Eiríkur Jónsson (Skýlinu)
Jump to navigation
Jump to search
Eiríkur Jónsson, Hásteinsvegi, fæddist á Reyðarfirði 17. desember 1894 og lést 30. júní 1970.
Fyrri kona hans hét Anna Guðrún Steinsdóttir, dóttir Steins Sigurðssonar klæðskera.
Síðari kona hans Ingunn Sigríður Júlíusdóttir, f. 24. október 1911, d. 8. apríl 2013.
Árið 1918 fór hann til Vestmannaeyja þar sem hann byrjaði að stunda sjóinn. Formennsku byrjaði Eiríkur með Óskar II fyrir Gísla Magnússon og var með þann bát eina vertíð. Síðan var hann formaður á Nirði.
Eftir að Eiríkur hætti á sjónum var hann forstöðumaður Verkamannaskýlisins í Vestmannaeyjum í fleiri ár.
Myndir
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. 6-7 tbl. 1968. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.