Sigurður Sveinsson (Eyvindarholti)
Sigurður Sveinsson frá Eyvindarholti, sjómaður, farmaður, bóndi, bormaður, síðast í Hafnarfirði fæddist 15. júlí 1929 á Laugalandi og lést 12. desember 2003.
Foreldrar hans voru Sveinn Jónasson verkamaður, síðar bóndi í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 9. júlí 1902 í Miðmörk u. V-Eyjafjöllum, d. 26. desember 1981, og kona hans Ragnhildur Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1904 í Reykjavík, síðast í Traðarhúsum á Eyrarbakka, d. 8. maí 1972.
Börn Ragnhildar og Sveins:
1. Guðfinna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1928 á Laugalandi, d. 10. febrúar 2021. Maður hennar Sigurður Eiríksson, látinn.
2. Sigurður Sveinsson sjómaður, farmaður, bóndi, síðast í Hafnarfirði, f. 15. júlí 1929 á Laugalandi, d. 12. desember 2003.
3. Jóhann Bergur Sveinsson lögreglumaður, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja, f. 15. september 1930 í Eyvindarholti, d. 24. ágúst 2004.
4. Nína Sveinsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 21. mars 1933 í Eyvindarholti, d. 30. júní 1990.
5. Jónas Sveinsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 23. september 1937 í Eyvindarholti, d. 13. ágúst 2000.
6. Sveinn Víkingur Sveinsson lögreglumaður, ökukennari í Keflavík, f. 11. apríl 1941 í Eyvindarholti.
7. Hrafnhildur Sveinsdóttir húsfreyja, síðast í Kópavogi, f. 22. mars 1943 í Eyvindarholti, d. 1. febrúar 1997.
Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, á Laugalandi, í Eyvindarholti og fluttist með þeim að Efri-Rotum u. Eyjafjöllum 1946.
Hann stundaði sjómennsku framan af ævi, bæði á fiskibátum og togurum og sigldi síðan á norskum fragtskipum vítt og breitt um heimshöfin um nokkurra ára skeið, þar sem hann var m.a. bátsmaður um borð.
Þá varð hann bóndi að Efri-Rotum og þar tók hann þátt í leiksýningum. Það gerði hann einnig eftir flutning til Hafnarfjarðar.
Hann var síðar bormaður í mörg ár hjá Jarðborunum ríkisins, fyrst hér heima, en síðar erlendis.
I. Sambýliskona Sigurðar er Estiva Guðmunda Ottósdóttir húsfreyja, f. 15. september 1945, en skildu. Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Kristján Ottó Þorvaldsson, f. 29. október 1903, d. 10. júlí 1992 og Magnea Símonardóttir, f. 16. nóvember 1905, d. 8. mars 1990.
Barn þeirra:
1. Sveinn Andri Sigurðsson verktaki, f. 24. apríl 1967, býr í Hafnarfirði. Kona hans Lára Ólafsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. desember 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.