Guðfinna Sveinsdóttir (Indriðakoti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðfinna Sveinsdóttir.

Guðfinna Sveinsdóttir húsfreyja í Indriðakoti og Ormskoti u. Eyjafjöllum fæddist 15. júní 1928 á Laugalandi og lést 10. febrúar 2021 á Dvalarheimilinu Sólbakka á Eyrarbakka.
Foreldrar hennar voru Sveinn Jónasson verkamaður, síðar bóndi í Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, f. 9. júlí 1902 í Miðmörk u. V-Eyjafjöllum, d. 26. desember 1981, og kona hans Ragnhildur Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1904 í Reykjavík, síðast í Traðarhúsum á Eyrarbakka, d. 8. maí 1972.
Fósturforeldrar Guðfinnu voru föðurforeldrar hennar, bændur á Efri-Kvíhólma u. Eyjafjöllum, þau Jónas Sveinsson, f. 4. nóvember 1875 á Rauðafelli þar, d. 29. nóvember 1946, og Guðfinna Árnadóttir húsfreyja, f. 12. september 1874 í Miðmörk, d. 23. nóvember 1872.

Börn Ragnhildar og Sveins:
1. Guðfinna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 15. júní 1928 á Laugalandi, d. 10. febrúar 2021. Maður hennar Sigurður Eiríksson, látinn.
2. Sigurður Sveinsson sjómaður, farmaður, bóndi, síðast í Hafnarfirði, f. 15. júlí 1929 á Laugalandi, d. 12. desember 2003.
3. Jóhann Bergur Sveinsson lögreglumaður, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja, f. 15. september 1930 í Eyvindarholti, d. 24. ágúst 2004.
4. Nína Sveinsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 21. mars 1933 í Eyvindarholti, d. 30. júní 1990.
5. Jónas Sveinsson sjómaður, bifreiðastjóri, f. 23. september 1937 í Eyvindarholti, d. 13. ágúst 2000.
6. Sveinn Víkingur Sveinsson lögreglumaður, ökukennari í Keflavík, f. 11. apríl 1941 í Eyvindarholti.
7. Hrafnhildur Sveinsdóttir húsfreyja, síðast í Kópavogi, f. 22. mars 1943 í Eyvindarholti, d. 1. febrúar 1997.

Guðfinna var með fósturforeldrum sínum í Efri-Kvíhólma.
Hún var síðar í vist u. Eyjafjöllum, á Selfossi og í Eyjum. Einnig vann hún í sláturhúsi á Hellu.
Síðar vann hún við fiskverkun og vann á Litla-Hrauni og á Dvalarheimilinu á Sólvöllum á Eyrarbakka.
Þau Sigurður giftu sig 1953, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Indriðakoti frá 1950 í 10 ár, en síðan í Ormskoti til 1965, er þau fluttu á Eyrarbakka. Hún varð formaður í kvenfélagi u. Eyjafjöllum, félagi eldri borgara á Eyrarbakka.
Sigurður lést 2019 og Guðfinna 2021.

I. Maður Guðfinnu, (26. desember 1953), var Sigurður Eiríksson frá Fíflholts-Vesturhjáleigu í V.-Landeyjum, bóndi, f. 22. mars 1928, d. 14. desember 2019.
Börn þeirra:
1. Trausti Sigurðsson, f. 12. desember 1950. Kona hans Sigríður Sæmundsdóttir.
2. Guðjón Viðar Sigurðsson, f. 30. apríl 1952. Sambúðarkona hans Guðbjörg Bjarnadóttir.
3. Einar Bragi Sigurðsson, f. 18. júlí 1953, d. 15. júlí 2018. Kona hans Soffía A. Jóhannsdóttir.
4. Svandís Ragna Sigurðardóttir, f. 5. september 1954. Sambúðarmaður hennar Árni Axelsson, látinn.
5. Eygló Alda Sigurðardóttir, sjúkraliði, f. 17. nóvember 1964. Maður hennar Sigvarð Anton Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.