Sigurður Kristinsson (Eystri-Löndum)
Sigurður Yngvi Kristinsson frá Eystri-Löndum, hafnarstarfsmaður, hafnarvörður fæddist þar 11. júní 1919 og lést 8. apríl 2003 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Kristinn Sigurðsson frá Eystri-Löndum, verkamaður, f. 21. apríl 1890 á Löndum, d. 4. mars 1966, og kona hans Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1884 á Efri-Hömrum í Holtum, d. 9. desember 1968.
Sigurður var með foreldrum sínum í æsku. Hann var sendill í Íshúsinu, vann við útskipun, lauk vélstjóraprófi um 1940, var til sjós um skeið, og vann við beitningu.
Sigurður réðst til Hafnarinnar 1942 og vann þar á Grafaranum áratugum saman við stækkun og dýpkun Hafnarinnar og, m.a. við gröft á Rifi á Snæfellsnesi 1959. Einnig var hann við hafnarvörslu, nokkur ár á lóðsbátnum Létti og við vitabygginguna á Þrídröngum og við umsjón með vitum Eyjanna.
Sigurður varð hafnarvörður 1960.
Eftir Gos vann hann hjá Gerborg í Hafnarfirði.
Þau Guðbjörg hófu búskap um 1948, eignuðust tvö börn og tóku við uppeldi Bergmundar Ella, sem hafði verið í fóstri hjá afa sínum og ömmu í Nýborg. Þau bjuggu í fyrstu á Hvoli við Urðaveg, síðar keyptu þau Hólinn við Landagötu 18 og bjuggu þar meðan vært var, en fluttust í Hafnarfjörð við Gosið, bjuggu þar á Arnarhrauni 3, en síðan á Breiðvangi 8, sem þau eignuðust.
Sigurður Yngvi lést 2003 og Guðbjörg 2014.
I. Kona Sigurðar, (23. apríl 1949), var Guðbjörg Bergmundsdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014.
Börn þeirra:
1. Kristinn Þórir Sigurðsson stýrimaður, smiður, umsjónarmaður, f. 31. maí 1948. Kona hans er Ásta Úlfarsdóttir.
2. Bergmundur Helgi Sigurðsson, sjómaður, sendibifreiðastjóri, f. 12. júlí 1952. Kona hans er Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Fóstursonur:
3. Bergmundur Elli Sigurðsson trésmiður í Hafnarfirði, sonur Ásu, f. 15. apríl 1948. Kona hans er Ólöf Helga Júlíusdóttir
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 16. apríl 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. Við Vestmannaeyjahöfn. Spjall við Sigga á Löndum. Helgi Bernódusson.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.