Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Árið 1976 var Áhaldahús Vestmannaeyja byggt. Það stendur vestan Heiðarvegar. Þar er starfsmannaaðstaða útiflokka bæjarins þar sem starfsfjöldi er að meðaltali um 22 yfir árið. Ennfremur er þar viðgerðaverkstæði, geymslur og önnur tilfallandi starfsemi sem tilheyrir eftirfarandi starfsemi:

  • Malbikun
  • Viðhald vega
  • Viðhald gagnstétta, hellulögn
  • Viðhald holræsa
  • Stífluþjónusta
  • Vélamiðstöð
  • Ýmis þjónusta við aðrar deildir bæjarins. (flutningar o.fl.)
  • Snjóruðningur og hálkueyðing
  • Rekstur Malbikunarstöðvar, sem staðsett er við Hlíðarveg
  • Rekstur grjótmulningsvéla, sem staðsettar eru sunnan Gufuvíkur

Garðyrkjustjóri er með aðstöðu í húsinu en undir hann heyra öll opin svæði bæjarins og ræktun og uppgræðsla, jafnt innan sem utan bæjarmarkanna.

Mikil starfsemi er út frá Áhaldahúsinu á sumrin en þá eru margir vinnuflokkar sem vinna víðs vegar um bæinn til þess að fegra og bæta umhverfið. Vinnufólkið er aðallega skólakrakkar og eru flokkar úr grunnskólum og framhaldsskólum. Aðalverk flokkanna eru í tengslum við gróður og ýmiss konar hirðingu garða og svæða. Auk þess eru alls konar verkefni í gangi og sum hver mjög fjölbreytt.

Árið 2005 var nafni Áhaldahússins breytt í Þjónustumiðstöð Vestmannaeyja og starfssviði þess breytt.