Við fengum svo húsnæði við Arnarhraun 3, þar sem okkur leið mjög vel, en keyptum fljótt íbúð í fjölbýlishíisi í Norðurbænum í Hafnarfirði, við Breiðvang, fluttumst þangað í apríl 1974 og þar höfum við verið sfðan!"
Já, það hefur ekki verið mikið flakkið á þeim hjónum í gegnum tíðina!
Þau Siggi og Guðbjörg eiga tvo syni, Kristin Þóri, stýrimann og síðar trésmið í Hafnarfirði, nú umsjónarmaður Hafnarborgar, giftur Ástu Ulfars-dóttur úr Hafnarfirði, þau eiga þrjú börn og þrjti barnabörn, og Bergmund Helga, lengi sjómann í Vestmannaeyjum, nú sendibílstjóri á Nýju sendi-bílastöðinni. Hann er giftur Ingibjörgu Sigurjóns-dóttur og þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Fjölskyldan hefur nú nær öll safnast saman í Hafnarfirði. Þar eru báðir synir þeirra með sínum fjölskyldum, svo og Bergmundur Elli Sigurðsson smiður, systursonur Guðbjargar, sem ólst upp í Nýborg en var frá unglingsaldri hjá Guðbjörgu og Sigga á Landagötunni. Kona hans er Ólöf Helga Júlíusdóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. I nágrenni við þau í Norðurbænum býr Iíka Birna Berg Bernódusdóttir, systurbarn Guðbjargar, sem ólst upp með henni í Nýborg hjá Elínu og Bergmundi. Hiin er gift Theódóri Þ. Bogasyni.
Skólinn.

Núverandi breyting frá og með 23. júlí 2019 kl. 13:40

HELGI BERNÓDUSSON


Við Vestmannaeyjahöfn


Spjallað við Sigga á Löndum og Guðbjörgu, konu hans, um lífið í Eyjum og störf Sigga við höfnina 1942-75


Sigurður Kristinsson, „Siggi á Löndum“, eins og hann er jafnan kallaður, er einn þeirra Vestmanneyinga sem ekki fluttust aftur til Eyja eftir gosið 1973, heldur settust að uppi á fastalandinu, í Hafnarfirði, og fékk sér þar nýja vinnu. Hann vann um 20 síðustu ár starfsævi sinnar í Glerborg í Hafnarfirði, svo vel látinn þar að hann hætti ekki störfum þótt hann væri kominn yfir aldursmörkin, og ekki fyrr en hann varð fyrir vinnuslysi árið 1992. En fram að eldgosinu hafði hann helgað Vestmannaeyjahöfn nær alla sína starfskrafta. Þangað var hann ráðinn 1942 og lét af störfum 1975. Hann vann tvö ár í Eyjum eftir gosið en hafði ekki fasta búsetu, hafði herbergi í Vinnslustöðinni þegar hann var við vinnu.

Fjölskyldan á Eystri-Löndum: Ásta, Rósa, Siggi og Rúna rneð foreldrum sínum, Oktavíu Jóhannsdóttur og Kristni Sigurðssyni

Hús hans og Guðbjargar Bergmundsdóttur, konu hans, á Landagötu 18 fór undir hraun. Þeim fór eins og mörgum öðrum þá að þau gátu vart hugsað sér aðra búsetu á Heimaey en í gamla austurbænum. Það var yfir götuna að fara fyrir Sigga að æskuheimili hans, Eystri-Löndum. Og Guðbjörg er lika rótgróin Vestmanneyingur, fædd 16. nóv. 1922 í Sjávargötu, og í Eyjum bjuggu og störfuðu foreldrar hennar, Bergmundur Arnbjörnsson (frá Presthúsum og síðar Hvíld) og Elín Björnsdóttir (fluttist til Eyja frá Norðfirði), bjuggu síðast í Nýborg og voru oft kennd við það hús. Guðbjörg vann á yngri árum við ýmis störf, var nokkurn tíma á saumastofu í Ráðagerði sem Sigríður Vigfúsdóttir frá Holti rak og stýrði.

Siggi og Guðbjörg í sumarferð með vinum og kunningjum í Þórsmörk 1947. Fyrir ofan þau sitja (frá vinstri): Eyjólfur á Garðsstöðum, Jón Scheving og Leifi og Anna í Laufási
Systkinin á Löndum fyrir fáeinum árum: F.v.: Rúna, Ásta og Rósa (Nú látin), og Siggi

Það er gott að heimsækja þau hjón á Breiðvang 8 í Hafnarfirði. Þar er margt sem minnir á Eyjar, myndir og málverk á veggjum af kunnuglegum fjöllum, húsagötum og bryggjum. Guðbjörg er rausnarleg í veitingum, viðræðugóð, glögg og minnug, ekki síst á fólk.
Siggi fer sér hægt, er glettinn og góðviljaður í viðræðu. Hann er mikill kvæðamaður, kann urmul af kveðskap og minnið á því sviði svíkur ekki. Það eru bæði góðskáldin, rímnaþrautir og gamanbragir úr Eyjum sem Ieika honum á tungu. Minnstu tilefni hversdagslífsins kveikja kvæði eða vísu í huga hans og þá stendur romsan upp úr honum!

Frá Löndum.
Sigurður Yngvi, eins og hann heitir fullu nafni, er fæddur 11. júní 1919 og verður því 83 ára í sumar. Heilsan gæti verið betri en Siggi ber sig vel, and-litsfallið óvenjulegt, svipurinn mikill.
Foreldrar hans voru Kristinn Sigurðsson á Eystri-Löndum og Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir. Hún var frá Efri-Hömrum í Holtum. Siggi er einkasonur þeirra en hann átti þrjár systur, Ástu (Ásta Jóhanna), fædd 1916, gift Garðari Sigurjónssyni rafveitustjóra, hún hefur alla tíð búið í Eyjum, Rúnu (Sigrún Lilja), fædd 1921, sömuleiðis alla tíð búið í Eyjum og síðast unnið á elliheimilinu, ógift en deildi lengi heimili með þriðju systurinni, Rósu (Júlía Rósa), sem dó í fyrra. Hún var yngst. fædd 1924. Margir minnast hennar við afgreiðslustörf í Drífanda hjá Jóhanni Friðfinnssyni og síðar í kaupfélaginu við Bárugötu. Þau áttu hálfbróður, sammæðra, Jóhann Kristinsson (Ástgeirssonar á Miðhúsum) sem var alinn upp á Norðfirði og bjó síðar í Reykjavík. en sambandið við hann var gott. Þau Sigurður og Guðbjörgu giftu sig 23. apríl 1949.

Austurbærinn og Norðurbærinn.

Guðbjörg og Siggi hófu búskap á Hvoli, fyrstu hæðinni þar, leigðu af Hannesi Hanssyni, sem byggði það hús, en fluttust síðar að Landagötu 18 þar sem þau bjuggu alveg fram undir gos. Þau keyptu það hús af Óskari Ólafssyni pípulagningamanni 1951.

Landagata til vesturs. Vinstra megin: Gíslholt, „Hóllinn" (Landagata 18), hús Gítsta í Ríkinu og hús Guðmundar Þorsteinssonar. Hœgra megin: hús Hrólfs Ingólfssonar, Akur, Eystri-Lönd og Hraungerði. Fyrir endanum er hús Gísla Gíslasonar. Á hjólinu er Sveinn Friðriksson
Í suður úr kvistglugganum á Landagötu 18. Fremst er þvottahús og geymsla og sambyggður hrútakofi. Kálgarðurinn sunnan við. Ofan við túnið má sjá húsin við Grœnuhlíð, hægra megin hús Tryggva Sigurðssonar og Sirrýjar í Gíslholti og Gísla Grímssonar og Baddíar (Bjarneyjar Erlendsdóttur). Myndina tók Berginundur í ágúst 1967: þjóðhátíðarborðið er enn úti við! Gosnóttina hljóp Guðbjörg yfir túnið og í austur til að vitja um Ella, Ólöfu Helgu og litla barnið

