Hafþór Sigurbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hafþór Sigurbjörnsson frá Nýjahúsi, skipstjóri, verslunarmaður, innkaupastjóri fæddist þar 31. júlí 1949.
Foreldrar hans voru Sigurbjörn Árnason frá Stóra-Hvammi sjómaður, verkamaður, bifreiðastjóri, f. 6. mars 1920, d. 31. desember 1998, og kona hans Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttur frá Reykjavík, húsfreyja, f. 7. september 1923, d. 31. júlí 2016.

Börn Esterar og Sigurbjörns:
1. Snæbjörn Sigurbjörnsson verkamaður, f. 2. apríl 1947 í Kamp Knox í Reykjavík, d. 27. mars 2000, ókvæntur.
2. Hafþór Sigurbjörnsson skipstjóri, verslunarmaður, innkaupastjóri, f. 31. júlí 1949 í Nýjahúsi við Heimagötu 3B. Hann býr í Svíþjóð. Kona hans Erla Björg Magnúsdóttir.
3. Sigurður Rósant Sigurbjörnsson kennari, f. 21. júní 1950 á Brekastíg 31. Barnsmóðir hans Guðríður Guðmundsdóttir. Fyrri kona hans var Guðbjörg Óskarsdóttir, látin. Síðari kona hans Hafdís Hrönn Ingimundardóttir.
4. Sigmar Ágúst Sigurbjörnsson sjúklingur, f. 12. sept. 1951 í Eyjum, d. 24. mars 1972, ókvæntur .
5. Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. sept. 1952 í Eyjum. Maður hennar Sigurður Eyþórsson.
6. Árni Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. nóv. 1953 í Eyjum, d. 10. mars 1983. Barnsmæður hans Anna Bjarndís Gísladóttir og Soffía Ragnarsdóttir.
7. Páll Ingimundur Blöndal Sigurbjörnsson tölvunarfræðingur, f. 15. apríl 1955. Kona Elfa Dís Austmann Jóhannsdóttir.
8. Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1956. Barnsfaðir hennar Helgi Valur Helgason.
9. Finnbogi Sigurbjörnsson verkamaður, f. 22. sept. 1957, d. 27. okt. 2001.
10. Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, f. 3. nóv. 1958. Barnsmóðir hans Lilja Sigurðardóttir. Barnsmóðir hans Hafdís Erla Baldvinsdóttir.
Barn Sigurbjörns og Maríu Björgvinsdóttur:
11. Kristín Birna Sigurbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 15. september 1944.
Barn Sigurbjörns og Erlu Kristjánsdóttur:
12. Svanur Sigurbjörnsson læknir, f. 13. febrúar 1965 í Reykjavík. Fyrrum sambýliskona hans Hanna Þórunn Skúladóttir. Fyrrum eiginkona hans Sólveig Halldórsdóttir.

Hafþór var með foreldrum sínum, en þau skildu, er hann var 10 ára. Hann var með þeim í Nýjahúsi við Heimagötu 3B, á Brekastíg 31, í Hraundal og á Hólagötu 31. Hann fluttist með þeim í Hafnarfjörð 1954, á Álftanes 1955 og bjó með þeim í Ægiskampi 1956-1957, þá í Gnoðarvogi og þar bjó Hafþór síðar með móður sinni og systkinum eftir skilnað foreldra sinna 1959.
Hafþór var í sveit í nokkur sumur, á Miðbælisbökkum u. Eyjafjöllum og Hvammi í Landeyjum.
Hann stundaði sjómennsku frá 16 ára aldri, á strandferðaskipinu Skjaldbreið og varðskipinu Ægi.
Hafþór lauk prófi í farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík 1970, fékk diploma í alþjóða viðskiptum í London School of Foreign Trade, öðlaðist viðbótarréttindi í Gautaborg og alþjóðaskírteini skipstjóra 1981.
Hann var háseti á togaranum Víkingi meðan hann var í Stýrimannaskólanum. Þeir björguðu þýsku skipi og áhöfn frá altjóni á Grænlandssundi og fengu góð peningaverðlaun fyrir. Þau hjálpuðu Hafþóri til að komast í námið í London.
1970 fór hann til Kaupmannahafnar og komst þar á danskt fraktskip í 15 mánuði.
Hafþór var ráðinn eftirlitsmaður í farmbókhaldi hjá Loftleiðum og vann þar 1972-1976, þá var hann hjá Skipadeils SÍS til 1979.
Hann fluttist þá til Svíþjóðar og var í siglingum hjá sænsku siglingafyrirtæki í tvö ár, kom til Íslands og varð innkaupastjóri hjá Borgarspítalanum í fjögur ár, réðst þá til Flugleiða og var þjónustustjóri fraktflutninga til 1990.
Þá lá leiðin til Svíþjóðar þar sem hann var yfirstýrimaður á tankskipi til ársins 2000. Þá varð hann skipstjóri á þýsku gámaskipi til 2007, er hann varð skipstjóri á norsku ,,off shore“ skipi, sem þjónaði olíuborpöllum. Þar var hann til 2014, er hann lauk störfum vegna aldurs.
Þau Erla Björg giftu sig 1975, eignuðust tvö börn og fóstruðu fjögur börn Erlu Bjargar frá fyrra hjónabandi. Þau búa í Bara, sem er bær í grennd við Málmey í Svíþjóð.

I. Kona Hafþórs, (20. desember 1975), er Erla Björg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1943. Foreldrar hennar voru Magnús Einarsson bakarameistari í Reykjavík, f. 31. júlí 1904, d. 13. september 1978, og kona hans Solveig Dagmar Erlendsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1909, d. 29. júlí 1986.
Börn þeirra:
1. Bjarki Hafþórsson fjármálaeftirlitsmaður, f. 22. apríl 1977. Kona hans Bylgja Hrönn Ingvadóttir.
2. Ester Birna Hafþórsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 6. mars 1984. Sambýlismaður hennar Tobias Johansson.
Börn Erlu Bjargar og fósturbörn Hafþórs:
3. Elín Svava Bergsteinsdóttir Lindback, húsfreyja, f. 5. apríl 1961, býr í Svíþjóð. Maður hennar Björn Henry Lindback.
4. Magnús Bergsteinsson byggingaverktaki í Svíþjóð, f. 16. nóvember 1962. Kona hans Camilla Ziegler.
5. Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir húsfreyja, rekur kaffihús á eyjunni Ven á Eyrarsundi, f. 26. mars 1964. Maður hennar Bent Hansen.
6. Björg Bergsteinsdóttir húsfreyja, starfsmannastjóri íbúðaleigufyrirtækis í Svíþjóð, f. 9. febrúar 1970. Maður hennar Conny Bergsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.