Sigurður Eiríksson (bóndi)
Sigurður Eiríksson frá Fíflholts-Vesturhjáleigu í V.-Landeyjum, þungavinnuvélastjóri, verkamaður, bóndi, bifreiðastjóri, fæddist þar 22. mars 1928 og lést 14. desember 2019 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Eiríkur Björnsson, bóndi, f. 8. september 1887, d. 1. nóvember 1943, og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 28. apríl 1888, d. 24. nóvember 1972 .
Þau Guðfinna giftu sig 1953, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Eyjum, Indriðakoti u. Eyjafjöllum, síðan Ormskoti þar, síðast á Eyrarbakka.
Sigurður lést 2019 og Guðfinna 2021.
I. Kona Sigurðar, (26. desember 1953), var Guðfinna Sveinsdóttir, frá Laugalandi, húsfreyja, f. þar 15. júní 1928, d. 10. febrúar 2021 á Dvalarheimilinu Sólbakka á Eyrarbakka.
Börn þeirra:
1. Trausti Sigurðsson, f. 12. desember 1950. Kona hans Sigríður Sæmundsdóttir.
2. Guðjón Viðar Sigurðsson, f. 30. apríl 1952. Sambúðarkona hans Guðbjörg Bjarnadóttir.
3. Einar Bragi Sigurðsson, f. 18. júlí 1953, d. 15. júlí 2018. Kona hans Soffía A. Jóhannsdóttir.
4. Svandís Ragna Sigurðardóttir, f. 5. september 1954. Sambúðarmaður hennar Árni Axelsson, látinn.
5. Eygló Alda Sigurðardóttir, sjúkraliði, f. 17. nóvember 1964. Maður hennar Sigvarð Anton Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 6. mars 2021. Minning Guðfinnu.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.