A Landagötunni leið þeim vel. „Ég kunni vel við mig þar frá fyrsta degi,“ segir Guðbjörg. „Það var aðeins yfir götuna að fara til tengdaforeldra minna, Oktavíu og Kristins, þau voru svo skemmtileg og vel gefin og tóku mér alltaf svo vel. Þetta var annars svo gott kompaní, austan við okkar hús voru Óli Fúsa og Stína í Gíslholti, og svo austan við þau Hjörleifur og Þóra í Skálholti, allt miklir öðlingar, en vestan megin Gústi í Ríkinu og Elín, tengdaforeldrar Sigurgeirs pól., og svo Guðmundur og Sigga og Þráinn, sonur þeirra, þar vestar; en á móti okkur, norðan við Landagötuna var Akur, þar sem þau bjuggu Lárus og Gréta og Guðmundur sonur þeirra, yndislegir nágrannar. Norðan við Eystri-Lönd voru Litlu-Lönd, sem kölluð voru, stórt hús sem byggt var utan um annað minna, þar bjuggu Axel og Fríða. Austan við Akur var Hrólfur Ingólfsson og hans fjölskylda, Olla var fyrri kona hans, sem dó svo ung og svo fyrirvaralaust, og svo Hrefna, seinni kona hans. Enn austar var systir Ollu, Beta, og Friðrik, maður hennar, og svo voru húsin Hof og Vatnsdalur. Vestan við Akur voru Eystri-Lönd þar sem auk tengdaforeldranna bjuggu tvær mágkonur mínar, Rósa og Rúna. Við hliðina á þeim var stórt hús sem stóð svolítið ofan við götuna, Lönd, sem Friðrik Svipmundsson byggði. Ég man vel eftir Elínu á Löndum, ekkju Friðriks, hún var stórbrotin kona, og Ásmundi, syni þeirra og hans fjölskyldu, en þau fluttust burt á fyrstu árum mínum á Landagötunni. Enn vestar var Hraungerði, þar sem blessaður öðlingurinn hann Sigurður bjó, las gleraugnalaus á tíræðisaldri, og systir hans, Ingibjörg, og stjúpsonur hennar, Sigurjón Gottskálksson.
Já, þetta hverfi var eins og ein stór fjölskylda, góður vinskapur milli okkar fullorðna fólksins og svo ekki síður barnanna og unglinganna sem þarna voru. Þess vegna fannst okkur það ansi hart að þurfa að fara frá Eyjum þar sem líf okkar var í föstum og öruggum skorðum og missa af þessu góða nágrenni. Guðjón Ármann segir í gosbókinni sinni að „yfir Landagötunni var ró og festa hinnar gömlu götu“.
Guðbjörg segir að sér sé goskvöldið, 22. jan. 1973, minnisstætt. „Bergmundur okkar var í Vélskólanum í Reykjavík þennan vetur en Kristinn, sonur okkar, og Ásta, kona hans, voru að byggja, og þeir feðgar, Siggi og Kristinn, voru að gera fokhelt langt fram eftir kvöldi, í ágætu veðri. Við vorum því rétt sofnuð þegar við vöknuðum upp við jarðskjálfta, rúmið hristist og við vissum ekki hvað um var að vera. En svo hringdu systurnar á Löndum og skýrðu okkur frá því hvað væri að ske. Nú, við klæddum okkur í snatri, og ég vatt mér út og hljóp yfir túnið sunnan við húsið okkar til Ella Bergs og Ólafar Helgu, en þau voru með lítið barn og bjuggu í kjallaranum hjá Magnúsi á Grundarbrekku og Guðfinnu við Grænuhlíðina. Ég hljóp svo hratt, en var að hugsa á leiðinni: Guð almáttugur, ef jörðin rifnar undir fótum mér og ég lendi ofan í skurð! Ég hafði séð í sjónvarpinu hvaða afleiðingar jarðskjálftar gátu haft. En allt fór vel. Við fórum svo niður í Nýborg að vitja um Björn bróður minn og síðan á bryggjuna og fengum far með Gjafari til lands. Þar um borð var margt um manninn en ég gat tyllt mér á lítið horn og sat þar alla leiðina til lands. Við vorum fyrstu dagana í Reykjavík hjá Laufeyju systur minni og Guðjóni manni hennar, frá Uppsölum. En Siggi þurfti að fara fljótt aftur út í Eyjar, bæði til að sinna fénu okkar og svo til að vinna að mörgum aðkallandi verkefnum við höfnina. Við fengum svo húsnæði við Arnarhraun 3, þar sem okkur leið mjög vel, en keyptum fljótt íbúð í fjölbýlishúsi í Norðurbænum í Hafnarfirði, við Breiðvang, fluttumst þangað í apríl 1974 og þar höfum við verið sfðan!“

Já, það hefur ekki verið mikið flakkið á þeim hjónum í gegnum tíðina!

Landagata 18, suðurhlið, skömmu eftir að Siggi og Guðbjörg fluttust þangað 1951 frá Hvoli. Sér í Gíslholt hœgra rnegin. A túnblettinum leika sér Jenna Guðjónsdóttir frá Hvoli og Kristinn Sigurðsson

Þau Siggi og Guðbjörg eiga tvo syni, Kristin Þóri, stýrimann og síðar trésmið í Hafnarfirði, nú umsjónarmaður Hafnarborgar, giftur Ástu Úlfarsdóttur úr Hafnarfirði, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn, og Bergmund Helga, lengi sjómann í Vestmannaeyjum, nú sendibílstjóri á Nýju sendibílastöðinni. Hann er giftur Ingibjörgu Sigurjónsdóttur og þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Fjölskyldan hefur nú nær öll safnast saman í Hafnarfirði. Þar eru báðir synir þeirra með sínum fjölskyldum, svo og Bergmundur Elli Sigurðsson smiður, systursonur Guðbjargar, sem ólst upp í Nýborg en var frá unglingsaldri hjá Guðbjörgu og Sigga á Landagötunni. Kona hans er Ólöf Helga Júlíusdóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Í nágrenni við þau í Norðurbænum býr líka Birna Berg Bernódusdóttir, systurbarn Guðbjargar, sem ólst upp með henni í Nýborg hjá Elínu og Bergmundi. Hún er gift Theódóri Þ. Bogasyni.

Skólinn.
Skólaganga Sigga var ekki löng. Hann lauk prófi frá barnaskólanum í Eyjum og seinna, um 1940, vélstjóraprófi. En starfsreynsla og lífsreynsla hafa kennt honum margt, auk þess sem hann er vel af guði gerður til líkama og sálar. Hann hafði ýmsa kennara, Ágúst Árnason í Baldurshaga, Pál Bjarnason skólastjóra, Halldór Guðjónsson og fleiri.
„Minnisstæðasti kennarinn í barnaskólanum var Jes A. Gíslason, feiknagóður kennari,“ segir Siggi, „og hann var líka með okkur á KFUM-fundum, drengjafundum, ásamt Steingrími Benediktssyni og séra Sigurjóni Þ. Árnasyni. Hann var alltaf skemmtilegur og fræddi okkur um ýmislegt.
Á drengjafundum var mikið sungið og lesnar fyrir okkur sögur, og svo predikað yfir okkur, að sjálfsögðu. Við sóttum spurningar fyrir fermingu upp í kirkju hjá sr. Sigurjóni, sátum uppi á háalofti, en stundum fórum við heim til prestsins upp á Ofanleiti. Okkur var skylt að sækja kirkju meðan á fermingarundirbúningi stóð.“

Veiðieðlið.
En lífið var sannarlega meira en skóli og KFUM í Vestmannaeyjum á þessum árum. Allt iðaði af fjöri í uppgangsplássi.

„Við vorum hálfgerðir fjörulallar, og það var eins og við hefðum meðfætt veiðieðli. Við byrjuðum strax smápattar að veiða. Við Guðlaugur Guðjónsson á Oddsstöðum erum jafnaldrar og vorum mikiir vinir í æsku og brölluðum margt saman, líka Jón í Sjólyst, sem síðar varð svili minn, Magnús bróðir hans og frændur hans, Siggi í Bæ og Ási þó að hann væri nokkru eldri en við. Einar Vilhjálmsson á Eystri-Oddsstöðum, faðir Guðbjargar, konu Hallgríms Þórðarsonar, gerði okkur boga úr tunnustöfum og tálgaði fyrir okkur örvar. Hann var m.a.s. stundum að skjóta með okkur til marks, fullorðinn maðurinn!

