„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1988/Manni í Sandprýði“: Munur á milli breytinga
StefánBjörn (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigmundur Andrésson:''' <center><big><big>'''Manni í Sandprýði, vélstjóri í hálfa öld'''</big></big></center><br> Sigmundur Andrésson, safnvör...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 12: | Lína 12: | ||
Hér fara á eftir tvö minnisstæð atvik frá því Manni stundaði sjóinn, en hann er nú brýnari í frystihúsi FIVE.<br> | Hér fara á eftir tvö minnisstæð atvik frá því Manni stundaði sjóinn, en hann er nú brýnari í frystihúsi FIVE.<br> | ||
''Þegar mótorbáturinn [[Ófeigur VE]] fékk á sig brotsjóinn vestur við Dranga í febrúar 1946.''<br> | '''''Þegar mótorbáturinn [[Ófeigur VE]] fékk á sig brotsjóinn vestur við Dranga í febrúar 1946'''.''<br> | ||
''Ófeigur vur 21 tonn að stœrð og byggður í Danmörku með 60 hesta Hundested vél.'' ''Skipshöfnin var þessi:'' ''Skipstjóri [[Angantýr Elíasson|Angantýr Elíasson]].'' ''Vélstjóri [[Guðmann Guðmundsson]], sem er um leið sögumaður.'' ''Hásetar [[Sigurbergur Sigurgeirsson]] frá Hlíð undir A-Eyjafjöllum.'' ''[[Sigurður Ingimundarson]] var frá Hafnarfirði, og fœreyingur sem kallaður var Doffi, [[Kristofer Hansen]].''<br> | ''Ófeigur vur 21 tonn að stœrð og byggður í Danmörku með 60 hesta Hundested vél.'' ''Skipshöfnin var þessi:'' ''Skipstjóri [[Angantýr Elíasson|Angantýr Elíasson]].'' ''Vélstjóri [[Guðmann Guðmundsson]], sem er um leið sögumaður.'' ''Hásetar [[Sigurbergur Sigurgeirsson]] frá Hlíð undir A-Eyjafjöllum.'' ''[[Sigurður Ingimundarson]] var frá Hafnarfirði, og fœreyingur sem kallaður var Doffi, [[Kristofer Hansen]].''<br> | ||
[[Mynd:Manni í Sandprýði og Simmi bakari SDBL. 1988.jpg|miðja|thumb|Sigmundur og Manni á góðri stund og spjalli í Spjalli í Spörvaskjóli.]] | |||
Dimma og hrollkalda febrúarnótt var barið í gluggan hjá mér í [[Sandprýði]]. Ég vaknaði um leið og veit hver þar er og til hvers hann er kominn, það er formaður minn Angantýr og er að ræsa mig í róður. Ég hefi alla tíð sofið frekar laust og gerði það ekki síður þegar staðið var í róðrum, því þá er eins og maður hafi það í undirmeðvitundinni að brátt verði ræst, þó svo maður geri sér ekki fulla grein fyrir því, og þessvegna er maður svo fljótur að vakna. Ég kveikti strax ljós á lampa, sem hékk á veggnum yfir rúminu, en með því lét ég Týra vita að ég hafði meðtekið kallið. Hann heldur nú áfram að ræsa aðra skipverja sína, en það tekur ekki langan tíma því þeir bjuggu á svipuðum slóðum. Er ég held af stað að heiman þá er eins og eilítið líf sé að færast í þetta drungalega umhverfi, menn sjást á ferli hér og þar en allir eiga þeir leið í sömu átt, til hafnarinnar.<br> | Dimma og hrollkalda febrúarnótt var barið í gluggan hjá mér í [[Sandprýði]]. Ég vaknaði um leið og veit hver þar er og til hvers hann er kominn, það er formaður minn Angantýr og er að ræsa mig í róður. Ég hefi alla tíð sofið frekar laust og gerði það ekki síður þegar staðið var í róðrum, því þá er eins og maður hafi það í undirmeðvitundinni að brátt verði ræst, þó svo maður geri sér ekki fulla grein fyrir því, og þessvegna er maður svo fljótur að vakna. Ég kveikti strax ljós á lampa, sem hékk á veggnum yfir rúminu, en með því lét ég Týra vita að ég hafði meðtekið kallið. Hann heldur nú áfram að ræsa aðra skipverja sína, en það tekur ekki langan tíma því þeir bjuggu á svipuðum slóðum. Er ég held af stað að heiman þá er eins og eilítið líf sé að færast í þetta drungalega umhverfi, menn sjást á ferli hér og þar en allir eiga þeir leið í sömu átt, til hafnarinnar.<br> | ||
Þetta eru sjómenn á leið um borð í báta sína, sem liggja fyrir festum úti á botni og víða þess að þeim verði haldið á miðin. Menn eru hljóðir og eilítið hoknir í herðunum, það er í þeim hálfgerður hrollur eftir að vera nýstignir uppúr hlýjum rúmunum út í kalda nóttina. Það er enn þá drungalegra, þegar nær dregur höfninni, því þar er minna um lýsingu heldur en uppi í bænum. Ég sé að nokkrir eru komnir um borð í báta sína, sem liggja þarna og vagga sér örlítið í suðvestan golunni um leið og þeir taka í festarnar. Við róum svo á skjögtaranum út í bátinn. Bjóðin höfðum við tekið um borð, þegar við vorum búnir að landa, deginum áður. Ég fer strax niður í mótorhús til þess að hita upp mótorinn með hraðkveikjulampa, því þetta var glóðarhausvél.<br> | Þetta eru sjómenn á leið um borð í báta sína, sem liggja fyrir festum úti á botni og víða þess að þeim verði haldið á miðin. Menn eru hljóðir og eilítið hoknir í herðunum, það er í þeim hálfgerður hrollur eftir að vera nýstignir uppúr hlýjum rúmunum út í kalda nóttina. Það er enn þá drungalegra, þegar nær dregur höfninni, því þar er minna um lýsingu heldur en uppi í bænum. Ég sé að nokkrir eru komnir um borð í báta sína, sem liggja þarna og vagga sér örlítið í suðvestan golunni um leið og þeir taka í festarnar. Við róum svo á skjögtaranum út í bátinn. Bjóðin höfðum við tekið um borð, þegar við vorum búnir að landa, deginum áður. Ég fer strax niður í mótorhús til þess að hita upp mótorinn með hraðkveikjulampa, því þetta var glóðarhausvél.<br> | ||
Vélinn rauk í gang á fyrsta skoti eins og maður segir. Ég sé strax að hún smyr sig, og þá fer ég upp til þess að athuga hvort að kælivatnið sé komið, jú það virðist allt vera í þessu fína lagi og ég læt svo vélina mala bara rólega og hita sig. Hásetarnir byrja á því að hífa upp festina og lása í sundur, síðan er bara bragð sett á handspilið svo það er hægt að sleppa með einu handtaki. Þá kveikja þeir upp í kabyssunni og setja vatn í ketilinn svo hægt sé að hella upp á könnuna, og ekki veitir heldur af því að hlýja eilítið upp því það er heldur kalt í lúkarnum.<br> | Vélinn rauk í gang á fyrsta skoti eins og maður segir. Ég sé strax að hún smyr sig, og þá fer ég upp til þess að athuga hvort að kælivatnið sé komið, jú það virðist allt vera í þessu fína lagi og ég læt svo vélina mala bara rólega og hita sig. Hásetarnir byrja á því að hífa upp festina og lása í sundur, síðan er bara bragð sett á handspilið svo það er hægt að sleppa með einu handtaki. Þá kveikja þeir upp í kabyssunni og setja vatn í ketilinn svo hægt sé að hella upp á könnuna, og ekki veitir heldur af því að hlýja eilítið upp því það er heldur kalt í lúkarnum.<br> | ||
