„Ritverk Árna Árnasonar/Þegar „Íslendingur“ fórst 1916“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Þegar „Íslendingur“ fórst 1916“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 21: | Lína 21: | ||
Veður var gott þennan dag og drógu þeir á Enok línuna inn að Skerinu. Allt í einu vakti Ólafur orðs á því við Þórð formann, ,,að snemma ætli þeir að fara að liggja úti, þarna komi bátur heiman að og stefni til þeirra“. Þórður leit í áttina heim, en gat ómögulega komið auga á bátinn. Ólafur varð meir en lítið hissa og sagði: ,,Sérðu ekki bátinn maður? Hann er svo til alveg kominn til okkar, það er Íslendingurinn.“<br> | Veður var gott þennan dag og drógu þeir á Enok línuna inn að Skerinu. Allt í einu vakti Ólafur orðs á því við Þórð formann, ,,að snemma ætli þeir að fara að liggja úti, þarna komi bátur heiman að og stefni til þeirra“. Þórður leit í áttina heim, en gat ómögulega komið auga á bátinn. Ólafur varð meir en lítið hissa og sagði: ,,Sérðu ekki bátinn maður? Hann er svo til alveg kominn til okkar, það er Íslendingurinn.“<br> | ||
,,Nei,“ sagði Þórður, ,,ég sé engan bát.“ Ólafur varð undrandi yfir þessu. ,,Nú er ég hissa, sérðu ekki bátinn? Ég trúi þessu ekki.“ Hann kallaði í hásetana og spyr fyrst [[Valdi Jónsson|Valda Jónsson]] í [[Sandgerði]]: ,,Sérðu bátinn, sem kemur þarna öslandi?“ Valdi þagði um stund og horfir leitandi bátsins, en svarar svo: ,,Nei, Óli, ég sé engan bát, hvergi nokkurs staðar.“ Hann leit á Ólaf og hefur máske dottið í hug, að hann væri eitthvað skrítinn eða jafnvel blindfullur, þótt hann hins vegar vissi, að það gat ekki skeð.<br> | ,,Nei,“ sagði Þórður, ,,ég sé engan bát.“ Ólafur varð undrandi yfir þessu. ,,Nú er ég hissa, sérðu ekki bátinn? Ég trúi þessu ekki.“ Hann kallaði í hásetana og spyr fyrst [[Valdi Jónsson|Valda Jónsson]] í [[Sandgerði]]: ,,Sérðu bátinn, sem kemur þarna öslandi?“ Valdi þagði um stund og horfir leitandi bátsins, en svarar svo: ,,Nei, Óli, ég sé engan bát, hvergi nokkurs staðar.“ Hann leit á Ólaf og hefur máske dottið í hug, að hann væri eitthvað skrítinn eða jafnvel blindfullur, þótt hann hins vegar vissi, að það gat ekki skeð.<br> | ||
Ólafi leizt nú ekki á blikuna. Hann kallaði þá í [[Magnús Runólfsson ( | Ólafi leizt nú ekki á blikuna. Hann kallaði þá í [[Magnús Runólfsson (Skagnesi)|Magnús Runólfsson]] frá Skagnesi í Mýrdal og spurði hann, hvort hann sæi bátinn þarna skammt frá þeim. ,,Bátinn,“ endurtók Magnús, ,,ég sé engan bát, ekki nokkurn bát.“ Ólafur var alveg forviða. Hann gat ekki trúað þessu. Þeir hlutu að sjá bátinn. Hann strauk sér um ennið og augun eins og til að athuga hvort sýnin hyrfi sér ekki. En það var eitthvað annað. Báturinn var rétt hjá þeim. ,,Ég skil ekkert í þessu,“ sagði hann. ,,Sko, þarna er [[Eyjólfur Sigurðsson (Görðum)|Eyjólfur Sigurðsson]] að henda baujunni og Guðleifur er í stýrisgatinu. Sjáið þið ekki Íslendinginn? Hann er rétt kominn til okkar.“ Skipshöfnin á Enok horfði á Ólaf og út á sjóinn til skiptis. Þeir sáu enginn neinn bát, nema Ólafur. Hann sá bátinn alveg, þar til hann hvarf út í hafmóðuna og allt virtist mjög eðlilegt um háttalag hans. Skipverjar Enoks furðaði mjög á þessu og hafa eflaust hugsað margt um sýn Ólafs, en brátt féllu umræður um þetta niður, og menn fóru að sinna störfum sínum að venjulegum hætti. Ólafur hugsaði sér að taka eftir því strax og þeir kæmu í land, hvort Íslendingurinn lægi við festi sína.<br> | ||
