Helgi Backmann Ingimundarson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Helgi Backmann Ingimundarson fæddist í Landeyjum 17. maí 1872. Helgi byrjaði ungur sjóróðra í Vestmannaeyjum og reri þar á opnu skipi fyrst um sinn. Árið 1916 byrjaði Helgi sem formaður á Gnoð og eftir það var hann formaður á ýmsum bátum fram til 1920. Eftir það fluttist Helgi til Reykjavíkur.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Helgi Bachmann Ingimundarson frá Miðey í A.-Landeyjum, skipstjóri, verkamaður fæddist 17. maí 1872 og lést 27. nóvember 1952.
Foreldrar hans voru Ingimundur Ingimundarson bóndi, f. 23. janúar 1842 í Miðey, d. 17. ágúst 1894, og kona hans Þuríður Árnadóttir húsfreyja, síðar á Skjaldbreið, f. 23. mars 1845, d. 11. nóvember 1930.

Börn Ingimundar og Þuríðar í Eyjum:
1. Helgi Backmann Ingimundarson skipstjóri, f. 25. september 1870, d. 27. nóvember 1952.
2. Ingiríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1873, d. 17. apríl 1959.
3. Árni Ingimundarson skipstjóri, f. 6. janúar 1877, d. 1. apríl 1908.
4. Sigurður Ingimundarson útgerðarmaður, skipstjóri, f. 22. maí 1878, d. 5. apríl 1962.
5. María Ingimundardóttir, síðar húsfreyja á Miðnesi, Gull., f. 26. mars 1882, d. 3. apríl 1935.

Helgi var með foreldrum sínum í Miðey 1880, vinnumaður á Voðmúlastöðum 1890, fangi í Hegningarhúsinu í Reykjavík 1901. Hann var leigjandi með Jónu konu sinni á Hverfisgötu 58B 1907, á Sigurðarstöðum á Vestdalseyri á Seyðisfirði 1910.
Þau Jóna fluttu til Eyja 1917 með fimm börn sín. Hann var skipstjóri á ýmsum bátum, bjó í Lambhaga við Vesturveg 19. Þau eignuðust þar þrjú börn, en síðasta barnið fæddist andvana.
Þau fluttu úr bæmnum 1930, bjuggu í Reykjavík. Helgi var þar verkamaður á Baldursgötu 12 1930. Þau bjuggu síðast í Ánanaustum S-1.
Helgi lést 1952 og Jóna Guðrún 1972.

I. Kona Helga var Jóna Guðrún Jónsdóttir frá Loðmundarfirði, húsfreyja, f. 4. desember 1885 í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, d. 8. nóvember 1972.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Bachmann Helgason, f. 8. nóvember 1907 á Hverfisgötu 58B í Reykjavík, síðast í Kópavogi, d. 16. júní 1977.
2. Árni Ingimundur Helgason Bachmann sjómaður, vélstjóri, síðast í Njarðvík, f. 23. september 1909 á Seyðisfirði, d. 18. febrúar 1988.
3. Sigurður Þórarinn Helgason Bachmann bifreiðastjóri í Keflavík, f. 25. júlí 1914 á Seyðisfirði, d. 10. október 1994.
4. Svanhvít Helgadóttir Smith húsfreyja í Reykjavík, f. 18. október 1915 á Seyðisfirði, d. 30. október 1993.
5. Ólafía Helgadóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 13. júlí 1917 á Seyðisfirði, d. 3. október 1971.
6. Þóra Hansína Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. nóvember 1920 í Lambhaga, d. 25. júní 1992. Maður hennar Baldur Svanhólm Ásgeirsson.
7. Sigurður Hermann Helgason, síðast í Reykjavík, f. 20. apríl 1922, d. 5. ágúst 2000.
8. Andvana drengur, f. 21. ágúst 1924.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.