Kabyssan er fljót að hitna og ekki líður á löngu þar til að það fer að hlýna og slagvatnslyktin minnkar og hverfur nær alveg, þegar hitinn er orðinn þægilegur.<br> | Kabyssan er fljót að hitna og ekki líður á löngu þar til að það fer að hlýna og slagvatnslyktin minnkar og hverfur nær alveg, þegar hitinn er orðinn þægilegur.<br> | ||
[[Mynd:Mótorbáturinn Ófeigur VE SDBL. 1988.jpg|thumb|Mótorbáturinn Ófeigur VE.]] | |||
Mjög stutt er í það að ,,blússið" verði gefið, en þó er einn og einn bátur búinn að sleppa og er kominn út á milli garða þegar ,,blússið" er gefið. Og nú er sem það sé hleypt af úr mörgum fallbyssum í einu og það tekur undir í Heimakletti þar sem hann gnæfir dökkur og þungbúinn yfir okkur. Allir bátarnir hafa sett á fulla ferð og eldglæringarnar þeytast upp í loftið úr sumum púströrunum, aðrir spúa kolsvörtum reykjarmekki til himins.<br> | Mjög stutt er í það að ,,blússið" verði gefið, en þó er einn og einn bátur búinn að sleppa og er kominn út á milli garða þegar ,,blússið" er gefið. Og nú er sem það sé hleypt af úr mörgum fallbyssum í einu og það tekur undir í Heimakletti þar sem hann gnæfir dökkur og þungbúinn yfir okkur. Allir bátarnir hafa sett á fulla ferð og eldglæringarnar þeytast upp í loftið úr sumum púströrunum, aðrir spúa kolsvörtum reykjarmekki til himins.<br> | ||
Báturinn nötrar við þessi snöggu átök, en er þó fljótur að jafna sig eftir að skriður er kominn á hann. Nú er gott að vera á ganggóðum bát, því það er meiri fiskivon í því að komast fyrstur á miðin, og geta ráðið því hvar lagt er. Svo stutt er á milli bátanna, er þeir ösla af stað, að menn geta teygt sig í þann næsta. Smátt og smátt breikkar þó bilið og sumir fara austur aðrir vestur, og það er misjafn gangurinn í þeim, og brátt hverfa þeir sjónum.<br> | Báturinn nötrar við þessi snöggu átök, en er þó fljótur að jafna sig eftir að skriður er kominn á hann. Nú er gott að vera á ganggóðum bát, því það er meiri fiskivon í því að komast fyrstur á miðin, og geta ráðið því hvar lagt er. Svo stutt er á milli bátanna, er þeir ösla af stað, að menn geta teygt sig í þann næsta. Smátt og smátt breikkar þó bilið og sumir fara austur aðrir vestur, og það er misjafn gangurinn í þeim, og brátt hverfa þeir sjónum.<br> | ||
Lína 26: | Lína 26: | ||
Ég tek nú eftir því að Týri er farinn að líta nokkuð oft á klukkuna og kompásinn um leið. Hann er farinn að tvístíga meira en hann hefur gert, og það er eins og nýtt líf sé að færast í hann.<br> | Ég tek nú eftir því að Týri er farinn að líta nokkuð oft á klukkuna og kompásinn um leið. Hann er farinn að tvístíga meira en hann hefur gert, og það er eins og nýtt líf sé að færast í hann.<br> | ||
Nú eru liðnar nærri tvær klukkustundir síðan við héldum úr Faxasundi. Hann biður mig um að skreppa frammí og ræsa strákana. Er ég kem frammí eru allir í koju og sofa vært og rótt. Það sýður á katlinum svo ég renni á könnuna í hvelli og menn fá sér smásopa áður en farið er á dekk til þess að leggja. Strákarnir fara í stakkana því vindur og kvika hefur aukist að mun svo það má búast við einhverri ágjöf og skvettu í göngunum meðan verið er að koma dræsunni í sjóinn.<br> | Nú eru liðnar nærri tvær klukkustundir síðan við héldum úr Faxasundi. Hann biður mig um að skreppa frammí og ræsa strákana. Er ég kem frammí eru allir í koju og sofa vært og rótt. Það sýður á katlinum svo ég renni á könnuna í hvelli og menn fá sér smásopa áður en farið er á dekk til þess að leggja. Strákarnir fara í stakkana því vindur og kvika hefur aukist að mun svo það má búast við einhverri ágjöf og skvettu í göngunum meðan verið er að koma dræsunni í sjóinn.<br> | ||
Lagningsljósin hafa verið kveikt svo það er orðið nokkuð bjart fyrir aftan stýrishús og hægt að fylgjast með hvernig línan fer út. Ég hnýti saman, einn dregur bjóðin aftur og tekur tómu balana með sér til baka og staflar þeim hverjum ofaní annan og skorðar þá vel af fyrir framan mótorhúsið. Sá þriðji kastar svo færunum út og sér um það að þau fari greið í sjóinn, ekki er það gott ef þau flókna því þá er partur af línunni uppi í sjó og þar fæst lítið á hana.<br> | Lagningsljósin hafa verið kveikt svo það er orðið nokkuð bjart fyrir aftan stýrishús og hægt að fylgjast með hvernig línan fer út. Ég hnýti saman, einn dregur bjóðin aftur og tekur tómu balana með sér til baka og staflar þeim hverjum ofaní annan og skorðar þá vel af fyrir framan mótorhúsið. Sá þriðji kastar svo færunum út og sér um það að þau fari greið í sjóinn, ekki er það gott ef þau flókna því þá er partur af línunni uppi í sjó og þar fæst lítið á hana. | ||
[[Mynd:Angantýr Elíasson skipstjóri SDBL. 1988.jpg|vinstri|thumb|Angantýr Elíasson, skipstjóri.]] | |||
<br> | |||
Týri leggur á nærri fullri ferð svo það er eins gott að fylgjast vel með öllu og fá ekki krók í sig. Stundum fara út smábuskur en eru oftast furðufljótar að greiðast í sundur þegar tekur í línuna.<br> | Týri leggur á nærri fullri ferð svo það er eins gott að fylgjast vel með öllu og fá ekki krók í sig. Stundum fara út smábuskur en eru oftast furðufljótar að greiðast í sundur þegar tekur í línuna.<br> | ||
