Vigfús Guðmundsson (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vigfús Guðmundsson frá Gjábakka, síðar í Vesturheimi fæddist 14. júlí 1868 og lést 17. mars 1927.
Foreldrar hans voru Guðmundur Erlendsson formaður og lóðs í London, f. 27. júní 1839, d. 20. júní 1875, og barnsmóðir hans Guðrún Erlendsdóttir, f. 8. júlí 1850, síðar í Vesturheimi, d. 4. september 1887. Hún kenndi Guðmundi barnið, en hann neitaði.

Hálfsystkini Vigfúsar í Eyjum voru:
1. Einar Pálsson vélstjóri í Langholti, Vestmannabraut 48a, f. 5. maí 1875, d. 4. desember 1918, kvæntur (1908) Jónínu Guðmundsdóttur, f. 19. maí 1877, d. 31. desember 1925 .
Faðir hans var Páll Ingimundarson vinnumaður frá Gjábakka, f. um 1854, d. 19. mars 1902.
2. Jón Eiríksson, sem fór til Vesturheims.
Faðir hans var Eiríkur Eiríksson bóndi á Vesturhúsum, skírður 3. mars 1827.
3. Karl Jón Eyjólfsson, f. 24. nóvember 1879, fluttist vestur með föður sínum 1882.
4. Valgerður Eyjólfsdóttir, f. 5. september 1881, fluttist vestur með föður sínum 1882. Hún dó á leiðinni.
Faðir þeirra var Eyjólfur Eiríksson mormóni frá Vesturhúsum, f. 26. febrúar 1854, d. 21. ágúst 1908.
Guðrún og Eyjólfur bjuggu síðar saman í Utah.

Vigfús var með móður sinni á Gjábakka 1870-1875, niðursetningur í Juliushaab hjá Gísla Engilbertssyni og Ragnhildi Þórarinsdóttur 1876-1882, léttadrengur þar 1883-1884, vinnumaður þar 1885.
Hann fór til Utah frá Júlíushaab 1886.
Þau Sigríður keyptu víðlent land og bjuggu rausnarbúi.
Þau Guðrún giftu sig 1921.
Hann lést 1927 og Guðrún 1931.

I. Fyrri kona Vigfúsar var Sigríður Erlendsdóttir húsfreyja frá Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, f. 21. ágúst 1857 í Hólmahjáleigu, d. 25. ágúst 1920. Foreldrar hennar voru Erlendur Vigfússon bóndi í Hólmahjáleigu og kona hans Katrín Halldórsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1816, drukknaði 14. apríl 1869.
Þau munu hafa átt 9 börn og misst þau öll og kjörið 2 börn.
Barn þeirra hér:
1. Fjóla, sem varð stúdent.

II. Síðari kona Vigfúsar, (30. desember 1921), var Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík og í Spanish Fork í Utah, f. 19. febrúar 1881 í Reykjavík, d. 10. mars 1931 í Provo í Utah. Foreldrar hennar voru Jón Ólafur Ólafsson húsmaður í Reykjavík, f. 13. október 1849 í Hákoti á Álftanesi, Gull., d. 30. nóvember 1886, og kona hans Sigríður Ingibjörg Benediktsdóttir húsfreyja, f. 5. desember 1848 á Saurum á Skagaströnd, d. 6. júní 1882 í Ívarshúsum í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.