Valtýr Georgsson (verkstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Valtýr Georgsson)
Fara í flakk Fara í leit
Valtýr Georgsson.

Valtýr Georgsson verkstjóri fæddist 19. apríl 1956 að Strembugötu 12 í Eyjum og lést 10. mars 2018.
Foreldrar hans voru Georg Sigurðsson verkamaður f. 23. janúar 1930 að Borgarhóli við Kirkjuveg 11, d. 6. september 2020, og kona hans Ása Valtýsdóttir frá Kirkjufelli, húsfreyja, verkakona, f. 7. ágúst 1933, d. 24. apríl 1981.

Valtýr var með foreldrum sínum.
Hann vann hín ýmsu verkamannastörf og þótti vel liðtækur við vélar og tæknistörf. Eftir Gosið 1973 réðst hann til Áhaldahússins, varð þar verkstjóri til dánardægurs.
Þau Sigríður giftu sig 2003, eignuðust þrjú börn. Þau byggðu og bjuggu að Foldahrauni 1.
Valtýr lést 2018.

I. Kona Valtýs, (12. desember 2003), er Sigríður Guðbrandsdóttir frá Unuhól í Þykkvabæ, húsfreyja, f. 11. janúar 1958. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Sveinsson, f. 28. maí 1920 í Borgarholti í Miklaholtshreppi, d. 15. júní 2010, og kona hans Sigurfinna Pálmarsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1925 í Unuhól.
Börn þeirra:
1. Guðbranduur Valtýsson, f. 15. september 1988, d. 22. september 1988.
2. Sindri Valtýsson, f. 9. ágúst 1989. Kona hans Bryndís Jónsdóttir.
3. Reynir Valtýsson, f. 15. nóvember 1995.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 24. mars 2018. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.