Ef illa er beitt geta oft farið út smá haugar, sem ekki er gott að ráða við, og lítil aflavon á slíkar flækjur. Þá verður að passa það að ganga ekki í stömpunum þegar farið er milli lúkars og stýrishúss, enn fremur að draga þá nokkuð varlega aftur eftir dekkinu. Allt í kring er svarta myrkur og hvergi ljós að sjá svo líklega erum við vestastir á þessu svæði? Ekki er nokkur fugl á flögri , sem vill þó stundum vera, meðan verið er að leggja. Kannski kemur hann þegar farið verður að draga: Ef til vill veit hann á sig storm og hefur því hægar um sig, eða hann er hreinlega ekki vaknaður.<br> | Ef illa er beitt geta oft farið út smá haugar, sem ekki er gott að ráða við, og lítil aflavon á slíkar flækjur. Þá verður að passa það að ganga ekki í stömpunum þegar farið er milli lúkars og stýrishúss, enn fremur að draga þá nokkuð varlega aftur eftir dekkinu. Allt í kring er svarta myrkur og hvergi ljós að sjá svo líklega erum við vestastir á þessu svæði? Ekki er nokkur fugl á flögri , sem vill þó stundum vera, meðan verið er að leggja. Kannski kemur hann þegar farið verður að draga: Ef til vill veit hann á sig storm og hefur því hægar um sig, eða hann er hreinlega ekki vaknaður.<br> | ||
Ég, kalla nú:,,Seinasta bjóðið", og það er slegið af í hvelli.<br> | Ég, kalla nú:,,Seinasta bjóðið", og það er slegið af í hvelli.<br> | ||
Ég var búinn að finna til ljósið á baujuna og hún er látin fara með seinasta spottanum. Einum hásetanna er ætlað að standa baujuvaktina, það er, að hann verður að passa það, að ljósbaujan fari aldrei úr augsýn á meðan að legið er yfir. Ef það er hægur vindur er allt í lagi að láta reka og keyra svo eilítið að henni þegar hún fjarlægist. Núna varð að andæfa við hana því rekið hefði orðið of mikið og hún þá týnst. Við hinir förum svo allir framí lúkar og fáum okkur sopa áður en við förum í koju og svífum inní draumalandið.<br> | Ég var búinn að finna til ljósið á baujuna og hún er látin fara með seinasta spottanum. Einum hásetanna er ætlað að standa baujuvaktina, það er, að hann verður að passa það, að ljósbaujan fari aldrei úr augsýn á meðan að legið er yfir. Ef það er hægur vindur er allt í lagi að láta reka og keyra svo eilítið að henni þegar hún fjarlægist. Núna varð að andæfa við hana því rekið hefði orðið of mikið og hún þá týnst. Við hinir förum svo allir framí lúkar og fáum okkur sopa áður en við förum í koju og svífum inní draumalandið.<br> | ||
Það á að ræsa eftir tæpa tvo tíma svo svefninn verður ekki langur. | Það á að ræsa eftir tæpa tvo tíma svo svefninn verður ekki langur. | ||
[[Mynd:Sigurbergur Sigurgeirsson SDBL. 1988.jpg|thumb|Sigurbergur Sigurgeirsson, háseti.]] | |||
Eftir að ferðin er farinn af bátnum og honum haldið upp í vindinn þá vaggar hann hægt og rólega og það var hlýtt og notalegt í lúkarnum, það snarkar aðeins í kabyssunni sem heldur þessum svefnstað bara sæmilega vistlegum, og ég var fljótur að gleyma mér. Eftir þessa tæpu tvo tíma, er menn hafa fengið til hvíldar, er svo ræst á ný.<br> | Eftir að ferðin er farinn af bátnum og honum haldið upp í vindinn þá vaggar hann hægt og rólega og það var hlýtt og notalegt í lúkarnum, það snarkar aðeins í kabyssunni sem heldur þessum svefnstað bara sæmilega vistlegum, og ég var fljótur að gleyma mér. Eftir þessa tæpu tvo tíma, er menn hafa fengið til hvíldar, er svo ræst á ný.<br> | ||
Það hefur bætt verulega í vindinn og komin allnokkur kvika og sjór fer vaxandi úr suðvestri. Við göllum okkur nú vel áður en við förum upp, og setjum upp sjóhatta því það er lítt skemmtilegt að fá gusurnar ofan í hálsmálið. Það er keyrt að baujunni og hún innbyrt í snarheitum og færið er dregið. Á meðan fór ég með baujuljósið niður í mótorhús til hleðslu fyrir næsta róður. | Það hefur bætt verulega í vindinn og komin allnokkur kvika og sjór fer vaxandi úr suðvestri. Við göllum okkur nú vel áður en við förum upp, og setjum upp sjóhatta því það er lítt skemmtilegt að fá gusurnar ofan í hálsmálið. Það er keyrt að baujunni og hún innbyrt í snarheitum og færið er dregið. Á meðan fór ég með baujuljósið niður í mótorhús til hleðslu fyrir næsta róður. | ||
Lína 37: | Lína 41: | ||
Einn dró af spilinu og var dregið þvert yfir bát þannig að sá sem dró hann stóð aðeins aftanvið forvantinn bakborðsmeginn. Annar var í því að draga færin og gekk frá þeim í sérstakar festingar sem voru á stýrishúsinu í bakborðs gangi. Vindur var alltaf að vaxa og það var komið rok svo erfitt var stundum að halda í horfinu og línan stóð langt út í sjó. Þegar við höfðum dregið svona þriðjapartinn af línunni þá biður Angantýr mig um að andæfa fyrir sig í smástund því hann ætli að skreppa frammí og fá sér sopa.<br> | Einn dró af spilinu og var dregið þvert yfir bát þannig að sá sem dró hann stóð aðeins aftanvið forvantinn bakborðsmeginn. Annar var í því að draga færin og gekk frá þeim í sérstakar festingar sem voru á stýrishúsinu í bakborðs gangi. Vindur var alltaf að vaxa og það var komið rok svo erfitt var stundum að halda í horfinu og línan stóð langt út í sjó. Þegar við höfðum dregið svona þriðjapartinn af línunni þá biður Angantýr mig um að andæfa fyrir sig í smástund því hann ætli að skreppa frammí og fá sér sopa.<br> | ||
Ég fór nú í andófið, Bergur er við rúlluna, Sigurður við spilið og dregur af, en Doffi dregur færin og blóðgar. Sjórinn var alltaf að aukast og ólögin að stækka og það hvítskefur á köflum.<br> | Ég fór nú í andófið, Bergur er við rúlluna, Sigurður við spilið og dregur af, en Doffi dregur færin og blóðgar. Sjórinn var alltaf að aukast og ólögin að stækka og það hvítskefur á köflum.<br> | ||
[[Mynd:Mótorbáturinn Týr VE 315 SDBL. 1988.jpg|vinstri|thumb|Mótobáturinn Týr VE 315.]] | |||