Vestmannaeyjahöfn skömmu eftir að Siggi hóf þar störf 1942

Við byrjuðum að veiða lunda með því að fá gömul háfsnet og leggja fyrir holur. Við höfðum það þannig að við fylgdumst með „umferðinni“, sáum hvar lundinn átti holu þegar hann var að færa pysjunum æti og hæluðum svo net fyrir á fjórum stöðum. Eg var ekki gamall þegar ég sneri úr fyrsta lundann, gamlan gradda, ætlaði varla að hafa það! Við vorum stundum úti í Ystakletti að þessu, þá með nokkur net hver. En svo fór maður að veiða með háf. Óli í Bæ, pabbi Ása, smíðaði handa mér fyrsta háfinn. Hann var spækunum styttri en venjulegur háfur fullorðinna manna. Og mér er það afar minnisstætt þegar Kristján í Klöpp Ingimundarson, gamalreyndur veiðimaður, kominn nálægt sjötugu, bauð mér, skömmu eftir að ég fór að valda háf, að koma með sér í félagsveiði í Heimakletti. Sennilega tók ég þá sæti Væts í Björgvin (James White Halldórsson) en hann fórst, þessi ungi og myndarlegi maður, árið 1934 á Brimli, litlum hafnarbát, undanfara Léttis. Við Kristján fórum í Klettinn og veiddum lunda. Við vorum að allan daginn. Hann var í Vatnsgili sem er fyrir vestan Dönskutó, en ég var í Miðkletti. Kristján veiddi annars oftast við „Steininn" á Efri-Kleifum. Uppi í Heimakletti, á Lágukollum, við sauðagötuna austur Klettinn, var lítill kofi. Þangað fórum við um miðjan dag og ég man að við gátum ekki staðið uppréttir í kofanum. Eftir kaffi og mikið af rúgbrauði fengum við okkur góðan lúr. Eg veiddi þrjá lunda fyrsta daginn.
Já, maður hefur snúið margan úr síðan. Ég fór seinna á hverju sumri í Suðurey og veiddi með Bárði Auðunssyni, Skúla Theódórssyni, Gunnari í Gerði, Gauja í Gíslholti og fleirum.
En sem ungur maður var ég mikið með pabba mínum, ýmist í Ystakletti eða um heimalandið, t.d. Klifið, við lundaveiðar og við veiddum alveg sæmilega vel. Ef við lágum við í Ystakletti fékk ég að sofa til fóta hjá körlunum. Það voru bara fjórar kojur í kofanum og karlarnir voru fjórir! Við strákarnir fengum kannski að vera viku en karlarnir lágu stundum við í Klettinum vikum saman. Með pabba voru í Ystakletti oftast þeir bræðurnir Kristinn, Ólafur og Valdimar Ástgeirssynir í Bæ, en síðar kom svo Sigurjón í Hraungerði í stað Valda. Við strákarnir fengum oft að fylgja hver sínum karli á veiðistaðina og vorum þá oft látnir sitja álengdar, og það var eins og þetta tvíeyki vekti forvitni hjá lundanum. Veitt var á ákveðnum stöðum, eftir veðri, og stundum var setið í brekkum. Ef menn voru framarlega þótti skynsamlegt að vera tæplega háfskaftslengd frá brun þannig að vel næðist í fuglinn þegar hann kom á skot. En auðvitað hætti mönnum til að fara tæpt og einhvern tíma heyrði ég sagt við strák, sem var kominn fram á flugbrún: „Farðu varlega, strákur, þú ert kominn með tærnar fram af brún.“

Ráðinn að höfninni 1942.
„Svo fór maður að vinna fyrir sér um leið og tækifæri gafst. Ég var í Ísfélaginu, fyrst sendill, strax eftir fermingu, og síðan við ýmis störf sem til féllu hjá Jóhannesi Brynjólfssyni forstjóra. Hann sá um verslunina og var ágætur húsbóndi, og ég man að okkur var öllum boðið í brúðkaupsveislu hans og Öldu á Kirkjulandi. Við vorum líka í útskipun hjá Árna Þórarinssyni sem var umboðsmaður fyrir Eimskipafélagið. Þannig kynntist ég honum fyrst en átti síðar við hann löng og ágæt kynni. Ég var líka dálítið til sjós en beitti veturna 1941 og 1942 á Helgu sem var á línuveiðum alla vertíðina, það var Þórarinn á Jaðri sem var formaður. En vorið 1942, þegar ég var 23 ára gamall, hafði ég veður af því að til stæði að fjölga starfsmönnum við Vestmannaeyjahöfn, bæta þriðju vaktinni við á Grafaranum, og möguleiki væri á því að komast í vinnu þar. Hvernig sem því vék við þá fékk ég vinnu og var viðloðandi Grafarann og Vestmannaeyjahöfn nokkuð á fjórða áratug eftir það.
Það var unnið af krafti þetta sumar og verið að dýpka um alla höfnina. Þrír voru á hverri vakt á Grafaranum. Þarna voru þá Júlíus Þórarinsson í Mjölni, bróðir Árna, og Doddi í Stakkagerði (Þórarinn Bernódusson), sem átti raunar skammt ólifað, hann dó eftir þjóðhátíðina 1943 eins og fleiri eftir þær hörmungar sem þá urðu þegar tréspíritus komst í umferð. Ég var þá að veiða í [[Heimaklettur|Heimakletti, á Neðri-Kleifum, og vissi ekki hvað var á seyði þegar ég sá að fánar voru dregnir í hálfa stöng um allan bæ.
Árni Þórarinsson var jafnframt hafnsögumaður, en Jón á Látrum kom fljótt til skjalanna og varð síðan eftirmaður Arna. Þriðji bróðirinn var líka starfsmaður við höfnina, Eyvindur Þórarinsson, hann varð síðar húsvörður í Útvegsbankanum. Eyvindur var skemmtilegur vinnufélagi og mikill húmoristi. Hann var hafnarvörður, en var líka stundum á Grafaranum og stundum lóðs.
Við vorum að grafa yfirleitt alveg fram á haust og svo var byrjað aftur næsta vor. Það var auðvitað ekki hægt að vera með grafskipið og rörin út frá því í höfninni yfir vertíðina þegar umferð skipa og báta var sem mest.
Vertíðirnar 1943 og 1944 var ég til sjós, á Lagarfossi, með Þorsteini Gíslasyni sem síðar var kenndur við bát sinn, Sjöfn. Það var gott pláss og það var gott að vera með Steina en að öðru leyti hef ég ekki verið á vertíð.“

Framsýnir menn.
„Það var geysileg framsýni hjá stjórnendum Vestmannaeyjabæjar á sínum tíma að kaupa grafskipið „Vestmannaey“. Það kom til landsins 1935. Það var Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfræðingur og prófessor, faðir Vigdísar forseta, sem átti mestan heiðurinn, ásamt Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarstjóra sem þá var og Ársæli Sveinssyni. En það hefur sýnt sig á þeim tæpu 70 árum, sem liðin eru frá því að þessi kaup voru gerð, hvílíkt heillaspor það var. Þetta skipti höfuðmáli fyrir Vestmannaeyjar, bátaflotann hér, og það að geta tekið inn í höfnina flutningaskip sem lestuðu fisk, lýsi, mjöl og fleira. Áður fyrr voru skipin lestuð utan hafnar og notaðir við það uppskipunarbátar.
Á skipinu hefur verið unnið geysilega mikið verk í höfninni, bæði við að grafa inn í landið og ekki síður að viðhalda höfninni og dýpt hennar í áranna rás. Ýmist var dælt af botni upp í fjöru eða í pramma. Prammarnir komu 1954. Við vorum yfirleitt fjórir á vaktinni en ef dælt var í pramma voru tveir aukamenn með, þ.e. einn á pramma og einn á Létti sem dró þá. Það var algengt yfir sumarið að á þeim væru ungir skólastrákar, „prammamenn“, ég man t.d. eftir Einari Val lækni, Hrafni Johnsen tannlækni, Árna Péturssyni kennara á Kirkjubæ, Gylfa Sigurjónssyni og fleiri skólastrákum sem voru með okkur.
Grafarinn er um 50 tonna skip og allsterkbyggður. Það var í honum á minni tíð 210 hestafla Tuxhamvél, og það þykir ekki mikið afl nú á tímum!“

Á Létti.

Höfnin um það leyti sem Siggi lét af störfum
Léttir. hið farsœla fley, lóðsbátur hafnarinnar frá 1936. Aftast á bátnum (f.v.) eru Oddur í Dal, Guðmundur kafari. Beggi á Garðsstöðum og Sigurður Sigurjónsson vélstjóri. Á stýrishúsinu mú greina Jóhann Steinþórsson (með húfu), en á vélarhúsið hefur lagt sig Ragnar Jónsson á Látrurn