Síðan var haldið heim og það fyrsta, sem Ólafur og þeir á Enok sáu var það, að Íslendingur lá við festi sína úti á [[Botninn|,,Botni“]]. Þeim fannst þetta meir en lítið dularfullt, ekki sízt Ólafi, en komu sér saman um að orða það ekki, en sjá hverju fram yndi.<br> | Síðan var haldið heim og það fyrsta, sem Ólafur og þeir á Enok sáu var það, að Íslendingur lá við festi sína úti á [[Botninn|,,Botni“]]. Þeim fannst þetta meir en lítið dularfullt, ekki sízt Ólafi, en komu sér saman um að orða það ekki, en sjá hverju fram yndi.<br> | ||
Nú leið sumarið. Guðleifur á Brúnum var ráðinn formaður með Íslendinginn vertíðina 1916 og Ólafur Ingileifsson formaður með [[Ásdís VE-144|mb. Ásdísi VE 144]]. Sömu vertíð var ráðinn formaður fyrir mb. Happasæl [[Árni Finnbogason]] frá Norðurgarði skipstjóra [[Finnbogi Björnsson|Björnssonar]]. | Nú leið sumarið. Guðleifur á Brúnum var ráðinn formaður með Íslendinginn vertíðina 1916 og Ólafur Ingileifsson formaður með [[Ásdís VE-144|mb. Ásdísi VE 144]]. Sömu vertíð var ráðinn formaður fyrir mb. Happasæl [[Árni Finnbogason]] frá Norðurgarði skipstjóra [[Finnbogi Björnsson|Björnssonar]]. |
Núverandi breyting frá og með 18. október 2015 kl. 17:47
Árið 1911 var viðburðaríkt í sögu Vestmannaeyja. Aflabrögð voru mjög góð og vertíðin í heild einhver sú bezta, sem verið hafði frá því að vélbátarnir komu til Eyja. Tíðarfar var ágætt og studdi það mjög að hinum óvenju góða aflafeng fiskibátaflotans. Eftir þessa vertíð urðu mikil umbrot manna á meðal til ýmiss konar framkvæmda og útgerðaraukningar. Fjórtán vélbátar voru pantaðir til Eyja, þar af 11 nýsmíðaðir frá Danmörku, 2 frá Svíþjóð og einn notaður bátur keyptur hingað frá Seyðisfirði. Allir voru þessir bátar stærri en þeir, sem fyrir voru eða um 10 smálestir.
Sumir þeirra útgerðarmanna, sem fengu nýju bátana, áttu aðra fyrir og seldu þá öðrum nýjum útgerðarmönnum, svo að aukning í útgerð varð mikil.
Um vorið og sumarið 1911 komu 12 af bátunum til Eyja, 11 frá Danmörku og mb. Hlíðdal frá Seyðisfirði, en Svíþjóðarbátarnir tveir voru ekki væntanlegir fyrr en í marsmánuði 1912.
Annan þeirra átti Friðrik Jónsson á Látrum og útgerðarfélagar hans, þeir Ólafur Jónsson, bróðir hans, á Landamótum, Árni Jónsson bróðir þeirra, í Görðum, Magnús Guðmundsson, Hlíðarási, Kristján Ingimundarson í Klöpp og Ágúst Benediktsson, Kiðjabergi. Formaður með bátinn var ráðinn Friðrik á Látrum.
Hinn bátinn áttu þeir Guðjón Þórðarson í Heklu, sem var ráðinn skipstjóri hans, Bjarni Einarsson í Hlaðbæ, Helgi Jónsson trésmíðameistari í Steinum, Þorsteinn Ólafsson bóndi í Háagarði, og Friðrik Benónýsson dýralæknir í Gröf.
Á meðal dönsku bátanna, sem komu um sumarið, var einn, sem þeir áttu hluti í Bjarni í Hlaðbæ, Helgi í Steinum o.fl. Var það að nokkru leyti sama útgerðarfélag og það, sem átti annan Svíþjóðarbátinn.
