Þórarinn Sigurðsson (Hallormsstað)
Þórarinn Sigurðsson frá Hallormsstað, skipasmiður, skipaeftirlitsmaður, umdæmisstjóri fæddist þar 24. febrúar 1925 og lést 17. desember 1987.
Foreldrar hans voru Sigurður Sæmundsson bóndi, skipasmiður og sjómaður, f. 16. febrúar 1887 í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, d. 15. júlí 1981, og kona hans Guðbjörg Björnsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1887 á Bryggjum í A.-Landeyjum, d. 18. nóvember 1973.
Börn Guðbjargar og Sigurðar:
1. Torfhhildur Stefanía Sigurðardóttir húsfreyja, f. 31. maí 1912, d. 30. júlí 1990.
2. Björn Sigurðsson trésmíðameistari, f. 25. júlí 1918, d. 9. ágúst 2005.
3. Þórarinn Sigurðsson skipaeftirlitsmaður, f. 24. febrúar 1925, d. 17. desember 1987.
4. Sigurður Björgvin Sigurðsson, f. 29. ágúst 1926, d. 18. júní 1932.
Þórarinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1942, lærði skipasmiði.
Þórarinn vann við skipasmíðar í Skipasmíðastöð Vestmannaeyja árum saman og var verkstjóri þar, en auk þess stundaði hann sjómennsku.
Hann varð skipaeftirlitsmaður í Eyjum 1. janúar 1972 og umdæmisstjóri Siglingamálastofnunar ríkisins þar frá 1. mars
1987.
Þau Sigrún giftu sig 1947, en hún lést 1948.
Þau Perla giftu sig 1958, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 47.
Þórarinn lést 1987.
I. Kona Þórarins, (6. desember 1947), var Sigrún Ólafsdóttir frá Litlabæ, húsfreyja, f. 23. júlí 1924, d. 21. mars 1948.
II. Kona Þórarins, (4. opktóber 1958), er Perla Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, húsfreyja, f. 11. ágúst 1928.
Börn þeirra:
1. Rúnar Þórarinsson matreiðslumaður, f. 21. júlí 1959.
2. Guðbjörg Þórarinsdóttir bókasafnsfræðingur, vinnur hjá Seðlabankanum, f. 19. ágúst 1962. Maður hennar Árni Stefánsson.
Börn Perlu frá fyrra hjónabandi og fósturbörn Þórarins:
3. Björn Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 3. nóvember 1950 í Bólstaðarhlíð. Fyrrum kona Björg Sigríður Óskarsdóttir.
4. Konráð Jónsson vélvirki í Hafnarfirði, f. 5. júní 1952 á Sauðárkróki, fóstraður af föðurforeldrum sínum frá 1-14 ára. Kona Guðríður Jónsdóttir.
5. Kristinn Jónsson sjómaður, f. 8. apríl 1954 í Bólstaðarhlíð. Kona Hjördís Steina Traustadóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 22. desember 1987. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.