„Ólafur á Létti var eftirmínnilegur samstarfsmaður. Ég fór, nokkrum árum eftir að ég byrjaði við höfnina, að vinna meira með honum og við vorum saman á Létti æðimörg ár við að koma hafnsögumanninum út í skip og við ýmislegt annað sem til féll. Það var slarksamt starf vegna þess að báturinn var lítill og oft þurfti að fara út í vondum veðrum en Léttir lét mjög vel í sjó. Hann var smíðaður í Svíþjóð 1936, og þeir áttu hann fyrst Linnet fógeti og Filippus í Ásgarði. Þetta var ekki stór skel, hann er talinn 5 tonn, en það var undarlegt hvað hægt var að raða í hann af fólki. Stundum fórum við austur í Flóa á Létti eða inn fyrir Eiði til að sækja sjómenn af skipum sem voru að fara í siglingar, en þá þurfti ekki nema hálf áhöfnin að fara með, hinir fóru í land. Þeim var oft skilað í land við Eyjar. Og þá þurfti stundum að raða 4-5 mönnum meðfram vélinni í bátnum á leið í land!
Það var geysileg umferð um höfnina á þessum árum. Dæmi voru um að yfir 20 skip kæmu inn á sólarhring, Þjóðverjar, Belgar, Englendingar, Færeyingar, og svo íslensku skipin, og út í þau þurfti öll að fara, sama hvernig veður var. Stundum var Flóinn fullur af skipum! Óli var góður sjómaður og glöggur og útsjónarsamur, og ekkert var upp á Jón á Látrum að klaga, öðru nær! Hann fór út í hvaða veðri sem var og líktist einna helst loftfimleikamanni þegar hann fór úr litla Létti og upp í stóru skipin. Þau voru auðvitað misjafnlega stór en mér eru minnisstæðar færeysku skúturnar. Þær tóku yfirleitt lóðs þegar þær komu inn til að fá fyrirgreiðslu í Eyjum, en það var æðialgengt. Þetta voru óburðugar skútur og það mátti ekki mikið blása til að allt léki á reiðanum um borð. Stundum voru með okkur tollverðir, það var Filippus í Ásgarði fyrstu árin mín í þessu og síðan Angantýr Elíasson sem tollari og seinna lóðs.“
Hér skýtur Guðbjörg því inn í að hún hafi náttúrlega ekki fengið sumardagsafla á þessum árum eins og sumar aðrar konur í Eyjum, ekki fyrr en synir hennar fóru á sjó. „En við hjónin komum okkur upp þeirri reglu að ég fékk aukagreiðslurnar hans Sigga fyrir ferðir hans út í skip á sumardaginn fyrsta. Stundum var ég heppin, en stundum óheppin. Einu sinni komu 23 skip inn síðasta vetrardag, en 1 sumardaginn fyrsta!“ Siggi heldur áfram: „Síðar hætti ég á Létti, nokkru áður en Lóðsinn kom 1961 sem Einar Sveinn Jóhannesson stýrði fyrstur. Ég hætti vegna þess að Guðbjörg tók ekki í mál að ég sinnti þessu starfi lengur. Þetta var hættuspil og svaðilfarir stundum. Hún gat ekki hugsað sér að sjá á eftir mér út í náttmyrkrið niður að höfn til að fara út á Vík í vondum veðrum.“

Hafnarvinnan.
„Ég fór þá að vinna meira við hafnarvörslu. Við vorum notaðir til ýmissa verka, sem unnum hjá höfninni, gengum svo að segja í öll störf, á Grafaranum og Lóðsinum, í viðhaldi og viðgerðum ýmiss konar og við framkvæmdir í og við höfnina. Við unnum líka við vatnsleiðslulagnirnar og eins þegar rafmagnsstrengirnir voru lagðir frá landi því að fyrir þessu þurfti að grafa rásir í botninn og stundum þurfti að sprengja fyrir. Þá voru kafarar með okkur, alveg sérstaklega góðir menn, Sölvi Friðriksson frá Batavíu, Grímur Eysturoy Guttormsson, „Færeyingur“ sem kallaður var, Kristinn Sigurðsson á Skjaldbreið og síðar Siggi á Hvassafelli. Mér er sérstaklega minnisstæður Guðmundur Guðjónsson kafari úr Reykjavík, hann vann mikið með okkur hafnarkörlunum en Guðmundur fórst utan við Eiðið í apríl 1980 með tvítugum syni sínum og öðrum ungum manni, jafnaldra hans og vini. Þeir voru við netaveiðar á Jökultindi SI, norðvestan við Eyjar. Guðmundur var tæplega fimmtugur og þetta var ákaflega sorglegt slys.
Við sinntum ýmsum verkefnum fyrir Vita- og hafnamálastjórn. Við byggðum t.d. vitann í Þrídröngum og sáum um að halda við vitunum hér á eyjunum, t.d. fórum við með flöskur eða hylki í Faxasker og Geirfuglasker.
Þegar ég tók við starfi hafnarvarðar rétt fyrir 1960 var Bergsteinn Jónasson á Múla verkstjóri og við áttum langt, gott og farsælt samstarf. Steini var afbragðsverkstjóri, feiknalega duglegur og útsjónarsamur maður. Hann vildi hafa reglu a öllum hlut-um. Mest reyndi á hann þegar Nausthamarsbryggja var byggð 1954-56, og svo dokkin inni í Friðarhöfn. Þessi störf líkuðu mér vel.“

Yngstur í 30 ár.
„En á sumrin var ég alltaf eitthvað á grafskipinu með „gamla genginu“. Lengst vorum við saman á því Jón Björnsson í Gerði og Siggi Valda (Sigurjón Valdason). Hann byrjaði að vinna þarna skömmu á eftir mér. Þá voru líka Andrés Einarsson, sem kenndur var við Baldurshaga og var seinni árin eftirlitsmaður með sjóveitunni, og Jón Jónsson frá Steig en hann hrapaði í Klifinu haustið 1962 þegar hann var að smala fé. Einnig Ingibergur Friðriksson frá Batavíu, Guðni Runólfsson í Steini, Bergur á Hjalteyri Loftsson, Beggi á Garðsstöðum (Björgvin Jónsson), Ólafur Jónsson frá Kirkjubæ, tengdafaðir Sigmunds teiknara, stundum Björn mágur minn í Nýborg, Angantýr Einarsson frá Siglufirði,

Sveinbjörn Hjartarson frá Geithálsi og fleiri. Þetta voru fínir karlar sem unnu lengi saman, og andinn var alltaf góður í hópnum. Eg var yngstur í „fastaliðinu“ þegar ég var ráðinn og ég var enn yngstur þegar ég hætti!

Gamla „gengið", vinnufélagar Sigga við Höfninu. F.v.: Jón Bjömsson í Gerði, Guðni Runólfsson í Steini, Björn Bergmundsson í Nýborg (sumarmaður), Siggi og Ólafur Jónsson frá Kirkjubœ. Fyrir framan þá situr Sigurjón Valdason. Myndin er tekin í Slippnum, „gengið" situr á öðrum prammanum, en bak við má sjá Sjöstjörnuna VE 92 og Kristbjörgu VE 70 hœgra megin

Nokkru síðar, upp úr 1960, kom til okkar Einar Gíslason í Betel. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að það fór dálítið fyrir honum um borð! Hann var skemmtilegur og góður vinnufélagi en við áttum líka ágætan félagsskap þar fyrir utan því að báðir vorum við í kindastússi. Aldrei tókst honum hins vegar að frelsa mig og leiða mig í söfnuð sinn! Ég held að ég hafi einu sinni farið á samkomu hjá honum í Betel. Milli okkar Einars myndaðist vinátta, sem mér þótti varið í, og ég held gagnkvæm virðing.

Máttarstólpar Vestmannaeyjahafnar um áratugi (f.v.): Siggi á Löndum, Steini á Múla og Jón lóðs. Myndin er tekin á Faxaskeri

Ingibergi í Batavíu fórst allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var líka lóðs og þurfti stundum að hlaupa til þegar tvö skip eða fleiri biðu eftir fyrirgreiðslu. Ég man eftir því, það var 1954, að við vorum eitthvað að bjástra á bryggjunum, skítugir í okkar samfestingum og það er kallað skyndilega í Ingiberg til að taka að sér ekki minna verkefni en lóðsa inn Tröllafoss, stærsta skip sem þá hafði komið inn í höfnina. Hann hafði enga vafninga, fékk lánaðan jakka, brá sér í hann utan yfir samfestinginn og fór á stað! Jakkinn var nokkuð víður en Tröllafoss komst klakklaust inn í höfnina og að bryggju. Þannig þurftu menn að ganga í mörg störf við höfnina.
Á sumrin voru oft fleiri en við í „fastaliðinu“ að vinna við höfnina, ungir menn sem voru enn í skóla. Við könnuðumst við marga því að alltaf voru krakkar að sniglast niðri á bryggju, bæði í ævintýraleit og svo til að fylgjast með okkur eða feðrum sínum, allt niður í litla peyja. Við reyndum að hafa auga með þeim og þurftum stundum að hirða strákana upp úr sjónum eða elta þá um höfnina og út á Vík ef þeir fóru gáleysislega á einhverjum jullum! En við höfðum bara gaman af þessu, þetta höfðum við sjálfir gert í æsku, og eiginlega urðu aldrei nein vandræði á hafnarsvæðinu.
Höfnin hafði geymslur vestan megin í því húsi þar sem skrifstofur hennar eru nú, við hliðina á vigtinni sem þar var áður, undir sama þaki og afgreiðsla Herjólfs var lengst af.
Við hafnarkarlarnir höfðum smávegis afdrep vestan megin í Skýlinu á Básaskersbryggju á þessum árum hjá Eiríki Jónssyni, sem rak það lengi, frá 1946 og í hálfan annari áratug. Hann tók við því af Magnúsi Jónssyni á Sólvang, en þegar Eiríkur varð að hætta tók Kristinn Magnússon á Sólvang, faðir núverandi hafnarstjóra, við því. Hafnarstjórinn, Ólafur Kristinsson, hafði síðar skrifstofu í skýlinu og var því þriðja kynslóðin með aðstöðu í húsinu!
Verkamannaskýlið, eins og það hét, og skýlið í Friðarhöfn, að ógleymdum Turninum hans Tóta og Rúts, sinntu á þessum árum alls konar þjónustu við sjómenn, þar var verslun og þar gall bátabylgjan allan daginn. Þangað hringdu beitumenn til að fá fréttir af því hvenær bátar kæmu að, og líka sjómannskonurnar til að vitja um menn sína, hvenær þeirra væri að vænta heim. Það var oftast opið í skýlinu þangað til síðustu bátar komu að. „Upplýsingamiðstöð“ mundi þetta heita núna.“