Með þennan danska bát þeirra félaga, sem nefndur var ,,Sæfari“ VE 157, var ráðinn formaður Sveinn Jónsson á Landamótum, mikill sjó- og fiskimaður. Reyndist ,,Sæfari“ honum góður bátur og fiskaði Sveinn með miklum ágætum hverja vertíð.
Tíminn leið nú fram í marzmánuð. Þá komu Svíþjóðarbátarnir tveir með skipi til Eskifjarðar. Varð því að fá menn til þess að sækja bátana þangað og sigla þeim til Eyja um háveturinn. Friðrik Jónsson og útgerðarfélagar hans fengu til þess hinn góðkunna skipstjóra Finnboga Björnsson í Norðurgarði. Vélamaður réðist Gissur Filippusson, sem þá var í Eyjum og háseti varð Árni Jónsson í Görðum.
Til þess að sækja hinn bátinn var fenginn sem skipstjóri, Sigurjón Jónsson í Víðidal, Björn Bjarnason, Hlaðbæ, sem vélamaður, og háseti Tómas Þórðarson frá Vallnatúni, Eyjafjöllum.
Til Eyja hrepptu bátarnir versta veður og voru lengi á leiðinni að austan, en allt fór vel og reyndust bátarnir hinir ágætustu.
Þegar heim kom hlaut bátur Friðriks Jónssonar nafnið ,,Íslendingur“ og skrásetningarnúmer 161, en bátur Guðjóns Þórðarsonar nafnið ,,Happsæll“ VE 162. Þetta þóttu mikil skip og glæsileg og voru þeir með stærstu bátunum er í Eyjum höfðu verið. Þeir voru kantsettir, traustir að öllu, með 14 hestafla Skandiavél hvor. Voru það þær fyrstu slíkar í Eyjum og reyndust mjög vel.
Friðrik Jónsson var með Íslending í 3 vertíðir, eða til ársins 1914, vertíðarloka. Þá sagði hann af sér formennsku. Var hann ekki ánægður með aflabrögð sín á bátnum og auk þess þá orðinn nokkuð við aldur, f. 1868. Þá var ráðinn nýr skipstjóri fyrir Íslending. Það var Guðleifur Elísson frá Brúnum, Eyjafjöllum, þaulvanur formaður og fiskisæll. Tók hann við bátnum 1915 og varð þá vertíð með hæstu aflabátum í vertíðarlokin.
Þessa vertíð, þ.e. 1915, var vélamaður á mb. Enok I, hjá Þórði Jónssyni á Bergi, Ólafur Ingileifsson, nú í Heiðarbæ, kunnur fyrrv. Eyjaformaður. Þá skeði það í marzmánuði, að þeir á Enok reru suður fyrir Geirfuglasker og lögðu línuna út frá því. Þeir urðu síðbúnir að draga, en þegar því var lokið voru víst allflestir bátar farnir í land.
Veður var gott þennan dag og drógu þeir á Enok línuna inn að Skerinu. Allt í einu vakti Ólafur orðs á því við Þórð formann, ,,að snemma ætli þeir að fara að liggja úti, þarna komi bátur heiman að og stefni til þeirra“. Þórður leit í áttina heim, en gat ómögulega komið auga á bátinn. Ólafur varð meir en lítið hissa og sagði: ,,Sérðu ekki bátinn maður? Hann er svo til alveg kominn til okkar, það er Íslendingurinn.“
,,Nei,“ sagði Þórður, ,,ég sé engan bát.“ Ólafur varð undrandi yfir þessu. ,,Nú er ég hissa, sérðu ekki bátinn? Ég trúi þessu ekki.“ Hann kallaði í hásetana og spyr fyrst Valda Jónsson í Sandgerði: ,,Sérðu bátinn, sem kemur þarna öslandi?“ Valdi þagði um stund og horfir leitandi bátsins, en svarar svo: ,,Nei, Óli, ég sé engan bát, hvergi nokkurs staðar.“ Hann leit á Ólaf og hefur máske dottið í hug, að hann væri eitthvað skrítinn eða jafnvel blindfullur, þótt hann hins vegar vissi, að það gat ekki skeð.