Og nú er allt í einu sem hendi væri veifað og það er sem menn fái bara grjót framan í sig í verstu hrinunum þar sem þeir eru þarna á dekkinu. Sé ég nú hvar gríðarlega stór hnútur spinnur sig upp rétt við bakborðskinnunginn og hann hvolfir sér yfir bátinn í einu vetfangi. Ég var þó nógu fljótur að kúpla í sundur því mér datt það strax í hug að eitthvað af línunni færi út og þá var mikil nú hvar gríðarlega stór hnútur spinnur sig upp rétt við bakborðskinnunginn og hann hvolfir sér yfir bátinn í einu vetfangi. Ég var þó nógu fljótur að kúpla í sundur því mér datt það strax í hug að eitthvað af línunni færi út og þá var mikil hætta á því að fá hana í skrúfuna.<br> | Og nú er allt í einu sem hendi væri veifað og það er sem menn fái bara grjót framan í sig í verstu hrinunum þar sem þeir eru þarna á dekkinu. Sé ég nú hvar gríðarlega stór hnútur spinnur sig upp rétt við bakborðskinnunginn og hann hvolfir sér yfir bátinn í einu vetfangi. Ég var þó nógu fljótur að kúpla í sundur því mér datt það strax í hug að eitthvað af línunni færi út og þá var mikil nú hvar gríðarlega stór hnútur spinnur sig upp rétt við bakborðskinnunginn og hann hvolfir sér yfir bátinn í einu vetfangi. Ég var þó nógu fljótur að kúpla í sundur því mér datt það strax í hug að eitthvað af línunni færi út og þá var mikil hætta á því að fá hana í skrúfuna.<br> | ||
Allt fór á bólakaf, menn og bátur, og svo var sjórinn mikill og kröftugur að þegar báturinn kemur aftur úr kafinu þá hefur sjórinn hreinsað allt af dekkinu, menn og annað. sem þar var lauslegt að finna, eins og stampa, stíufjalir, belgi og baujur sem búið var að ganga frá. Sigurður hafði kastast langt út í sjó, en þeir Bergur og Doffi hanga á því braki sem eftir var af lunningunni en hún hafði að mestu leyti hreinsast af báðumegin.<br> | Allt fór á bólakaf, menn og bátur, og svo var sjórinn mikill og kröftugur að þegar báturinn kemur aftur úr kafinu þá hefur sjórinn hreinsað allt af dekkinu, menn og annað. sem þar var lauslegt að finna, eins og stampa, stíufjalir, belgi og baujur sem búið var að ganga frá. Sigurður hafði kastast langt út í sjó, en þeir Bergur og Doffi hanga á því braki sem eftir var af lunningunni en hún hafði að mestu leyti hreinsast af báðumegin.<br> | ||
Lína 44: | Lína 48: | ||
''Þá er mér minnisstœður róðurinn, þegar m/b [[Týr VE]] fékk á sig sjóinn 1950.''<br> | ''Þá er mér minnisstœður róðurinn, þegar m/b [[Týr VE]] fékk á sig sjóinn 1950.''<br> | ||
[[Mynd:Steingrímur Björnsson skipstjóri SDBL. 1988.jpg|vinstri|thumb|Steingrímur Björnsson, skipstjóri.]] | |||
Það var seint í febrúarmánuði, sem við rérum í blíðskapar veðri og héldum vestur með 40 stampa af línu, og líklega höfðum við lent með seinustu stampana vestur á Selvogsbakka.<br> | Það var seint í febrúarmánuði, sem við rérum í blíðskapar veðri og héldum vestur með 40 stampa af línu, og líklega höfðum við lent með seinustu stampana vestur á Selvogsbakka.<br> | ||
Við lágum yfir línunni í rúma tvo tíma að mig minnir. Skömmu áður en ræst var til að draga hafði hann rokið upp með suð vestan storm og haugasjó. Það er lagt að baujunni og hún tekin inn og færið dregið. Á meðan verið er að draga færið þá biður Steini á [[Kirkjuland|Kirkjulandi]] (en hann var skipstjóri á bátnum) okkur um að skálka lestarlúgur vel, og hafa aðeins opið litla gatið sem var á einum lúguhleranum, meðan við drögum. Steini var keppsamur sjósóknari og á stundum þótti nú við of, en bráðheppinn aflamaður. Veðrið er alltaf að versna og það var komið snarvitlaust veður með stór sjó sem alltaf var að aukast.<br> | Við lágum yfir línunni í rúma tvo tíma að mig minnir. Skömmu áður en ræst var til að draga hafði hann rokið upp með suð vestan storm og haugasjó. Það er lagt að baujunni og hún tekin inn og færið dregið. Á meðan verið er að draga færið þá biður Steini á [[Kirkjuland|Kirkjulandi]] (en hann var skipstjóri á bátnum) okkur um að skálka lestarlúgur vel, og hafa aðeins opið litla gatið sem var á einum lúguhleranum, meðan við drögum. Steini var keppsamur sjósóknari og á stundum þótti nú við of, en bráðheppinn aflamaður. Veðrið er alltaf að versna og það var komið snarvitlaust veður með stór sjó sem alltaf var að aukast.<br> | ||
Fiskur var tregur við slitum upp einn og einn fisk á þessum fyrstu bjóðum sem við drógum, og er við höfðum dregið svona 6 til 8 stampa þá fara þeir [[Friðþjófur Másson]], sem var stýrimaður, og Haukur í [[Garðar|Görðum]], niður í lúkar til þess að fá sér smá kaffisopa. [[Páll Jónsson|Páll Jónsson]], [[Landamót|Landamótum]], er að draga af spilinu og stendir rétt aftan við lúkarskappann og aðeins á ská við hann bakborðsmegin því línan var dregin þvert yfir skip. Ég var vélstjóri og er við rúlluna. Allt í einu og óafvitandi er mér litið framfyrir bátinn og sé þá þennan feikna mikla, sjó sem er að taka sig upp, rétt við bakborðskinnunginn. Palli hafði líka séð þennan sjó og á nú fótum sínum fjör að launa og gat stungið sér undir lúkarskappann, en þar var hann í nokkuð góðu skjóli því sitthvoru megin og fyrir ofan var nokkur útsláttur á kappanum sem hlífði honum fyrir þessari holskeflu, Páll sagði svo frá á eftir, að er hann var kominn í þetta skjól hafi hann aðeins séð í þennan kolgræna skafl, sem nú hellti sér yfir bátinn, og fundið þegar hann kastar honum á hliðina og hann sígur niður í sjóinn. Nú er að segja frá Steina sem var í andófinu og sér hvar þessi ógna sjór stefnir á bátinn, öskrar hann um leið út um stýrishúsgluggann að sjór sé að koma og menn skulu passa sig. | Fiskur var tregur við slitum upp einn og einn fisk á þessum fyrstu bjóðum sem við drógum, og er við höfðum dregið svona 6 til 8 stampa þá fara þeir [[Friðþjófur Másson]], sem var stýrimaður, og Haukur í [[Garðar|Görðum]], niður í lúkar til þess að fá sér smá kaffisopa. [[Páll Jónsson|Páll Jónsson]], [[Landamót|Landamótum]], er að draga af spilinu og stendir rétt aftan við lúkarskappann og aðeins á ská við hann bakborðsmegin því línan var dregin þvert yfir skip. Ég var vélstjóri og er við rúlluna. Allt í einu og óafvitandi er mér litið framfyrir bátinn og sé þá þennan feikna mikla, sjó sem er að taka sig upp, rétt við bakborðskinnunginn. Palli hafði líka séð þennan sjó og á nú fótum sínum fjör að launa og gat stungið sér undir lúkarskappann, en þar var hann í nokkuð góðu skjóli því sitthvoru megin og fyrir ofan var nokkur útsláttur á kappanum sem hlífði honum fyrir þessari holskeflu, Páll sagði svo frá á eftir, að er hann var kominn í þetta skjól hafi hann aðeins séð í þennan kolgræna skafl, sem nú hellti sér yfir bátinn, og fundið þegar hann kastar honum á hliðina og hann sígur niður í sjóinn. Nú er að segja frá Steina sem var í andófinu og sér hvar þessi ógna sjór stefnir á bátinn, öskrar hann um leið út um stýrishúsgluggann að sjór sé að koma og menn skulu passa sig. | ||
