Sigurður Ingi Ingólfsson (netagerðarmeistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Ingi Ingólfsson netagerðarmeistari fæddist 28. janúar 1945 að Heiðarvegi 36.
Foreldrar hans voru Ingólfur Theodórsson netagerðarmeistari, f. 10. nóvember 1012 á Siglufirði, d. 14. mars 1988, og kona hans Sigríður Inga Sigurðardóttir frá Skuld við Vestmannabraut 40, húsfreyja forstöðumaður, f. þar 14. apríl 1925.

Börn Sigríðar og Ingólfs:
1. Sigurður Ingi Ingólfsson netagerðarmeistari, f. 28. janúar 1945 á Heiðarvegi 66. Kona hans Jóna Berg Andrésdóttir.
2. Elín Björg Ingólfsdóttir, f. 7. desember 1946 á Heiðarvegi 36, d. 13. desember 1946.
3. Hugrún Hlín Ingólfsdóttir bankastarfsmaður, f. 25. ágúst 1948 á Heiðarvegi 36, d. 3. maí 2003. Fyrrum maður hennar Alfreð Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Jónas Traustason. Maður hennar Baldur Þór Baldvinsson.
4. Kristín Hrönn Ingólfsdóttir snyrtifræðingur í Danmörku, f. 23. október 1960. Maður hennar Pierre Schwartz.
5. Elfa Dröfn Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 28. september 1962. Maður hennar Páll Magnússon.
6. Harpa Fold Ingólfsdóttir fisktæknir, tvíburi, f. 28. september 1962.
Barn Ingólfs með Láru Sigurðardóttur:
7. Jóhanna Margrét Ingólfsdóttir, vann við matreiðslu- og þjónustustörf, f. 13. febrúar 1933, d. 11. júní 2014.
Barn Ingólfs með Klöru Helenu Nilsen:
8. Kornelía Sóley Ingólfsdóttir verslunar- og skrifstofumaður, starfsmaður bókasafns, f. 2. október 1937, d. 6. desember 2010.
Barn Ingólfs með Unni Fjólu Bjarnadóttur, var ættleitt.:
9. Amalía Stefánsdóttir, f. 17. september 1941.

Sigurður Ingi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði netagerð hjá föður sínum og í Iðnskólanum í Eyjum, varð sveinn 1963 og fékk meistararéttindi 1969. Hann sat fjölda námskeiða tengdum greininni.
Sigurður Ingi vann við iðn sína í fyrirtæki föður síns til 1976, stofnaði og rak Netagerð Njáls og Sigurðar Inga með Njáli Sverrissyni 1976-1983, er hann seldi sinn hluta.
Þau Jóna fóru í útgerð, gerði út nokkra báta, Bergvík Sigurvík og Drangavík. Þau nefndu útgerðarfyrirtæki sitt Eyjavík. Þá ráku þau harðfiskvinnslu í fyritækinu Heimavík og nefndu afurðirnar ,,Eyjabita“.
Þau Jóna giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Höfðavegi 18, fluttu til Reykjavíkur 2001 og búa nú í Álfaborgum 27 í Reykjavík.

I. Kona Sigurðar Inga, (8. maí 1966), er Jóna Berg Andrésdóttir húsfreyja, bókhaldari, f. 5. janúar 1947.
Börn þeirra:
1. Andrea Inga Sigurðardóttir sjúkraliði, forstöðumaður ræstingadeildar Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi, f. 30. september 1965 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Burstafelli. Maður hennar Guðmundur Ágústsson.
2. Tryggvi Rúnar Sigurðsson sjómaður á Bergey VE, f. 18. apríl 1971 í Eyjum. Barnsmóðir hans Hulda Björt Magnúsdóttir.
3. Guðni Steinar Sigurðsson tölvutæknir, f. 26. júlí 1979 í Eyjum..


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.