Ólafi leizt nú ekki á blikuna. Hann kallaði þá í Magnús Runólfsson frá Skagnesi í Mýrdal og spurði hann, hvort hann sæi bátinn þarna skammt frá þeim. ,,Bátinn,“ endurtók Magnús, ,,ég sé engan bát, ekki nokkurn bát.“ Ólafur var alveg forviða. Hann gat ekki trúað þessu. Þeir hlutu að sjá bátinn. Hann strauk sér um ennið og augun eins og til að athuga hvort sýnin hyrfi sér ekki. En það var eitthvað annað. Báturinn var rétt hjá þeim. ,,Ég skil ekkert í þessu,“ sagði hann. ,,Sko, þarna er Eyjólfur Sigurðsson að henda baujunni og Guðleifur er í stýrisgatinu. Sjáið þið ekki Íslendinginn? Hann er rétt kominn til okkar.“ Skipshöfnin á Enok horfði á Ólaf og út á sjóinn til skiptis. Þeir sáu enginn neinn bát, nema Ólafur. Hann sá bátinn alveg, þar til hann hvarf út í hafmóðuna og allt virtist mjög eðlilegt um háttalag hans. Skipverjar Enoks furðaði mjög á þessu og hafa eflaust hugsað margt um sýn Ólafs, en brátt féllu umræður um þetta niður, og menn fóru að sinna störfum sínum að venjulegum hætti. Ólafur hugsaði sér að taka eftir því strax og þeir kæmu í land, hvort Íslendingurinn lægi við festi sína.
Síðan var haldið heim og það fyrsta, sem Ólafur og þeir á Enok sáu var það, að Íslendingur lá við festi sína úti á ,,Botni“. Þeim fannst þetta meir en lítið dularfullt, ekki sízt Ólafi, en komu sér saman um að orða það ekki, en sjá hverju fram yndi.
Nú leið sumarið. Guðleifur á Brúnum var ráðinn formaður með Íslendinginn vertíðina 1916 og Ólafur Ingileifsson formaður með mb. Ásdísi VE 144. Sömu vertíð var ráðinn formaður fyrir mb. Happasæl Árni Finnbogason frá Norðurgarði skipstjóra Björnssonar.
Vertíð hófst strax með nýárinu 1916. Þann 5. janúar var gott veður með morgni og almennt róið. Um fjögurleytið um eftirmiðdaginn, fór að hvessa af SA og sjór óx óðfluga. Um það bil voru bátarnir flestir að koma og komnir í höfn úr róðrinum. Happasæll og Íslendingur voru þá báðir komnir. Um kl. 6 kom mb. Gnoð úr róðri. Formaður með hana var þá Helgi I. Bachmann. Kom hann með þau boð, að mb. Sæfari VE-157 væri með bilaða vél og lægi vestan undan Ofanleitishamri. Eigendum Sæfara var tilkynnt þetta, og að hjálp við bátinn væri nauðsynleg. Þeir báðu þá Árna Finnbogason að fara á Happasæl og draga Sæfarann í land. Var það auðsótt mál og lofaði hann að fara þá þegar. Mönnum fannst öruggara að 2 bátar færu til aðstoðar bátnum, og var ákveðið að biðja Finnboga Finnbogason frá Norðurgarði, skipstjóra á mb. Láru, að fara ásamt Happasæl. Finnbogi var harðfrískur maður og skipstjóri með ágætum, eins og þeir feðgar allir frá Norðurgarði.
Nú hittist svo á, að eigendur Sæfara fundu Finnboga hvergi. Í leit sinni að honum, rákust þeir af tilviljun á Guðleif skipstjóra Elísson, niður við höfnina. Spurðu þeir Guðleif, hvort hann vildi gera það fyrir þá, að fara ásamt Happasæl og sækja Sæfarann vestur fyrir Hamar. Jú, Guðleifur tók því mæta vel og sagði, að sér væri ekkert að vanbúnaði.
Skömmu síðar lögðu þeir út, báðir hjálparbátarnir, og gekk ferðin vel út Leiðina og vestur fyrir Hamar. Veður var þá orðið mjög vont, rok af SA, haugasjór og ,,Leiðin“ aðgæsluverð í umferð.
Þeim kom saman um að haga heimferðinni með Sæfara þannig, að Íslendingur færi fyrstur og væri dráttartaug úr honum í Happasæl og svo dráttartaug úr Happasæl yfir í Sæfara.