[[Mynd:Páll Jónsson Háseti SDBL. 1988.jpg|thumb|Páll Jónsson, háseti.]] | |||
[[Mynd:Friðþjófur Másson stýrimaður SDBL. 1988.jpg|thumb|Friðþjófur Másson, stýrimaður.]] | |||
Ég heyrði kallið og er höndum seinni að kúpla í sundur, þegar ég sé þessi ósköp æða að bátnum, og gríp með báðum höndum af öllu afli utanum spilið og skífuna og beygi mig yfir það um leið og ólagið ríður yfir af öllum sínum þunga.<br> | Ég heyrði kallið og er höndum seinni að kúpla í sundur, þegar ég sé þessi ósköp æða að bátnum, og gríp með báðum höndum af öllu afli utanum spilið og skífuna og beygi mig yfir það um leið og ólagið ríður yfir af öllum sínum þunga.<br> | ||
Þegar sjórinn hvolfir sér yfir bátinn þá er aflið svo mikið að það kastar honum á hliðina og rúðurnar í stýrishúsinu brotnuðu og sjórinn fossaði þar inn og fyllti það, og kastaði um leið Steina aftur í vegg svo hann hálf rotaðist og skarst nokkuð í andliti af glerbrotum. Eftir að ólagið hafði gengið yfir fer báturinn að lyfta sér upp úr sjónum og hann nötrar og skelfur stafna á milli af átökunum. Þegar svo sjórinn er að mestu runninn út af dekkinu þá sér Páll hvar ég ligg á dekkinu og held mér dauðahaldi í spilið, stígvélin eru komin niður um mig og sjóhatturinn fokinn til fjandans. Og þegar betur var að gáð var ég brákaður á nokkrum rifjum, því svo var þunginn af sjónum mikill er hann þrýsti mér niður á spilskífuna af öllu sínu afli, að eitthvað varð undan að láta. Palli hafði verið svo lánsamur að komast í skjól í lúkarskappanum, áður en ólagið reið yfir bátinn, og var hann þar nokkuð vel varinn. Ekki var fagurt um að litast á dekkinu, allir stamparnir farnir til andskotans nema átta stykki sem höfðu skorðast af einhverri tilviljun í bakborðsganginum. Línudræsur héngu uppi í salningu því svo mikið hafði báturinn lagst er ólagið kom á hann.<br> | Þegar sjórinn hvolfir sér yfir bátinn þá er aflið svo mikið að það kastar honum á hliðina og rúðurnar í stýrishúsinu brotnuðu og sjórinn fossaði þar inn og fyllti það, og kastaði um leið Steina aftur í vegg svo hann hálf rotaðist og skarst nokkuð í andliti af glerbrotum. Eftir að ólagið hafði gengið yfir fer báturinn að lyfta sér upp úr sjónum og hann nötrar og skelfur stafna á milli af átökunum. Þegar svo sjórinn er að mestu runninn út af dekkinu þá sér Páll hvar ég ligg á dekkinu og held mér dauðahaldi í spilið, stígvélin eru komin niður um mig og sjóhatturinn fokinn til fjandans. Og þegar betur var að gáð var ég brákaður á nokkrum rifjum, því svo var þunginn af sjónum mikill er hann þrýsti mér niður á spilskífuna af öllu sínu afli, að eitthvað varð undan að láta. Palli hafði verið svo lánsamur að komast í skjól í lúkarskappanum, áður en ólagið reið yfir bátinn, og var hann þar nokkuð vel varinn. Ekki var fagurt um að litast á dekkinu, allir stamparnir farnir til andskotans nema átta stykki sem höfðu skorðast af einhverri tilviljun í bakborðsganginum. Línudræsur héngu uppi í salningu því svo mikið hafði báturinn lagst er ólagið kom á hann.<br> |
Núverandi breyting frá og með 19. febrúar 2019 kl. 15:16
Sigmundur Andrésson, safnvörður í Byggðasafni Vestmannaeyja, hefur skráð eftirfarandi atburðalýsingar, eftir spjallvini sínum og nágranna, Manna í Sandprýði.
Maður er nefndur Guðmann Guðmundsson, Pálssonar og konu hans Elínar Runólfsdóttur, ættuð úr Mýrdal. Bjuggu þau hjón á Kirkjuhól við Skólaveg, er þau byggði 1920. Seinna áttu þau heima í Brekkuhúsi.
Manni er kenndur við Sandprýði, enda hefur hann búið þar mestan sinn búskap með konu sinni Ástu Sæmundsdóttur frá Draumbæ og þrjú eiga þau börnin.
Manni var aðeins 15 ára er hann fór fyrst að róa og þá á lítilli trillu, sem kölluð var Finna og var Guðjón frá Sandfelli formaður. 17 ára gamall er hann svo í félagsútgerð með þeim bræðrum Guðna og Guðjóni í Hlíðardal. Gerðu þeir úr lítinn mótorbát, sem kallaður var ,,Sigga litla" og þar kemst hann fyrst í snertingu við vélar. Skömmu seinna tekur hann svo 150 hestafla vélstjóraréttindi og ræður sig sem vélstjóra hjá Páli Ingibergssyni frá Hjálmholti, en hann er þá með ,,Skíðblaðni" og seinni vertíðina sem hann er þarna þá urðu þeir vélavana í Faxasundi í mjög vondu veðri og stór sjó, en fyrir sérstakt áræði á örlagastundu þá tekst þeim á mótorbátnum Erlingi Ve að koma til þeirra taug og gátu dregið þá til hafnar.
Sighvatur Bjarnason frá Ási var þá með Erling og lagði skip og áhöfn í mikla hættu við þessa frækilegu björgun og fyrir þetta frábæra afrek var hann sæmdur Riddarakrossi. Nokkru seinna tók Manni 120 tonna skipstjórnarréttindi, en hann hefur lítiö notað þau í gegnum tíðina.
Í 50 ár hefur hann verið vélstjóri og verið heppinn og farsæll í því starfi, þó oft hafi nú ruggað undir karli. Hann er hægur og rólegur, sérstaklega æðrulaus á hverju sem gengur og enginn æsingamaður. Einn af hinum þögla meirihluta. Hann hefur góða frásagnargáfu þegar hann vill það við hafa, en hann er ekki að trana sér fram við nokkurn mann. Daginn fyrir sjötugsafmælið hans, hinn 4. apríl 1984, varð vélstjórinn á Kristbjörgu Ve veikur og komst ekki á sjó. Bjarni Sighvatsson hringdi því til Manna og spurði hvort hann gæti nú ekki bjargað þeim og komið með þeim í róður? Bjarni var útgerðarstjóri, en Guðfinnur Þorgeirsson skipstjóri, og vissi að Manni þekkti vélina eins og puttana á sér því hann var búinn að vera þar vélstjóri í tvö ár.
