Vilhjálmur Vilhjálmsson (Burstafelli)
Vilhjálmur Vilhjálmsson, frá Burstafelli, listamaður, kennari fæddist 5. mars 1963.
Foreldrar hans voru Vilhjálmur Árnason frá Burstafelli, verslunarmaður, framkvæmdastjóri, f. 19. febrúar 1921, d. 19. febrúar 1993, og kona hans María Gísladóttir húsfreyja, f. 6. mars 1923 í Neskaupstað, d. 11. janúar 2016.
Börn Maríu og Vilhjálms:
1. Óli Árni Vilhjálmsson, f. 18. október 1941, d. 24. desember 2021. Fyrrum kona hans Jenny Joensen. Kona hans Ólafía Skarphéðinsdóttir.
2. Þór Ísfeld Vilhjálmsson, f. 30. nóvember 1945. Kona hans Sólveig Adolfsdóttir.
3. Sæmundur Vilhjálmsson, f. 7. desember 1948. Fyrrum kona hans Elín Kristín Þorsteinsdóttir. Kona hans Fríða Jóna Ágústsdóttir.
4. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 2. nóvember 1956. Maður hennar Muggur Pálsson.
5. Vilhjálmur Vilhjálmsson, f. 5. mars 1963. Fyrrum kona hans Andrea Inga Sigurðardóttir. Kona hans Ragnhildur Þorbjörg Svansdóttir.
Vilhjálmur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann sat nokkur námskeið í málaralist, hefur stundað listina. Einnig var hann handavinnukennari í Hamarsskóla í forföllum í 2 ár.
Þau Andrea Inga giftu sig, eignuðust eitt barn, bjuggu við Áshamar 75. Þau skildu.
Þau Ragnhildur giftu sig 1990, eignuðust tvö börn. Þau búa á Burstafelli við Vestmannabraut 65a.
I. Kona Vilhjálms, (skildu), er Andrea Inga Sigurðardóttir, húsfreyja, forstöðumaður, f. 30. september 1965.
Barn þeirra:
1. Sigurður Ingi Vilhjálmsson, verkamaður, f. 15. desember 1983. Barnsmóðir hans Kristín Sjöfn Sigurðardóttir. Sambúðarkona hans Andrea Íris Þorsteinsdóttir.
II. Kona Vilhjálms, (10. nóvember 1990), er Ragnhildur Þorbjörg Svansdóttir, húsfreyja, framleiðslustjóri, f. 6. nóvember 1972.
Börn þeirra:
2. Sigurbjörg Jóna Ísfeld Vilhjálmsdóttir, hefur verið læknaritari, starfsmaður leikskólans á Sóla, ræstitæknir, þjálfari, f. 22. október 1992. Fyrrum sambúðarmaður Hafliði Sigurðarson.
3. Svanur Páll Ísfeld Vilhjálmsson, kvikmyndafræðingur, verkstjóri, f. 1. júní 1996. Sambúðarkona hans Helga Rún Róbertsdóttir frá Selfossi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.