Síðan var lagt af stað heim í höfn. Gekk allt að óskum, þrátt fyrir veðurofsann og sjó tröllaukinn, eftir að þeir komu austur úr Faxasundi og héldu austur í Flóann. En þegar beygt skyldi og haldið inn á Víkina, gaf Sveinn Jónsson, formaður á Sæfara, blússmerki og með því til kynna, að hann áliti ófært að fara inn í höfnina vegna veðurs, ,,Leiðin“ væri með öllu ófær. Sneru bátarnir þá við, héldu aftur norður fyrir Heimaklett og lögðust undir Kambinn. Gekk þetta vel og var gott skjól fyrir vindi og sjó undir Kambinum. Þar sleppti Happasæll dráttartauginni frá Íslendingi og dró skipshöfn hans taugina til sín. Var það hið síðasta er Happasælsmenn sáu til Íslendings. Í sama mund tóku þeir á Happasæl Sæfarann í drátt og fóru með hann vestur með Eiðinu. Bjuggust þeir við, að Íslendingur fylgdi í kjölfar þeirra. Það varð þó ekki, hvað sem því hefur valdið.
Veður var þá orðið ákaflega hart og stórsjór. Mun vindstyrkur hafa verið tólf stig eða meir. Happasæll ætlaði að draga Sæfarann vestur undir Ofanleitishamar, en svo var veðrið mikið að hann komst þangað ekki með bátinn og rak þá báða vestur úr Smáeyjasundi og vestur í Flóann.
Þar slitnaði Sæfarinn aftan úr. Virtist þá ógerlegt að ná bátnum aftur í vitlausu veðri og svarta myrkri. Happasæll gerði hverja tilraunina eftir aðra að koma tógi í bátinn og eftir mikið erfiði tókst það loks. Var þá haldið upp í veðrið og alls gætt, sem hægt var með tilliti til Sæfarans. Nokkru síðar reið hvert ólagið eftir annað á bátana og slitnaði þá Sæfarinn enn aftan úr. Fór Happasæll þá aftur fyrir hann og eins nálægt og gerlegt var, og um leið og hann rak fram hjá Happasæl tókst loks að koma dráttartauginni á milli bátanna. Þegar hér var komið, voru bátarnir hraktir langt vestur fyrir Álsey og nokkuð liðið á nótt. Skömmu síðar slitnaði dráttartaugin í þriðja sinn. Var þá veður og sjór orðið aftaka vont. Sagði Árni skipstjóri, að þá hefði sér ekki litist á blikuna og helzt búist við, að hann yrði að hætta við Sæfarann og láta sig reka með honum. Hann þurfti allrar varúðar að gæta með tilliti til síns eigin báts og skipshafnar. En Happasæll var góður bátur og traustur og skipverjar hans úrvalsmenn. Þess vegna ákváðu þeir, að eitt skyldi yfir báðar skipshafnirnar ganga, þeir skyldu ekki gefast upp þrátt fyrir allt. Sama mátti segja um Sæfara. Það var góður bátur og valinn maður í hverju rúmi, tilbúnir til hverra þeirra átaka, sem veðurofsinn og björgun þeirra krafðist.
Árni hélt þá enn að Sæfaranum og eins nálægt og unnt var. Kallaði þá Sveinn formaður og sagði að ,,þá væri ekkert annað að gera en yfirgefa Sæfarann, ef takast mætti að bjarga skipshöfninni“. Þetta var ekki árennilegt eins og allar aðstæður voru. En það skyldi þó gerast þó öllu væri teflt í tvísýnu.
Björgunartilraunin hófst og fyrir sérstakt harðfylgi skipshafna, áræði og dugnað, tókst að ná öllum mönnunum úr Sæfaranum. Komst Happasæll svo nálægt honum að mönnunum tókst að hlaupa á milli, í fangið á þeim á Happasæl, í tveim atrennum. Var það að allra dómi hið mesta þrekvirki, að ná mönnunum öllum slysalaust, enda hafi formaðurinn sýnt sérstaka snilli og áræði og skipshafnirnar ekki látið sitt eftir liggja til þess að vel mætti fara. Það var sögð undursamleg björgun í slíkum veðurham.
