Ágústa Sveinsdóttir (verkstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágústa Sveinsdóttir.

Ágústa Sveinsdóttir fiskvinnslukona, verkstjóri á Bakkastíg 11 fæddist 24. febrúar 1920 á Túnsbergi og lést 13. september 2012 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sigurhansson vélstjóri, múrari frá Stóru-Mörk u. Eyjafjöllum, f. 21. júní 1892, d. 6. desember 1963, og kona hans Sólrún Ingvarsdóttir húsfreyja frá Hellnahóli u. Eyjafjöllum, f. 9. október 1891, d. 21. ágúst 1974.

Börn Sveins og Sólrúnar:
1. Ágústa Sveinsdóttir verkstjóri, f. 24. febrúar 1920 á Túnsbergi, d. 13. september 2012.
2. Andvana stúlka, f. 20. mars 1925.
3. Berent Theodór Sveinsson loftskeytamaður, f. 21. ágúst 1926 í Sætúni, d. 29. júlí 2018.
4. Garðar Aðalsteinn Sveinsson rafvirkjameistari, f. 15. janúar 1933 í Sætúni, d. 9. janúar 2012.
5. Tryggvi Sveinsson stýrimaður, f. 20. júní 1934.
ctr


Fjölskylda Sólrúnar og Sveins.
Aftari röð frá vinstri: Tryggvi, Garðar, Berent, Ágústa.


Ágústa var með foreldrum foreldrum sínum, á Túnsbergi, í Sætúni, á Sunnuhvoli, í EystraStakkagerði og Garðinum.
Hún hóf snemma störf við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, varð verkstjóri og vann þar til Goss 1973, en fluttist þá til Reykjavíkur, þar sem hún starfaði hjá Umbúðamiðstöðinni til 1994.
Ágústa var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.