Björn Sigurðsson (Hallormsstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Björn Sigurðsson.

Björn Sigurðsson frá Hallormsstað, trésmíðameistari fæddist 25. júlí 1918 á Tjörnum u. V.-Eyjafjöllum og lést 9. ágúst 2005 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Sigurður Sæmundsson bóndi, skipasmiður og sjómaður, f. 16. febrúar 1887 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, d. 15. júlí 1981, og kona hans Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1887 á Bryggjum í A.-Landeyjum, d. 18. nóvember 1973.

Börn Guðbjargar og Sigurðar:
1. Torfhhildur Stefanía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. maí 1912, d. 30. júlí 1990.
2. Björn Sigurðsson trésmíðameistari, f. 25. júlí 1918, d. 9. ágúst 2005.
3. Þórarinn Sigurðsson skipaeftirlitsmaður, f. 24. febrúar 1925, d. 17. desember 1987.
4. Sigurður Björgvin Sigurðsson, f. 29. ágúst 1926, d. 18. júní 1932.

Björn var með foreldrum sínum í æsku, á Tjörnum og flutti með þeim til Eyja 1923.
Hann var tvo vetur í Gagnfæðaskólanum 1933-1935, lærði trésmíð, lauk sveinsprófi 8. apríl 1939, fékk meistararéttindi 1943.
Hann byrjaði feril sinn sem byggingameistari 1943 á Laugarvatni. Hann byggði fjölmörg hús fyrir byggingasamvinnufélag prentara. Að síðustu vann hann hjá Inkaupastofnun Ríkisins og hafði eftirlit með byggingum á þeirra vegum, m.a. Sjúkrahúsi Keflavíkur og Selfoss, Menntaskólanum, Húsmæðraskólanum og Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni og Þjóðarbókhlöðunni í Rvk. Hann lauk þeim störfum 1988.
Hann var ritari Nemendasambands Gagnfræðaskólans 1938, var um árabil í Lúðrasveit Vestmannaeyja.
Þau Jóhanna Gróa giftu sig 1943, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu lengst í Reykjavík.
Jóhanna Gróa lést 1993 og Björn 2005.

I. Kona Björns, (12. júní 1943), var Jóhanna Gróa Ingimundardóttir húsfreyja, f. 21. september 1911, d. 15. apríl 1993. Foreldrar hennar voru Ingimundur Þórðarson búfræðingur frá Ólafsdal og bóndi, f. 6. ágúst 1871 á Kletti í Gufudalssveit, Barð., d. 9. marz 1924 í Hnífsdal og Sigríður Ingibjörg Þórðardóttir húsfreyja, f. 10. sept. 1876 á Læk í Aðalvík í N.Ís., d. 9. marz 1956 í Rvk.
Barn þeirra:
1. Björn Jóhann Björnsson fyrrverandi eigandi Pústþjónustu BJB í Hafnarfirði, f. 8. maí 1950. Kona hans Alma Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.