Að björgun skipshafnarinnar lokinni var Sæfarinn látinn sigla sinn sjó, en haldið af stað heimleiðis. Gekk allt vel eftir aðstæðum. Þó var ekki komið í heimahöfn fyrr en morguninn eftir. Var veður þá enn mjög vont og Leiðin að líkum slæm. Innsiglingin tókst þó vel, en svo mikið var veðrið, þegar inn í höfnina kom, að Happasæl hrakti upp í Botninn, upp á þurrt, en óskemmdan með öllu.
Þar með lauk þessum erfiða björgunartúr Happasæls og löngu útivist. En hvað var um Íslending? Þeir á Happasæl sáu það síðast til hans, er skipshöfnin var, deginum áður, að draga inn dráttartaugina undir Kambinum. Það var líka það síðasta, sem til hans sást og spurðist.
Strax og veðrinu slotaði að mun, voru fengnir togarar til þess að leita Íslendings. Einnig var mb. Ásdís fengin til leitarinnar. Þá var fyrrnefndur Ólafur Ingileifsson með þann bát. Var leitað allan daginn og langt fram á kvöld, en allt kom fyrir ekki. Til bátsins spurðist ekkert og ekkert sást af honum.
Ýmsar getgátur urðu uppi um afdrif hans eins og gengur, en engar þeirra höfðu við nein rök að styðjast. Sumir héldu, að hann hefði orðið fyrir vélbilun og hrakið upp í Smáeyjar, en sú ágizkun hafði við ekkert að styðjast að heldur.
Fyrir björgunarafrek sitt við skipshöfn Sæfara, fékk Árni Finnbogason skipstjóri viðurkenningu. Það voru 15 krónur í peningum og auk þess silfurpeningur. Trúlega þættu þetta ekki mikil björgunarlaun nú á dögum. En viðurkenning fyrir unnið afrek er ávallt viðurkenning og hana hefur Árni ábyggilega átt skilið, þó manni finnist, að hún hefði mátt vera, að krónutali, öllu meiri en raun varð á.
Þarna kom fram sýn Ólafs Ingileifssonar á mb. Enok veturinn áður, fyrir sunnan Geirfuglasker. Verður ekki annað af henni ráðið, en að hún boðaði það, sem orðið var um Íslending og skipshöfn hans.
Guðleifur Elísson var fæddur að Yztaskála undir Eyjafjöllum 24. ágúst 1880. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Hieronímusdóttir og Elís Hjörleifsson. Guðleifur fór snemma að Miðmörk undir Eyjafjöllum og ólst þar upp til fermingaraldurs. Þar bjó þá Árni Árnason og Margrét Engilbertsdóttir. Um fermingu fór Guðleifur að Brúnum. Var hann ætíð síðan kenndur við þann bæ og nefndur Guðleifur á Brúnum.
Hann var snemma bráðþroska og mikið hraustmenni. Sextán ára fór hann fótgangandi með frænda sínum, Guðjóni Jónssyni í Ormskoti, síðar að Heiði í Eyjum, suður á Suðurnes til sjóróðra. Voru þeir frændur á líkum aldri og líkir um margt, þótt ekki væru þeir líkir í sjón. Þeir reru nefnda vertíð á Suðurnesjum, en næstu vertíð fóru þeir til Eyja. Mun það hafa verið 1898 og reru þá sinn á hvoru skipinu.
Guðleifur var mikið með Guðjóni Jónssyni formanni á Sandfelli, sem lét svo um mælt, að Guðleifur væri afbragð annarra manna, aldrei hefði hann kynnzt öðrum eins, sannkölluðum manni á öllum sviðum. Kallaði þó Guðjón á Sandfelli, sem sjálfur var enginn meðalmaður í hvívetna, ekki allt ömmu sína í tali á mannkostum.
Árið 1909 tók Guðleifur við formennsku á mb. Lunda, sem hann átti með Gísla J. Johnsen. Var Guðleifur snemma aflasæll formaður og sjósóknari með þeim fremstu í Eyjum. Jafnhliða var hann sumarformaður á Austfjörðum, t.d. með mb. Herkules fyrir Sigfús Sveinsson á Norðfirði. Var Herkules einn af fyrstu vélbátum austanlands. Sömu ummæli hafði Sigfús um Guðleif, sem Guðjón á Sandfelli, að hann væri afbragð annarra manna á flestum sviðum.