Jú, jú, Manni segir að það sé sjálfsagt. Eigi vissi Guðfinnur að einmitt þennan dag er þeir réru átti Manni sjötugsafmæli. Jæja þeir fara svo í róðurinn og það er ekkert með það að hann rýkur upp með austan stórviðri 11 og 12 vindstig þegar þeir eru komnir út í Kant.
Sem sagt, þegar afmælisbarnið hefði undir öllum venjulegum kringumstæðum átt að standa stöðugum fótum heima í stofu við að drekka súkkulaði og borða afmælistertuna, þá áttu menn bara fullt í fangi með að halda sér ofansjávar. Og trúlega hefðu nú fáir fengist til þess að taka svona aukaróður á sjötugsafmælinu sínu.
Hér fara á eftir tvö minnisstæð atvik frá því Manni stundaði sjóinn, en hann er nú brýnari í frystihúsi FIVE.
Þegar mótorbáturinn Ófeigur VE fékk á sig brotsjóinn vestur við Dranga í febrúar 1946.
Ófeigur vur 21 tonn að stœrð og byggður í Danmörku með 60 hesta Hundested vél. Skipshöfnin var þessi: Skipstjóri Angantýr Elíasson. Vélstjóri Guðmann Guðmundsson, sem er um leið sögumaður. Hásetar Sigurbergur Sigurgeirsson frá Hlíð undir A-Eyjafjöllum. Sigurður Ingimundarson var frá Hafnarfirði, og fœreyingur sem kallaður var Doffi, Kristofer Hansen.
Dimma og hrollkalda febrúarnótt var barið í gluggan hjá mér í Sandprýði. Ég vaknaði um leið og veit hver þar er og til hvers hann er kominn, það er formaður minn Angantýr og er að ræsa mig í róður. Ég hefi alla tíð sofið frekar laust og gerði það ekki síður þegar staðið var í róðrum, því þá er eins og maður hafi það í undirmeðvitundinni að brátt verði ræst, þó svo maður geri sér ekki fulla grein fyrir því, og þessvegna er maður svo fljótur að vakna. Ég kveikti strax ljós á lampa, sem hékk á veggnum yfir rúminu, en með því lét ég Týra vita að ég hafði meðtekið kallið. Hann heldur nú áfram að ræsa aðra skipverja sína, en það tekur ekki langan tíma því þeir bjuggu á svipuðum slóðum. Er ég held af stað að heiman þá er eins og eilítið líf sé að færast í þetta drungalega umhverfi, menn sjást á ferli hér og þar en allir eiga þeir leið í sömu átt, til hafnarinnar.
Þetta eru sjómenn á leið um borð í báta sína, sem liggja fyrir festum úti á botni og víða þess að þeim verði haldið á miðin. Menn eru hljóðir og eilítið hoknir í herðunum, það er í þeim hálfgerður hrollur eftir að vera nýstignir uppúr hlýjum rúmunum út í kalda nóttina. Það er enn þá drungalegra, þegar nær dregur höfninni, því þar er minna um lýsingu heldur en uppi í bænum. Ég sé að nokkrir eru komnir um borð í báta sína, sem liggja þarna og vagga sér örlítið í suðvestan golunni um leið og þeir taka í festarnar. Við róum svo á skjögtaranum út í bátinn. Bjóðin höfðum við tekið um borð, þegar við vorum búnir að landa, deginum áður. Ég fer strax niður í mótorhús til þess að hita upp mótorinn með hraðkveikjulampa, því þetta var glóðarhausvél.
Vélinn rauk í gang á fyrsta skoti eins og maður segir. Ég sé strax að hún smyr sig, og þá fer ég upp til þess að athuga hvort að kælivatnið sé komið, jú það virðist allt vera í þessu fína lagi og ég læt svo vélina mala bara rólega og hita sig. Hásetarnir byrja á því að hífa upp festina og lása í sundur, síðan er bara bragð sett á handspilið svo það er hægt að sleppa með einu handtaki. Þá kveikja þeir upp í kabyssunni og setja vatn í ketilinn svo hægt sé að hella upp á könnuna, og ekki veitir heldur af því að hlýja eilítið upp því það er heldur kalt í lúkarnum.
Kabyssan er fljót að hitna og ekki líður á löngu þar til að það fer að hlýna og slagvatnslyktin minnkar og hverfur nær alveg, þegar hitinn er orðinn þægilegur.
Mjög stutt er í það að ,,blússið" verði gefið, en þó er einn og einn bátur búinn að sleppa og er kominn út á milli garða þegar ,,blússið" er gefið. Og nú er sem það sé hleypt af úr mörgum fallbyssum í einu og það tekur undir í Heimakletti þar sem hann gnæfir dökkur og þungbúinn yfir okkur. Allir bátarnir hafa sett á fulla ferð og eldglæringarnar þeytast upp í loftið úr sumum púströrunum, aðrir spúa kolsvörtum reykjarmekki til himins.
Báturinn nötrar við þessi snöggu átök, en er þó fljótur að jafna sig eftir að skriður er kominn á hann. Nú er gott að vera á ganggóðum bát, því það er meiri fiskivon í því að komast fyrstur á miðin, og geta ráðið því hvar lagt er. Svo stutt er á milli bátanna, er þeir ösla af stað, að menn geta teygt sig í þann næsta. Smátt og smátt breikkar þó bilið og sumir fara austur aðrir vestur, og það er misjafn gangurinn í þeim, og brátt hverfa þeir sjónum.
Eftir stuttan tíma eru það aðeins siglingaljósin sem sjást, og þau vagga til og frá eftir því hvernig dýfur bátarnir taka. Loks hverfa öll ljós og við erum einir í þessu myrkri og keyrum á móti öldunni og báturinn fær smá skvettur öðruhvoru því heldur hefur aukið í vindinn, en það er alveg sjólaust með smákviku á móti. Hásetarnir eru komnir frammí og búnir að leggja sig á útstýminu. Ég er nýkominn upp úr mótorhúsinu, þar sem allt var í besta lagi, og nú erum við Týri einir í stýrishúsinu.
Ég opna glugga til hálfs og horfi út í myrkrið og fæ mér í pípu. Í rólegheitum förum við svo að spjalla saman um aflabrögðin undanfarið, og hvort einhver hefði nú verið að fá hann í gær, og hvar þeir hefðu nú verið sem skást fengu: Afli hafði verið bestur hjá þeim sem fóru norð vestur og skást á útendan hjá þeim. Auðséð var hvert við mundum halda á Ófeigi þessa nótt. Það er eins og mönnum þyki stundum gott að vera einir með hugsanir sínar, þessi sömu taktföstu slög vélarinnar og veltingurinn á bátnum gerir mann rólegan og afslappaðan, vita þó hver af öðrum en hafa hugsanir sínar útaf fyrir sig. Þó bregður stundum útaf þessu og þá er talað og talað, þrasað um hitt og þetta. Þá er eins og maður hafi þörf á því að geta létt á sér og það styttir tímann ótrúlega mikið. En í hinu tilfellinu finnur maður ekki fyrir tímanum, hann er utan sviðsins.
