Sigurður Sæmundsson (Hallormsstað)
Sigurður Sæmundsson bóndi, skipasmiður og sjómaður á Hallomsstað fæddist 16. febrúar 1887 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð og lést 15. júlí 1981.
Foreldrar hans voru Sæmundur Guðmundsson bóndi í Nikulásarhúsi, f. 18. febrúar 1842, d. 1. ágúst 1922, og kona hans Þórunn Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1850, d. 2. júlí 1938.
Börn Sæmundar og Þórunnar í Eyjum voru:
1. Þorkell Sæmundsson á Reynistað, f. 27. september 1878, d. 2. maí 1963.
2. Markús Sæmundsson í Fagurhól, f. 27. desember 1885, d. 5. apríl 1980.
3. Sigurður Sæmundsson
á Hallomsstað f. 16. febrúar 1887, d. 15. júlí 1981.
Föðursystir þeirra var
4. Una Guðmundsdóttir húsfreyja í London, f. 19. apríl 1839, d. 25. apríl 1930.
Bróðurdóttir þeirra var
5. Arnfríður Jóna Sveinsdóttir húsfreyja á Stóru-Heiði, f. 6. maí 1912, d. 8. ágúst 1994.
Sigurður var með foreldrum sínum í bernsku, var síðan fóstraður á Reynifelli á Rangárvöllum, var þar hjú 1901, var sjómaður í Vatnsdal 1908, fór þaðan að Bryggjum í A-Landeyjum og var þar sjómaður 1910, formaður við Sandinn um skeið. Guðbjörg var þar vinnukona hjá foreldrum sínum á því skeiði. Þau eignuðust Torfhildi Stefaníu þar 1912, giftu sig 1915.
Þau bjuggu á Tjörnum u. Eyjafjöllum 1918-1922. Björn fæddist þeim 1918. Þau urðu síðan bændur á Bryggjum 1922-1923.
Þau fluttust til Eyja og voru flutt í nýbyggt hús sitt, Hallormsstað, 1923. Þar fæddist Þórarinn 1925 og Sigurður Björgvin 1926, en þau misstu hann tæpra 6 ára 1932.
Guðbjörg lést 1973 og Sigurður 1981.
Kona Sigurðar, (27. júní 1915), var Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1887, d. 18. nóvember 1973.
Börn þeirra voru:
1. Torfhhildur Stefanía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. maí 1912, d. 30. júlí 1990.
2. Björn Sigurðsson trésmíðameistari, f. 25. júlí 1918, d. 9. ágúst 2005.
3. Þórarinn Sigurðsson skipaeftirlitsmaður, f. 24. febrúar 1925, d. 17. desember 1987.
4. Sigurður Björgvin Sigurðsson, f. 29. ágúst 1926, d. 18. júní 1932. Hann féll út af Hringskersgarðinum.
Myndir
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.