Síðar var Guðleifur með mb. Víking á Seyðisfirði fyrir Brynjólf Sigurðsson og var hann þar ávallt aflahæstur og mikils metinn formaður.
Þótt Guðleifur færi snemma frá átthögum sínum, Eyjafjöllum, var hann þar þó viðloðandi fram til æviloka. Þar átti hann t.d. sína ágætu hesta, sem hann unni mjög. Hann var hesta- og vatnamaður ágætur, með hærri mönnum að vexti, þrekinn, dökkur yfirlitum, svipmikill og virðulegur. Hann gat verið fastur fyrir, ef því var að skipta, og hið mesta hraustmenni að burðum. Mætti með sanni segja um hann eins og sagt var einhvern tíma:
- ,,Sérhver hreyfing sýndi fjör,
- svipur reifur, lundin ör,
- örfum dreifðu augun snör.
- Fullur kæti, fær í margt,
- frískur ætíð, tefldi djarft,
- lét oft mæta hörðu hart,
- henti þræta, gaf sig vart.“ ...
- ,,Sérhver hreyfing sýndi fjör,
Guðleifur var viðlesinn, greindur vel, hagmæltur og bráðskemmtilegur maður í vinahóp, fyndinn í tilsvörum og léttur á allan hátt. Hann var ókvæntur og barnlaus, en bjó með móður sinni síðasta árið hér í Eyjum, þá að Höfðahúsi. Bræður átti hann þrjá, Sigurjón, er lést ungur að Yztaskála, Kort Elísson að Fit, Eyjafjöllum, sem lengi var sjómaður í Eyjum, og Guðmund á Seljalandi, sem einnig var sjómaður hér.
Auk Guðleifs drukknuðu með Íslendingi:
1. Ólafur Jónsson, Landamótum, fæddur að Eyjarhólum, Mýrdal, árið 1885, en kom til Eyja 1908. Hann var fyrst vélarmaður hjá Friðriki bróður sínum að Látrum á mb. Heklu, en síðan á mb. Íslendingi til dauðadags. Hann var mjög vandaður maður eins og bræður hans, vinmargur og afhaldinn.
Kona hans var Geirlaug Sigurðardóttir frá Raufarfelli og voru börn þeirra:
a. Sigríður, búsett í Reykjavík, og
b. Guðjón formaður Ólafsson frá Landamótum.
2. Símon Guðmundsson frá Kvíabóli, Mýrdal. Hann kom fyrst til Eyja 1912, sem beitningamaður á mb. Ísland. Það fórst þann vetur og fór Símon þá til þeirra Eyjarhólsbræðra og var á mb. Íslendingi eftir það. Það var frískur maður og vinsæll, bróðir Guðjóns þess, er nú býr að Prestshúsum, Mýrdal.
3. Eyjólfur Sigurðsson frá Rauðsbakka, f. 27. febr. 1889, sonur Sigurðar Eyjólfssonar og konu hans Ólafar Sigurðardóttur. Hann kom til Eyja 1910 og stundaði sjó á ýmsum bátum. Lengst af var hann með Guðleifi Elíssyni, bæði í Eyjum og á Austurlandi. Eyjólfur var mjög hraustur maður og sjómaður góður, ókvæntur og barnlaus.
Skipverjar Happasæls voru þessa eftirminnilegu vertíð:
1. Árni Finnbogason frá Norðurgarði, skipstjóri,
2. Björn Bjarnason frá Hlaðbæ, vélstjóri,
3. Páll Einarsson frá Nýjabæ, Eyjafjöllum, háseti og
4. Þorsteinn Helgason í Steinum hér háseti.
Á mb. Sæfara voru þessir menn:
1. Sveinn Jónsson, Landamótum, formaður,
2. Tómas Þórðarson frá Vallnatúni, Eyjafjöllum,
3. Jón Eyjólfsson frá Miðgrund, Eyjafjöllum.
Hér með líkur þessari frásögn. Hún er ein af mörgum, sem lifað hefur á vörum manna um áraraðir. Fannst okkur rétt að vernda hana frá gleymsku meðan aðstæður leyfðu. Efalaust hefði mátt hafa hana fullkomnari, en þar sem blaðarými er lítið og tíminn naumur verður að sitja hér við.
Skrásett eftir frásögn Jóns Sigurðssonar, samkv. heimildum frá núlifandi þátttakendum í atburðinum.