Stefán Gunnar Stefánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Stefán Gunnar Stefánsson.

Stefán Gunnar Stefánsson frá Akureyri, sjómaður fæddist 27. júlí 1932 og lést 13. maí 2022.
Foreldrar hans voru Stefán Árnason frá Dagverðareyri, iðnverkamaður á Akureyri, síðar smiður á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, f. 19. september 1897, d. 23. maí 1977, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, húsfreyja, f. 24. febrúar 1899, síðar á Grund, en að lokum í Hraunbúðum í Eyjum, d. 19. júlí 1980.

Ragnheiður og Stefán eignuðust ellefu börn en níu komust upp:
1. Ólafur Stefánsson verkamaður á Akureyri, f. 28. október 1925, d. 1. ágúst 2010.
2. Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja, f. 3. desember 1926, d. 3. október 2003.
3. Örn Stefánsson sjómaður, verkstjóri, fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 2. júlí 1931, d. 26. mars 2018.
4. Stefán Gunnar Stefánsson sjómaður, f. 27. júlí 1932.
5. Anna Fríða Stefánsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1937, d. 25. maí 2005.
6. Jón Stefánsson sjómaður, múrari, síðar á Akureyri, f. 7. júní 1937, d. 30. janúar 2009.
7. Brynjar Karl Stefánsson á Grund, vélsmiður, vélstjóri, kaupmaður, f. 2. ágúst 1939.
8. Sigurður Árni Stefánsson sjómaður, f. 16. september 1941.
9. Auður Stefánsdóttir húsfreyja á Grund, síðar á Sauðárkróki og Akureyri, f. 9. desember 1945.

Stefán Gunnar var með foreldrum sínum í æsku, flutti til Eyja 1953. Hann stundaði aðallega sjómennsku í Eyjum, helst var hann vélstjóri. Hann reri m.a. á Kristbjörgu VE-70, á Glófaxa VE-300. Síðar vann hann í Sigöldu og síðar í Bónusvideó í Reykjavík.
Þau Erla giftu sig 1953, bjuggu á Ekru, Urðavegi 20 við fæðingu Þórodds á því ári, voru síðan tvö ár í Steinum, en fluttu á Hólagötu 47 1958 og bjuggu þar til Goss og eftir Gosið, en fluttust til Kópavogs 1980, bjuggu á Engihjalla 19, uns þau fluttu í Hraunbæ 108 1990.

I. Kona Stefáns Gunnars, (23. maí 1953), er Erla Bryndís Þóroddsdóttir frá Ekru, húsfreyja, verslunarmaður, f. 17. maí 1932 í Víðidal.
Börn þeirra:
1. Þóroddur Stefánsson verslunarmaður, fjármálamaður, f. 4. febrúar 1953 á Ekru. Kona hans var Ásgerður Garðarsdóttir, látin.
2. Bjargey Stefánsdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 4. mars 1959 að Hólagötu 47. Maður hennar er Gunnar Már Andrésson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.