Nína Sveinsdóttir (Eyvindarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Nína Sveinsdóttir frá Eyvindarholti, húsfreyja fæddist þar 21. mars 1933 og lést 30. júní 1990.
Foreldrar hennar voru Sveinn Jónasson verkamaður, síðar bóndi í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 9. júlí 1902 í Miðmörk u. V-Eyjafjöllum, d. 26. desember 1981, og kona hans Ragnhildur Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1904 í Reykjavík, síðast í Traðarhúsum á Eyrarbakka, d. 8. maí 1972.

Börn Ragnhildar og Sveins:
1. Guðfinna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1928 á Laugalandi, d. 10. febrúar 2021. Maður hennar Sigurður Eiríksson, látinn.
2. Sigurður Sveinsson sjómaður, farmaður, bóndi, síðast í Hafnarfirði, f. 15. júlí 1929 á Laugalandi, d. 12. desember 2003.
3. Jóhann Bergur Sveinsson lögreglumaður, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja, f. 15. september 1930 í Eyvindarholti, d. 24. ágúst 2004.
4. Nína Sveinsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 21. mars 1933 í Eyvindarholti, d. 30. júní 1990.
5. Jónas Sveinsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 23. september 1937 í Eyvindarholti, d. 13. ágúst 2000.
6. Sveinn Víkingur Sveinsson lögreglumaður, ökukennari í Keflavík, f. 11. apríl 1941 í Eyvindarholti.
7. Hrafnhildur Sveinsdóttir húsfreyja, síðast í Kópavogi, f. 22. mars 1943 í Eyvindarholti, d. 1. febrúar 1997.

Nína var með foreldrum sínum í æsku, í Eyvindarholti og í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum frá 1946.
Hún giftist Kjartani. Þau eignuðust þrjú börn og bjuggu í Sandgerði.
Kjartan lést 1977 og Nína 1990.

I. Maður Nínu var Kjartan Einarsson Jóhannsson frá Heiðardal í Hvalsnessókn, sjómaður, f. 3. apríl 1921, d. 19. júní 1977. Foreldrar hans voru Jóhann Bergur Jónsson sjómaður á Fáskrúðsfirði, Reykjavík og síðast í Sandgerði, f. 13. nóvember 1877 í Steinasókn u. Eyjafjöllum, d. 28. mars 1948 og Ingibjörg Ólafía Lárusdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1891, d. 3. september 1985.
Börn þeirra:
1. Sigrún Ragna Kjartansdóttir húsfreyja, starfsmaður í þvottahúsi, f. 12. ágúst 1956. Sambýlismaður hennar Magnús Þórarinsson.
2. Magga Hrönn Kjartansdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður á leikskóla, f. 15. júlí 1962. Sambýlismaður Tómas Knútsson.
3. Hanna Björg Kjartansdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, starfsmaður við ummönnun aldraðra í Garði, f. 8. júlí 1965. Fyrrum maður hennar Ástvaldur Jóhannsson.
Kjörsonur Kjartans og stjúpsonur Nínu er:
4. Sævar Kjartansson verkamaður í Reykjanesbæ, f. 17. maí 1945. Kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir.


Heimildir

Magga og Hanna.

  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.