Líflegt starf.
„Já, það var oft mikið að gera við höfnina á vertíðum, 80-100 skip og bátar voru gerð út, bæði bátar héðan úr Eyjum og bátar frá Austfjörðum sem voru hér yfir vertíðina, og bryggjuplássið var lítið framan af. Ætli það hafi ekki verið nærri 1000 sjómenn hér þegar flest var, þar af 250-300 aðkomusjómenn. Við þetta bættist svo loðnuflotinn sem kom inn til Eyja til löndunar og þegar voru brælur. Það var þess vegna heilmikið mál að koma þessu þannig fyrir að bátar gætu landað sem fyrst eftir að þeir komu að, en það var eðlilega ekki alltaf hægt. Menn lögðu þá bátum hverjum utan á aðra og biðu þolinmóðir eftir því að löndunarpláss losnaði. Yfirleitt voru skipstjórar samvinnufúsir, en flestir vildu komast sem fyrst heim eins og gefur að skilja eftir erfiðan dag, og auðvitað gátu menn orðið foxillir ef þeim fannst ganga seint eða að snúið væri á þá. Þetta blessaðist nú samt allt ákaflega vel, a.m.k. finnst manni það þegar litið er til baka.

Já, það var mikil umferð um höfnina, og maður varð málkunnugur mönnum alls staðar að af landinu, sjómönnum, farmönnum og fiskverkafólki. Mest fór auðvitað fyrir Austfirðingum, þeir voru fjölmennastir, ekta menn, og allir með ágætisbáta á þessum árum, 50-60 tonna og nútímalega.“

Við vitann í Geirfuglaskeri. Efst standa (f.v.) Skúli The. og Arnoddur og Jón frá Gjábakka. Fyrir neðan þá standa saman (f.v.): Sveinn Valdimarsson, Björgvin Angantýsson, Vigfús Jónsson í Magna og Doddi á Hallormsstað (Þórarinn Sigurðsson). Við hlið þeirra situr (með húfu) Einar Erlendsson smiður. Fremstir sitja (f.v.) Dóri Ben., Beggi í Batavíu, Siggi Valda og Siggi á Löndum

Skemmtilegt bras.

„Það var mjög skemmtilegt að vinna á Grafaranum og það skemmtilegasta var auðvitað að okkur fannst að við værum að vinna mikilvæg störf, byggja upp aðstöðu fyrir útgerð og fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, þessu mikilvægasta sjávarplássi landsins. Við sáum alltaf árangur af erfiði okkar og alltaf vorum við að bæta aðstöðuna. Mér fannst líka bæjaryfirvöld hafa góðan skilning á því að byggja þyrfti upp höfnina og bæta aðstöðu og þjónustu. Samvinnan við verkfræðingana, t.d. Þórhall Jónsson og Ólaf Gunnarsson, var mjög góð. Og bæjarstjórarnir, sem ég vann undir, höfðu allir skilning á þessu verkefni. Guðlaugur Gíslason var t.d. ákaflega áhugasamur um hafnarmálin, kom oft til okkar og fylgdist vel með því sem var að gerast. Og Magnús H. Magnússon var líka þægilegur stjórnandi. En það munaði líka mikið um Ársæl Sveinsson útgerðarmann, hann hafði mikil og heillavænleg áhrif á hafnarmálin, honum má ekki gleyma í þessu sambandi.

Grafarinn í dokkinni í Friðarhöfn. Á myndinni má greinilega sjá hvernig búið var um rörin sem sandinum var dælt um, og eins festingarnar í skipið

Það eru gífurlegar framfarir sem orðið hafa við höfnina í Eyjum á síðustu áratugum og það er gaman að velta fyrir sér myndum frá þeim árum þegar ég var að hefja þar störf og eins og þetta er núna. Það er búið að bæta miklu við, bæta aðstöðu bátanna og ekki síst vinnuaðstöðu á bryggjunum, lýsingu og öryggisbúnað og ýmsa aðra þjónustu við skipin.
Svo má auðvitað ekki gleyma því að þarna hefur margt breyst eftir gosið, höfnin orðin miklu öruggara lægi og auðveldara fyrir skip að athafna sig í höfninni heldur en áður var, t.d. í hvössum austanáttum. Stundum var mikil ókyrrð í höfninni og þá var mikið álag á hafnarvörðum sem þurftu að fylgjast með að enginn bátur slitnaði upp.
Þegar ég hóf störf var Básaskersbryggjan að mestu leyti tilbúin en þó var ýmislegt þar ógert. Svo að bryggjuplássið hefur heldur betur aukist síðan, Nausthamarsbryggja og svo öll Friðarhöfnin.
Hafnargarðarnir voru alveg til friðs eftir að ég byrjaði að vinna við höfnina, en norðurgarðurinn varð hins vegar fyrir miklu tjóni árið 1961 þegar belgíski togarinn Maria Rosé Rosette fór upp í garðinn. Hann tók ekki lóðs en elti bát, með þessum afleiðingum. Nokkru síðar, árið 1965, lenti skoski togarinn Donwood líka á norðurgarðinum og stórspillti honum. Það var mikið verk að laga garðinn eftir þetta. Þessi togari Donwood kom dálítið við sögu okkar hafnarkarlanna því við keuptum flakið og gerðum okkur nokkurt fé úr því, en það var mikið sóðabras að hirða úr honum dótið og koma því á land.
Þegar við vorum að grafa var sandinum stundum dælt upp á land og þá í sandhóla suðvestan til á Eiðinu, inni í Botni. Þangað sóttu menn allan sand í Eyjum í steypu og til annarra þarfa, steypusand sem hefur reynst mjög vel, beint upp úr höfninni! Stundum dældum við sandi yfir Eiðið en oftast þó í prammana sem voru dregnir af Létti út fyrir hafnargarðana, austur í Flóa og þar var sandurinn látinn falla niður. Við mynduðum eins konar hálfhring þar fyrir utan og urðum ekki varir við að sandurinn kæmi inn í höfnina aftur.
En þetta grafskip er ekki stórt þótt það hafi gert svona mikið gagn á þessum langa tíma. Við fengum líka til aðstoðar grafskipið Gretti sem er helmingi stærra heldur en okkar grafskip og með því skipi gátum við hreinsað mjög vel rennuna á milli hafnargarðanna.“

Friðarhöfn.
„Mér er auðvitað minnisstætt þegar við grófum út Friðarhöfnina. Það var byrjað á framkvæmdum rétt eftir að ég réðst til hafnarinnar, gömlu trébryggjunni, grafin geil inn í sandinn, en síðan var farið að setja niður járnþil og þessum framkvæmdum haldið áfram næstu árín, þó með hléum. Upp úr 1960 komst talsverður kraftur í þetta. Þarna var geysilegt flæmi áður, kálgarðar Eyjamanna og íþróttavöllur. Það þurfti því að taka upp mikinn sand og flytja hann út úr höfninni. Einhverju gátum við þó dælt út af Eiði eða í uppfyllingu en mestur hlutinn fór hins vegar út úr höfninni á prömmum. Það lá alltaf fyrir að stækkunarmöguleikar hafnarinnar yrðu til vesturs inn í Friðarhöfn og svo til norðurs, með því að ramma þar niður þil og mynda dokk þar sem skipin gætu athafnað sig og veður og alda yrðu ekki til trafala. Og það gekk eftir.
Þetta var sem sagt mikið starf, og við fengum stundum aðstoð frá starfsmönnum Vitamálaskrifstofunnar sem átti fallhamarinn. Mér er einn sérstaklega minnisstæður, Patreksfirðingur, Óli, sem við kölluðum de Gaulle („du gól“), úrvalsmaður en hafði dálítið gjallandi rödd. Þetta nafn datt upp úr Eyvindi, að ég held, en hann var sjálfur ákaflega lágmæltur, hás, eins og menn kannski muna. En svona verða viðurnefnin til!
Stálþilin voru öll rekin niður með fallhamrinum. Hann var stór og það glumdi í honum og högghljóðin bárust nærri því um allan bæ. Við vorum líka með lofthamar sem víbraði ofan á þiljunum.“

Á Grafaranum.