Ég tek nú eftir því að Týri er farinn að líta nokkuð oft á klukkuna og kompásinn um leið. Hann er farinn að tvístíga meira en hann hefur gert, og það er eins og nýtt líf sé að færast í hann.
Nú eru liðnar nærri tvær klukkustundir síðan við héldum úr Faxasundi. Hann biður mig um að skreppa frammí og ræsa strákana. Er ég kem frammí eru allir í koju og sofa vært og rótt. Það sýður á katlinum svo ég renni á könnuna í hvelli og menn fá sér smásopa áður en farið er á dekk til þess að leggja. Strákarnir fara í stakkana því vindur og kvika hefur aukist að mun svo það má búast við einhverri ágjöf og skvettu í göngunum meðan verið er að koma dræsunni í sjóinn.
Lagningsljósin hafa verið kveikt svo það er orðið nokkuð bjart fyrir aftan stýrishús og hægt að fylgjast með hvernig línan fer út. Ég hnýti saman, einn dregur bjóðin aftur og tekur tómu balana með sér til baka og staflar þeim hverjum ofaní annan og skorðar þá vel af fyrir framan mótorhúsið. Sá þriðji kastar svo færunum út og sér um það að þau fari greið í sjóinn, ekki er það gott ef þau flókna því þá er partur af línunni uppi í sjó og þar fæst lítið á hana.
Týri leggur á nærri fullri ferð svo það er eins gott að fylgjast vel með öllu og fá ekki krók í sig. Stundum fara út smábuskur en eru oftast furðufljótar að greiðast í sundur þegar tekur í línuna.
Ef illa er beitt geta oft farið út smá haugar, sem ekki er gott að ráða við, og lítil aflavon á slíkar flækjur. Þá verður að passa það að ganga ekki í stömpunum þegar farið er milli lúkars og stýrishúss, enn fremur að draga þá nokkuð varlega aftur eftir dekkinu. Allt í kring er svarta myrkur og hvergi ljós að sjá svo líklega erum við vestastir á þessu svæði? Ekki er nokkur fugl á flögri , sem vill þó stundum vera, meðan verið er að leggja. Kannski kemur hann þegar farið verður að draga: Ef til vill veit hann á sig storm og hefur því hægar um sig, eða hann er hreinlega ekki vaknaður.
Ég, kalla nú:,,Seinasta bjóðið", og það er slegið af í hvelli.
Ég var búinn að finna til ljósið á baujuna og hún er látin fara með seinasta spottanum. Einum hásetanna er ætlað að standa baujuvaktina, það er, að hann verður að passa það, að ljósbaujan fari aldrei úr augsýn á meðan að legið er yfir. Ef það er hægur vindur er allt í lagi að láta reka og keyra svo eilítið að henni þegar hún fjarlægist. Núna varð að andæfa við hana því rekið hefði orðið of mikið og hún þá týnst. Við hinir förum svo allir framí lúkar og fáum okkur sopa áður en við förum í koju og svífum inní draumalandið.
Það á að ræsa eftir tæpa tvo tíma svo svefninn verður ekki langur.
Eftir að ferðin er farinn af bátnum og honum haldið upp í vindinn þá vaggar hann hægt og rólega og það var hlýtt og notalegt í lúkarnum, það snarkar aðeins í kabyssunni sem heldur þessum svefnstað bara sæmilega vistlegum, og ég var fljótur að gleyma mér. Eftir þessa tæpu tvo tíma, er menn hafa fengið til hvíldar, er svo ræst á ný.
Það hefur bætt verulega í vindinn og komin allnokkur kvika og sjór fer vaxandi úr suðvestri. Við göllum okkur nú vel áður en við förum upp, og setjum upp sjóhatta því það er lítt skemmtilegt að fá gusurnar ofan í hálsmálið. Það er keyrt að baujunni og hún innbyrt í snarheitum og færið er dregið. Á meðan fór ég með baujuljósið niður í mótorhús til hleðslu fyrir næsta róður.
Angantýr er í andófinu, en ég við rúlluna, eins og vant var. Það er reitings fiskur svo menn eru vel vakandi við dráttinn, og ekki flutu margir aftur með. Þá var ég ungur og léttur á mér og vanur að gogga af línu. Ef svo einhver slitnaði af þá var sá er blóðgaði tilbúinn með haka og húkkaði inn í hvelli.
Einn dró af spilinu og var dregið þvert yfir bát þannig að sá sem dró hann stóð aðeins aftanvið forvantinn bakborðsmeginn. Annar var í því að draga færin og gekk frá þeim í sérstakar festingar sem voru á stýrishúsinu í bakborðs gangi. Vindur var alltaf að vaxa og það var komið rok svo erfitt var stundum að halda í horfinu og línan stóð langt út í sjó. Þegar við höfðum dregið svona þriðjapartinn af línunni þá biður Angantýr mig um að andæfa fyrir sig í smástund því hann ætli að skreppa frammí og fá sér sopa.
Ég fór nú í andófið, Bergur er við rúlluna, Sigurður við spilið og dregur af, en Doffi dregur færin og blóðgar. Sjórinn var alltaf að aukast og ólögin að stækka og það hvítskefur á köflum.
Og nú er allt í einu sem hendi væri veifað og það er sem menn fái bara grjót framan í sig í verstu hrinunum þar sem þeir eru þarna á dekkinu. Sé ég nú hvar gríðarlega stór hnútur spinnur sig upp rétt við bakborðskinnunginn og hann hvolfir sér yfir bátinn í einu vetfangi. Ég var þó nógu fljótur að kúpla í sundur því mér datt það strax í hug að eitthvað af línunni færi út og þá var mikil nú hvar gríðarlega stór hnútur spinnur sig upp rétt við bakborðskinnunginn og hann hvolfir sér yfir bátinn í einu vetfangi. Ég var þó nógu fljótur að kúpla í sundur því mér datt það strax í hug að eitthvað af línunni færi út og þá var mikil hætta á því að fá hana í skrúfuna.
Allt fór á bólakaf, menn og bátur, og svo var sjórinn mikill og kröftugur að þegar báturinn kemur aftur úr kafinu þá hefur sjórinn hreinsað allt af dekkinu, menn og annað. sem þar var lauslegt að finna, eins og stampa, stíufjalir, belgi og baujur sem búið var að ganga frá. Sigurður hafði kastast langt út í sjó, en þeir Bergur og Doffi hanga á því braki sem eftir var af lunningunni en hún hafði að mestu leyti hreinsast af báðumegin.
Týri, sem hafði verið niðri í lúkar meðan þessi ósköp gengu yfir, kemur nú upp, og ég var þá búinn að grípa björgunarhring og kasta honum til Sigurðar, sem náði honum strax, svo við vorum fljótir að innbyrða hann, og síðan þá sem héngu á lunningunni og fóru í kaf öðru hvoru og áttu fullt í fangi með að halda sér, enda þungir af bleytu og í öllum sjógalla. Þetta hafði nú tekið ótrúlega skamma stund, og ekki var hið minnsta fát á nokkrum okkar.
