Garðar Sveinsson (Garðinum)
Garðar Aðalsteinn Sveinsson rafvirkjameistari fæddist í 15. janúar 1933 í Sætúni og lést 9. janúar 2012 á Borgarspítalanum.
Foreldrar hans voru Sveinn Sigurhansson vélstjóri, múrari frá Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 21. júní 1892, d. 6. desember 1963, og kona hans Sólrún Ingvarsdóttir húsfreyja frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, f. 9. október 1891, d. 21. ágúst 1974.
Börn Sveins og Sólrúnar:
1. Ágústa Sveinsdóttir verkakona, verkstjóri, f. 24. febrúar 1920 á Túnsbergi, d. 13. september 2012.
2. Berent Theodór Sveinsson loftskeytamaður, f. 21. ágúst 1926 í Sætúni, d. 29. júlí 2018.
3. Garðar Aðalsteinn Sveinsson rafvirkjameistari, f. 15. janúar 1933 í Sætúni, d. 9. janúar 2012.
4. Tryggvi Sveinsson stýrimaður, f. 20. júní 1934 á Sunnuhvoli.
Garðar ólst upp með fjölskyldu sinni. Hann var með þeim í Sætúni við fæðingu, á Sunnuhvoli, í Stakkagerði-Eystra og
Garðinum.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1950, lærði rafvirkjun við Iðnskólann í Vestmannaeyjum og tók sveinspróf 1960. Meistari var Bogi Jóhannsson. Hann varð meistari í rafvirkjun 1963 og fékk löggildingu 1964. Garðar varð meistari í rafveituvirkjun 1993.
Hann starfaði hjá Neista og Fiskimjölsverksmiðju Vestmannaeyja til ársins 1973.
Þau Ólöf bjuggu á Bakkastíg 11, voru barnlaus.
Eftir Gosið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur og þar starfaði Garðar hjá Rafmagnsveitum ríkisins og RST-neti til ársins 2000.
Ólöf lést 2000 og Garðar 2012.
I. Kona Garðars, (30. desember 1961), var Ólöf Karlsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 10. júlí 1935, d. 23. desember 2000.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 1. febrúar 2012. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.