„Anna Fríða Stefánsdóttir (Grund)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Anna Fríða Stefánsdóttir. '''Anna Fríða Stefánsdóttir''' frá Akureyri, húsfreyja á Grund fæddist 6. október 19...) |
m (Verndaði „Anna Fríða Stefánsdóttir (Grund)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 4. febrúar 2019 kl. 20:00
Anna Fríða Stefánsdóttir frá Akureyri, húsfreyja á Grund fæddist 6. október 1934 og lést 25. maí 2005 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Stefán Árnason frá Dagverðareyri, iðnverkamaður á Akureyri, síðar smiður á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, f. 19. september 1897, d. 23. maí 1977, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, húsfreyja, f. 24. febrúar 1899, síðar á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, d. 19. júlí 1980.
Ragnheiður og Stefán eignuðust ellefu börn, en níu komust upp:
1. Ólafur Stefánsson verkamaður á Akureyri, f. 28. október 1925, d. 1. ágúst 2010.
2. Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1926, d. 3. október 2003.
3. Örn Stefánsson sjómaður, verkstjóri, fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1931, d. 26. mars 2018.
4. Stefán Gunnar Stefánsson sjómaður, f. 27. júlí 1932.
5. Anna Fríða Stefánsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1937, d. 25. maí 2005.
6. Jón Stefánsson sjómaður, múrari, síðar á Akureyri, f. 7. júní 1937, d. 30. janúar 2009.
7. Brynjar Karl Stefánsson á Grund, vélsmiður, vélstjóri, kaupmaður, f. 2. ágúst 1939.
8. Sigurður Árni Stefánsson sjómaður, f. 16. september 1941.
9. Auður Stefánsdóttir húsfreyja á Grund,síðar á Akureyri, f. 9. desember 1945.
Anna Fríða var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist unglingur til Eyja í vist hjá Sveinbirni Hjartarsyni, en hann var mágur Sigríðar systur hennar konu Einars bróður hans.
Þau Jón giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau fluttust til Akureyrar og bjuggu þar um skeið, en fluttu til Eyja 1955 og bjuggu þar síðan, á Kirkjubóli, en lengst á Grund.
Anna Fríða vann ýmiss störf utan heimilis og má þar helst nefna fiskvinnslu, kaffiumsjón í Íslandsbanka, en síðasta starf hennar var ræsting í sama fyrirtæki.
Hún átti gildan þátt í félagsmálum.
Jón Ingvi lést 1988 og Anna Fríða 2005.
I. Maður Önnu Fríðu, (16. maí 1953), var Jón Ingvi Þorgilsson vélstjóri, járnsmiður, f. 11. janúar 1931, d. 9. október 1988.
Börn þeirra:
1. Stefán Örn Jónsson, f. 27. ágúst 1953. Kona hans er Björk Elíasdóttir.
2. Ragnheiður Lára Jónsdóttir þroskaþjálfi, f. 27. febrúar 1958 á Akureyri. Maður hennar var Karl Harðarson, látinn.
3. Helena Jónsdóttir, f. 29. júní 1963. Maður hennar er Jón Bragi Arnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 4. júní 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.