En það sem var mest um vert að ekki kom annar sjór á bátinn, það var eins og það hefði slegið á sjóinn og sljákkað heldur í veðrinu. Ef við hefðum fengið á okkur annan álíka sjó hefði enginn verið til frásagnar. Það er oft skemmt á milli lífs og dauða og ótrúlegt hvernig sumt bjargast á besta veg, og svo annað þar sem allt verður til þess að auka á hörmungarnar og dauðinn einn sigrar að lokum. Nú var farið fram í lúkar og menn fóru úr, undu sig og fengu sér kaffi og hlýju í kroppinn eftir þetta volk. Er menn voru nú búnir að jafna sig á þessu öllu þá spyr Týri okkur, hvort við treystum okkur ekki til þess að draga það sem eftir væri af línunni? Jú allir samþykktu það, og það var keyrt að næsta bóli og línan öll dregin sem eftir var.
Þá er mér minnisstœður róðurinn, þegar m/b Týr VE fékk á sig sjóinn 1950.
Það var seint í febrúarmánuði, sem við rérum í blíðskapar veðri og héldum vestur með 40 stampa af línu, og líklega höfðum við lent með seinustu stampana vestur á Selvogsbakka.
Við lágum yfir línunni í rúma tvo tíma að mig minnir. Skömmu áður en ræst var til að draga hafði hann rokið upp með suð vestan storm og haugasjó. Það er lagt að baujunni og hún tekin inn og færið dregið. Á meðan verið er að draga færið þá biður Steini á Kirkjulandi (en hann var skipstjóri á bátnum) okkur um að skálka lestarlúgur vel, og hafa aðeins opið litla gatið sem var á einum lúguhleranum, meðan við drögum. Steini var keppsamur sjósóknari og á stundum þótti nú við of, en bráðheppinn aflamaður. Veðrið er alltaf að versna og það var komið snarvitlaust veður með stór sjó sem alltaf var að aukast.
Fiskur var tregur við slitum upp einn og einn fisk á þessum fyrstu bjóðum sem við drógum, og er við höfðum dregið svona 6 til 8 stampa þá fara þeir Friðþjófur Másson, sem var stýrimaður, og Haukur í Görðum, niður í lúkar til þess að fá sér smá kaffisopa. Páll Jónsson, Landamótum, er að draga af spilinu og stendir rétt aftan við lúkarskappann og aðeins á ská við hann bakborðsmegin því línan var dregin þvert yfir skip. Ég var vélstjóri og er við rúlluna. Allt í einu og óafvitandi er mér litið framfyrir bátinn og sé þá þennan feikna mikla, sjó sem er að taka sig upp, rétt við bakborðskinnunginn. Palli hafði líka séð þennan sjó og á nú fótum sínum fjör að launa og gat stungið sér undir lúkarskappann, en þar var hann í nokkuð góðu skjóli því sitthvoru megin og fyrir ofan var nokkur útsláttur á kappanum sem hlífði honum fyrir þessari holskeflu, Páll sagði svo frá á eftir, að er hann var kominn í þetta skjól hafi hann aðeins séð í þennan kolgræna skafl, sem nú hellti sér yfir bátinn, og fundið þegar hann kastar honum á hliðina og hann sígur niður í sjóinn. Nú er að segja frá Steina sem var í andófinu og sér hvar þessi ógna sjór stefnir á bátinn, öskrar hann um leið út um stýrishúsgluggann að sjór sé að koma og menn skulu passa sig.
Ég heyrði kallið og er höndum seinni að kúpla í sundur, þegar ég sé þessi ósköp æða að bátnum, og gríp með báðum höndum af öllu afli utanum spilið og skífuna og beygi mig yfir það um leið og ólagið ríður yfir af öllum sínum þunga.
Þegar sjórinn hvolfir sér yfir bátinn þá er aflið svo mikið að það kastar honum á hliðina og rúðurnar í stýrishúsinu brotnuðu og sjórinn fossaði þar inn og fyllti það, og kastaði um leið Steina aftur í vegg svo hann hálf rotaðist og skarst nokkuð í andliti af glerbrotum. Eftir að ólagið hafði gengið yfir fer báturinn að lyfta sér upp úr sjónum og hann nötrar og skelfur stafna á milli af átökunum. Þegar svo sjórinn er að mestu runninn út af dekkinu þá sér Páll hvar ég ligg á dekkinu og held mér dauðahaldi í spilið, stígvélin eru komin niður um mig og sjóhatturinn fokinn til fjandans. Og þegar betur var að gáð var ég brákaður á nokkrum rifjum, því svo var þunginn af sjónum mikill er hann þrýsti mér niður á spilskífuna af öllu sínu afli, að eitthvað varð undan að láta. Palli hafði verið svo lánsamur að komast í skjól í lúkarskappanum, áður en ólagið reið yfir bátinn, og var hann þar nokkuð vel varinn. Ekki var fagurt um að litast á dekkinu, allir stamparnir farnir til andskotans nema átta stykki sem höfðu skorðast af einhverri tilviljun í bakborðsganginum. Línudræsur héngu uppi í salningu því svo mikið hafði báturinn lagst er ólagið kom á hann.
Ankerið, sem hafði verið súrrað niður frammá, var nú komið út ásamt einum eða tveimun liðum af keðju.
Ekki var viðlit í þessum djöfulgangi að ná því inn aftur og ákveðið að reyna að saga eða höggva það á einhvern hátt frá bátnum. Ég fór nú niður í mótorhús og var svo heppinn að eiga þar járnsög, og nú fórum við Fiddi frammá til þess að freista þess að saga í sundur einn hlekkinn á keðjunni.
Eftir nokkrun tíma í bullandi ágjöf og veltingi, þar sem hvergi var hægt með góðu móti að skorða sig nokkuð af, tókst okkur þó að saga í sundur hlekk og við þá um leið lausir við ankerið. Nú var ekki annað að gera heldur en halda heim á leið og gekk það allt vel, og er við höfðum keyrt í nokkurn tíma verðum við varir við einn eða tvo báta sem ennþá héngu í línunni og voru að draga. Þegar að Steini sér þetta þá fer hann að hafa orð á því að kannski sé það nú vitleysa að reyna ekki að gá að línunni og reyna að ná einhverju af henni ef mögulegt væri.
Ekkert varð nú af þessari ráðagerð, enda vita vonlaust þar sem hvorki var til haki né goggur um borð til þess að ná bóli þó svo að við hefðum nú álpast til þess að finna það.
Og það var haldið áfram á lensi á leið í land, og gekk sú sigling áfallalaust og ekkert ólag fengum við á þeirri leið.
Ekki var sjóveður næstu tvo dagana á eftir, en á þriðja degi komumst við út en fundum ekki spotta af línunni sem við urðum að skilja eftir. Eigi mun vera á því nokkur vafi að ef lúgur hefðu ekki verið svona vel skálkaðar þá hefði sjórinn sprengt þær upp og báturinn fyllst og sokkið.
Það sem trúlega vildi þeim Fidda og Hauki til lífs var að báðir voru þeir niðri meðan ólagið reið yfir. Ef þeir hefðu verið á dekki þá hefði þeim báðum trúlega skolað fyrir borð og ekki sést meira.
Þær eru æði oft einkennilegar tilviljanirnar, sem skilja á milli feigs og ófeigs, og í vissum tilvikum mætti heldur kalla þær kraftaverk, og svo var líka í þetta sinn.