„Það var mjög mikið mál að halda öllu vel við á Grafaranum. Við vildum aldrei hleypa neinum hlut í óhirðu. Það fór því dágóður tími í að halda skipinu sjálfu við, rústberja og skafa tjöruna af og klína á nýrri. Við notuðum það sem kallað var „blakkfernis“. Og ef ryð var komið var það allt hreinsað upp og tjargað yfir mörgum sinnum. Allt þetta kostaði mikla vinnu.

Fjárbændur í Eyjum, Siggi á Löndum og Bogi Matt. Á Litl-Hólum með hrúta sína á Neðri-Kleifum í Heimakletti
Sumarúthaldið undirbúið. Grafarakarlarnir bika tunnur, sem búið er að spenna á búkkana undir dœlu-rörin frá Grafaranum. F.v.: Siggi, Ólafur Jónsson, Jón Jónsson (fremstur á myndinni) og Jón í Gerði. Myndina tók Bergmundur Elli Sigurðsson skömmu eftir 1960
Helgi Helgason dregur grafskipið af stað áleiðis í Rif í Breiðafirði vorið 1959. Kristinn Sigurðsson tók myndina
Á Rifi í ágúst 1959. Grafarinn og dœlurörin eru til hœgri á myndinni. Fremri báturinn við bryggjuna er Breiðfirðingur SH 101 (28 lestir). Arnar Sigurðsson (Addi Sandari. síðar starfsmaður Vestrnannaeyjahafnar) átti í bátnum og var rneð hann urn tírna. Fyrir aftan hann er Völusteinn ST 50 (38 lestir) sern var seldur ári síðar Ása í Bœ og hét þá Uggi VE 52

Við byrjuðum alltaf á því á vorin að setja búkka og tunnur undir rörin sem dælt var um frá skipinu. Þetta voru tjargaðar eikartunnur, allþungar. Við vorum við þetta á bryggjunum, spenntum utan um tunnurnar og festum spennuna á búkkana og veltum þessu svo í sjóinn. Rörin voru í 6 metra bútum og það voru þrír búkkar, 6 tunnur, undir hverjum bút. Síðan þurftum við að tengja þetta saman. Fyrstu árin var tengt með tengihólkum úr nautshúð, skinnhólkum sem við þurftum að smyrja til þess að hafa þá mjúka, en síðar komu frá Danmörku gúmmíhólkar. Svo þurfti að tengja við skipið og setja rörin upp á land ef dælt var t.d. upp á Eiðið. Þetta voru 12 tommu sver rör og þegar allt hafði verið tengt saman var lögnin allt upp í 200 metra löng. Þetta var mikið bras, býsna erfitt, meira en manntak að lyfta búkka með tunnum.
Það var líka mikið mál að festa grafskipið við dælingu, með vírum úr því og í góðar festur. Skipið varð að vera mjög stöðugt þar sem verið var að grafa. Því var oftast þannig stillt til að við gátum togað inn vír og slakað út á móti þannig að ekki þurfti að breyta vírfestunum í hvert skipti sem við hreyfðum okkur. Það var spil á báðum endum og festingar hvorum megin.
Yfirleitt var dýpkað niður á 6 metra, en dælustúturinn á grafskipinu var 8 metra langur, en það var þó misjafnt hvað grafið var djúpt. Botninn er að mestu sandur og gott að eiga við hann en sums staðar var grjót sem þurfti að grafa frá og hífa upp. Við vorum með lítinn fleka með bómu og spili við það. Svo var nokkuð um leirhellur á botninum en þá grófum við að þeim og svo undir þær og létum sogpípuna falla á hellurnar og mylja þær.
Það voru stundum merkilegir hlutir sem komu upp um grafpípuna. Ég man t.d. eftir rostungstönnum, matardiski úr tini og byssu eldgamalli, sennilega frá Tyrkjaráninu á 17. öld.“

Á Rifi 1959.
„Við grafarakarlarnir vorum sendir með skipinu vestur á Rif sumarið 1959. Það stóð til að gera landshöfn á Rifi og þar voru aðstæður að mörgu leyti áþekkar því sem var hér í Eyjum, það þurfti fyrst og fremst sanddæluskip til að gera þar almennilega höfn sem dygði fyrir byggðirnar á utanverðu Snæfellsnesi og sérstaklega Hellissand.
Við fórum með grafskipið og önnur tæki sem því tilheyrðu, þar á meðal prammana, snemma sumars 1959. Helgi Helgason dró grafskipið og Suðurey dró prammana. Ég man að það var bölvaður þvælingur fyrir Reykjanesið. Öll áhöfn grafskipsins fór með, og meira að segja prammastrákar, það voru Hrafn Johnsen, sem nú er tannlæknir hér í Hafnarfirði, og Árni Pétursson á Kirkjubæ. Ágústa Jónsdóttir (Alla í Vegg) var matráðskona.
Þarna yfir sumarið var líka með okkur bátur úr Eyjum, Guðbjörgin, sem dró prammana frá grafskipinu til losunar. Með hana voru Ágúst Helgason og Páll í Mörk.
Við unnum allan tímann undir öruggri stjórn verkfræðingsins Jónasar Elíassonar sem nú er prófessor við háskólann í verkfræði. Við komum ekki heim fyrr en nokkuð var liðið á haustið. Þetta var heilmikið ævintýri fyrir okkur grafarakarlana.
Flestir fengu heimsóknir að heiman. Guðbjörg og strákarnir okkar komu vestur og við gátum ferðast dálítið um Nesið og skemmt okkur saman. Við höfðum m.a.s. þjóðhátíðarbrennu að Vestmannaeyjasið í byrjun ágúst, en vorum kærðir því að brennan stóð svo nærri rafmagnsvírum að minnstu munaði að illa færi!
Ég held að þetta hafi verið eina skiptið sem grafskipið var „lánað“ frá Eyjum til hafnarframkvæmda. Eyjamenn hafa frá upphafi verið fastheldnir á skipið, sem betur fer. Skömmu eftir að skipið var keypt, líklega 1938, stóð til að lána það norður í land, en þá varð töluverður æsingur í bænum, því þetta var áhættusamt ferðalag norður, og ekkert varð úr því. Skipið fór því ekki í langferðir fyrr en 1959, og þá fór allt vel.“

Sjóslysin.
„Það er auðvitað margt sem kemur upp í hugann frá þessum tíma, en þó held ég að sjóslysin hafi tekið mest á okkur. Ég var ekki byrjaður hjá höfninni þegar slysin urðu á vertíðinni 1942, en þau eru mér ákaflega minnisstæð, þegar tveir bátar fórust, Ófeigur og Þuríður formaður, og þegar Jónas Bjarnason sigldi skipi sínu, Öldunni, upp í Grindavík með seglum eftir mikla hrakninga og bjargaði þannig skipshöfninni, og Guðjón í Sandprýði og skipshöfn hans á Blika bjargaðist naumlega með því að nánast stökkva yfir í annan bát, Gissur hvíta, úti á rúmsjó. En við þetta bjuggum við Eyjamenn.“

Þegar spurt er hvað sé eftirminnilegast, hvenær veður hafi orðið verst, segir Siggi: „Ég held að við hjónin séum sammála um að það hafi verið í ársbyrjun 1950 þegar báturinn Helgi fórst við Faxaskerið. Svo er áreiðanlega um fleiri sem muna þann tíma. Það var óstætt veður þennan dag, alveg brjáluð austanátt. Ég man, þegar ég fór heim, að ég hélt að ég ætlaði ekki að komast á leiðarenda. Ég varð að ganga með húsveggjum og halda mér í grindverk til að komast að Hvoli. Þannig var veðrið.“

Húsmœðuniar á Hvoli, Guðbjörg og Guðrún Guðmundsdóttir, fóru stundum í göngutúra með strákana sína út á Skans. Myndin er tekin sumarið 1949. Kristinn er til hægri en Guðmundur Jónsson, síðar bifvélavirki og fleira, til vinstri. Hálfu ári síðar handan við Klettsnefið, varð harmleikur sem breytti miklu í lífi Guðmundar

