„Guðrún Pálsdóttir yngri (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Pálsdóttir''' yngri frá Kirkjubæ, Gunna Pála, Gunna skálda, fæddist 16. október 1815 í Saurbæ í Holt...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 12: Lína 12:
Guðrún var með foreldrum sínum og fjölskyldu í Saurbæ í Holtum og fluttist með þeim til Eyja 1818, er faðir hennar varð aðstoðarprestur sr. [[Bjarnhéðinn Guðmundsson|Bjarnhéðins Guðmundssonar]] prests á Kirkjubæ. Þau bjuggu í fyrstu á [[Búastaðir|Búastöðum]], en fluttu að Kirkjubæ, er hann fékk prestakallið 1822.<br>
Guðrún var með foreldrum sínum og fjölskyldu í Saurbæ í Holtum og fluttist með þeim til Eyja 1818, er faðir hennar varð aðstoðarprestur sr. [[Bjarnhéðinn Guðmundsson|Bjarnhéðins Guðmundssonar]] prests á Kirkjubæ. Þau bjuggu í fyrstu á [[Búastaðir|Búastöðum]], en fluttu að Kirkjubæ, er hann fékk prestakallið 1822.<br>
Faðir hennar skráði í prestþjónustubókina,  er hún var 12 ára, að hún væri „gáfuð“.<br>
Faðir hennar skráði í prestþjónustubókina,  er hún var 12 ára, að hún væri „gáfuð“.<br>
Hún var þjálfaði snemma gáfu hagyrðingsins og meinyrta að auki. Maður kom að Kirkjubæ og gerði boð fyrir prestinn. Fór Guðrún inn til föður síns og segir, að maður vilji finna hann. „Hver er hann?“ segir prestur. „Ég veit það ekki,“ segir Guðrún. Þá spyr prestur: „Hvernig er hann í hátt?“<br>
Hún þjálfaði snemma gáfu hagyrðingsins og meinyrta að auki. Maður kom að Kirkjubæ og gerði boð fyrir prestinn. Fór Guðrún inn til föður síns og segir, að maður vilji finna hann. „Hver er hann?“ segir prestur. „Ég veit það ekki,“ segir Guðrún. Þá spyr prestur: „Hvernig er hann í hátt?“<br>
Svarar Guðrún þá samstundis:
Svarar Guðrún þá samstundis:
::::::Meinhoraður mannskratti<br>
::::::Meinhoraður mannskratti<br>
Lína 104: Lína 104:
*Skrudda II. Ragnar Ásgeirsson. Akureyri. Búnaðarfélag Íslands, 1958.
*Skrudda II. Ragnar Ásgeirsson. Akureyri. Búnaðarfélag Íslands, 1958.
*[[Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum]]. [[Jóhann Gunnar Ólafsson]]. 2. útgáfa. Skuggsjá 1966, [[Hafísinn]].}}
*[[Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum]]. [[Jóhann Gunnar Ólafsson]]. 2. útgáfa. Skuggsjá 1966, [[Hafísinn]].}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Hagyrðingar]]
[[Flokkur: Hagyrðingar]]

Núverandi breyting frá og með 16. ágúst 2015 kl. 15:53

Guðrún Pálsdóttir yngri frá Kirkjubæ, Gunna Pála, Gunna skálda, fæddist 16. október 1815 í Saurbæ í Holtum í Rangárvallasýslu og lést 3. mars 1890 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru sr. Páll Jónsson, þá aðstoðarprestur í Efraholtsþingum, síðar prestur á Kirkjubæ í Eyjum, f. 9. júlí 1779, drukknaði í Eystri-Rangá 15. september 1846, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 16. maí 1791, d. 14. febrúar 1850.

Systkini Guðrúnar, sem lifðu bernskuna voru:
1. Eva Hólmfríður Pálsdóttir húsfreyja f. 22. janúar 1812, d. 28. maí 1866.
2. Guðrún eldri húsfreyja, f. 18. apríl 1816, d. 28. júní 1909.
3. Kristín vinnukona, ógift, f. 17. marz 1817, d. um 1900 í Straumfirði á Mýrum.
4. Solveig húsfreyja og ljósmóðir, f. 8. október 1821, d. 24. maí 1886.
5. Páll trésmíðanemi, f. 19. febrúar 1833, hrapaði til bana úr Hábarði í Elliðaey 20. ágúst 1857.

Guðrún var með foreldrum sínum og fjölskyldu í Saurbæ í Holtum og fluttist með þeim til Eyja 1818, er faðir hennar varð aðstoðarprestur sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar prests á Kirkjubæ. Þau bjuggu í fyrstu á Búastöðum, en fluttu að Kirkjubæ, er hann fékk prestakallið 1822.
Faðir hennar skráði í prestþjónustubókina, er hún var 12 ára, að hún væri „gáfuð“.
Hún þjálfaði snemma gáfu hagyrðingsins og meinyrta að auki. Maður kom að Kirkjubæ og gerði boð fyrir prestinn. Fór Guðrún inn til föður síns og segir, að maður vilji finna hann. „Hver er hann?“ segir prestur. „Ég veit það ekki,“ segir Guðrún. Þá spyr prestur: „Hvernig er hann í hátt?“
Svarar Guðrún þá samstundis:

Meinhoraður mannskratti
mesti syndaþrjótur.
Argvítugur andskoti
── í alla staði ljótur.

Skipaði faðir hennar henni að gera bragarbót, en sú vísa er ekki kunn nú.
Kunnust er Guðrún fyrir kveðskapinn og var hún talin ákvæðaskáld eins og Páll faðir hennar.
Ferðaðist hún allmikið um sveitir og naut gistivináttu margra. Hún var alldrykkfelld, sem þótti sérlegt á þeim árum. Margt skrautlegt mun hafa fokið henni um munn í því standi.
Í Landréttum var mikillátur maður, sem tók til að stríða henni.
Hún kvað:

Mannorðið þér mokist frá
meðan byggir hauður
og lífsins dyrum lokist frá
lifandi og dauður.

