Sigurður Georgsson (múrari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Georgsson.

Sigurður Georgsson múrari fæddist 30. apríl 1954 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Georg Sigurðsson verkamaður f. 23. janúar 1930 að Borgarhóli við Kirkjuveg 11, d. 6. september 2020, og kona hans Ása Valtýsdóttir frá Kirkjufelli, húsfreyja, verkakona, f. 7. ágúst 1933, d. 24. apríl 1981.

Börn Ásu og Georgs:
1. Sigurður Georgsson sjómaður, f. 30. apríl 1954. Kona hans Elínborg Óskarsdóttir.
2. Valtýr Georgsson verkstjóri í Áhaldahúsinu, f. 19. apríl 1956. Kona hans Sigríður Guðbrandsdóttir.
3. Guðni Georgsson pípulagningamaður, f. 14. október 1957. Kona hans Vigdís Rafnsdóttir.
4. Jóhann Brandur Georgsson netamaður, f. 30. október 1959. Kona hans Ragna Birgisdóttir.

Sigurður var með foreldrum sínum, á Brekastíg 19 og við Stermbugötu 12.
Hann lauk sveinsprófi í múraraiðn 1991.
Sigurður vann í Vinnslustöðinni og Fiskiðjunni, var síðar vörubílstjóri í 14 ár, en hefur síðan unnið við iðn sína.
Þau Elínborg giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Þau búa við Nýjabæjarbraut 6A.

I. Kona Sigurðar, (26. nóvember 1977), er Elínborg Óskarsdóttir húsfreyja, ræstitæknir, f. 12. september 1958.
Börn þeirra:
1. Ása Sigurðardóttir leikskólakennari, sérkennari í grunnskólanum, f. 2. október 1976. Maður hennar Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson.
2. Ásta Ósk Sigurðardóttir leiðbeinandi í grunnskólanum, f. 16. ágúst 1984. Maður hennar Viðar Valdimarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Múraratal og steinsmiða. 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.