„Og þetta var svo nálægt okkur,“ segir Guðbjörg, „því að á 2. hæð á Hvoli bjó Guðrún Guðmundsdóttir frá Uppsölum sem var eiginkona Jóns vélstjóra Valdemarssonar á Helga. Þau voru að hefja búskap eins og við og voru með strák á 2. ári, Guðmund, eins og við.
Þetta var á laugardegi. Það talaðist svo til milli okkar húsmæðranna á Hvoli að þegar við værum búnar með laugardagsverkin kæmum við í kaffi upp til Fanneyjar Ármannsdóttur, konu Sigurðar Jóelssonar á Sælundi, en þau bjuggu í risinu á Hvoli. Ég man svo vel hvað Gunna var glöð og hamingjusöm, hún átti von á manni sínum með Helga úr Reykjavík. Hún var búin að kaupa í helgarmatinn, búin að elda grautinn og kjötlærið var tilbúið í ofninn. Þegar við stóðum upp eftir spjallið segir Gunna að Helgi hljóti að fara að koma að, hún hafi séð bátinn þegar hann sigldi fyrir Eiðið. Ég fór niður til mín en þá var Siggi óvænt kominn heim og sagði mér fyrstu fréttir af slysinu, Helgi væri farinn niður við Faxasker. Fólk austur á bæjum sá slysið. Síðan verðum við vör við Gunnu, hún var komin í kápu og á leið út, eitthvað vestur eftir, kannski í Bjarma til að fá fregnir af bátnum hjá Huldu sem þar bjó og var gift 2. vélstjóra á Helga, Gústaf Runólfssyní. En eftir nokkra stund sáum víð svo hvar hún kom til baka að Hvoli, yfirbuguð af sorg. Jón, bróðir hennar, var með henni, studdi hana heim á leið í þessum veðurham. Þetta var hörmuleg sjón og líður mér ekki úr minni meðan líftóran blaktir í mér.
Þarna varð óskaplegt manntjón, og ægilegt að tveir skipverjanna, sem komust upp á Faxasker, skyldu krókna þar án þess að hægt væri að koma þeim til bjargar. Sorgin grúfði yfir okkar húsi eins og svo mörgum öðrum heimilum. Þannig gat hlutskipti sjómannskvenna verið.
Ofan á allt bættist svo eldurinn í Hraðfrystistöðinni um nóttina, ægilegt bál. Við sáum logana úr glugganum á 2. hæð á Hvoli, hjá Gunnu, við Fanney vorum þá hjá henni. Það kviknaði fyrst í Kumbalda sem stóð austan við stöðina. Austanveðrið olli mikiu neistaflugi af pappa úr stöðinni, yfir olíutankana sem stóðu þarna vestan við, en það var eins og sjógangurinn kældi tankana og bjargaði okkur frá öðru stórslysi því að ekki hefði þurft að spyrja að bátaflotanum ef Shelltankarnir hefðu sprungið. Þetta fór þó betur en á horfðist um tíma.
Nei, það gleymir enginn þessari nótt, þetta slys, tveir menn í Skerinu sem enginn gat komið til bjargar, og svo eldurinn um nóttina. Þetta var ógurlegra en gosnóttin.“

Fjárbændur.
Siggi var lengst af, meðan hann bjó í Eyjum, með kindur.
„Já, ég fékkst við fjárbúskap, alveg fram í gos. Það má eiginlega segja að ég hafi fengið þetta í arf. Faðir minn, Kristinn Sigurðsson, og faðir hans, Sigurður Jónsson, höfðu haft nokkrar skjátur, 10-15, hirtu um þær meðfram annarri vinnu og sjómennsku eins og títt var í Vestmannaeyjum fyrr á tíð. Þessum bústofni var auðvitað haldið við með því að láta nokkur lömb lifa á hverju ári, en annars var þeim slátrað og þau notuð til búsílags.

Þetta fé þeirra föður míns og afa gekk í Heimakletti og Miðkletti og stundum í Ystakletti. Það gat verið dálítið mál að koma lömbum í útigang á haustin og ég man eftir því að við biðum stundum í allt að því 10 daga eftir því að leiði yrði gott út í Smáeyjar með lömb, í Hana og Hrauney og eitthvað í Hænu. Enginn fylgdist neitt sérstaklega með þessu fé þarna og stundum var ekki fært út í eyjarnar lengi vetrar en það virtist bjarga sér ótrúlega vel. Það var eins og það væri eitthvað stimplað inn í genin í þeim hvernig þau ættu að bjarga sér frá veðri og brimi. Það var stundum ekki hægt að leggja bát að þessum eyjum lungann úr vetri, en féð fann sér afdrep í bringum eða brekkum sem það lá undir. Þetta var gert til að drýgja fóðrið sem er af skornum skammti í Eyjum. Allt var þó nýtt sem aðgengilegt var, t.d. voru slægjur í Heimakletti og Ystakletti og heyið borið þangað sem hægt var að gefa það ofan, sem kallað var, þ.e. fram af brún og niður. Það var sagt áður fyrr að í Ystakletti væru slægjur fyrir eina kú og grasbeit fyrir 100 sauðkindur. Við settum 3 lömb í Dönskutó í Heimakletti. Þar er ókleift berg, loft, og við brugðum á það ráð að setja lömbin í poka, 100 kg poka úr Gúanóinu, bundum fyrir annan endann en höfðum hinn opinn en gáfum svo betur niður að framanverðu þegar neðarlega kom og hvolfdum eiginlega blessuðum lömbunum úr pokanum! Þegar smalað var um haustið fór ég niður á lausu bandi, sem kallað var, í tóna og kom böndum á féð.

Íslensk nafnvenja í heiðri höfð. Karlleggur frá Kristni Sigurðssyni á Löndum: Sigurður Kristinsson eldri (í miðið), Kristinn Sigurðsson eldri (til hægri), Sigurður Kristinsson yngri (til vinstri) og Kristinn Sigurðarson yngri (í fangi afa síns). Myndin er tekin fyrir þremur árum

Ég var ekkert sérstaklega heppinn fjáreigandi. Guðbjörg, kona mín, var miklu heppnari, en við vorum með þessar skjátur alveg þar til að gaus. Þá var þeim komið fyrir í Gunnarsholti og bústofninum slátrað um haustið. Menn úr Gunnarsholti sögðu mér að þetta fé úr Eyjum, úr fjöllunum hér, hefði verið dálítið sérstakt, stokkið yfir allar grindur eða komist undir þær. já, það fór sínu fram!
Ég var með fjármarkið „sneiðrifað hægra og stýft vinstra“ en faðir minn með „sneitt aftan hægra og stýft vinstra“.
Við áttum alltaf hrút. Sá síðasti var kallaður Nixon eða „Nixi“ og hann var stórgóður. Við keyptum hann frá Seglbúðum og var flogið með hann hingað til Eyja í poka. Það fór um Nixa eins og annað í okkar fjáreign, hann var skorinn haustið 1973 í Gunnarsholti.
Við vorum með svolítinn kofa í lóðinni okkar, en annars voru fjárhúsin ýmist á Löndum, þar sem faðir minn hafði haft fjárhús, og eins í kofa austur á Urðum. Þessu varð maður að fylgjast með. Ég var því vanur. Ég hafði byrjað snemma að smala. Ég hygg að ég hafi ekki verið nema 7-8 ára þegar ég byrjaði að smala Heimaklett með föður mínum og svo eins og fullgildur maður frá fermingu. Við smöluðum allan Klettinn og Miðklett alveg austur í Klettaskörð, milli Miðkletts og Ystakletts, og fórum m.a. í Selhelli, sem er norðan í móti, austan við Kambinn sem gengur norður úr Miðkletti, á móts við Lat. Við fórum niður Selhellaurð þar sem voru einhverjar tuskutrintur eða höld. Þetta var ógreið leið en féð hafði komist þangað og við urðum að fara á eftir því.“

Skemmtilegir karlar.

„Það var alltaf ágæt samvinna milli fjáreigenda í Eyjum um útiganginn sem var auðvitað alltaf mestur í Suðurey, Álsey, Bjarnarey og Elliðaey og það var líka algengt að þeir, sem áttu þessa haga eða höfðu rétt til þeirra, tóku lömb frá sportbændum og ólu þau yfir vetur.