Hafði maður þessi verið talinn myndarmaður, en nú varð eins og gæfan hyrfi honum, og líf hans endaði með sjálfsmorði.

Góðar óskir kvað hún einnig. Anna Sigríður Árnadóttir hafði eftir móður sinni Steinunni Oddsdóttur, síðar húsfreyju á Oddsstöðum, að Mikael skáldi á Djúpavogi hefði eitt sinn heilsað Guðrúnu þannig:

Sæl nú vertu seljan áls,
sögð ei ertu stirð til máls.
Gæfu hljóttu grundin báls
Guðrún dóttir séra Páls.

og Guðrún svaraði:

Lifðu af grómi lastafrí,
í lukku og blóma gengi,
Mikkel sóma og auðnu í
ullur skjóma lengi.

Guðrún heimsótti oft fjölskylduna á Oddsstöðum og sagði Anna Sigríður, að hún hefði oft fengið að sofa hjá sér. Var Guðrún þá orðin blind og strauk Önnu með fögrum orðum og bænum.
Anna Sigríður sagði, að Guðrún hefði verið há og tíguleg, mjög vel vaxin og gekk alltaf í peysufötum, sem fóru henni vel.

Hjá hjónunum í Dölum, Jóni Jónssyni bónda og hreppstjóra og Jóhönnu Gunnsteinsdóttur húsfreyju átti Guðrún vináttu að fagna. Um Dómhildi dóttur þeirra kvað hún:

Dómhildur er drósin fín,
drengir vilja hana sjá.
Blómarósin blíðust mín
bið ég Drottinn leiði þá.

Úr Bliki 1967: „Um 1890 rak hér hval á fjörur Eyjabúa. Þá hélt sýslumaður uppboð á hvalkjöti og margir buðu í. Gunna Pála, (Guðrún Pálsdóttir yngri frá Kirkjubæ) var stödd á uppboði þessu. Hún var jafnan kerskin og kvað stundum vísur, sem særðu og egndu til reiði.
Ekki veit ég, hvernig Aagaard sýslumaður gaf tilefni til þess, að Gunna orti eftirfarandi vísu til háðungar hinum danska sýslumanni, sem var hið mesta ljúfmenni og hafði vissulega ekkert til hennar lagt, því að sízt sýndi hann alþýðu manna hér valdsmannsrembing eða stærilæti.
En vísa þessi er þannig:

„Sulturinn gerir sætan mat,
sjá má það á halnum,
þegar kjálka gamalt gat
gandelið kaus af hvalnum.
Lille fanden, lille fanden
langar mjög í spik.
Gefið honum gandelið af hvalnum;
sýslumanni, sýslumanni
svoddan hæfir prik.“

Orðið gandel þýðir æxlunarlimur hvals og er skylt orðunum gandur og göndull.“

I. Guðrún giftist Ólafi Guðmundssyni bónda og þjóðhagasmið á Kirkjubæ 17. nóvember 1843, en þau skildu 1854. Var hún síðari kona hans. Ekki verður séð, að Guðrún hafi fætt barn í þeirri sambúð. Ólafur eignaðist 14 börn í fyrra hjónabandi sínu og eitt með Evu systur Guðrúnar.

Guðrún var síðan einsetukona og förukona víða um land. Mun hún hafa búið um skeið á Býjaskerjum á Reykjanesi. Í sveitum lifðu ýmsar ferskeytlur hennar, sem spruttu af samskiptum, sem hún átti við samferðamennina. Getur Ragnar Ásgeirsson þeirra í Skruddu, bók II, og er vísað þangað til frekari fræðslu.
Guðrún var alkomin til Eyja um 1876 orðin blind. Bjó hún í Kuðungi og naut sveitarframfæris, en lifði þó að mestu á gjöfum fólks. Eitt sinn kom hún til Kristínar á Búastöðum og þá hjá henni góðgerðir. Þakkaði hún fyrir sig með vísu:

Þú, sem gladdir mædda mig,
matar eigðu gnóttir.
Kristur Jesús krýni þig
Krístín Gísladóttir.

Á sumrum leitaði hún til lands og ferðaðist.

Tekið eftir frásögn í Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum, en þar er birt saga höfð eftir frásögn Sigurðar í Skuld:
Árið 1888, nokkrum árum fyrir dauða Guðrúnar, kom svo mikill ís að Eyjum að Flóinn fylltist. Kaupskipin, sem komin voru með vorvörurnar lágu föst í ísnum og ekki var komist út í þau nema á ísi. Ekki komust menn á sjó.
Fengnir voru þrír af bestu mönnum til að ganga á fund Guðrúnar og fá hana til að yrkja ísinn brott. Höfðu þeir með sér fulla brennivínsflösku, því að þeir vissu að Guðrún kunni að meta sopann. Guðrún lét til leiðast, orti þrjár vísur og lét þau orð fylgja, að ísinn yrði horfinn eftir þrjá daga:

Á engla safni er enginn stans
oss við föllum styðja,
Guðs í nafni og Græðarans
göngum öll að biðja.
Æ, vér lendum öll í nauð,
í einu hljóði það er:
Aftur sendu okkur brauð,
Abba, góði faðer.
Hæst í standi Herrans að
helgan fyrir soninn,
blíð í anda beri það
bænin, trúin, vonin.

Brá svo við, að ísinn tók þegar að losna og var allur horfinn eftir þrjá daga.
Guðrún lést 1890.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.