Auður Stefánsdóttir (Grund)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Auður Stefánsdóttir frá Grund, húsfreyja á Akureyri fæddist á Akureyri 9. desember 1945.
Foreldrar hennar voru Stefán Árnason frá Dagverðareyri, iðnverkamaður á Akureyri, síðar smiður á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, f. 19. september 1897, d. 23. maí 1977, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, húsfreyja, f. 24. febrúar 1899, síðar á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, d. 19. júlí 1980.

Ragnheiður og Stefán eignuðust ellefu börn en níu komust upp:
1. Ólafur Stefánsson verkamaður á Akureyri, f. 28. október 1925, d. 1. ágúst 2010.
2. Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1926, d. 3. október 2003.
3. Örn Stefánsson sjómaður, verkstjóri, fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1931, d. 26. mars 2018.
4. Stefán Gunnar Stefánsson sjómaður, f. 27. júlí 1932.
5. Anna Fríða Stefánsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1937, d. 25. maí 2005.
6. Jón Stefánsson sjómaður, múrari, síðar á Akureyri, f. 7. júní 1937, d. 30. janúar 2009.
7. Brynjar Karl Stefánsson á Grund, vélsmiður, vélstjóri, kaupmaður, f. 2. ágúst 1939.
8. Sigurður Árni Stefánsson sjómaður, f. 16. september 1941.
9. Auður Stefánsdóttir húsfreyja á Grund, síðar á Sauðárkróki, en nú á Akureyri, f. 9. desember 1945.

Auður var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1955.
Hún lauk unglingaprófi í Gagnfræðaskólanum, nam í Iðnskólanum í þrjú ár, en fór ekki á iðnsamning.
Auður eignaðist Árna Jón í Eyjum 1964.
Þau Ágúst bjuggu á Grund ásamt fjölskyldu Auðar, eignuðust Ægi 1972.
Þau fluttust til Þórshafnar í Gosinu og bjuggu þar um skeið, en skildu. Auður fæddi Ágúst Þór son þeirra 1975 á Akureyri.
Þau Ólafur giftu sig 2008, búa á Akureyri.

I. Barnsfaðir Auðar var Erlendur Egilsson, f. 12. október 1942.
Barn þeirra:
1. Árni Jón Erlendsson starfsmaður Fiskistofu, f. 20. nóvember 1964. Kona hans er Rakel Hrönn Bragadóttir.

II. Sambýlismaður Auðar var Ágúst Marinósson, f. 5. maí 1951. Foreldrar hans voru séra Marinó Friðrik Kristinsson, f. 17. september 1910, d. 20. júlí 1994, og kona hans Þórhalla Gísladóttir húsfreyja, f. 11. mars 1920, d. 18. apríl 2006.
Börn þeirra:
2. Ægir Ágústsson húsasmiður, nú öryrki í Reykjavík, f. 18. júní 1972 í Eyjum. Sambýliskona er Ester Bragadóttir.
3. Ágúst Þór Ágústsson sjómaður, sendibílstjóri í Hafnarfirði, f. 16. apríl 1975 á Akureyri. Kona hans er Þórlaug Særún Sigbjartsdóttir.

III. Maður Auðar, (30. maí 2008), er Sveinbjörn Ólafur Guðmundsson úr Skagafirði, járnsmiður, f. 13. september 1942. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinbjörnsson bóndi og refaskytta í Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, f. 10. apríl 1914 á Mælifellsá þar, d. 11. október 2004, og kona hans Sólborg Hjálmarsdóttir frá Breið í Goðdölum í Skagafirði, húsfreyja, ljósmóðir, f. 9. júní 1905, d. 28. mars 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.