Guðbjörg Bergmundsdóttir, eldri og yngri

Þeir voru eftirminnilegir, þessir karlar sem með mér voru í kindastússinu: Mangi gamli á Felli, afi Magnúsar Grímssonar sem þar býr nú, Loftur í Uppsölum, tengdafaðir Valdimars í Bæ, Óli Fúsa, Elli Bergur, Þórður Stefánsson á Fagrafelli og fleiri. Ekki vil ég gleyma Guðjóni Valdasyni, hann var fjallkóngur okkar. Þetta voru ágætismenn sem oft lánuðu haga fyrir eina kind. En síðar komu menn eins og Alli Togga (Alfreð Þorgrímsson), Skúli The, Jón á Gjábakka, Einar í Betel, Jón Magnússon í Gerði, þeir feðgar Sigurjón og Birgir á Sólheimum og Bogi Matt. á Litlu-Hólum, að ógleymdum Sveini Hjörleifssyni í Skálholti, skipstjóra á Krissunni. Það var aldrei logn í kringum hann!
Eg vil sérstaklega geta Þórðar Stefánssonar. Hann var einstaklega ljúfur maður þó að hann væri harður karl. Hann hafði fyrir stóru og miklu heimili að sjá og varð að horfa upp á mikil veikindi barna sinna. Það blossuðu upp berklar heima hjá honum. Berklarnir voru stundum algert rothögg fyrir fjölskyldur í Eyjum og stundum stóð bara eftir eitt barn úr stórum hóp.
Já, maður átti margar ferðir út í Ystaklett til að fylgjast með fénu, sérstaklega um burðinn. Ég var að vísu ekki jafnnákvæmur og pabbi að vita hve mörg skref væru austur í Klett frá Löndum, en ég hafði gaman af þessu stússi og hefði ekki staðið í því ef þetta hefði ekki veitt mér lífsfyllingu.“

Hollt er heima hvað.

Já, það munaði talsvert um þetta búsílag. Kjötið af þessum lömbum dugði að vísu ekki til ársins en um þetta munaði mjög og allt reykt og saltað kjöt áttum við sjálf.“

Guðbjörg með systrum sínum. Laufeyju (t.v. látin), Birnu Berg, sem ólst upp með henni í Nýborg, og Aðalbjörgu (móður Birnu) sem lengst bjó í Borgarhól

Guðbjörg segist hafa aðeins einu sinni á búskapartíð sinni í Eyjum keypt hangikjöt, eitt kíló, vegna þess að það voru gestir úr Reykjavfk og ekki víst að þeir kynnu að meta reykt og bragðmikið úteyjarkjötið. „En það fór nú svo að búðarhangikjötið var ósnert þegar veislunni lauk.“
Ólafur Vigfússon í Gíslholti reykti kjötið en lundann og annan fugl létu þau reykja á Kirkjubæ.
Siggi seig til eggja í Ystakletti. Þar eru víða stórar syllur með svartfuglseggjum, og svo er mikið um fýlsegg þar, bæði á stöllum og hvar sem voru balar. „Annars var ekki farið að hirða fýlsegg fyrr en það minnkaði að taka ungann, það þótti meiri matur í fýlung en eggjunum, og margir voru með fullar tunnur af söltuðum fýl. Það var stundum sagt að ekki væri svo stakur fýll í bergi að ekki væri reynt að ná honum! Við fórum líka í Skerið (Faxasker) og tókum máfsegg. Þau eru ágæt, svipuð fýlseggjum. Máfsungi var líka étinn fyrr á árum. Svo slógum við stundum fyrir, sem kallað var, læddumst þá með berginu og háfuðum svartfugl, hann var misstyggur, sumir flugu við minnsta rask en alltaf sátu eftir nokkrir bjálfar sem við gátum náð!
Fólk varð að bjarga sér, ekki voru peningarnir miklir, hvorki í föðurhúsum heima né heldur eftir að við Guðbjörg byrjuðum að búa. Þess vegna munaði mikið um þessi aðföng. Við vorum með kálgarð á Löndum, gulrætur og fleira, og svo kartöflugarð vestur í hrauni, skammt frá Brimhólum. Við vorum með rófugarð suður við Krók, við Lyngfell, með Ella Berg krata og Gunnu konu hans. Og stundum voru líka gulrætur og fleiri matjurtir. Þetta dugði til ársins, og við áttum þó að vori útsæði, en smælkið fór annars í kindurnar.
Já, kjötið, fuglinn, eggin, kartöflur og annað þess kyns gerði þessa eyju svo búsældarlega, - með fiskinum auðvitað líka! Maður, sem vann á bryggjunum, þurfti sjaldnast að kaupa sér í soðið á þessum tíma. Og svo voru ágætar frystigeymslur í frystihúsum.
Það var auðvitað naumt með neysluvatn og mjólk á þessum árum í Eyjum. Við á Löndum fengum mjólk frá Ólafi Auðunssyni á Hrauni og seinna, eftir að við og Guðbjörg fluttumst á Landagötuna, fengum við mjólk frá Magga á Kirkjubæ. Og við á Löndum lögðum til hálft kýrfóður en fengum á móti hálfa nyt af kú frá Kirkjubæ. Heyið var geymt í kofa austur á Urðum, Tobbakofa sem við kölluðum, en Þorbjörn Guðjónsson á Kirkjubæ smíðaði hann og verkaði þar fisk af útgerð sinni. Ég var síðar með kindur þarna.
Og svo var stundum hægt að fá einhverja ávexti í millilandaskipum, en þeir þóttu þá lúxusfæða!“

Stæðilegur maður, en heilsan stundum slök.

Stæðilegir menn: Siggi með son sinn, Kristin, í Herjólfsdal

„Já, ég var alltaf slakur til heilsunnar," segir Siggi, þó að ég yxi vel og yrði þéttur á velli og sterklegur á að sjá. Ég var aðeins 11 ára þegar ég fór til læknis vegna óþæginda í maga, til Kolka læknis, en það kom svo sem lítið út úr þvf. Síðar fór ég til Ólafs Lárussonar læknis og þegar ég var búinn að rekja alla veikindasögu mína, þá segir hann skyndilega, eftir að hafa verið hugsi góða stund, þessa setningu sem ég man svo vel: „Hver andskotinn, drengur, ertu kominn með magasár?“ Ég varð upp úr því að passa mataræði ákaflega vel, drakk t.d. ekki kaffi fyrr en ég var orðinn rígfullorðinn og lá meira að segja á spítala út af þessu magameini. En með góðri meðferð, góðum mat hjá henni Guðbjörgu minni, þá smám saman lagaðist þetta og ég komst yfir þessa meinsemd.

En þetta var svo sem ekki það eina sem þjáði mig því að skömmu eftir að ég fór að vinna við höfnina veiktist ég í baki og ég átti ákaflega lengi í því. Þetta var víst kallað „ískis“ (iskias) og það bagaði mig mikið, þótt maður reyndi að láta sem minnst á því bera. Ég var til dæmis frá vinnu marga mánuði árið 1954, og rúmliggjandi lengi, en staulaðist annars um með staf. Ég fór til Snorra Hallgrímssonar læknis en sem betur fer slapp ég við það að verða skorinn. Einhverjir kölluðu þetta „Grafaraveikina“, og það var ekki út í hött því að þetta var mjög erfið vinna á Grafaranum sem reyndi mikið á bakið; erfiður burður og oft verið að bogra og taka á.“

Guðbjörg og Siggi með sonum sínum, Kristni (t.v.) og Bergmundi (t.h.). Með þeim á myndinni er lengst til hægri Bergmundur Elli Sigurðsson sem ólst upp í Nýborg og síðar hjá Sigga og Guðbjörgu á Landagötunni. Myndin var tekin fyrir þremur árum, á gullbrúðkaupsdegi þeirra Sigga og Guðbjargar

Gerill frá Kákasus.
Það var auðvitað áríðandi fyrir magaveikan mann eins og Sigga að passa það sem fór ofan f hann.
Hafragrautur og lýsi var auðvitað fastur punktur í tilverunni á hverjum morgni, en svo gerðist það 1936 að Oktavía á Löndum, móðir Sigga, komst yfir Kákasusgerilinn.
„Það voru íþróttamenn sem fóru á Ólympíuleikana í Berlín það ár sem komu með þennan geril heim,“ segir Guðbjörg . „Sigga á Akri, systir Lárusar sem þar bjó lengst, kom með hann að Eystri-Löndum og upp frá því varð þetta að daglegri fæðu hjá Sigga, einnig eftir að við giftum okkur, eitt glas á hverju kvöldi.“ „Og hefur gert mér gott, allra meina bót!“ segir Siggi.
„Dallurinn undir þetta tapaðist í gosinu,“ bætir Guðbjörg við, „en við komum okkur upp nýjum gerli, sem ég fékk frá Laufeyju systur minni, og við notum hann enn! Þetta er ekki svo mikið maus. Ég hef hann í krukku og helli svo mjólk á hann. Gerillinn komst í tísku um 1980, en hún stóð ekki lengi. Og ég skil það. Ég þreif krukkuna undir gerilinn en þeir sem fengust við þetta þvoðu sumir líka gerilinn, - og þá er ekki von að vel fari!“
„Já,“ bætir Siggi við, kankvíslega, eins og hans er vani, „og nú er spurningin þessi fyrir mann á níræðisaldri: Á gerillinn lífið í mér?!“